Morgunblaðið - 02.06.2012, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
ekkert fékkst, vikurholsteinn í
veggjum og upprétt braggabáru-
járn á þakinu. En þetta hús fylltu
þau af lífi og börnum, barnabörn-
um, sumarbörnum og snúninga-
börnum. Mörg voru óvensluð fjöl-
skyldunni en urðu sjálfsagður
hluti hennar. Fríða átti enda
trúnað þessara barna og vináttu
þeirra til æviloka.
Fríða var einstaklega þrifin og
snyrtileg, vildi vera vel til fara og
eiga vönduð föt. Ung stúlka af-
greiddi hún í fataverslun í
Reykjavík og hefði vel getað orð-
ið „fín frú“ í bænum. En hún hitti
sveitastrákinn Ingvar sem hvergi
vildi annars staðar vera en á
Reykjahlaðinu. Náttúrubarninu
og dýravininum Fríðu leið líka
best í sveitinni innan um dýrin, í
garðinum sínum og með stórfjöl-
skyldunni. Hún fylgdist alltaf
glöggt með öllu sem gerðist í fjós-
inu og passaði sérstaklega vel
upp á kettina. Nýgotnar læður
gátu reitt sig á miklar veislumál-
tíðir, iðulega mátti sjá nýsoðinn
lax í kattarskálinni. Sonurinn og
sonarsonurinn halda uppi merkj-
um hennar áfram, allar skepnur á
bænum skulu vera saddar, sælar
og í góðum holdum. Hún stundaði
heilsubótargöngur fram á það
síðasta, fullvissaði okkur um að
sér væri nú alveg óhætt með
göngustafina, gemsann og svo
auðvitað sprengitöflurnar í vas-
anum.
Tengdamóðir mín var bráð-
greind, athugul og skemmtilega
gagnrýnin – jafnvel róttæk í
mörgum málum. Aldrei var kom-
ið að tómum kofunum, hún var
margfróð um ólíklegustu málefni
þótt ekki færi hún oft af bæ. Hún
las mjög mikið, ég hafði í seinni
tíð mér til afsökunar að bókakaup
væru nú líka ætluð Fríðu enda
vorum við yfirleitt sammála um
gæði og galla bókanna. Hún
hlakkaði sérstaklega til að sjá
hvað kæmi upp úr bókamarkaðs-
kössunum því þá var Svenni með í
innkaupunum og þau því fjöl-
breyttari og rausnarlegri.
Mikilvægur þáttur í uppeldi
barna er samneyti við eldra fólk.
Hér var stutt yfir til ömmu og afa,
oft þurfti ég að fara í vitjun á
fjósatíma og þá var gott að geta
laumað litlum ungum inn til
ömmu Fríðu. Þegar Ingvar féll
frá varð Fríða ein í kotinu, þá
tóku börnin upp þann góða sið að
skiptast á að sofa hjá ömmu.
Minningarnar um kvöldstundirn-
ar hjá ömmu eru börnum mínum
einstakt veganesti.
Fríða skilur eftir sig dýrmæt-
an arf, hún innrætti öllum börn-
um væntumþykju, þolinmæði og
virðingu fyrir öllu sem lifir. Ég
minnist hennar með þakklæti og
virðingu.
Katrín.
Elsku hjartans amma Fríða er
búin að kveðja. Það verður skrýt-
ið að geta ekki rætt við hana um
bækurnar sem maður er að lesa
þá stundina, það sem er að gerast
í sveitinni eða hreinlega allt sem
manni dettur í hug og þarf að
ræða. Ég er líka hrædd um að
kisa fái ekki alveg jafn oft nýjan
lax eða nýsoðin hrogn og rjóma
með, en ég held að hún amma
hefði verið ánægð með nýja kett-
linginn sem fitnar bara og fitnar
og minnir helst á Nebba gamla í
holdafari, þannig eiga kettir
nefnilega að vera.
Þegar ég var pínulítið grjón
sótti ég mjög stíft í að komast yfir
til ömmu og afa, mamma og pabbi
sóttu mig stundum oft sama dag-
inn þegar ég hafði stolist yfir.
Hún var svo ósköp skemmtileg og
vildi alltaf tala við mann, hlusta
og gefa góð ráð. Hún fylgdist líka
alltaf vel með skólagöngunni og
var áhugasöm um allt sem gerðist
þar, og alltaf hvatti hún mann
áfram þegar ekki gekk nógu vel.
Hjá ömmu var alltaf eins og
heimurinn snerist um mann sjálf-
an, alveg sama hvað hún hafði
fyrir stafni var alltaf pláss fyrir
aukamanneskju, þótt það væri
bara lítil stelpa sem gerði lítið
gagn. Þegar hún var að baka flat-
kökur (þær allra bestu) var dreg-
ið fram lítið kökukefli og form
fyrir yngri kynslóðina og ýmsar
fígúrur steiktar samhliða stóru
kökunum. Kleinubaksturinn var
líka mjög vinsæll því þá fékk
maður afskorninga og borðaði
eins og maður gat í sig látið.
