Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 53
MINNINGAR 53
Aldarminning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Elsku Sigrún.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kveðja,
Hákon, Oddný, börn
og barnabarn.
Sigrún
Ársælsdóttir
✝ Sigrún Ársæls-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 9. febr-
úar 1944. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 18.
maí 2012.
Útför Sigrúnar
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði 30. maí
2012.
Ég kynntist Sig-
rúnu fyrst þann
30. maí 1965 á
brúðkaupsdeginum
mínum en þá var
Óli bróðir minn
nýbyrjaður að
gera hosur sínar
grænar fyrir henni
og við hjónaleysin
veltum því fyrir
okkur hvort við
ættum að bjóða
henni í brúðkaupið okkar. Sem
betur fer gerðum við það þar
sem Sigrún og Óli giftu sig um
tveimur árum síðar.
Þau hófu sinn búskap eins
og margir aðrir með því að
festa kaup á lítilli íbúð. Þau
fundu sér sinn endanlega
samastað að Flókagötu 5 í
Hafnarfirði þar sem þau
bjuggu ásamt drengjunum sín-
um í góðu yfirlæti.
Svo kom sá tími að Hákon
og Ársæll fluttu að heiman og
Sigrún og Óli fóru að ferðast.
Sumarið 1988 komu þau í
heimsókn til okkar í Kaup-
mannahöfn er ég var í náms-
orlofi. Sú heimsókn lukkaðist
svo vel að ákveðið var að þau
kæmu aftur út sumarið eftir og
að stefnan yrði tekin á bíltúr
um Evrópu.
En svo er það að mennirnir
ákveða en Guð ræður. Bróðir
minn fékk heilablóðfall. Þá
breyttist lífið hjá okkur öllum.
Í fyrstu var vonað að hann lifði
en svo í framhaldi hvers konar
líf biði hans. Allan þann tíma
var Sigrún sem klettur við hlið
hans og barðist fyrir því að
hann fengi sem bestan aðbún-
að og atlæti. Að endingu fékk
hann vist á hjúkrunarheimili
Sjálfsbjargar.
Nú þegar önnur fyrirvinnan
hverfur taka við erfiðir tímar.
Sigrún vann við lág laun við
aðhlynningu sjúkra og erfitt er
að gera sér í hugarlund erfiða
baráttu með mikið veikan eig-
inmann og miklar skuldbind-
ingar. Að endingu varð Sigrún
að leigja út sína íbúð og flytja
sjálf í minni. Að því kom að
Sigrún gat skipt á sinni íbúð
og annarri í Smyrlahrauninu
sem var á fyrstu hæð svo Óli
kæmist í heimsókn. En þá fékk
hún krabbamein í brjóstið sem
hún barðist hetjulega við og
hafði sigur í það skipti. Bróðir
minn lést árið 2006.
Sigrún kynntist Sigurði
sambýlismanni sínum og nú
fóru góð ár í hönd með ferða-
lögum ýmist innanlands eða
erlendis. Þau fluttu á Dreka-
vellina í fallega íbúð og sáu
fram á góða tíma saman við
starfslok sín. En þá tók
krabbameinið sig upp og bar-
áttan hófst á ný. Sigrún var
ákveðin að sigrast á veikindum
sínum. Síðast á afmælinu sínu
sagðist hún þurfa að vera dug-
leg og þjálfa sig svo hún gæti
farið að aka bíl á ný. Sigurður
barðist einnig við sín veikindi
en þau studdu hvort annað
með ást og umhyggju.
Ég kvaddi Sigrúnu á
krabbameinsdeildinni 17. maí
en þá var hún orðin mjög veik.
Þá sagði hún við mig: „Systa
mín, þetta er búið,“ hún var
orðin svo þreytt.
Ég kveð elskulega mágkonu
mína, þessa kjarkmiklu bar-
áttukonu, og þakka henni
trygglyndið og umhyggjuna
sem hún ávallt sýndi mér og
mínum alla tíð. Ástvinum
hennar sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Kveðja,
Elínborg Jónsdóttir.
Á morgun, sunnu-
daginn 3. júní 2012,
verða 100 ár frá fæð-
ingu míns kæra föð-
ur, besta vinar og
helstu fyrirmyndar.
En hann var af engl-
um borinn inn í dýrð
himinsins hinn 28.
nóvember 2006.
Hann var akkeri
mitt í tilverunni,
hetjan mín og hvatn-
ing. Við vorum sannir vinir þótt
meira en hálf öld væri á milli okk-
ar. Fórum saman í útréttingar og
bíltúra, sóttum fundi og manna-
mót, heimsóttum ættingja og vini.
