Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 52

Morgunblaðið - 02.06.2012, Síða 52
Þegar kallið hefur komið, óvænt og endanlegt á sinn hátt, verður fátt um svör og sorg og tómleiki sækja að. Heilsteyptur, grandvar og velviljaður drengur fellur frá á besta aldri og eftir standa ungur sonur, bræður, ætt- ingjar, fjölskyldur og vinir og sakna sárt. Vinur minn Kristinn S. Jónsson var traustur félagi, íhugull, hjálpsamur og glögg- ur í orðsins bestu og mestu merkingu. Rætur hans voru vestur í Dölum þar sem hann átti góða æsku og voru sveit- in og æskuslóðirnar honum kærar, ekki síst vötnin, sem hann reyndi að komast í til að veiða þegar tækifæri gafst til. Leiðir okkar Kidda lágu saman fyrir 25 árum og varð strax úr vinátta sem helst óslitin alla tíð síðan svo aldrei bar skugga á og jafnan fáir dagar á milli þess að við hefð- um samband. Í lífi hans skipt- ust á skin og skúrir en alltaf hélt hann ró sinni og æðru- leysi og þreytti ekki aðra af áhyggjum um eigin heilsu og líðan. Fyrir Kidda skipti fyrst og síðast máli velferð sonar hans, Jóhanns, sem var hon- um kærari en allt annað. Veit ég að þeir feðgar áttu saman góða tíma í áranna rás sem því miður hefur nú svo snögg- lega verið höggvið á. Jóhanni, ættingjum og fjöl- skyldum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur þeg- ar kvaddur er traustur og góður drengur. Hvíl í friði kæri vinur. Björn Hafberg. Kristinn S. Jónsson ✝ Kristinn Sig-urjón Jónsson fæddist í Búðardal 11. maí 1958. Hann lést 19. maí 2012. Útför Kristins fór fram frá Laug- arneskirkju 30. maí 2012. Ég á erfitt með að trúa að þú sért farinn frá mér, elsku pabbi minn. Þú hefur staðið við bakið á mér sem klettur og átt stóran þátt í því hversu vel mér gengur í dag. Ég hugsa um þig svo oft og and- varpa þegar ég hugsa um að þú sért farinn. Ég gat alltaf komið til þín og gerði það mjög oft þegar mig vantaði svar við ein- hverju og þegar öllu var á botninn hvolft þá gafstu mér alltaf réttu svörin. Margir af vinum mínum kynntust gæðablóðinu sem þú hafðir að geyma og þeir munu sakna þín. Þeir hafa reynst mér mjög vel ásamt fjölskyldunni og ég veit hreinlega ekki hvar ég væri án þeirra eftir þessa daga sem hafa liðið. Ég talaði við þig um kvöld- ið áður en þú fórst að sofa og ég man svo vel eftir því sím- tali og röddinni í þér. Aldrei hefði ég trúað að þetta væri í seinasta skipti sem ég myndi heyra rödd þína. En hérna sit ég viku seinna og er svo dof- inn og brotinn, sætti mig eng- an veginn við þetta. Ég gleymi aldrei þessum góðu bíltúrum sem við tókum a.m.k. annan hvern dag sl. eitt og hálft ár og óteljandi þar á undan og við gátum tal- að endalaust saman um allt milli himins og jarðar. Viska þín var mikil, elsku pabbi minn. Ég vil trúa því að þú sért núna kominn á fallegan stað, umvafinn englum og ég muni hitta þig þegar ég kveð þenn- an heim. Ég mun halda minn- ingu þinni uppi svo lengi sem ég lifi og þú munt alltaf eiga stóran part af hjartanu í mér. Ég sakna þín og elska þig að eilífu. Þinn sonur, Jóhann Helgi Kristinsson. Það eru tæplega tveir mánuðir síðan síðasta sím- talið kom: „Sæll, þetta er refurinn, ég er með spurningu. Hvað þarf mikið af eldsneyti til að koma full- hlaðinni 757 á loft?“ Guðmundur eða Rebbi eins og hann var gjarn- an kallaður var um skeið flugstjóri hjá okkar ágæta Flugleiðafélagi og vann meðal annars á Boeing 757 flugvélum. Ekki tókst mér að svara og þá kom næsta setning: „Hvað, þykist þú ekki vera verk- fræðingur?