Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 30

Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Ceramide Gold ambúlur fyrir augnsvæðið, með hjálp náttúru- legra efna þéttist húðin og liftist. Ceramide Gold ambúlurnar gefa húðinni aukið „boost“. Kröftug og áhrifarík meðferð fyrir andlit og háls. Byrjaðu strax í dag, gefðu húðinni aukið vítamín og hún viðheldur æskuljóma sínum. Kynnum Ceramide línuna frá Elizabeth Arden. Ceramide er andlitslína með mikilli virkni sem skilar frábærum árangri. Verð kr 14.579.- Fyrsta skóflustunga að nýja hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísa- firði var tekin í blíðskaparveðri í vikunni. Skóflustunguna tók Guð- bjartur Hannesson velferðar- ráðherra en honum til aðstoðar voru á fjórða tug barna úr leik- skólunum Eyrarskjóli og Sólborg sem standa hvor sínu megin við byggingarlóð hins nýja hjúkr- unarheimilis. Byggingin hefur verið á dag- skrá allt frá því að dvalarheimilið Hlíf var tekið í notkun um 1990, en þjónustudeild Hlífar var alla tíð ætluð til bráðabirgða. Hjúkrunarheimilið verður 30 rýma með stækkunarmöguleika um 10 rými þeim til viðbótar ef þörf krefur í framtíðinni. Hús- næðið verður um 2.300 fermetrar að stærð og kostnaður við bygg- inguna er áætlaður um 850 millj- ónir króna. Lóðaframkvæmdir hefjast um leið og fyrsta skóflu- stungan hefur verið tekin, en gert er ráð fyrir því að bygging hússins verði boðin út á haust- mánuðum, að því er fram kemur í frétt frá Ísafjarðarbæ. Fyrsta skóflustungan tekin að Eyri á Ísafirði Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn maímánuður var mjög kaflaskiptur. Hlýtt var fyrstu tvo dagana en síðan gerði kuldakast sem stóð nær samfellt fram til 21. maí. Þá hlýnaði og síðustu vikuna var mjög hlýtt um meginhluta landsins. Hiti komst m.a. yfir 20 stig sex daga í röð, 25. til 30. Suma þessa daga var kalt allra austast á landinu. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík mældist 6,3 stig og er það í meðallagi. Á Akur- eyri var meðalhitinn 5,9 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Með- alhiti á Höfn í Hornafirði var 5,6 stig eða 0,7 stigum neðan meðallags og 1,3 stig á Hveravöllum, 1,1 stig ofan meðallags. Meðalhitinn í Stykk- ishólmi var 5,9 stig, sem er einni gráðu ofan meðallags. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 6,9 stig á Garðskagavita og aðeins sjónarmun lægri í Önund- arhorni undir Eyjafjöllum. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, -2,3 stig. Meðalhiti í byggð var lægstur í Möðrudal, 2,6 stig. Hæsti hiti 22 gráður Hæsti hiti mánaðarins mældist á Kollaleiru í Reyðarfirði hinn 26., 22,0 stig, hæsti hiti á mannaðri stöð mældist sama dag á Skjaldþings- stöðum í Vopnafirði, 21,8 stig. Lægsti hiti mánaðarins mældist -16,6 stig. Það var á Brúarjökli hinn 17. Lægsti hiti í byggð mældist -10,1 stig á Þingvöllum hinn 9. Lægsti hiti á mannaðri veðurstöð mældist á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 2., -16,8 stig. Þrjú dægurlandslágmarkshitamet voru slegin í mánuðinum. Hinn 7. mældist lágmarkið í Setri -13,7 stig (eldra met frá Skriðulandi í Skaga- firði árið 1949 -13,4°C), hinn 17. mældist lágmarkið -16,6 stig