Morgunblaðið - 02.06.2012, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
✝ SveinfríðurHersilía
Sveinsdóttir fædd-
ist á Mælifellsá
þann 27. ágúst
1924. Hún lést á
Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi 24.
maí 2012.
Sveinfríður var
dóttir hjónanna
Steinunnar Ing-
unnar Sveins-
dóttur, f. 30. sept. 1882, d. 8.
nóv. 1943 og Sveins Andrésar
Sveinbjörnssonar, f. 18. feb.
1884, d. 11. júní 1933. Systkini
hennar voru Margrét Unnur, f.
1912, d. 2005, Anna Sigurpála,
f. 1914, d. 1953, Arnljótur
Gunnbjörn, f. 1917, d. 1992,
Gunnleif Kristín, f. 1921, d.
1973.
Sveinfríður giftist Ingvari
Þórðarsyni, f. 29.9. 1921, d.
27.12. 2003. Foreldrar hans
voru Guðrún Jónsdóttir frá
Sandlækjarkoti og Þórður Þor-
steinsson frá Reykjum á Skeið-
um, bændur á Reykjum. Börn
Ingvars og Sveinfríðar: 1)
urlína Margrét. Hjalti, maki
Sigríður Hilmarsdóttir. Börn
Hjalta eru Ólafur, móðir hans
Guðrún Ólafsdóttir, Páll Helgi
og Ásberg Arnar, móðir þeirra
Ragnheiður Pálsdóttir. María
Karen, maki Valdimar Bjarna-
son, þeirra börn eru Bjarni
Ófeigur, Breki Hrafn, Snæfríð-
ur Sól og Bryndís Birta. 5)
Erna, f. 2.1. 1960, maki Þor-
steinn Hjartarson. Börn þeirra
eru Álfhildur, maki Ágúst
Ingvarsson, Fríða Margrét,
Hjalti Valur og Gígja Marín. 6)
Hjalti, f. 23.6. 1962, d. 31.3.
1983.
Sveinfríður vann í fataversl-
uninni hjá Andrési á Skóla-
vörðustígnum eftir að hún
flutti ung stúlka til Reykjavík-
ur. Hún vann á Laugarvatni í
einn vetur þar sem hún kynnt-
ist Ingvari. Þá lá leiðin á hús-
mæðraskólann á Laugalandi
þar sem hún stundaði nám í
einn vetur áður en þau Ingvar
hófu búskap. Þau bjuggu fyrsta
árið í Reykjavík og síðar á Sel-
fossi. Árið 1947 fluttu þau svo
að Reykjahlíð á Skeiðum.
Sveinfríður starfaði sem hús-
freyja á stóru sveitaheimili þar
sem hún laðaði að sér bæði
börn og dýr.
Útför Sveinfríðar fer fram
frá Skálholtskirkju í dag, 2.
júní 2012, kl. 14.
Sveinn, f. 8.8.
1946, maki Katrín
Helga Andr-
ésdóttir. Börn
þeirra eru Sigríður
Sóley og Ingvar
Hersir. 2) Dreng-
ur, fæddur and-
vana 27.1. 1948. 3)
Guðrún, f. 26.9.
1949, d. 6.2. 2008,
maki Magnús
Gunnarsson. Börn
þeirra eru Ingvar, maki Ást-
hildur Ingibjörg Ragnarsdóttir,
þeirra börn eru Guðrún Anna
og Ragnar Hersir. Ragnheiður,
maki Lárus Kristjánsson,
þeirra börn eru Magnús Bjarki
og Arnar Gauti. Hjalti, maki
Ásdís Auðunsdóttir. 4) Stein-
unn, f. 8.6. 1952. Fyrri maki
Sigurður Guðmundsson, sonur
þeirra Atli, sonur hans og Kat-
tie Pauline Nielsen er Sebast-
ian. Seinni maki Steinunnar er
Ólafur Hjaltason, þeirra dóttir
er Snæfríður. Börn Ólafs og
stjúpbörn Steinunnar, Sólveig,
d. 2007, maki Hermann Þór
Karlsson, þeirra dóttir Sig-
Ástkær tengdamóðir mín,
Sveinfríður Hersilía Sveinsdóttir
eða Fríða eins og flestir þekktu
hana, lést fimmtudaginn 24. maí
síðastliðinn. Fríða naut mikillar
virðingar meðal samferðamanna
sinna og oft kom hún með góðar
ábendingar og tillögur þegar
rætt var um lífið og tilveruna.
