Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 57

Morgunblaðið - 02.06.2012, Page 57
unarhúsið Sævík í Grindavík og flutti þangað með fjölskyldu sína 1965. Fé- lagið Vísir sf. var svo formlega stofn- að 1.12. 1965. Páll var forstjóri félagsins til 2000 og er enn stjórnarformaður Vísis. Kenndi dætrunum að dansa Páll var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001, fyrir störf sín að sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Páll segist aldrei hafa haft áhuga- mál, önnur en þau að sinna sínu starfi sómasamlega. Það er hins vegar haft eftir dóttur hans að hann stígi ekki einungis ölduna, heldur sé hann lista- dansari og hafi kennt dætrum sínum öllum að dansa. Fjölskylda Páll kvæntist á sjómannadaginn 1955 Margréti Sighvatsdóttur, f. 23.5. 1930, d. 3.2. 2012, húsfreyju og söngkonu. Hún var dóttir Sighvats Andréssonar, f. 14.3. 1892, d. 6.7. 1979, bónda á Ragnheiðarstöðum í Flóa, og Kristínar Árnadóttur, f. 16.2. 1894, d. 22.1. 1975, húsfreyju. Börn Páls og Margrétar eru Mar- grét, f. 6.11. 1955, málfræðingur og kennari, búsett í Reykjavík en sam- býlismaður hennar er Ársæll Más- son, stærðfræðikennari og tónlist- armaður, og eru dætur hennar Björg Pétursdóttir og Þórdís Pétursdóttir; Páll Jóhann, f. 25.11. 1957, útvegs- bóndi og bæjarfulltrúi í Grindavík, en kona hans er Guðmunda Kristjáns- dóttir útvegsbóndi og eru synir þeirra Páll Hreinn og Eggert Daði en sonur Páls Jóhanns er Lárus Páll auk þess sem stjúpbörn Páls Jó- hanns eru Ágústa Gunnarsdóttir og Valgeir Magnússon; Pétur Haf- steinn, f. 6.7. 1959, framkvæmda- stjóri Vísis, en kona hans er Ágústa Óskarsdóttir, starfsmannastjóri Vís- is, og eru börn þeirra Erla Ósk, Ólöf Daðey, Margrét Kristín og Óskar; Kristín Elísabet, f. 25.2. 1961, leik- skólakennari en maður hennar er Ágúst Þór Ingólfsson, verkstjóri hjá Vísi, og eru börn þeirra Aníta Ósk, Valgerður og Ingólfur; Svanhvít Daðey, f. 6.12. 1964, sjúkraliði, en maður hennar er Albert Sigur- jónsson, verkstjóri hjá Vísi, og eru börn þeirra Þórkatla Sif, Margrét og Sigurpáll; Sólný Ingibjörg, f. 29.6. 1970, kennari og ljósmyndari, en maður hennar er Sveinn Ari Guð- jónsson, sölustjóri hjá Vísi, og eru synir þeirra Guðjón, Sighvatur, Pálmar, Fjölnir og Hilmir en stjúp- dætur Sólnýjar eru Máney og Alexs- andra Sveinsdætur. Systkini Páls: Guðmunda, f. 30.7. 1927, lengst af húsfreyja á Dýrhóli á Þingeyri, nú í Hafnarfirði, en maður hennar var Egill Halldórsson skip- stjóri sem er látinn; Sigurður, f. 14.9. 1930, d. 14.3. 2008, skipstjóri í Kefla- vík og síðar sveitarstjóri á Höfn, í Stykkishólmi og í Hveragerði en eft- irlifandi kona hans er Sigrún Sigfús- dóttir húsmóðir; Þórdís, f. 21.6. 1933, d. 22.11. 1991, húsfreyja á Þingeyri og í Garðabæ, en maður hennar var Kristmundur Á. Finnbogason, skip- stjóri og útgerðarm. sem lést 2009. Foreldrar Páls voru Páll Jónsson, f. 12.12. 1904, d. 25.11. 1943, skip- stjóri og útgerðarmaður á Þingeyri, og k.h., Jóhanna Daðey Gísladóttir, f. 17.1. 1908, d. 2.7. 