Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 20
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það hefur aldrei skort bjartsýni hjá mér,“ segir Bjarni Júlíusson, for- maður Stangaveiðifélags Reykjavík- ur, en samkvæmt hefð fer hann fyrir stjórn félagsins og byrjar að kasta fyrir laxinn í Norðurá þegar veiðin hefst á þriðjudaginn kemur. Hann hikar ekki og spáir því að stjórnin fái alls 27 laxa í hollinu, en það yrði „besta opnun á þessari öld“. Eins og veðurspáin er má búast við góðri sólbráð í fjöllum, með mik- illi dægursveiflu í rennsli Norðurár og Bjarni telur það koma veiðimönn- um vel. „Brotið gæti verið inni,“ seg- ir hann um kunnan veiðistað þar sem formaðurinn hefur oftast veitt. „Og ef það er þá verður allt fullt af fiski. Hann verður líka á Eyrinni, hann verður í Myrkhyl og Myrk- hylsbroti … já, ég er gríðarlega bjartsýnn,“ endurtekur hann. Heldur halli undan Veiði hefst einig í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, og í Blöndu á þriðjudaginn kemur. Síðan verða árnar opnaðar, hver á fætur annarri út júnímánuð. Laxveiðin hefur verið afar góð undanfarin ár en á ársfundi Veiðimálastofnunar í vor, spáði Guðni Guðbergsson fiski- fræðingur því að heldur hallaði und- an, eftir að „gríðarleg veisla“ hafi verið í mörgum ám á undanförnum árum. „Það var metveiði í mörgum ám 2008, metveiði á Norðurlandi vestra 2009, á Norðurlandi eystra 2010 og í nokkrum ám 2011. Endurheimtur á löxum úr sjó hafa hinsvegar dalað heldur og frekar hér á Suður- og Vesturlandi en fyrir austan. Það hef- ur gjarnan verið þannig að toppar og lægðir í sveiflum fylgjast að í ein- hvern tíma og við erum heldur á nið- urleið núna. Þær mælingar sem við höfum á seiðabúskap eru nokkuð misvísandi en ég myndi telja að heldur hallaði undan, þó svo að ástandið sé í flestum tilfellum í mjög þokkalegu lagi,“ sagði Guðni. Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna, telur að laxveiðin verði þokkalega góð í sum- ar. „Miðað við grásleppuveiðina ætti það að vera nokkuð gott sums stað- ar,“ segir hann og bætir við að á suð- vesturhorninu virðist ætla að verða meira vatn í ánum en síðustu sumur. Besti tíminn er seldur Rætt hefur verið um að sala lax- veiðileyfa hafi á margan hátt gengið verr fyrir þetta sumar en undanfarin ár, og hafa ýmsir leigutakar staðfest það. Nokkuð hafi verið um óseldar stangir hér og þar, jafnvel í hollum sem hafi átt sína daga um árabil í án- um. Orri segist hafa heyrt þetta en sú sé ekki raunin í sínum ám, Selá, Hofsá, Fljótaá og Laxá í Aðaldal. „Ég held að við höfum hlutfallslega selt miklu meira en í fyrra.“ Hann segir erlendum veiðimönnum enn fara fjölgandi í veiðinni. Bjarni Júlíusson segir að með hækkandi sól hafi sala veiðileyfa tek- ið vel við sér og til mynda séu ein- ungis til veiðidagar í ágúst og sept- ember í Norðurá og Langá. „Við erum því frekar brattir og bjartsýnir á árið. Laxveiðileyfin eru mjög vel seld, en við fundum engu að síður í vetur og vor að það var minni sala til Íslendinga, félagsmanna okkar, en oft áður. En besti tíminn er seldur. Fólk er blankara, en þetta hefur samt gengið ágætlega,“ segir Bjarni. „… þá verður allt fullt af fiski“  Laxveiðitímabilið hefst á þriðjudaginn  Formaður SVFR spáir 27 laxa holli í Norðurá  Orri Vigfússon telur að laxveiðin verði „þokkalega góð“  Minni sala á veiðileyfum til Íslendinga í vetur Draumafiskur Björn K. Rúnarsson veiddi draumalax í Hnausastreng í Vatnsdalsá í fyrra, 105 cm langan og veginn 25 pund. Veiðast margir slíkir í sumar? 