Hún var í raun heimspekingur án
þess að hafa lært þau fræði neitt
sérstaklega. Lífsreynslan og bók-
lestur mótaði Fríðu sem talaði af
mikilli visku og hafði þann eigin-
leika að geta laðað það besta fram
hjá fólki sem hún átti í samskipt-
um við. Hestaáhuga mínum sýndi
hún áhuga og í hestaspjalli okkar
var alltaf stutt í Skagfirðinginn
enda kom blik í augu Fríðu þegar
rætt var um skagfirsku hrossin,
Sauðárkrók eða Mælifellshnjúk.
Í ferðum okkar Ernu norður í
land hringdi hún alltaf í móður
sína þegar komið var á Vatns-
skarð og lýsti því sem fyrir augu
bar á æskustöðvum hennar en
bílferðin síðastliðið sumar þegar
við Erna og Gígja Marín ókum
frá Sauðárkróki að Varmahlíð
gleymist seint. Fríða var með
okkur í símanum alla leiðina og
taldi upp bæina sem við ókum
framhjá í réttri röð þrátt fyrir að
liðin væru um 70 ár frá búsetu
hennar í Skagafirðinum. Tengda-
móðir mín reyndist mér og börn-
um okkar Ernu afar vel enda
hefði ég ekki getað hugsað mér
betri tengdaforeldra en þau hjón
Fríðu og Ingvar í Reykjahlíð.
Börnin eiga ómetanlegar minn-
ingar úr sveitinni þar sem amma
þeirra og afi spiluðu aðalhlut-
verkin. Við njótum góðs af því að
hafa kynnst Fríðu og fleira góðu
fólki sem fæddist á fyrri hluta 20.
aldar og upplifði miklar breyting-
ar í atvinnuháttum og þjóðlífi. Nú
þegar fækkar í hópnum er það
okkar sem eftir lifa að halda
merki þessa fólks á lofti.
Þorsteinn Hjartarson.
Amma Fríða er látin.
Tengdamóðir mín Sveinfríður
H. Sveinsdóttir lést á Landspít-
alanum hinn 24. maí eftir stutta
legu. Sumarið komið með sól og
hlýindum og garðurinn hennar
ömmu Fríðu í Reykjahlíð að fyll-
ast af blómum sem voru henni svo
kær. Hún hafði hlakkað til að hlúa
að garðinum, en ekki vannst tími
til lengur, heilsan orðin bágborin
og árin tæplega 88 er kallið kom.
Fríða eins og flestir kölluðu hana
var einstök kona, barn að aldri
missti hún föður sinn, bjó með
móður sinni til 18 ára aldurs þeg-
ar hún lést eftir margra ára
heilsuleysi og kröpp kjör. Ekki
höfðu þessi erfiðu bernskuár
áhrif á viðmót Fríðu gagnvart öll-
um sem hún umgekkst, hún var
hvers manns hugljúfi, þessi fín-
gerða fallega kona með blátt blik í
augum til síðasta dags. Ég kom
inn í líf hennar er ég kynntist
dóttur hennar Steinunni Ingv-
arsdóttur, ég var þá ekkill með
þrjú lítil börn og urðum við strax
ein af hópnum í Reykjahlíð eins
og við hefðum tilheyrt þeim alla
tíð. Fríða og Ingvar voru glæsileg
hjón; Fríða þessi hógværa kona
sem mátti ekkert aumt sjá, talaði
aldrei illa um nokkurn mann og
var mikill mannasættir, Ingvar
var glæsilegur maður, fé-
lagslyndur og skemmtilegur.