Hann sagði mér sögur og kenndi
mér bænir. Áhugasamur svaraði
hann áleitnum spurningum mín-
um af þolinmæði og skilningi,
nærgætni, umhyggjusemi og
kærleika. Honum fannst ég ekki
forvitinn heldur fróðleiksfús. Við
spjölluðum og föðmuðumst. Ekk-
ert í veröldinni hefði getað komið í
hans stað.
Ég dáði hann og virti, þótti svo
undur vænt um hann. Án allrar
ítroðslu eða þvingana drakk ég í
mig hugsjónir hans af áhuga. Þær
voru mitt nám, ég tendraðist af
þeim, gerði þær að mínum og
lagði mig fram við að halda þeim á
lofti.
Hann var óþrjótandi sjóður
fróðleiks, visku og reynslu. Nær-
vera hans var uppbyggjandi, nær-
andi og gefandi, menntandi og
ómetanlega mannbætandi.
Svipur hans var heiðríkur og
ásjónan sönn. Viðmótið einstakt,
svo þægilegt og undur þýtt.
Vel nestaður og fullur af sam-
eiginlegum hugsjónum okkar
fann ég ástina. Hélt ungur út í líf-
ið, njótandi skilnings og trausts
baklands, vináttu og áhuga, stuðn-
ings og ómetanlegra fyrirbæna.
Hann var nægjusamur og mátti
aldrei neitt aumt sjá. Hann spurði
aldrei um eigin hag en hugsaði
þeim mun ríkar um þarfir náung-
Þorkell G.
Sigurbjörnsson
ans. Hann var
hjartahlýr, friðsam-
ur og sannur, gegn-
heill og hógvær.
Óvenjulega jákvæð-
ur, auðmjúkur og
barnslega einlægur,
hæverskur, um-
hyggjusamur og
hjálplegur. Kærleik-
ur hans var fölskva-
laus og algjör.
Hann átti lifandi
von, svo tæra og skæra. Bjarg-
fasta trú á hinn upprisna frelsara
sem sagði: „Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi.“ Fylltur
óbifanlegri trúarfullvissu og djúp-
um friði grundvölluðum á bjargi
lífsins tók hann því sem að hönd-
um bar yfirvegaður og æðrulaus.
Hann gerði ekki manna mun og
lét þau sem á var hallað ætíð njóta
vafans og sá ávallt hið jákvæða í
fari náungans. Hann safnaði sér
ekki fjársjóðum hér á jörðu niðri
þar sem mölur og ryð grandar og
eyðir. Hann var ótrúlega gjaf-
mildur, jafnvel þannig að sumum
þótti stundum nóg um. En þess
naut fjölskylda hans og vinir og fé-
lögin sem hann fann hugsjónum
sínum farveg í. Hann hafði hinar
háleitustu hugsjónir að lifa fyrir,
kærleikann og lífið sjálft. Hann
var blessaður frá fyrstu tíð og ætl-
að að vera til blessunar. Hann var
hluti af Guðlegri áætlun.
Ég var seintekinn ávöxtur lífs
hans og lagði mig fram um að feta
í hans fótspor. Og þótt það hafi
verið mér eðlilegt og gefandi hef-
ur það ekki alltaf verið auðvelt.
Því hann var engill í mannsmynd,
nánast of góður fyrir okkar föllnu
veröld. Gæði mín og forréttindi
eru að hafa fengið að vera af hans
holdi og blóði. Mér þótti svo óend-
anlega vænt um hann. Spor hans á
þessari jörð munu aldrei fyrnast.
Góður Guð blessi minningu föð-
ur míns, Þorkels Gunnars Sigur-
björnssonar.
Sigurbjörn Þorkelsson.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
Þú vakir, faðir vor,
og verndar börnin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjarna skín,
ein stjarna hljóð á himni skín.
Lát daga nú í nótt
af nýrri von og trú
Ásdís
Sigfúsdóttir
✝ Ásdís Sig-fúsdóttir
fæddist í Vog-
um við Mývatn
27. nóvember
1919. Hún lést á
Landspítala,
Landakoti, 20.
maí 2012.
Ásdís var
jarðsungin frá
Langholts-
kirkju 30. maí
2012.
í myrkri hels og harms
og hvar sem gleymist þú
á jörð, sem átt og elskar
þú.
Kom, nótt, með náð og
frið,
kom nær, minn faðir
hár,
og legðu lyfstein þinn
við lífsins mein og sár,
allt mannsins böl, hvert
brot og sár.