“. Þetta var Rebbi, hreinn og beinn og sagði hlutina á sinn hátt. Leiðir okkar Rebba lágu fyrst saman þegar við hófum nám við Menntaskólann á Akureyri. Hann á Gömlu vistum, ég á þeim Nýju, en á þeim Gömlu voru jafnan ver- aldarvanari menn og vissu sumir þeirra vel af því. Í þessum fé- lagsskap gaf Rebbi ekkert eftir, vitnaði í austfirsk gullkorn og ef ekki annað þá afgreiddi hann flóknari mál með orðunum „Það er mikil skepna hrúturinn“. Eftir menntaskólann lágu leiðir manna víða, Rebbi fór í Háskól- ann, þaðan í flugumferðarstjórn þar sem hann átti farsælan feril. Á sama tíma lauk hann flugnámi og að því loknu réði hann sig hjá Flugleiðum. Skömmu eftir að við hjónin komum frá námi á níunda ára- tugnum, þá ákváðum við að byggja okkur hús við Bollagarða á Seltjarnarnesi. Á næstu lóð var hálfbyggt hús og sannfærði ég Rebba um að þetta gætu verið kjarakaup fyrir þau hjón, en þá höfðu þau Rebbi og Margrét Al- bertsdóttir gengið í hjónaband. Þau slógu til og hófst þá næsti kafli í langri vináttu okkar, við vorum að byggja og bæta. Ná- grennið gekk vel, þegar ég keypti slípirokk, þá keypti Rebbi borvél og saman vorum við fljótt græj- aðir í hvað sem var og tókumst við á við öll þau verkefni sem hús- byggjandi þess tíma gat lent í, en þetta var á þeim tíma þegar láns- fjármögnun var takmörkuð og menn urðu að framkvæma innan fjárhagslegra getumarka – ólíkt því sem síðar varð. Fljótlega eftir að Rebbi var orðinn flugstjóri var ég á ferð frá Kaupmannahöfn til Íslands og ég hafði pata af því að hann væri flugstjórinn. Ég hringdi í hann og lét vita að ég myndi verða meðal farþega og ekki stóð á svörunum: „Þú situr bara frammí hjá mér“. Ég var nýsestur þegar inn kom fasmikil flugfreyja sem sagði að hurðin vildi ekki lokast, þéttikant- ur væri ekki á réttum stað og það þyrfti að laga til að hægt væri að loka hurðinni. Það stóð ekki á svörunum: „Palli, farðu og redd- aðu þessu“. Sem ég gerði og heim komumst við á áætluðum tíma. Guðmundur Karl Erlingsson ✝ GuðmundurKarl Erlingsson fæddist 17. október 1954. Hann and- aðist á Landspít- alanum í Fossvogi 20. maí 2012. Úför Guðmundar fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 30. maí 2012. Eins og fyrr þá fór Refurinn sínar leið- ir. En refir eru ekki alltaf refum bestir og það sannaðist í lífi hans. Hann lenti í glímu sem reyndist honum ofviða að lok- um, en mótherjinn var alræmdur, gjarnan nefndur Bakkus. Eins og títt er um klóka refi, þá var eftirgjöfin í þessari erfiðu glímu ekki rædd, frekar var slóðin falin. Mikið vildi ég til vinna að hafa getað hjálpað honum í tíma. Nú hefur Bakkus unnið fullnaðarsigur. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir ánægjuleg kynni og góða vináttu, eftirlifandi sonum, fjöl- skyldu og ættingjum vottum við, fjölskyldan að Bollagörðum 6 samúð okkar. Blessuð sé minning Guðmundar Karls Erlingssonar. Páll Gíslason. Elsku Gummi Það er mikil sorg í hjörtum okkar þessa dagana og minningar um þig streyma um huga okkar. Við viljum þakka fyrir alla þá um- hyggju og hlýju sem þú sýndir okkur alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði. Svala, Jóhanna, Ásta, Guðmundur og fjöl- skyldur. Við komum víða að og með ger- ólíka reynslu í farteskinu – allir að hefja nám í Menntaskólanum á Akureyri, þannig lágu leiðir okkar saman haustið 1970. Ungir, fullir af þrá og þrótti og til í hvað sem er – næstum því. Fyrst varstu Guð- mundur Karl eða Gummi en í vinahópnum fljótlega ekki kallað- ur annað en Rebbi eða stundum Refurinn. Ekki var það gömul nei- kvæð merking orðsins sem tryggði þér nafngiftina heldur þvert á móti leiftrandi glit og glettni í augunum og brosið inn- rammað af rauðu fallegu hárinu. Alltaf glaður og hress og til í að aðstoða og hjálpa, en í vinahópi æskumanna var býsna oft þörf á að redda hinu og þessu. Þá var gott að eiga þig að og ekki verra eftir að þú eignaðist forláta dros- síu, japanskrar ættar, sem gaf ekki bara þér heldur okkur félög- unum ákveðinn status. Menntaskólaárin liðu hratt og eftir þau urðu samskiptin