Mannmargt var um flestar helgar
enda Fríða og Ingvar mjög vin-
mörg og fjölskyldan fjölmenn.
Fríða kunni að taka á móti gest-
um, hún galdraði upp alls konar
kræsingar og húsið orðið fullt af
kátínu.
Mikill er missirinn að Fríðu
fyrir alla í fjölskyldunni, þessi
endalausa hlýja, ást og umburð-
arlyndi sem hún sýndi okkur öll-
um var engu lík, en mestur er
söknuðurinn hjá barnabörnun-
um, þar var hún alltaf til staðar
fyrir þau í sveitinni og oft voru
börnin þar langdvölum. Fríða
hafði þann einstaka hæfileika að
geta hlustað á barnabörnin tím-
unum saman á öll þeirra áhuga-
mál, áhyggjur, sorgir, framtíðar-
plön og allt milli himins og jarðar,
alltaf hafði Fríða nógan tíma til
þess enda trúnaðarvinur þeirra
flestra. Þennan hæfileika væri
gott fyrir alla að hafa, þá væri
heimurinn öðruvísi í dag. Fríða
hafði kynnst sorginni allan sinn
feril, föður og móður misst á sín-
um unglingsárum og þrjú börn;
andvana fæddan dreng, Hjalta,
20 ára, af slysförum, og Guðrúnu,
59 ára, vegna veikinda, síðast
Ingvar bónda sinn. Ekkert gat
bugað hana, aðeins bognaði hún.
Fríða bjó á elliheimilinu Ási í
Hveragerði í tæpt ár í góðu yf-
irlæti og starfsfólk frábært að
hennar sögn. Hún fór margar
helgarferðir á sitt gamla heimili í
Reykjahlíð sem var alltaf tilbúið
fyrir hana af börnum hennar og
kunni hún mjög vel að meta það.
Kveðjustundin er runnin upp,
ég hef margt þér að þakka fyrir
allan þinn kærleika og hugulsemi
og skemmtilegheit. Ég trúi að þú
sért komin í annað sumarland
með börnum þínum og Ingvari
bónda þínum.
Blessuð sé minning þín.
Ólafur Hjaltason.
Amma Fríða var ekki aðeins
besta amma í heimi heldur líka
ein af mínum allra bestu vinkon-
um. Hægt var að tala við ömmu
um allt og ávallt hafði hún góð ráð
á reiðum höndum. Hún hafði mik-
inn áhuga á því sem við barna-
börnin tókum okkur fyrir hendur
og hafði lag á því að láta manni
líða vel með sjálfan sig.
Mínar bestu minningar á ég úr
sveitinni í Reykjahlíð hjá ömmu
Fríðu og afa Ingvari og ég er
þakklát fyrir allan þann tíma sem
ég fékk að eyða þar með þeim.
Amma Fríða kenndi mér svo
margt og þá fyrst og fremst með
því að vera góð fyrirmynd. Amma
var mikill mannþekkjari og sálu-
hjálpari og kom alltaf fram við
náungann eins og hún vildi að
komið væri fram við sig. Hún var
meistarabakari og lagði mikið
upp úr því að eiga falleg blóm og
rækta garðinn sinn. Umfram allt
var amma þó mikill dýravinur og
við gátum setið lengi við eldhús-
borðið uppi í sveit og spjallað um
dýrin. Öll dýr hændust að henni
og hún að þeim og fátt sem fór
meira fyrir brjóstið á ömmu en
þegar hún heyrði fregnir af illri
meðferð á dýrum.