1981, húsfreyja og útgerðarmaður. Úr frændgarði Páls H. Pálssonar Þorbergur Sigurðsson b. á Dúki í Skagaf. Guðbjörg Þorbergsdóttir húsfr. á Dúki Þorlákur Daðason b. í Tungu í Skutulsf. Gunnvör Karvelsdóttir húsfr. í Tungu Ragnheiður Sigurðardóttir húsfr. í Botni Jón Guðmundsson vinnum. í Höfða í Dýraf. Jóhanna R. Jóhannesdóttir vinnuk. á Söndum í Dýraf. Páll H. Pálsson Páll Jónsson útgerðarm. á Þingeyri Jóhanna Daðey Gísladóttir útgerðarm. á Þingeyri Gestína S Þorláksdóttir húsfr. á Ísafirði Gísli Þorbergsson sjóm. á Ísafirði Jónfríður Jónsdóttir húsfr. í Tungu Jón Jónsson b. í Tungu í Skutulsf. Jón Jónsson b. í Botni í Mjóafirði Skipstjórinn og söngkonan Af- mælisbarnið, Páll H. Pálsson, og eiginkona hans, Margrét Sighvats- dóttir en hún lést í febrúar sl. ÍSLENDINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012 85 ára Kristín Kristjánsdóttir Ragnar Ólafsson 80 ára Gísli G. Magnússon Halldór Halldórsson Hildur Jónsdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Sæmundur Ólafsson Trausti S. Björnsson 75 ára Guðlaug S. Haraldsdóttir Hanna S. Ásgeirsdóttir Margrét Lúðvígsdóttir 70 ára Auður Magnúsdóttir Hulda Valdís Þórarinsdóttir Hörður Hansson Jóhanna Hrólfsdóttir Kristín Ferdinandsdóttir Sjöfn Ólafsdóttir 60 ára Hrefna Hallvarðsdóttir Jens Björgvin Helgason Jóhann Gunnar Ásgrímsson Kristján Grétar Ólafsson Kristrún Harpa Rútsdóttir Marteinn S. Karlsson Níels Skjaldarson Oddný Magnea Einarsdóttir Soffía Þorfinnsdóttir 50 ára Agnar Þór Sigurðsson Axel Arnar Nikulásson Davíð Snæfeld Helgason Elín Helga Kristjánsdóttir Ester Jónsdóttir Gísli Stefánsson Guðmundur Gíslason Hólmfríður Jóhannsdóttir Jón Gunnar Baldursson Lilja Markúsdóttir Magnús Reynisson Mimie Fríða Libongcogon Ólína H. Guðmundsdóttir Óskar Þór Nikulásson Seble Work Mamo Ge- bregiorgis Þór Eldon Jónsson 40 ára Árni Gunnar Róbertsson Ásdís Erla Jóhannesdóttir Balema Alou Guðmundur Pétursson Halldóra Magna Sveins- dóttir Jóhannes Ólafur Jónsson Kári Friðriksson Kristín Dóra Kristjánsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Pétur Rúnar Pétursson 30 ára Anna Dögg Einarsdóttir Áslaug Torfadóttir Birna Björnsdóttir Brynjar Páll Rúnarsson Christina Getto Davíð Ernir Harðarson Davíð Kjartansson Einar Logi Benediktsson Elínborg Kristjánsdóttir Erla Sigurþórsdóttir Guðmundur V. Guðmundsson Halldór Falkvard Birgisson Haukur Gottskálksson Hrafnhildur Kristinsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Inuk Jóhannesson Margrét Rós Ingólfsdóttir María Dögg Kristjánsdóttir María Kristinsdóttir Marzena Magdalena Kojder Óskar Vatnsdal Guðjónsson Sigríður Dóra Héðinsdóttir Sigríður Heiða Ólafsdóttir Svandís Anna Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Eva Dís Heim- isdóttir ólst upp í Sand- gerði. Hún lauk námi í Nuddskóla Íslands árið 2004. Eva Dís starfar sem nuddari í Bláa lóninu. Dætur Bergþóra Sól Hálf- dánsdóttir, f. 2006 og Þórkatla Örk Hálfdáns- dóttir, f. 2009. Foreldrar Heimir Sigur- sveinsson, f. 1959, starfar sem húsasmiður, og