(Sigurbjörn Einarsson)
Ásdísi móðursystur minni
þakka ég umhyggju og ástríki.
Blessuð sé minning hennar.
Bergljót.
Með sorg í hjarta langar mig
að minnast móðursystur minnar,
Ásdísar Sigfúsdóttur, sem lést
20. maí síðastliðinn á 93. aldurs-
ári. Í vetur fór heilsan að gefa
sig og eftir stutta veru á spítala
var ljóst í hvað stefndi. Hún
naut kærleika og umhyggju Sól-
veigar og fjölskyldunnar fram á
síðustu stundu og til þess er
gott að hugsa.
Ásdís var úr stórum systk-
inahópi úr Vogum í Mývatns-
sveit og á milli móður minnar og
Ásdísar var alla tíð mjög gott
samband. Ásdís var alltaf elsku-
leg og hlý frænka sem lét sér
annt um okkur og það var nota-
legt að hitta hana og heimsækja.
Þegar við bjuggum í Hvera-
gerði dvaldi hún reglulega á
heilsuhælinu og náðum við þá að
tengjast og kynnast vel. Allt
sem hún gerði var fallegt,
handavinnan eða listaverkin sem
hún teiknaði og málaði. Hún var
líka einstaklega falleg kona bæði
í útliti og í framkomu. Við eigum
henni margt að þakka. Sérstak-
lega langar mig að minnast á og
þakka fyrir allar heimsóknirnar
til Guðmundar bróður míns, en
hann bjó mörg ár á Kópavogs-
hæli áður en hann fluttist norð-
ur til fjölskyldunnar. Hún heim-
sótti hann mikið og var honum
einstaklega góð. Fyrir það vil ég
þakka.
Þegar Valgerður dóttir okkar
hjóna var skírð bað ég Ásdísi að
halda stúlkunni undir skírn. Það
gerði hún með ljúfu geði og
fylgdist alla tíð vel með henni, í
veikindum og erfiðleikum fyrstu
árin og eins þegar hún stækkaði
og þroskaðist. Hún spurði eftir
fólki á þann hátt sem þeir gera
sem láta sér virkilega annt um
velferð annarra. Ásdís hringdi
reglulega til að heyra hvernig
við og dætur okkar hefðum það
og fylgdist vel með brautargengi
dætra okkar. Hún náði því mið-
ur ekki að heyra um útskrift
Valgerðar af starfsbrautinni eða
sjá mynd af henni með húfuna,
en ég veit að það hefði glatt
hana mjög.
Ásdís eignaðist eina dóttur,
Sólveigu Jónsdóttur. Þær
mæðgur voru mjög nánar og á
milli þeirra var einstaklega fal-
legt samband. Ekki má heldur
gleyma Pétri, eiginmanni Sól-
veigar og börnunum þeirra fjór-
um. Hún var umvafin kærleika
þeirra og kunni vel að meta það.
„Ég hef það gott því ég á svo
góða fjölskyldu,“ sagði hún
stundum við okkur og brosti
sínu fallega brosi. Það eru orð
að sönnu.
Innilegar samúðarkveðjur til
Sólveigar, Péturs og fjölskyldu
og til systkina Ásdísar og fjöl-
skyldna þeirra.
Jón Kristinn Haralds-
son, Klara Matthías-
dóttir, Hildur Björk og
Valgerður Jónsdætur.
Þann 5. maí barst
mér sú sorgarfregn
að Reynir minn væri látinn. Þeg-
ar móðir mín sagði mér það fór
hugur minn til Stínu minnar og
fjölskyldu. Að leiðarlokum langar
mig að minnast hans með örfáum
orðum. Hann var giftur móður-
systur minni, Kristínu Hauks-
dóttur, en hjá mér og fjölskyldu
minni voru þau alltaf í einni mein-
ingu, Stína og Reynir. Aldrei
annað nafnið nefnt. Þegar elsti
sonur okkar, Daníel Halldór,
fékk þessa sorgarfrétt sagði
hann: Nei, ekki Reynir hennar
Stínu sem pössuðu mig þegar ég
Reynir Ísfeld
Kjartansson
✝ Reynir ÍsfeldKjartansson
fæddist í Reykjavík
23. apríl 1938.
Hann lézt á Beni-
dorm á Spáni 5. maí
2012.