stopulli, en um leið óvæntari og skemmti- legri. Allir eignuðumst við fjöl- skyldu, héldum hver í sína átt, þú vannst í háloftunum og fórst víða, orðinn kafteinn á þotu. Að hitta þig var á þessum árum hressandi og þú komst alltaf færandi hendi með glaðværð, glettni og góðvild og stundum efnislegar gjafir. Varstu þá sem fyrr allt í senn; lát- laus og gustmikill, hógvær og rogginn, heimsmaður og sveita- strákur – gamli góði Rebbi var mættur í öllu sínu veldi. Árin liðu og við urðum 25 ára stúdentar og ákváðum að hittast eftirleiðis árlega með fjölskyldum okkar, kölluðum okkur „Vini vors- ins 7́4“ og hittumst á hverju hausti. Þar varst þú sem áður hrókur alls fagnaðar en jafnframt fór fljótt að bera á einhverju sem var ekki eins og það átti að vera. Blindir eins og menn eru oft, þá áttuðum við okkur ekki á hve mik- ið veikur þú varst orðinn og sjúk- dómurinn þess eðlis að þú faldir hann og horfðist ekki í augu við hann. Seinna sóttir þú meðferð, áttir þína spretti, en varðst aldrei almennilega frískur og að lokum bar hún þig ofurliði áfengissýkin. Móðir þín sagði nýverið í spjalli að þriggja ára hefðir þú óskað þér flugvélar að gjöf – Þú tókst snemma flugið og ert nú floginn burt úr þessari jarðvist á annan stað, þar sem þér vonandi líður betur, það áttu skilið. Við fé- lagarnir og fjölskyldur okkar sendum sonum þínum, móður þinni og systkinum og öðrum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Farðu í friði kæri vinur. Pétur og Ólöf, Magnús og Líney, Bergur og Ragn- heiður, Jóhann og Sigríð- ur, Páll og Arnfríður og fjölskyldur. Þegar Guðmundur Karl, eða Rebbi eins og hann var jafnan kallaður í fluginu, hóf störf hjá Flugmálastjórn Íslands 1977 lágu leiðir okkar saman. Rebbi gat sér strax gott orð fyrir dugnað og áreiðanleika. Hann tók fljótlega grunnpróf í flugumferðarstjórn og síðan hin sérstöku réttindapróf fyrir hverja stöðuna af annarri. Á þessum námsferli var Rebbi um nokkurt skeið á vöktum hjá mér í vallar- og aðflugsstjórn Reykja- víkurflugvallar og stóð sig mjög vel. Hann var athugull og glöggur, námfús og nákvæmur. Hann sá samhengi hlutanna – heildar- myndina – og átti lausn á hverjum vanda, svar við hverri spurningu. Jafnhliða námi og störfum hjá flugmálastjórn bætti hann við sig flugnámi og hafa þessir tveir reynsluheimar eflaust stutt við hvor annan enda fór gott orð af Rebba, bæði sem flugmanni og flugumferðarstjóra. Svo fór að hann réðst sem flugmaður til Flugleiða árið 1986 og starfaði þar um árabil, seinni árin sem flug- stjóri á farþegaþotum í millilanda- flugi. Kunningsskapur okkar Rebba varð fljótt að traustri vináttu. Stöku sinnum bauð hann mér í flugferð á lítilli kennsluflugvél og þá var gaman hjá okkur. Ég kynntist einnig eiginkonu hans og þremur myndarlegum sonum þeirra. Heimili fjölskyldunnar var vandað og fallegt – þangað var gott að koma. Jafnan var þá stutt í gamanmál og naut rík kímnigáfa Rebba sín þar vel. Það er sárt frá því að segja að hann Rebbi, þessi trausti og góði maður, sem lífið virtist brosa við, féll í þá gryfju sem áfengið grefur mönnum og átti ekki afturkvæmt þaðan. Það er ein af ósvöruðum gátum lífsins af hverju gott fólk sem vill öllum vel fer um dimma dali, sér og sínum til fjörtjóns og sorgar. Þá spyr maður; hvað ræð- ur för. Rebbi minn, þakka þér fyrir samstarf og samverustundir gegnum árin. Ég er stoltur af vin- áttu þinni og dæmi þig ekki. Sá tími mun koma að við getum aftur flogið saman um loftin blá. Þá verður gaman. Baldur Ágústsson. Kveðja frá flugleiðsögusviði Isavia Guðmundur Karl hóf grunn- nám í flugumferðarstjórn árið 1977 og hlaut starfsréttindi í TWR, APP og OAC 1979, auk ACC og ratsjárréttinda 1983. Hann hætti störfum sem flugum- ferðarstjóri 1986 og hóf þá störf sem flugmaður hjá Flugleiðum. Þótt starfstími Guðmundar Karls hafi ekki verið langur við flugumferðarstjórn, þá héldust tengslin við gamla félaga alla tíð. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd starfsmanna flugleiðsögusviðs Isavia þakka Guðmundi Karli samfylgdina. Fjölskyldu og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásgeir Pálsson, fram- kvæmdastjóri flugleið- sögusviðs Isavia. 52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 Elsku afi. Þú varst besti afinn okkar. Það er sárt að kveðja þig svona fyrirvaralaust og án þess að geta sagt þér að við elskuðum þig, við söknum þín svo mikið. Það var alltaf svo ótrúlega gaman að koma í heimsókn og leika með krana- bílana þína sem voru geymdir uppi á skáp í geymslunni, fá að hjálpa þér í garðinum við að taka upp kartöflur og inni í bílskúr að gera við og passa upp á að allt væri á réttum stað meðan þú reyktir pípuna þína. Elsku afi, við pössum ömmu fyrir þig og látum henni líða vel eins og þú hefðir vilj- að. Gunnar B. Hákonarson ✝ Gunnar BjarniHákonarson fæddist í Reykjavík 28. september 1932. Hann lést á Tenerife 12. maí 2012. Útför Gunnars fór fram í Kópa- vogskirkju 30. maí 2012. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Gréta Björg, Sara Rut og Helga Kristrún. Nú þegar við kveðjum Gunnar Bjarna Hákonarson, elskulegan föður tengdaföður og afa, er okkur efst í huga þakklæti fyrir það sem hann var okkur fjölskyldunni. Gunnar var hugulsamur og reglusamur maður sem hugs- aði ætíð vel um sitt og sína. Hann var dugnaðarforkur og traustur sem bjarg. Hann var sérlega bóngóður og vildi öll- um vel. Hann hafði líka alltaf tíma fyrir barnabörnin sem hændust að honum og þótti sérlega vænt um afa sinn, og minnast skemmtilegra ferða- laga með afa og ömmu og er söknuður þeirra mikill. Við minnumst allra heim- sóknanna til okkar austur á Höfn og margar góðar sam- verustundir áttum við á Digra- nesveginum, við minnumst þessara stunda með hlýhug. Nú þegar Gunnar hefur hvatt þennan heim allt of snemma að okkar mati sem þektum hann er sorgin og söknuðurinn mikill en sárastur er hann fyrir þig elsku Sig- urbjörg okkar sem sérð á eftir góðum eiginmanni og félaga. Biðjum góðan guð að styrkja þig og styðja í sorg þinni. Nú myndast stórt skarð og það verður ekki fyllt. Að leiðarlokum viljum við þakka Gunnari samfylgdina og kveðjum með söknuði og virð- ingu, með þökk fyrir allt, elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Blessuð sé minning þín. Hákon, Guðný, Gunnar Bjarni og Sigurbjörg Karen. Það er með virðingu og þakklæti sem ég kveð Gunnar Hákonarson. Það var með nokkuð snöggum hætti að hann kvaddi þennan heim eftir að vera nýkominn út í sól og sumaryl. Hugurinn leitar aftur til ársins 1981 þegar við nokkrir samstarfsmenn tókum okkur saman og stofnuðum fyrirtæki undir forystu Gunnars. Gunn- ar hafði ríka réttlætiskennd, var fastur fyrir og hafði sterk- ar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hann vildi standa með þeim sem vildu stuðla að jöfn- uði og á sínum yngri árum starfaði hann innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Það sem ein- kenndi Gunnar var heiðarleiki og sterkur vilji til að standa við sínar skuldbindingar, enda var hann harðduglegur og ósérhlífinn. Það var aldrei spurning hvernig hann for- gangsraðaði lífi sínu, fjölskyld- an og fyrirtækið áttu hug hans allan. Þar var hann vakinn og sofinn og sá um að halda öllu í röð og reglu. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Það ber einnig að þakka Sigurbjörgu konu Gunnars sem lagði sitt af mörkum varð- andi rekstur fyrirtækisins. Ég þakka Gunnari sam- fylgdina og sendi Sigurbjörgu og fjölskyldu innilegustu sam- úðarkveðjur. Gunnar Jósefsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.