Amma kveikti áhugann á bakstri,
enda enginn sem bjó til betra
bakkelsi, og alltaf virtist eitthvað
gott vera til í skápunum eða
frystinum, svo var líka sérstök
veisla þegar hún hafði gert jarð-
arberjatertu því þá bjó hún til
jarðarberjaklaka sem var jafnt
skipt í litlar dollur handa þeim
krökkum sem voru á hlaðinu það
og það skiptið.
Amma vildi alltaf gera eitthvað
skemmtilegt, eins og til dæmis að
spila. Ég var óhemju tapsár frá
unga aldri svo ég fann upp spilið
Mjólk. Í því spili voru reglurnar
samdar jafnóðum, alltaf mér í
hag, svo ég tapaði aldrei. Það
truflaði ömmu ekki neitt og við
spiluðum Mjólk löngum stundum.
Einstaka sinnum spilaði afi líka
með en honum leist frekar illa á
(ó)reglurnar sem stelpuskottið
spann upp svo hann gafst yfirleitt
upp á þessari vitleysu.
Amma var alltaf fín, hún átti
vönduð og falleg föt og bar
smekklega skartgripi við. Húðin
hennar var alltaf mjúk og hend-
urnar hlýjar, og þegar við Ingvar
Hersir fórum að skiptast á að sofa
í ömmu húsi eftir að afi fór var
alltaf jafn notalegt að setjast að-
eins inn í herbergi hjá ömmu og
spjalla meðan hún bar á sig krem-
in og kyssa svo góða nótt svo
maður fékk smá kremlykt með
sér í svefninn, það voru allra
bestu kvöldin.
Sigríður Sóley.
Ég var svo heppinn að alast
upp með ömmu Fríðu og afa
Ingvari í næsta húsi. Ömmu og
afa sem ég heiti í höfuðið á, amma
Fríða hét nefnilega líka Hersilíla
og þess vegna heiti ég Ingvar
Hersir.
Hjá ömmu Fríðu var ég oft í
pössun þegar ég var lítill. Hún
amma Fríða hafði alltaf nægan
tíma fyrir mig og systur mína
Siggu Sóleyju og talaði mikið við
okkur um allt á milli himins og
jarðar og margt af því hefur
reynst okkur gott veganesti út í
lífið. Eftir að hann afi Ingvar dó
sá ég um að segja ömmu frá öllu
sem gerðist í búskapnum í
Reykjahlíð. Þá var amma líka ein
í húsinu hennar, það fannst okkur
Siggu Sóleyju ófært og við skipt-
umst á að sofa í hennar húsi þann-
ig að hún var sjaldan ein á nótt-
unni.
Ein af mínum uppáhaldsminn-
ingum um ömmu er þegar hund-
urinn okkar hún Hvöt dó og var
jörðuð í blómagarðinum okkar.
Ég var lítill strákur og allir voru
leiðir, líka amma sem hafði haldið
mikið upp á Hvöt. Ég bauð ömmu
að ef hún vildi, þá mætti hún láta
jarða sig hjá Hvöt í garðinum
okkar. Ömmu fannst þetta mjög
fallega boðið.
Það er dýrmætt að hafa átt
hana ömmu Fríðu og minning-
arnar um hana verða mér mikils-
verðar í framtíðinni.
Ingvar Hersir.
Elsku besta amma mín, þá er
því miður komið að kveðjustund.
Það sem ég hef notið þess að eiga
þig að, ég er svo þakklát að hafa
fengið að eiga þig sem leiðbein-
anda í lífinu, þú varst svo skyn-
söm og hafðir upplifað svo margt
í gegnum þína löngu ævi, bæði
mikla gleði og mikla sorg. Alltaf
stóðst þú teinrétt, engin áföll
náðu að beygja þig og það mun ég
minna mig á seinna á lífsleiðinni.
Þú ert okkur öllum svo góð fyr-
irmynd, elskan mín.
Ég viðurkenni það að ég hef
frá því ég man eftir mér verið
mikil ömmusleikja og skammast
mín ekkert fyrir það. Amma hafði
þann hæfileika að láta manni líða
þannig að maður hlyti að vera
uppáhaldsbarnabarnið og það er
ég viss um að okkur barnabörn-
unum líður öllum þannig.