Aldís Búadóttir, f. 1961, þroska- þjálfi og vinnur á leik- skóla. Eva Dís Heimisdóttir 30 ára Georg Kristinn fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann er húsa- smiður og starfar sem slíkur í Keflavík. Maki Jóna Guðný Þór- hallsdóttir, f. 1984, hús- móðir. Börn Agnes Fjóla, f. 2005 og Ásdís Freyja, f. 2009. Foreldrar Agnes Fjóla Georgsdóttir, f. 1962, starfar á sýsluskrifstofu Keflavíkur og Sigurður Aðalbjörn Kristinsson, f. 1961, bílamálari. Georg Kristinn Sigurðsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson,verslunarmaður og fyrsti for-seti Gídeonfélagsins á Íslandi, fæddist 3. júní 1912, eru því 100 ára frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður í Versluninni Vísi við Laugaveg 1, og fyrri kona hans Gróa Bjarnadóttir húsmóðir sem lést frá sjö börnum úr spönsku veik- inni 1918. Þorkell Gunnar kvæntist Steinunni Pálsdóttur og bjuggu þau alla tíð að Sigtúni 29. Sonur þeirra er Sigurbjörn Þorkelsson, f. 1964, rithöf- undur. Þorkell útskrifaðist úr Verslunar- skóla Íslands 1931. Alla starfsævina fékkst hann við bókhald og stofnaði fjölda fyrirtækja. Hann starfaði hjá Versluninni Edinborg og Heildversl- un Ásgeirs Sigurðssonar hf. frá 1926, sem gjaldkeri fyrirtækjanna og syst- urfyrirtækja þeirra frá 1933-1969. Þá var hann aðalbókari heildverslunar Ásbjörns Ólafssonar frá 1969-1991, til 79 ára aldurs. Þorkell kom á fót fjölda verslana, meðal annarra heildversluninni S. Árnason og co., 1932, Sápubúðinni við Laugaveg 1938 ásamt vini sínum Agli Th. Sandholt og Skósölunni við Laugaveg 1, árið 1954. Þorkell var virkur í kristilegu æskulýðsstarfi og sat m.a. í stjórn Skógarmanna KFUM 1932-1954 og í stjórn KFUM í Reykjavík 1955-1978. Þá átti hann sæti í fyrstu stjórn Landssambands KFUM á Íslandi. Hann var gerður að heiðursfélaga KFUM þann 17. júní 1995. Þorkell Gunnar var einn af stofn- endum Gídeonfélagsins á Íslandi árið 1945 og var fyrsti forseti félagsins. Þá gegndi hann margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Gídeonfélagið, var m.a. kapelán í aðalstjórn félagsins, ritari og ólaunaður framkvæmdastjóri í tæp tíu ár. Þá sat Þorkell í stjórn Hins íslenska Biblíufélags í 39 ár og var safnaðarfulltrúi Laugarnessafn- aðar í fimmtán ár. Hann var einn af stofnendum og endurskoðandi Bóka- gerðarinnar Lilju. Þorkell var einn af stofnendum kristniboðsflokksins Vor- perlu og virkur í því starfi alla tíð. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson lést 28. nóvember 2006. Merkir Íslendingar Þorkell Gunnar Sig- urbjörnsson 30 ára Íris ólst upp á Sel- fossi. Í dag lýkur hún námi í skrúðgarðyrkju- fræði frá Landbúnaðarhá- skólanum að Reykjum. Hún óskar samnem- endum sínum einnig til hamingju með daginn. Börn Þórunn og Jóhanna, fæddar 1993, Bjarkabörn. Maki Bjarki Þór Vil- hjálmsson, f. 1965. Foreldrar Pétur Lúvísson, f. 1963 og Guðríður Guð- mundsdóttir, f. 1963, d. 1999. Íris Hödd Pétursdóttir Höldum daginn hátíðlegan með blómum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.