Amma hafði gengið í gegnum
margt í sínu lífi og upplifað mikl-
ar breytingar í þjóðfélaginu og þó
að þegar ég kom í heimsókn vildi
amma helst tala um mig og hvað
ég hefði fyrir stafni þá þykir mér
vænt um að hafa líka spurt hana
um hennar líf og fengið að heyra
sögur frá því þegar hún var ung.
Amma var líka bara svo
skemmtileg, hún gat skellihlegið
og gert grín að sjálfri sér og ég
held að henni hafi liðið best þegar
við komum öll saman uppi í
Reykjahlíð, borðuðum góðan mat
og spjölluðum og hlógum.
Amma, þú ert besta mann-
eskja sem ég þekki og brúarstólpi
í mínu lífi og ég mun sakna þín
svo lengi sem ég lifi.
Snæfríður Ólafsdóttir.
Elsku besta amma Fríða er dá-
in. Það er svo skrýtið að segja
þetta og hugsa til þess að ég muni
aldrei tala við hana aftur. Amma
var ótrúleg manneskja, lífsvið-
horf hennar voru aðdáunarverð
og hún var öllum sínum afkom-
endum svo góð fyrirmynd.
Á mínum yngri árum var ég
mikið uppi í Reykjahlíð í pössun
hjá ömmu og neitaði staðfastlega
að láta au-pair-stúlkur passa mig,
ég vildi bara vera hjá ömmu og
það var auðvitað meira en vel-
komið. Við spjölluðum mikið sam-
an og amma kenndi mér að lesa
áður en ég byrjaði í skólanum en
hún var örugglega einn besti
kennari sem ég hef haft, ekki
bara í lestrarnáminu heldur í líf-
inu sjálfu. Hún sýndi námi mínu
alltaf mikinn áhuga, spurði mig út
í hvað ég væri að gera í skólanum
og hvatti mig áfram. Ég var alltaf
spennt að segja ömmu frá stórum
áföngum og amma var fyrsta
manneskjan sem ég hringdi í þeg-
ar ég skilaði lokaritgerðinni
minni um daginn.
Amma var róleg í tíðinni og
yfirveguð ólíkt afa og þau voru
dásamleg hjón, eins ólík og hugs-
ast getur. Hún naut þess að leyfa
manni að sofa og það var hvergi
betri hvíld að fá en í Reykjahlíð.
Heilan vetur þegar ég var í
Flúðaskóla kom ég til ömmu eftir
skóla og lagði mig í græna stóln-
um niðri í stofu og svaf þar heil-
lengi því ömmu hefði aldrei dottið
í hug að hrófla við mér sofandi.
Það var líka vinsælt hjá okkur
frænkunum núna í seinni tíð að
koma uppeftir í prófatíð og um
helgar. Þar vorum við í góðu yf-
irlæti hjá ömmu og gott að læra í
friðsældinni uppi í sveit og fá svo
góðan mat og spjall í pásum og á
kvöldin.
Það var svo gaman að láta
ömmu segja sér frá gamla tím-
anum því hún mundi allt svo vel
og sagði svo skemmtilega frá.
Mér fannst líka gaman að láta
hana segja mér frá bókum sem
hún hefur lesið í hundraðatali en
ég þekki engan sem hefur lesið
jafnmikið og amma. Hún gat allt-
af gefið manni ráð með hvaða
bækur væru skemmtilegar ef
maður vildi lesa eitthvað. Síðustu
vikur voru ótrúlega góðar og við
fórum saman til Reykjavíkur í
heyrnartækjaleiðangur og borð-
uðum hjá Ragnheiði. Síðasta
helgi var líka ómetanleg þar sem
við vorum öll saman á Fossheið-
inni í góða veðrinu og á pallinum í
Laugaskarði, amma var svo
ánægð og henni leið vel.
Amma var mikill húmoristi og
kom oft með skemmtileg kom-
ment. Hún var líka oft að rifja
upp gamlar fyndnar sögur og vís-
ur en ég hef aldrei skilið hvernig
hún gat munað allar þessar vísur.