Amma hugsaði alltaf svo vel
um sig og var svo mikil dama, hún
var alltaf fínt klædd og fín um
hárið. Hún átti rúllur sem hún
setti í sig við og við og ég man
hvað mér fundust þessar rúllur
ótrúlega flottar og ég tilkynnti
ömmu það þegar ég var lítil
stelpa að þegar hún væri dáin þá
myndi ég koma uppeftir, ná í rúll-
urnar og koma svo aldrei aftur.
Amma var ein af mínum bestu
vinkonum og það var alltaf hægt
að leita til hennar. Hún var ótrú-
lega góð að hlusta á mann og kom
alltaf með svo góðar lausnir á
hlutunum. Ef við Lárus lentum í
rökræðum með einhver mál var
oft á tíðum lendingin sú að best
væri að heyra í ömmu til að heyra
hvað þeirri gömlu þætti skyn-
samlegast að gera og oftar en
ekki var það besta lausnin.
Ég hlýja mér við tilhugsunina
um að þú, afi, Hjalti frændi og
mamma séuð sameinuð á ný, vak-
ið yfir okkur hinum og njótið ykk-
ar.
Ég er svo þakklát að hafa feng-
ið að hafa þig svona lengi hjá okk-
ur og þú átt svo stóran þátt í því
hver ég er í dag því þú hefur alltaf
verið til staðar og verið svo dug-
leg að gefa góð ráð. Ég elska þig
svo mikið og á eftir að sakna þín
alveg óendanlega, kossar og
knús.
Þín
Ragnheiður.
Elskuleg amma mín, hún
amma Fríða, hefur kvatt. Mikið
var ég lánsöm að fá að hafa hana
svona lengi. Það sem einkenndi
ömmu var jákvæðni, kímni, heið-
arleiki og hversu traust hún var.
Það var hægt að segja ömmu allt
milli himins og jarðar og aldrei
laug hún til um skoðun sína á
hlutunum. Hún var líka alltaf
mjög áhugasöm um það sem ég
og aðrir voru að gera, hvort sem
það voru ferðalög, skóli eða eitt-
hvað annað. Ég á margar góðar
minningar sem ég ætla að geyma
vel og lengi um ömmu, afa og lífið
í Reykjahlíð en þar dvaldi ég mik-
ið sem barn. Þá var ég hjá ömmu
og afa nokkurn veginn í stað leik-
skóla, en einnig vorum við alltaf
hópur af barnabörnum hjá þeim á
sumrin og gekk oft ekki lítið á.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku amma, ég veit að afi
Ingvar var örugglega farinn að
bíða eftir þér eins og hann var
vanur og er himinlifandi að fá þig
til sín, Gígju og Hjalta.
Ég þakka þér fyrir samfylgd-
ina, það er ómetanlegt að hafa átt
þig sem ömmu, betri fyrirmynd
er ekki hægt að óska sér.
Þín
Fríða Margrét.
Sólin hækkar á lofti, sumarið
er framundan, sumarið sem hún
Fríða mín ætlaði að dvelja í
Reykjahlíð þar sem hún hafði allt
sem var henni kærast. Þar var
alltaf gott að koma og spjalla við
hana Fríðu, hún hafði einstakt lag
á að tala við börn og unglinga á
því þroskaskeiði sem hver og einn
var á, hverju sinni. Ef þú varst
eitthvað að kvarta yfir tilverunni
þá afsakaði hún þig með orðunum
að þú værir sennilega á vondum
aldri eða nývöknuð. Og ef eitt-
hvað bjátar á er bara að setja öxl-
ina í vindinn og brosa, já lífsspeki
Fríðu endist þér allt lífið. Við
börnin á „Reykjatorfunni“ sótt-
um mjög í hennar félagsskap,
hlupum undan brekkunni eins og
við sögðum til að krækja okkur í
rúsínur og sveskjur sem alltaf var
nóg til af í búrinu hennar.
Fríða hafði gaman af lestri og
gat sagt okkur skemmtilegar
sögur, lesið fyrir okkur ljóð og
kennt okkur texta við lög sem við
gátum sungið fyrir hana. Já, til-
veran hennar Fríðu var skapandi
og skemmtileg, hún hafði næmt
auga fyrir því spaugilega sem við
börnin vorum að bjástra við enda
átti hún trúnað okkar allra.
Þegar unglingsárin tóku við
var gott að ráðfæra sig við Fríðu
um skólaáform og framtíðarhorf-
ur, henni var mjög umhugað um
að við gengjum menntaveginn,
hún fylgdist því vel með í þeim
málaflokki og þekkti hvað í okkur
bjó, allir hafa eitthvað sérstakt
fram að færa að hennar mati og
hún hafði alltaf tíma til að stappa í
okkur stálinu.
Fríða var einstök og það eru
forréttindi að hafa alist upp með
henni, á kveðjustund er efst í
huga virðing og þakklæti fyrir
góða samfylgd.