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Fiðringur fer um margar veiðimanninn þegar fregnir fara að berast af fyrstu löxunum sem sjást í hinum ýmsu veiðiám – þeir eru sannkallaðir sumarboðar. Það hefur eflaust glatt þá sem hefja veiðar í Blöndu á þriðjudaginn kemur að fyrsti laxinn sást í Damminum að norðanverðu í vikunni og sá var vænn, talinn 14 til 16 pund. Fyrsti lúsugi nýrenning- urinn er vitaskuld löngu veiddur, sá tók Black Ghost sem veiðimaður kastaði með nettri silungsstöng við Bíldsfell í Soginu 18. maí síðastlið- inn og vonaðist til að silungur tæki. En laxinn virðist farinn að ganga, í einhverjum mæli. Hjálmar Árnason skyggndi hylji í Flókadalsá í vikunni og þar var að minnsta kosti einn silfraður og stór, og samkvæmt vef- miðlinum Vötnogveiði.is sáust einnig nokkrir á Lækjarbreiðu í Laxá í Kjós og stórlax í Laxfossi. Norðurá hefur verið vatnsmikil undanfarið og má spyrja sig hvort laxar bíði veiðimanna á Brotinu á þriðjudag. Lax mættur í Blöndu og Kjós FREGNIR BERAST AF FYRSTU LÖXUNUM Í ÁNUM Fyrstu holl sumarsins ljúka í dag veiðum á urriðasvæðunum í Laxá, í Mývatnssveit og Laxárdal. Að sögn Bjarna Höskuldssonar veiðieftir- litsmanns fer veiðin mjög vel af stað, enda lífríkið allt mun fyrr á ferðinni en síðustu tvö ár og sól og veðurblíða leika við veiðimenn. „Í Mývatnssveitinni hefur gengið ágætlega, menn eru ekki í neinu moki en fiskurinn er góður og allir sáttir. Fiskur er að taka um alla á og meira að segja á stöðum þar sem menn eiga ekki von á þeim nú í vor- veiðinni, enda var áin komin í tíu gráður í gær,“ segir Bjarni. Í Mý- vatnssveitinni gaf fyrsti veiðidag- urinn, á miðvikudag, yfir hundrað urriða. Talsverður vatnsþungi er í ánni og einhverjir eftirlætisstaðir, eins og Geirastaðaskurður, því ill- veiðanlegir. „Í Laxárdal segja menn mér að fiskurinn sé greinilega búinn að dreifa sér og liggur ekki lengur í torfum eins og hann gerir fyrst eft- ir vorleysingarnar. Fyrir kúlu- hausakarlana er því erfiðara að veiða þar niðurfrá, staðirnir eru margir svo stórir og miklir, en þeir eru minni og afmarkaðri í Mývatns- sveitinni. Einn veiðimannanna, Val- garð Ragnarsson, segir þá vera með svipaðan fjölda fiska og í fyrra, allir fá eitthvað og alls stað- ar. Við Varastaðahólma náði hann einum ellefu í beit og hefur greini- lega hitt þar á torfu.“ Um sextíu urriðar höfðu veiðst fyrstu tvo dag- ana í Laxárdal. Eins og venjulega eru fiskarnir heldur vænni þar nið- urfrá – „upp í 64 cm“ – en í Mý- vatnssveitinni, þar sem veiðast hinsvegar fleiri. Þar eru þeir mikið um 46 til 50 cm. Bjarni dásamar aðstæðurnar við ána þessa dagana og rifjar hlæjandi upp að í fyrra hafi áin ekki verið orðin tíu gráður „fyrr en í júlí. Tólfta júní í fyrra stóðum við á hlaðinu við Rauðhóla í Laxárdal og sáum ekki yfir ána fyrir snjókomu.“ „Fiskurinn er góð- ur og allir sáttir“  Urriðaveiðin í Laxá fer vel af stað Morgunblaðið/Einar Falur Urriðadans Fiskurinn hefur tekið vel við í Varastaðahólma í Laxá. FRÍMERKI ÓSKAST! Box 537 SE-201 25 Malmö - SWEDEN stampauctions@postiljonen.se www.postiljonen.com Fulltrúi leiðandi uppboðsfyrirtækis Norðurlanda í frímerkjum, Postiljonen, mun koma til Íslands á frímerkjasýningu í Reykjavík. 1 – 3. Júní. Ef þið hafið frímerki eða gömul umslög sem þið viljið setja á uppboð hjá Okkur, vinsamlegast hafið samband við okkur. Við kaupum einnig gegn staðgreiðslu. Vinsamlegast hafið samband við fulltrúa okkar á Íslandi (Magna) í síma 692 33 22 fyrir 1. Júní, og síma 618 82 82 á tímabilinu 1 – 3. Júní. Okkur er ánægja að hitta ykkur og ræða málin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.