Við frænkurnar gerðum okkar
besta í að stjana við ömmu og ein-
hvern tímann vorum við að kepp-
ast um að hjálpa henni og vera
góðar við hana, þá fengum við að
heyra þennan ógleymanlega
frasa frá ömmu sem hún sagði við
okkur með prakkarasvip; „öm-
musleikjur“.
Ég vil þakka þér elsku amma
fyrir samfylgdina og ég veit ekki
hvernig lífið verður án þín, það
verður erfitt að geta ekki talað
við þig og knúsað þig. Nú hafið
þið örugglega hist þú, afi, Gígja
og Hjalti og það eru fagnaðar-
fundir á himnum, á því er enginn
vafi. Ég mun sakna þín óendan-
lega mikið og elska þig svo lengi
sem ég lifi.
Þitt barnabarn og ömmus-
leikja,
Álfhildur Þorsteinsdóttir.
Nú er Fríða tengdamóðir mín
látin. Gamla húsið í Reykjahlíð
mannlaust, húsið sem þau Ingvar
byggðu saman á tímum þegar
Sveinfríður H.
Sveinsdóttir
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is • grand.is
Grand
erfidrykkjur
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott
aðgengi.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
SKÚLI SKÚLASON
bifvélavirki,
Miðbraut 22,
Seltjarnarnesi,
er lést þriðjudaginn 22. maí, verður
jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 4. júní kl. 13.00.
Hansína Sigurjónsdóttir,
Hafsteinn Skúlason, Brynja Rannveig Guðmundsdóttir,
Áslaug Ingibjörg Skúladóttir, Gunnsteinn Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI GEIR HAFLIÐASON
rafvirki,
Asparfelli 12,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
laugardaginn 26. maí.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 4. júní
kl. 15.00.
Ólöf Jónsdóttir,
Ingibjörg Ýr Gísladóttir, Guðmundur Magnússon,
Jón Níels Gíslason, Erla Aradóttir,
Vilborg Kr. Gísladóttir, Sigurður Friðriksson
og fjölskyldur.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON,
Skipholti,
Hrunamannahreppi,
sem lést á Kumbaravogi sunnudaginn
27. maí, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju
laugardaginn 9. júní kl. 14.00.
Sigrún Guðmundsdóttir, Jónas Guðgeir Hauksson,
Úlfar Guðmundsson, Brigitte Brugger,
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Gunnar M. Sandholt,
Karl Guðmundsson, Valný Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BRANDUR FRANKLÍN KARLSSON,
Bröttuhlíð 16,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 6. júní kl. 13:00.
Björn J. Brandsson, Katrín Jónsdóttir,
Anna B. Brandsdóttir, Sigfús Gunnbjörnsson,
Katrín K. Brandsdóttir, Valdimar Aðalsteinsson,
Karl V. Brandsson, Inga Lára Ísleifsdóttir,
Halldóra Brandsdóttir, Guðlaugur Magnússon,
Hjördís G. Brandsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
JÓNAS ÞORBJARNARSON
ljóðskáld
var bráðkvaddur á N-Ítalíu mánudaginn
28. maí.
Jónas verður jarðsunginn á Ítalíu í
smábænum Eupilio í nágrenni Comovatns,
mánudaginn 4. júní kl. 11.00.
Hanna Friðriksdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNDÍS JÖRUNDSDÓTTIR
áður til heimilis að Dalseli 6,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
miðvikudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
12. júní kl.13.00
Emil Óskar Þorbjörnsson, Hrönn Valgarðsdóttir,
María Steinunn Þorbjörnsdóttir, Þórir Haraldsson,
Sigfús Kristinn Þorbjörnsson, Hrönn Héðinsdóttir,
Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir, Steinþór Bragason,
barnabörn og barnabarnabörn.