Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 25
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
störf í hefðbundnum framleiðslugrein-
um.
Þriðji flokkurinn er störf tengd ný-
sköpun og sprotastarfsemi.
500-800 störf áttu að verða til í nýj-
um litlum og meðalstórum fyrir-
tækjum, 300-500 störf í umhverfis-
vænum iðnaði, 500 störf í
menningargeiranum og 300 störf í
hugvitsgreinum, alls 1.600-2.100 störf
tengd nýsköpun og sprotastarfsemi.
2.000 umhverfistengd störf
Fjórði flokkurinn, 2.500 heilsársstörf
og 2.000 sumarstörf með aðkomu rík-
isins, skiptast þannig að 2.000 ný heils-
ársstörf áttu að verða til hjá hinu op-
inbera og 500 störf með endur-
skipulagningu í heilbrigðiskerfinu og
vegna fjölgunar aldraðra og svo hins
vegar 2.000 umhverfistengd sum-
arstörf fyrir námsmenn. Fimmti og
síðasti flokkurinn var „að minnsta kosti
4.000 störf með hlutfallslegri fjölgun í
þjónustugeirum“. Má hér nefna að
þessi tækifæri áttu að skapast „með
hlutfallslegri fjölgun starfa í þjónustu
hjá ríki, sveitarfélögum og einkafyr-
irtækjum sem leiðir af fjölgun starfa í
öðrum geirum“.
Þingkosningarnar 25. apríl 2009 fóru
svo að Samfylking og Vinstri grænir
náðu hreinum meirihluta.
Eftir kosningarnar lögðu flokkarnir
tveir fram svonefnda hundrað daga
áætlun. Nokkur atriði varða atvinnu-
mál öðrum fremur. Í fyrsta lagi það
markmið að ná samkomulagi við aðila
vinnumarkaðarins um stöðugleikasátt-
mála og í öðru lagi mótun atvinnu-
stefnu í samvinnu við aðila vinnumark-
aðarins og háskólasamfélagsins, meðal
annars með það að markmiði að Ísland
yrði meðal tíu samkeppnishæfustu
landa heims árið 2020. Í þriðja lagi átti
að efla úrræði Vinnumálastofnunar og
Nýsköpunarmiðstöðvar til að bregðast
við atvinnuleysi og í fjórða lagi að
hrinda af stað átaki til að fjölga sum-
arstörfum og nýjum atvinnutækifær-
um fyrir ungt fólk.
Laugardaginn 12. maí 2009 ályktaði
sveitarstjórnarráð VG að grípa þyrfti
til aðgerða til að skapa störf á lands-
byggðinni. Sagði þar m.a. að „í að-
gerðum til að draga úr atvinnuleysi
[væri] eðlilegt að líta til verkefna hjá
sveitarfélögunum og veita fé til við-
halds og nýsköpunarverkefna á
þeirra vegum.“
18. maí 2009 flutti Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra stefnu-
ræðu. Eftir hana steig Steingrímur í
pontu og fjallaði um atvinnuvandann.
Baráttan gegn atvinnuleysi hlyti að
hafa „algjöran forgang“.
Síðla um sumarið, 29. ágúst 2009,
samþykkti flokksráðsfundur VG á
Hvolsvelli ályktun um að beita skyldi
kynjaðri hagstjórn „svo kvennastörf-
um í velferðarkerfinu verði ekki fórn-
að til að skapa karlastörf með verk-
legum framkvæmdum“.
Taldi vandann vera minni
Á aðfangadag 2009 sendi Stein-
grímur flokkssystkinum sínum jóla-
kveðju: „Atvinnuleysi er umtalsvert
minna en spáð var, samdráttur lands-
framleiðslu sömuleiðis … Nú með
nýju ári og hækkandi sól er sem bet-
ur fer að sjá fyrir endann á mörgum
erfiðustu og þyngstu verkefnum
björgunarstarfsins. Þá verður hægt
að beina kröftum af meira alefli að
uppbyggingarstarfinu,“ sagði hann.
Mánudaginn 14. júní 2010 lagði
Steingrímur orð í belg við almennar
stjórnmálaumræður. „Því var spáð að
atvinnuleysi yrði upp undir 10% að
meðaltali. Það varð á milli 8 og 9%.
