Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bréfasafn Gísli Harðarson er stoltur af bréfasafninu sínu sem geymir svo mörg gullkorna sem raun ber vitni.
skrifuð á jólasveininn í „Reindeer
Land Iceland“ (Hreindýralandinu
Íslandi), eða „Toy Factory Iceland“
(Leikfangaverksmiðju Íslandi) eða
jafnvel „Joyland Iceland“ (Gleðilandi
Íslandi). Eitt er stílað á „Father
Christmas c/o The Fairy Queen.“
(Faðir jólanna, berist til álfadrottn-
ingar). Önnur hafa til dæmis áritun á
heimilisfangið „Igloo Nr. 1 Reykja-
vík“ (Snjóhús 1 í Reykjavík) eða
„Fairy Workshop Land of Snow
North Pole Iceland“ (Álfavinnustofa
Snjólandi Norðurpólnum Íslandi).
Og eitt er skrifað á hvorki meira né
minna en „Father Christmas, Cloud
9 Second on the left past the Milky
Way, Galaxy Land Iceland.“ (Faðir
jólanna, níunda skýi til vinstri
framhjá Vetrarbrautinni, Stjörnu-
þokunni Íslandi.)
Og tónlistarsjónvarp takk
Innihald og útlit bréfanna er oft
mjög skemmtilegt, sérstaklega
vegna hugmyndaríkra óska barn-
anna um gjafir og loforð um að vera
þæg og góð. Vill sá listi verða nokkuð
langur. Sem dæmi um innihald bréf-
anna er bréf frá Richard Purkiss frá
Surrey í Englandi, en hann var fjög-
urra ára árið 1978 þegar hann skrif-
aði svohljóðandi bréf sem móðir hans
hjálpaði honum að skrifa: „Kæri
Jólasveinn. Ég bað mömmu um að
skrifa þetta bréf því að ég kann ekki
ennþá að skrifa. Mig langar að fá í
jólagjöf byssu, te-sett, stóran kassa,
lítið píanó og tónlistarsjónvarp takk.
Ég vona að það verði mikill snjór og
að amma mín og afi geti komist. Ef
þú kíkir á veröndina mína á jólanótt
finnurðu kökusneið og drykk og kex
handa hreindýrinu þínu.“ Í öðru
bréfi skrifuðu af Andrew Archer frá
London segir: „Kæri Jóla-
sveinn. Vinir
mínir segja að þú
sért ekki til.
Vertu svo vænn
að sanna að þú
sért til. Gætirðu
fært mér bílabraut,
mótorhjólagalla og
mótor sem er festur
á venjulegt hjól en
hljómar eins og al-
vöru mótorhjól. Og
líka eitthvað fallegt
fyrir mömmu mína.“
Ástarkveðja Craig óskar eftir miklu sælgæti frá sveinka.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Er Lónkot félagi í Slow Food-sam-
tökunum.
Lónkot býður upp á rómantíska
og fjölskylduvæna gistingu í sér-
innréttuðum herbergjum sem henta
sérstaklega vel fyrir pör og smærri
hópa. Þá gefur að líta í Sölvastofu,
veitingahúsi Lónkots, hina sér-
stæðu myndlist frægasta föru-
manns Íslands, Sölva Helgasonar,
Sólons Íslandusar.
Árið 1995 var Sölva reistur heið-
ursminnisvarði sem unninn var af
Gesti Þorgrímssyni myndhöggvara.
Fleiri valinkunnir myndlistarmenn
hafa dvalið og skilið eftir sig verk í
Lónkoti.
Lónkot er rómað fyrir einstæða
náttúrufegurð með stórkostlegu út-
sýni til Þórðarhöfða og hinna sögu-
frægu Drangeyjar og Málmeyjar.
xxxxxxxxxxxxx
Lónkot Sannarlega rómað fyrir einstæða náttúrufegurð og gott útsýni.
Sýning Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara, FRÍ-
MERKI 2012, inniheldur veglegt
safn sjaldgæfra og óvenjulegra
muna er tengjast frímerkjasöfn-
un og póstsögu Íslands.
Hún hófst í gær föstudag og
stendur yfir til sunnudagsins 3.
júní. Sýnt verður fjölbreytt úr-
val af íslenskum og erlendum
söfnum þar sem margur áhuga-
verður dýrgripurinn leynist.
Sýningin FRÍMERKI 2012 er
haldin í rúmgóðum sal KFUM og
K við Holtaveg 28, beint á móti
Langholtsskóla. Opnið í dag
laugardag kl. 11–18 og á morg-
un sunnudag kl. 11–17. Aðgang-
ur ókeypis.
Frímerki
2012
SÝNING
Hreindýraland á
Norðurpólnum.