Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Steingrímur J. Sigfússon fetar ífótspor annarra ráðherra ríkis- stjórnarinnar þegar hann svarar fyrirspurn Ásmundar Einars Daða- sonar um afskipti ESB með fjár- munum, þátttöku sendiherra og sendiráðs af umræðum um ESB- aðild Íslands.    Steingrímur kann-ast ekkert við að ESB hafi blandað sér í umræðuna hér á landi og segir að með „öflugri og upplýstri umræðu þar sem öll- um er gefinn kostur á þátttöku verður endanleg niðurstaða um aðildarsamning í þjóðaratkvæða- greiðslu byggð á upplýstri ákvörðun.“    Steingrímur er auðvitað ekkisvona mikill óviti, en hann er ef til vill orðinn svona blindur ESB- sinni.    Að öðrum kosti væri honumkunnugt að ESB setti upp sér- staka áróðursskrifstofu hér á landi vegna aðlögunarviðræðnanna og mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild.    Honum væri líka kunnugt um aðsendiherra ESB hefur bland- að sér skipulega í umræðuna.    Sendiherranum er meira að segjasvo vel kunnugt um þátt sinn í umræðunni og hve hæpin afskipti hans eru að hann hefur neitað að svara gagnrýni á þau afskipti.    En Steingrímur telur að þetta séaðeins hluti af „upplýstri um- ræðu“ þar sem öllum sé „gefinn kostur á þátttöku“. Ætli hann telji líka að allir geti kostað jafn miklu til og áróðursdeild ESB? Steingrímur J. Sigfússon „Upplýst umræða“ kostuð af ESB STAKSTEINAR Ásmundur Einar Daðason Veður víða um heim 1.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 17 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 17 heiðskírt Vestmannaeyjar 9 heiðskírt Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 7 skúrir Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 15 alskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 20 skýjað París 20 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Berlín 15 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 15 léttskýjað Algarve 21 skýjað Madríd 33 heiðskírt Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 27 heiðskírt Róm 22 skýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 17 skýjað Montreal 18 skýjað New York 22 heiðskírt Chicago 12 alskýjað Orlando 25 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:19 23:34 ÍSAFJÖRÐUR 2:34 24:29 SIGLUFJÖRÐUR 2:14 24:14 DJÚPIVOGUR 2:38 23:14 SMÁRALIND - KRINGLUNNI 20% afsláttur af öllu nema basic Helgarsprengja Í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins fyrir viku var fjallað um unga stúlku sem fékk hjartastopp og var endur- lífguð af föður sínum. Í lok greinar- innar fórst fyrir að nefna nafn Sig- urðar Sverris Stephensen barnahjartalæknis, en hann hefur lagt mikið af mörkum í umfjöllun um nýgengni hjartagalla á Íslandi. Því er hér með komið á framfæri. ÁRÉTTING Nafn féll niður Karlmaður um fimmtugt er í gæslu- varðhaldi eftir að hafa reynt að smygla um 370 grömmum af kókaíni til landsins. Maðurinn sem er erlend- ur var stöðvaður í Leifsstöð við komu frá London. Við hefðbundið eftirlit tollgæslu kom upp grunur um að hann hefði óhreint mjöl í pokahorninu. Svo reyndist vera, því efnin hafði hann falið innvortis. Tekinn með 370 grömm af kókaíni Mál ríkissaksóknara á hendur Ann- þóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birg- issyni og átta öðrum karlmönnum var þingfest í Héraðsdómi Reykja- ness í gærmorgun. Sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæt nauðung, frelsissvipting og tilraun til fjárkúgunar eru á meðal ákæruefna. Rannsóknarhagsmunir réðu för Hvorki Annþór Kristján né Börk- ur fengu að vera viðstaddir þingfest- inguna og tóku þar af leiðandi ekki afstöðu til ákærunnar. Þeir sakborn- ingar sem mættu í húsnæði héraðs- dóms neituðu allir sök í málinu. Ástæða þess að Sýslumaðurinn á Selfossi og saksóknari neituðu Ann- þóri Kristjáni og Berki að vera við- staddir þingfestinguna er vegna rannsóknarhagsmuna er tengjast öðru máli en þeir eru vistaðir í ein- angrun á Litla-Hrauni, grunaðir um að hafa veitt samfanga sínum áverka er drógu hann til dauða. Verjendur Annþórs Kristjáns og Barkar mótmæltu ákvörðuninni harðlega og sögðu það vera brot á mannréttindum skjólstæðinga sinna að fá ekki að taka afstöðu til ákær- unnar. Voru mótmæli verjandanna færð til bókar. Skipulagðar árásir Ákæra ríkissaksóknara sem þing- fest var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun er í fimm liðum og snýr hún að skipulögðum árásum sem áttu sér stað bæði í fyrra og á þessu ári. Í ákærunum kemur m.a. fram að fórnarlömbin hlutu slæm beinbrot auk annarra áverka. Var meinað að mæta í héraðsdóm Morgunblaðið/Ómar Dómur Ekki mættu allir fyrir rétt. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka og nemur ábatinn um 174 milljónum króna á ári. Kemur þetta fram í lokaverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands sem Gerður Þóra Björnsdóttir hagfræðingur vann en í verkefninu gerði hún kostnaðar- ábatagreiningu á Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka árið 2010. Við mat á samfélagslegum kostn- aði sem hlýst af hlaupinu voru rekstrargjöld Reykjavíkurmaraþons skoðuð, tillit tekið til kostnaðar lög- reglunnar við hlaupið ásamt því sem skoðaður var kostnaður þátttakenda við æfingar, búnað og meiðsli tengd þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni. Þeir þættir sem litið var til við mat á samfélagslegum ábata sem af hlaupinu hlýst voru tekjur af ferðamönnum, neytendaábati og bætt heilsa þjóð- arinnar. Samfélags- legur kostnaður við rekstrargjöld maraþonsins nam alls 59.236.363 kr. á verðlagi árs 2010. Heildarábati af erlendum ferðamönnum nam 199.286.473 kr. Neytendaábati þátttakenda árið 2010 var 10.731.812 kr. Ábati í heilsu vegna maraþonsins dreifðist á tvö ár; árið 2010 nam hann 16.960.651 kr. en 6.388.848 kr. árið á eftir. Þjóð- hagslegur ábati maraþonsins nam því 173.827.191 kr. Reykjavíkurmara- þon er hagkvæmt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.