Atvinnuleysi, bæði í apríl og aftur í
maí á þessu ári, er heldur minna en í
sömu mánuðum síðasta árs. Það er á
niðurleið og var 8,3% nú í maí-
mánuði,“ sagði hann í ræðu sinni.
Síðla í ágúst 2010 vék Steingrímur
aftur að atvinnuástandinu í greina-
flokknum Landið tekur að rísa sem
birtist í sex hlutum í Fréttablaðinu.
„Framundan eru miklar fram-
kvæmdir, til dæmis nýbyggingar
Landspítalans, Búðarhálsvirkjun,
tvöföldun Suðurlandsvegar o.s.frv. ...
Um 2000 fleiri störf voru í boði á öðr-
um ársfjórðungi 2010 en á sama tíma
2009,“ skrifaði Steingrímur en setn-
ingarnar eru sóttar í tvær ritsmíða
hans í greinaflokknum.
Er nánar vikið að ummælum
Steingríms um atvinnumál í römm-
unum hér á opnunni.
Sumarsýning TRYGGVASAFNS í Safnahúsinu Neskaupstað.
Sýningin opnar á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní, kl. 13.00
Sýningin verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga í sumar.
Meginuppistaðan í sýningunni í ár eru myndir sem tengjast sjónum, skip, bátar, skútur, fiskar, kuðungar,
krossfiskar, hvalir, sporðar, önglar, akkeri og hafið sjálft svo nokkuð sé nefnt.
Því ber sýningin heitið HAFIÐ
Listaverkabók um Tryggva
Myndskreytt póstkort
Grafíkmyndir
Til sölu í Safnahúsinu eru:
Sumarsýningin HAFIÐ
Seinni hluta janúarmánaðar 2011 fór Stein-
grímur J. Sigfússon í fyrirlestraferð um landið
og rakti í erindum sínum „þau tækifæri sem
fyrir hendi eru í atvinnulífinu og [nefndi] fjölda
fjárfestingaverkefna sem stjórnvöld [væru] að
vinna að til að auka hagvöxt og atvinnu á Ís-
landi“, að sögn vefjar VG.
Í febrúar skrifuðu Jóhanna Sigurðardóttir
og Steingrímur grein í tilefni af þriggja ára af-
mæli minnihlutastjórnarinnar, Betra samfélag,
en minntust ekki á atvinnuleysi.
Hinn 2. apríl sama ár vöruðu Steingrímur og
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, kjós-
endur við að fella Icesave-samninginn, „ekki
síst til að við getum einbeitt okkar að því að ná
niður atvinnuleysinu, er JÁ mun skynsamlegri
kostur,“ sögðu þau en hástafirnir eru frá þeim
komnir. Hinn 21. maí lagði
flokksráðsfundur VG í
Reykjavík fram Ályktun um
stuðning við ríkisstjórnina
þar sem sagði: „Átak hefur
verið boðað í vegafram-
kvæmdum á Vestfjörðum
auk ýmissa samgöngu-
framkvæmda um land allt.“
Hinn 27. ágúst 2011 ítrek-
aði flokksráðsfundur VG
stuðning við ríkisstjórnina:
„Umtalsverður árangur hefur náðst í glím-
unni við atvinnuleysið. Fundurinn beinir því til
kjörinna fulltrúa flokksins að leggja áherslu á
fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og gæta sér-
staklega að byggða- og kynjasjónarmiðum.“
28. október 2011 flutti Steingrímur setning-
arræðuna Talað orð gildir á landsfundi VG á
Akureyri: „Vinnumagn mælist nú meira frá
mánuði til mánaðar og atvinnuleysi lætur und-
an síga, jafnvel þó það sé enn mikið mein.“
Í sama mánuði kynnti Steingrímur fjárlaga-
frumvarpið fyrir 2012 með glærusýningu og
kom þar fram að meðal forsendna frumvarps-
ins væri að atvinnuleysi verði 6% á þessu ári.
Um síðustu jól sendi Steingrímur flokks-
mönnum sínum jólakveðju: „Síðan atvinnuleys-
ið náði hámarki sínu á síðasta ári hafa orðið til
5.000 ný störf og til viðbótar því hafa fjölmörg
vinnumarkaðsúrræði verið sett í gang til að að-
stoða fólk af atvinnuleysisskrá,“ sagði hann en
eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur
ASÍ að 3.600 störf hafi orðið til á tímabilinu.
Steingrímur
J. Sigfússon
Kynnti fjölda atvinnutækifæra