Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Seðlabanki Íslands gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslandsmun halda þrjú gjaldeyrisútboð 20. júní 2012. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og einnig skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum. (http:// sedlabanki.is/fjarfesting) Útboð í fjárfestingaleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í daglok 6. júní n.k. Útboð í ríkisverðbréfaleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Viðskiptavökum á millibankamarkaði með gjaldeyri er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður tveim dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi síðar en 20. júní 2012. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum. Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptavaka má finna á heimasíðu Seðlabankans http://sedlabanki.is/utboð Samhliða útboðunum mun Seðlabankinn, fyrir hönd ríkissjóðs, bjóðast til að kaupa til baka krónuskuldabréf ríkissjóðs sem falla á gjalddaga fyrir lok maí 2013. (sjá frétt frá Lánamálum ríkisins http://www.lanamal.is/verdbrefakaup). Samkvæmt útboðsáætlun Seðlabankans er stefnt að næsta útboðum 29. ágúst og 19. september 2012. Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptavakar. Framtíðarhópur kirkjuþings stendur fyrir málþingi í Glerár- kirkju á Akureyri í dag, laugar- dag 2. júní, kl. 12-15. Yfirskrift þess er: „Framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni“. Fjórir frummæl- endur munu ræða um hlutverk, verkefni og aðstæður kirkjunnar. Þau eru: Halldór Guðmundsson, Kristín Ástgeirsdóttir, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Þor- grímur Daníelsson. Stutt viðbrögð verða við hverju erindi og að því loknu verða almennar umræður. Allir eru velkomnir. Ræða um kirkjuna á landsbyggðinni Í Friðbjarnarhúsi á Akureyri verð- ur opnuð í dag sýning á tréleik- föngum sem framleidd voru á leik- fangaverkstæðum á Akureyri á árunum 1931 - 1960. Verkstæði þessi hétu Leikfangagerð Akureyr- ar og Leifsleikföng. Þessi leikföng voru vinsæl og seldust um allt land á tímum hafta og stríðs. Þarna eru flugvélar, bátar, bílar, brúðu- húsgögn og margt fleira. Opið frá kl. 13 - 17 alla daga í sumar. Leikfangasýning í Friðbjarnarhúsi Árleg kaffisala Vindáshlíðar verð- ur haldin í Vindáshlíð í Kjós, sunnu- daginn 3. júní kl. 14-18. Að venju verður boðið upp á kaffihlaðborð. Kaffisalan hefst á messu kl. 14.00 í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og mun sr. Íris Kristjánsdóttir messa. Íþróttahúsið verður opið, aparólan sívinsæla verður á sínum stað ásamt hoppkastala og andlitsmáln- ingu. Hægt er að skoða staðinn að utan sem innan, kanna íþrótta- húsið, taka brennóleik eða skoða göngustíga og rjóður. Árleg kaffisala Vind- áshlíðar á morgun Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Gunnar Víking Ólafsson, sem er svokallaður áhugavíkingur, mun sumarið 2013 verða í áhöfn stærsta víkingaskips heims þegar því verður siglt frá Noregi á næsta ári. Skipinu verður gefið nafn á þriðjudag og verður Gunnar við- staddur þann atburð. Gunnar stefnir að því að fara til Noregs sumarið 2013 til að fylgjast með sjósetningu víkingaskipsins, sem mun vera stærsta víkingaskip í heimi. Skipinu verður gefið nafn nk. þriðjudag og mun hljóta nafnið „Drekinn Haraldur hárfagri“. Sigl- ingin hefst í Noregi og lýkur í Bandaríkjunum, með viðkomu á Ís- landi, Grænlandi og Nýfundnalandi. Skipuleggjendur ferðarinnar hafa ekki ákveðið hvenær lagt verður af stað, en Gunnar vonast til þess að skipið komi í höfn á Íslandi 17. júni. Skipið er mikil smíði, með pláss fyrir 100 manna áhöfn, en það mun vera 35 metra langt og 7,5 metrar á breidd. Gunnar hefur mikinn áhuga á ættfræði og ætlar að taka með sér plagg til Noregs, sem sýnir að Har- aldur hárfagri er forfaðir hans í beinan legg. Að sögn Gunnars bíða Norðmenn spenntir eftir þessu en hann segir að Ísland sé kallað „saga Noregs“ sökum þess hversu vel allt var skráð hér öldum saman. Gunnar bætir því við í léttu gríni að það sé vegna þess að Íslendingar hefðu ekki haft neitt betra að gera en að fylgjast með því hvað nágranninn var að að gera. Foreldrar Gunnars veltu því fyrir sér að skíra hann Víking Þór en nafnið Gunnar varð ofan á. Gunnar sjálfur ákvað hins vegar að taka upp millinafnið „Víking“ og fékk það í gegn fyrir hálfu ári. Gunnar verður fulltrúi Íslands í þessari för og mun hann flytja ávarp og verður skráður sem einn af ræðurum skipsins. Til þess að hafa úthald í þessa miklu reisu verða menn að vera í góðu líkamlegu formi. Gunnar hefur nú eitt ár til þess að æfa sig, en það mun hann gera í litlu víkingaskipi. Það skip er eina víkingaskipið á Ís- landi sem er sjófært. Gunnar fékk í gær afhentan jarlsbúning sem hann mun taka með sér til Noregs. „Búningurinn var hannaður af konu sem ég hitti á víkingahátíð í Jórvík á Englandi í febrúar.“ Gunnar segir að ef menn vilji panta sér almennilegan vík- ingabúning, þá sé hún manneskjan sem best sé að leita til. Að sögn hans var mikið fjör á þeirri hátíð og var einungis farið með sögur af Ís- lendingum þar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Víkingur Gunnar í jarlsbúningnum og vopnaður sverði við víkingaskip í miðbæ Reykjavíkur. Leggur af stað í víking til Noregs  Mikið er framundan hjá áhugamönnum um víkinga en Gunnar Víking Ólafsson er einn af okkar helstu nútímavíkingum í dag  Gunnar mun fara til Noregs í næstu viku á slóðir forfeðra sinna Mikil gróska hefur verið í skylmingum á vegum Einherja, sem er eina víkingafélagið í Reykjavík og jafnframt á öllu Íslandi. Félagið stundar skylmingar af krafti í Nauthólsvík og er með æfingar á laugardögum og sunnudögum á milli kl. 12 og 14. Gunnar hvetur alla til að mæta og prufa, unga sem aldna, konur og karla og tekur fram að ekkert sé rukkað í fé- lagsgjöld og að það kosti ekki neitt að taka þátt í æfingu. Fé- lagið hefur háleit markmið og vonast til þess að geta verið með sýningar 17. júní og á menningarnótt. Hægt er að finna félagið á facebook undir nafninu „Einherjar the Vikings of Reykjavík“ og á vefslóðinni: einherjar.blog.is. Mikil gróska í starfi víkinga EINHERJAR Einherjar Víkingar í herklæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.