Útförin fór fram
í kyrrþey, að ósk
hins látna.
var lítill og Reynir
sem þú átt upp-
skriftina þeirra af
sem heitir lærið
hans Reynis og
Stínu. Besta ís-
lenska læri sem
hægt er að fá. Hann
fór að rifja upp
minningar síðan þau
áttu heima í Mos-
fellsbæ og voru
minningarnar
margar og fallegar. Sama er að
segja um Reynir og manninn
minn sem kynntust 1987. Alltaf
höfðu þeir nóg að spjalla saman,
alltaf mættum við hlýju frá hon-
um. Þau orð sem lýsa Reynir
mínum best eru góður, heiðarleg-
ur og að hann kom hreint og
beint fram við fólk. Reynir minn
fékk svo sannarlega að kynnast
því að lífið er ekki ein gleðiganga
en þá komu hinir stórkostlegu
mannkostir hans og dugnaður
best í ljós. Þótt syrti í álinn skal
sótt á brattann og lífinu skal
haldið áfram. Oft bjóst ég ekki
við að Reynir minn kæmi aftur
heim af spítalanum þegar ég
hringdi í móður mína til að fá
fréttir af honum en hann vann vá-
gestinn oftar en einu sinni með
sínum krafti og vilja. Fjölskyldan
mín þakkar Reyni mínum fyrir
allar minningarnar sem hann
leyfir okkur að eiga eftir hann.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
þó svíði sorg í mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku eiginkonu, börnum,
barnabörnum, langafabarni,
tengdabörnum og öðrum að-
standendum og vinum vottum við
okkar innilega samúð og biðjum
guð að styrkja ykkur.
Hólmfríður Benedikts-
dóttir og fjölskylda.
Þegar mér barst sú sorgar-
frétt að Reynir minn væri látinn
flugu margar hugsanir og minn-
ingar í hugann; traustur vinur
væri genginn, hann var hreinn og
beinn og ekkert nema heiðarleik-
inn. Að mér dytti það í hug þar
sem ég lá fárveik á spítala uppi á
7. hæð með bilaðri lyftu í mars að
Reynir minn og Kristín mín
kæmu til mín, eins miklir sjúk-
lingar og þau voru, að ganga upp
á 7. hæð, var ótrúlegt en svona
var Reynir minn, traustur vinur.
Reynir minn, hafðu hjartans
þökk fyrir allt sem þú hefur gert
og verið fyrir mig. Aðrar minn-
ingar geymi ég í hjarta mínu um
góðan vin.
Eitt sinn verða allir menn að deyja,
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn, hvort
gangir
þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig,
ég rýni gegnum rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Svo napurt er það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku Kristín mín, fjölskylda,
ættingjar og vinir, ég votta ykkur
samúð og bið guð að gefa ykkur
styrk.
Sigríður
Hauksdóttir.
Gleði og þakklæti eru orðin
sem koma fyrst upp í huga mér
þegar ég minnist þín, kæri
frændi. Það má segja að gleðin
hafi ætíð verið í fyrirrúmi í návist
þinni og víst er að smitandi hlátur
þinn gleymist seint. Við förum
víst ekki saman aftur til rúpna-
veiða eða í eggjatöku í Skrúðinn.
En minningarnar eiga eflaust eft-
ir að leita á þær slóðirnar þegar
ég minnist þín.
Þú varst alla tíð mikill útivist-
armaður og fylgdist grannt með
✝ Már Hall-grímsson fædd-
ist í Hafnarnesi við
Fáskrúðsfjörð 2.
ágúst 1939. Hann
andaðist á Land-
spítala í Fossvogi
20. maí 2012.
Útför Más var
gerð frá Graf-
arvogskirkju 30.
maí 2012.
öllum íþróttum enda
gamall keppnismað-
ur sjálfur. Þú iðkað-
ir frjálsar íþróttir,
knattspyrnu, skíða-
mennsku og golf,
svo fátt eitt sé nefnt.
Mér þótti mjög
vænt um þegar þú
komst til að hvetja
mig þegar ég var
sjálfur að keppa í
hlaupunum á mín-
um landsliðsferli. Landsmótssög-
ur af fræknum Hafnarnesingum,
þar sem þú komst við sögu, ásamt
Bergi frænda og pabba, áttu
sannarlega sinn þátt í því hvert
mín leið lá í íþróttunum.
Með sorg í hjarta en um leið
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman kveð ég þig kæri
frændi. Um leið sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegustu samúðar-
kveðjur til hennar Siggu þinnar
og fjölskyldu.
Gunnar Vignir.
Már Hallgrímsson
Að skrifa minningagrein
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.