á Brú- arjökli (eldra met einnig frá Brúar- jökli árið 2006 -11,0°C) og hinn 18. mældist lágmarkið á Brúarjökli -13,1 stig (eldra met frá Hveravöll- um árið 1979 -11,9 stig). Úrkoma var talsvert undir með- allagi um landið sunnanvert en lít- illega yfir því sums staðar allra aust- ast á landinu. Úrkoma var einnig undir meðallagi víða á Vestur- og Norðurlandi. Í Reykjavík mældist hún 19,4 millimetrar eða 44 prósent meðalúrkomu. Úrkoma mældist minni en þetta í maí 2005. Í Stykk- ishólmi mældist úrkoman 33,5 mm og er það í meðallagi. Á Akureyri komu 12,4 mm í mælinn í maí og er það 64 prósent meðalúrkomu, það minnsta síðan 2005. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 50,9 mm og er það helmingur með- alúrkomu. Nokkuð snjóaði um landið norð- anvert í kuldakastinu. Snjódýpt mældist 35 sentimetrar á Svínafelli á Úthéraði 15. og 16. og 30 cm í Nes- kaupstað hinn 15. Ekki er vitað um jafnmikinn snjó í maí í Neskaupstað. Alhvítt var tvo daga á Akureyri. Ekki hefur orðið alhvítt í maí á Ak- ureyri síðan 2006. Alautt var í Reykjavík allan mánuðinn. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 296,3 og er það 104 stund- um umfram meðallag. Sólskins- stundir hafa aðeins fjórum sinnum orðið fleiri í maí í Reykjavík, síðast 2005. Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1019,0 hPa og er það 6,5 hPa yfir meðallagi. Meðalþrýstingur hefur ekki verið jafnhár í maí síðan 1993. Hæsti þrýstingur mánaðarins mældist 1031,3 hPa í Bolungarvík hinn 15. Lægstur þrýstingur mæld- ist 988,1 hPa á Kirkjubæjarklaustri hinn 13. Vindhraði í byggð var um 0,3 m/s undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 15 ára. Veðrið í maí var kaflaskipt  Kuldakast stóð yfir í tæpa 20 daga  Síðan tók við hlýindakafli og fór hitinn yfir 20 gráður sex daga í röð  Sólskinsstundir hafa aðeins fjórum sinnum orðið fleiri í maí síðan mælingar hófust Morgunblaðið/RAX Góðviðri í maí Veðrið lék við landsmenn síðustu dagana í maí. Þessi börn nutu lífsins í ratleik í Elliðaárdalnum. Fyrstu fimm mánuðir ársins hafa verið hlýir, að því er fram kemur í yfirliti Trausta Jóns- sonar. Í Reykjavík er þessi tími í 9. til 10. hlýindasæti frá upphafi mælinga og á Akureyri hefur það aðeins gerst fimm sinnum áður að hiti í janúar til maí hafi verið meiri en nú, síðast árið 2003. Þrátt fyrir að vorið hafi ver- ið þurrt jafngildir heildar- úrkoma í Reykjavík í janúar til maí um 60 prósentum af með- alúrkomu ársins alls. Ámóta árangri var náð á sama tíma í fyrra en síðan þarf að fara aftur til ársins 1992 til að finna meiri úrkomu en nú fyrstu fimm mánuði ársins. Á Akureyri er úrkoman það sem af er árinu lítillega yfir meðallagi. Þegar litið er til vorsins, þ.e. apríl og maí, reynist með- alhiti í Reykjavík vera 0,7 stig- um ofan meðallagsins 1961 til 1990 en 0,3 stigum undir meðallagi áranna 2001 til 2010. Á Akureyri var meðalhiti vorsins 0,4 stigum ofan með- alags 1961 til 1990 en 0,5 undir meðaltalinu 2001 til 2010. Úrkoma vorsins í Reykjavík var fjórðungi undir meðallagi, en fimmtungi undir því á Akureyri. Með hlýrri mánuðum frá upphafi FYRSTU FIMM MÁNUÐIR ÁRSINS Á LANDINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.