Hvíl þú í friði.
Þér kæra sendi kveðju
með kvöldstjörnunni blá
það hjarta, sem þú átt,
en sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu,
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, Guð minn ávallt gæti þín,
ég gleymi aldrei þér.
(Bjarni Þorsteinsson)
Börnum hennar Fríðu,
Svenna, Nunnu, Ernu og fjöl-
skyldum þeirra, sendum við sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau í sorginni.
Magnea, Guðrún, Þórdís,
Sigrún Ásta og Rúnar
Þór Bjarnabörn.
Lóan boðaði ekki bara vor-
komuna á æskuárunum heldur
annað og meira, sumardvöl í
Reykjahlíð hjá Fríðu og Ingvari.
Við vorum svo lánsamar að fá að
vera í sveit hjá þessum yndislegu
hjónum í um tíu ár sem tóku okk-
ur opnum örmum, eins og fjöl-
skyldan öll.
Sumarið hófst fyrir alvöru á
hlaðinu í Reykjahlíð. Lífið og
fjörið á Reykjabæjunum þremur
var engu líkt. Þar voru krakkar á
öllum aldri og ævintýrin á hverj-
um degi endalaus.
Gæska Fríðu sýndi sig frá
fyrstu stundu. Hún nálgaðist
okkur systur af þeirri hlýju og til-
litssemi sem einkenndi hana alla
tíð og fékk okkur til að falla inn í
hópinn. Við vorum hluti fjölskyld-
unnar.
Fríða hafði sérstakt lag á að ná
vel til fólks og umgekkst alla af
sama áhuga og virðingu. Og það
var ekki bara mannfólkið sem
skynjaði þessa einstöku eigin-
leika hennar því dýrin á bænum
hændust líka að henni.
Mörg gullkorn Fríðu munu
geymast enda bjó hún yfir
skarpri kímnigáfu. Hún var
greind og vel upplýst og las bók-
staflega allt sem hún komst yfir.
Hún var glaðsinna og hugurinn
alltaf bjartur. Þrátt fyrir sáran
missi barna og maka var Fríða
alltaf hughraust og horfði æðru-
laus fram á veginn.
Heimsóknirnar í Reykjahlíð á
seinni árum voru líka dýrmætar.
Myndin af fjölskyldunni þar sem
hún stendur úti á tröppum og
veifar að skilnaði þegar við keyr-
um úr hlaði er falleg og yljar.
Við kveðjum elsku Fríðu okk-
ar, nú þegar leiðir skilur. Við er-
um þakklátar fyrir að hafa átt
vináttu hennar og Reykjahlíðar-
fólksins alls.
Bergljót og Kolbrún.
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Norðfirði,
Snorrabraut 56b,
Reykjavík.
Kolbrún Sigurðardóttir,
Guðlaugur Sigurðsson, Alda Björk Skarphéðinsdóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Ágúst Ólafur Georgsson
og fjölskyldur þeirra.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR ÞORBJARGAR
STEFÁNSDÓTTUR,
Skarðshlíð 27c,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar Sjúkrahúss
Akureyrar og Heimahlynningar fyrir frábæra umönnun.
Hörður Sigtryggsson,
Heimir Sigtryggsson,
Guðrún H. Sigtryggsdóttir, Stefán Guðmundsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
mömmu, tengdamömmu, ömmu, langömmu
og systur,
INGIBJARGAR S. SIGURÐARDÓTTUR.
Innilegar þakkir fá allir þeir sem komu að
aðhlynningu hennar á Landspítalanum í
Fossvogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
deild A 7 fyrir einstaka ummönnun, hlýju og virðingu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn Sveinbjörnsson,
Sigurður Sveinbjörnsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
PÉTUR INGVASON
vörubílstjóri,
Unufelli 27,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 4. júní kl. 13.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Markar, 3. hæð suður, fyrir hlýhug
og einstaka umönnun.
Elín Kristín Halldórsdóttir,
Halldór Pétursson, Ágústa Hansdóttir,
Ingvi Pétursson, Auður Agnes Haraldsdóttir,
Lilja Pétursdóttir, Friðfinnur Einarsson,
Pétur Pétursson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko,
Þóra Pétursdóttir, Njáll Þórðarson
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGA MARTA INGIMUNDARDÓTTIR,
Njörvasundi 27,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
við Hringbraut fimmtudaginn 24. maí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
5. júní kl. 13.00.
Sigurður Stefánsson,
Stefán Ingi Sigurðsson, Rósa María Guðjónsdóttir,
Sigurlaug Sigurðardóttir, Friðþjófur Ó. Johnson,
Svanberg Þór Sigurðsson, Magnea S. Guðmundsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Agnar Már Agnarsson,
ömmu- og langömmubörn.