Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 46

Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Það er undarleg tilfinning að sitja hér og skrifa um hana ömmu. Það er enn svo óraunverulegt í mínum huga að hún sé fallin frá. Þegar ég fór suður til að fara í jarðarförina hennar datt sú hugs- un upp í huga minn að ég yrði að hringja í ömmu til að láta hana vita að ég væri á leiðinni. Ég held að ég muni ekki átta mig almennilega á því að hún sé farin fyrr en ég kem á Garð og hún er ekki lengur þar. Við Ragna systir ólumst að mestu upp hjá ömmu á Garði. Á heimili ömmu var ekki mikið um efnisleg gæði og það var ekki oft til eyrir fyrir einhverju umfram það nauðsynlegasta en mér fannst það ekki slæmt því við liðum aldrei skort. Það sem mestu skipti var að búa við þá ást og umhyggju sem amma var rík að. Ég var mikil ömmustelpa og fannst mjög gam- an að dunda eitthvað með henni. Minnisstæðust eru kvöldin sem ég varði með ömmu við eldhúsborðið að föndra. Amma var mjög mikil handavinnukona og lék allt í hönd- unum á henni. Hún málaði falleg olíumálverk, saumaði mikið og annað sem hún tók sér fyrir hend- ur leysti hún ætíð vel af hendi. Garður var mjög líflegur upp- eldisstaður. Við vorum að jafnaði átta í heimili en svo voru ætíð ein- hverjir fylgifiskar heimilisfólksins á sveimi. Amma var mjög góður gestgjafi og dyrnar að heimili hennar stóðu alltaf opnar fyrir fólki sem kom með mismiklum fyrirvara í mat og gistingu. Hún tók vinkonum mínum opnum örm- um eins og öðrum og veit ég að þeim þótti mjög vænt um ömmu Kristrún Ósk Kalmansdóttir ✝ Kristrún ÓskKalmansdóttir fæddist í Ártúni á Kjalarnesi 23. mars 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. maí 2012. Útför Kristrúnar Óskar fór fram frá Stokkseyrarkirkju 26. maí 2012. mína sem hafði svo breiðan faðm og lét sig svo marga varða óháð skyldleika. Amma mátti aldr- ei sjá neitt aumt, sama hvort um fólk eða dýr var að ræða. Þetta skynjuðum við systurnar mjög fljótt og hef ég ekki tölu á þeim munaðarlausu dýrum sem við kom- um með heim á Garð og amma tók í fóstur. Þótt leið mín hafi legið fjarri æskuheimilinu þá hafa taugarnar til ömmu og Garðs ætíð verið mjög sterkar. Á árunum 2004-2009 bjó ég bæði á Eyrarbakka og Selfossi og met ég þann tíma mikils því þá fékk ég tækifæri til að vera í mjög góðu sambandi við ömmu. Frum- burðurinn fæddist á Selfossi og var amma dugleg að heimsækja okkur þegar ég var í fæðingaror- lofinu. Þegar ég flutti austur á land þótti mér verst að fara svona langt frá ömmu. Samband okkar gliðnaði en hélst alltaf jafn sterkt og áttum við mjög góðar stundir saman þegar þær gáfust. Ég er þakklát fyrir það að amma fékk tækifæri til að heimsækja okkur hingað á Egilsstaði og að ég náði að sýna henni Birgittu Ósk en verra þykir mér að dóttir mín fái ekki tækifæri til að kynnast henni eins og Andri Liljar. Þegar ég sagði Andra Liljari frá því að langamma hans væri dá- in stóð ekki á svari frá honum. Hann sagði að þá væri hún komin í himnaríki eins og kötturinn hans Harðar félaga hans af leikskólan- um. Sú tilhugsun að amma sé í himnaríki í félagsskap bæði manna og dýra er góð. Einnig þykir mér vænt um þá tilhugsun að hún hitti afa og mömmu aftur. Elsku besta amma mín, takk fyrir allt saman. Þín verður sárt saknað og þú gleymist aldrei. Megir þú hvíla í friði og njóta end- urfundanna á himnum! Þín Helga. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Margar af mínum sterkustu og fallegustu bernskuminningum eru frá heimili ömmu og afa á Bökkunum. Kannski ekki skrýtið þar sem amma var mjög lengi heimavinnandi og allt frá fyrstu æskudögum og fram á fullorð- Níelsína Þorvaldsdóttir ✝ Níelsína Þor-valdsdóttir fæddist í Hnífsdal 18. ágúst 1927. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 8. maí síðastliðinn. Útför Níelsínu var gerð frá Hóls- kirkju í Bolung- arvík 19. maí 2012. insár áttum við barnabörnin at- hvarf og skjól í faðmi hennar. Amma var alltaf svo yndisleg og góð og hafði alltaf tíma fyr- ir okkur. Hún gaf kærleikanum mál, skildi bros og tár. Amma gaf okkur þannig dýrmætustu gjöfina sem hægt er að gefa. Að gleðja aðra var hennar hjartans mál, en gjafmildi ömmu náði ekki bara til kærleiksríkra gjafa. Hún var örlát á verald- legar gjafir líka, stórar sem smá- ar, sem glöddu lítið barnshjarta um stund og eru lífinu líka nauð- synlegar. Það skildi amma. Amma átti sinn þátt í trúar- legu uppeldi mínu þó ekki hafi hún flíkað trú sinni mikið. Þegar gist var á Bökkunum, kraup amma iðulega við rúmstokkinn, signdi og fór með bæn fyrir svefninn. Amma hafði frá mörgu að segja og ófáar stundirnar sát- um við saman að spjalli. Ekki er laust við að í ömmu hafi blundað smá heimsborgari. Henni voru mjög minnisstæðar siglingarnar með afa til Englands og Svíþjóð- ar, innkaupaferðir til Skotlands og Írlands og svo árlegar ferðir til Kanaríeyja um tíma. Auðséð og auðheyrt var á ömmu, er upp var rifjað, hve þessar ferðir gáfu henni mikið og lifðu með henni lengi. Amma var móðir hússins síns og átti orðu skilið fyrir dugnað og myndarskap í eldhúsinu. Hún hafði mikið yndi af bakstri og bakaði allt frá brauðmeti og smá- kökum upp í hnallþórur og veislutertur. Í bland við gamlar góðar uppskriftir var hún alltaf að prufa eitthvað nýtt og breytti gjarnan uppskriftinni eftir sínu höfði og geymdi í kollinum. Svo var lítið mælt og vigtað, amma hafði bara tilfinninguna fyrir hlutföllunum. Ég skildi svo að því fleiri sem eggin voru í tertu- uppskriftinni því flottari var tertan og því betri átti hún að bragðast. Svo voru það óaðfinn- anlegu pönnukökurnar hennar, svo næfurþunnar og allar svo jafnfallega gullbrúnar á lit. Amma var einu sinni spurð að því hvað hún gerði við þessar sem yrðu dökkar eða of ljósar, hvort hún borðaði þær sjálf eða henti. Það kom svolítið á ömmu því auðséð var að henni fannst þetta svo fáránleg spurning, en svo svaraði hún að bragði: „Það eru engar svoleiðis hjá mér!“ Svona var handbragðið vandað hjá ömmu í þessu sem öðru. Amma vildi alltaf svo vel. Þeg- ar ég settist aftur að í heima- bænum kom matur, bakkelsi og sultukrukkur bara eins og á færibandi inn á heimilið frá ömmu. Ekki amalegt en líklega hefur henni fundist dótturdótt- irin heldur ósjálfstæð í húsmóð- urstörfunum. Amma gleymdi ekki lang- ömmubörnunum sínum, átti nóg eftir handa þeim og var dugleg að dekra þau á allan hátt. Guð hefur nú leyst ömmu frá þrautum og tekið í náðarfaðm sinn. Ég kveð með þakklæti í hjarta og mun varðveita minningarnar sem ég hef um ömmu alla ævi. Guð geymi þig elsku amma. Halldóra Óskarsdóttir (Dóra) Hann Bjössi frændi okkar, með fallegu sálina, er látinn. Þeg- ar við systkinin lítum til baka hellast yfir okkur minningarnar um Bjössa móðurbróður og Hönnu föðursystur. Bjössi var okkur fyrst kunnugur sem ævin- týramaður af ljósmynd sem hékk uppi á vegg hjá ömmu af honum og skátafélögunum. Myndin var tekin í einni af þeim fjölmörgu skátaferðum er hann fór í og í þetta skipti var haldið utan með skátafélögum, eða til Ástralíu, en eins og margir vita var Bjössi mikill skáti og ævintýramaður á sínum yngri árum. Hvur veit, en kannski hafa ferðalögin með skátunum orðið kveikja þess að Bjössi og Hanna, ásamt börnum sínum, lögðu land undir fót og fluttu til Ástralíu og síðar Kan- ada. Þegar talað var um Bjössa frænda og Hönnu frænku í út- Ásbjörn Pétursson ✝ Ásbjörn Pét-ursson prentari fæddist í Ólafsvík 15. júlí 1926. Hann lést á Landspít- alanum 19. maí 2012. Útför Ásbjörns fór fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi 31. maí 2012. löndum mátti sjá okkur systkinin ljóma í hvert sinn sem ævintýri fjöl- skyldunnar úti í heimi voru rakin. Fjölskyldunnar sem var svo fjarri en samt svo nærri þar sem amma hafði sérstakt lag á að setja sögur af henni í ævintýra- legan búning þannig að athygli okkar systkina var óskert lengur en ella. Hann Bjössi frændi bar það ef til vill ekki með sér en hann var afar hugrakkur og hafði kjark umfram mörg okkar til að þora og elta drauma sína. Hann var óhræddur að fást við nýja hluti og leysti þau verkefni, sem honum voru fólgin, vel af hendi. Hann hafði yndi af börnum sem hænd- ust fljótt að honum enda ósjaldan sem hann laumaði góðgæti upp í þau. Við minnumst elsku Bjössa frænda fyrir þær stundir sem við áttum með honum og ekki ofsög- um sagt að frændans með vind- ilinn verður sárt saknað. Við systkinin af Austurbrún vottum Hönnu frænku, Pétri, Guðlaugu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Inga, Sigurjón, Hafdís, Dóra og Óli Rúnar og fjölskyldur. Til minningar um stóra bróð- ur, Þú ert ljós í myrkri minnar sálar, minningarnar ylja á sorgarstund. Er þræddi’ eg ljósi byrgðar brautir hálar, birti upp þín hlýja og góða lund. Þú gafst mér von í veður lífsins dróma vinur, sem að aldrei gleymist mér, með nálægð þinni hvunndag léstu ljóma Halldór Jón Guðjónsson ✝ Halldór JónGuðjónsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1970. Hann lést á heimili foreldra sinna 14. maí 2012. Útför Halldórs fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju 25. maí 2012. og lífið varð mér sælla nærri þér. Þú verður hér í draumi dags og nætur ef dreyra þakinn hugur kvelur mig, er sorgir á mig herja’ og hjartað grætur huggunin er minningin um þig. Vertu sæll, ég kveð með harm í hjarta, þú hefir lagt af stað þín síðstu spor. Til himnaföður liggur leið þín bjarta, liðnar þrautir, aftur komið vor. (Rúna Guðfinnsdóttir) Elsku Irene, Heba, Sunneva, Siggi, mamma og pabbi, guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Elsku Halldór bróðir, takk fyrir allt. Þín litla systir, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ELÍN SVEINSDÓTTIR, Réttarheiði 33, Hveragerði, lést á Landspítalanum, Fossvogi, föstudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 14.00. Kjartan Kjartansson, Sigríður B. Kjartansdóttir, Þorsteinn Marel Júlíusson, Sveinn Kjartansson, Viðar Eggertsson, Þórir Kjartansson, Steinunn Dúa Grímsdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir, Þóra Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, S. FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR, síðast til heimilis í Tungu, Hvalfjarðarsveit, lést þriðjudaginn 15. maí á Höfða, Akranesi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks fyrrum E–deildar Sjúkrahúss Akraness og starfsfólks Höfða. Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Guðni Þórðarson, Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, Árni Aðalsteinsson, Bergþóra Sigurðardóttir, Róbert Reynisson, ömmubörn, Guðný Sigurðardóttir og fjölskylda, Gunnar Páll Sigurðsson og fjölskylda, Del Amman og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Lengju, Stykkishólmi, til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir, lést fimmtudaginn 3. maí. Útför hefur farið fram. Sérstakar þakkir til Sigríðar og hennar starfsfólks á 2. hæð, suður á Eir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar. Níls Nílsen, Edda H. Waage, Sigurður Þ. Þórsson, Jóna T. Ingimarsdóttir, Þór J. Vigfússon, Bára Andersdóttir, Pétur A. Vigfússon, Sigurrós Sigurðardóttir, Jóna Vigfúsdóttir, Kjartan Kjartansson, Hallfríður Vigfúsdóttir, Skúli H. Oddgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HLÍF ÓLAFSDÓTTIR, Bollagötu 3, Reykjavík, lést miðvikudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 15.00. Magnús Hallgrímsson, Hörður Magnússon, Linda Björk Þórðardóttir, Hallgrímur Magnússon, Elín Sig. Sigurðardóttir, Óskar Magnús Harðarson, Ásta Hlíf Harðardóttir, Snædís Hallgrímsdóttir, Magnús Snær Hallgrímsson, Halldís Ylfa Hallgrímsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS GUÐNADÓTTIR, Bugðulæk 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut 26. maí. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 13.00. Sigurður G. Sigurðarson, Guðni Hjörtur Sigurðsson, Birna Svanhildur Pálsdóttir, Þröstur B. Sigurðsson, Díana Lipinskaiet, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.