Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert sérstaklega jákvæð/ur og
það er langt síðan þú hefur verið jafn
bjartsýn/n og þú ert nú. Þú spilar út öllum
þínum trompum.
20. apríl - 20. maí
Naut Betur sjá augu en auga svo vertu
bara þakklát/ur þegar samstarfsmenn þín-
ir vilja rétta þér hjálparhönd. Einhver lítur
á þig sem velgjörðarmann sinn í dag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er hugsanlegt að þú fáir af-
not af eignum annarra í dag. Skrifaðu nið-
ur áætlun og þú færð sífellt betri hug-
myndir. Allt gengur á afturfótunum þessa
dagana.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er hætt við að áætlanir sem
tengjast ástamálum og börnum breytist í
dag. Sinntu fólkinu í kringum þig betur en
þú hefur gert hingað til.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Manngildi og frægð haldast ekki alltaf
í hendur svo þú skalt varast að láta frægð-
ina blinda þig. Góður undirbúningur tryggir
farsæla framkvæmd.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér er nauðsyn að ná tökum á fjár-
málunum en að öllu óbreyttu stefnir þar í
óefni. Taktu til og drífðu síðan í þeim lag-
færingum sem beðið hafa.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ættir að íhuga hvort þú haldir í
einhvern af ótta eða óöryggi. Ekki láta eins
og þú þurfir að réttlæta þína hegðun fyrir
neinum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú elskar að hjálpa til en það
að leggja öllum lið verður fljótt þreytandi.
Samningar ganga illa en allt fer þó vel að
lokum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt samskipti við yngri kyn-
slóðina og elskar hverja mínútu. Gríptu öll
tækifæri sem gefast til að slaka á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hugsar eins og sigurvegari
þessa dagana. Nú er rétti tíminn til að fara
í ferðalag eða á námskeið sem tengist
áhugamáli þínu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gerir bara illt verra með því
að stinga hausnum í sandinn og láta sem
þú sjáir ekki það sem gera þarf á heim-
ilinu. Biddu afsökunar á því sem kann að
hafa sært aðra í hita leiksins.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert skýrari í hausnum þessa
dagana en oftast gerist, svo nýttu þér það.
Gakktu ákveðin/n fram í að fá hlutina til
baka svo að ekki skapist leiðindi milli vina.
Sjómannadagurinn var fyrst hald-inn í Reykjavík árið 1938 og
smám saman breiddist það út að upp
á hann var haldið í öllum sjávar-
plássum landsins og var ekki annar
hátíðisdagur merkari. Mér er það í
barnsminni, að þreytt var stakka-
sund í Reykjavíkurhöfn og farið í
reiptog.
Árið 1923 kom út bókin Hafræna,
sjávarljóð og siglinga, sem Guð-
mundur Finnbogason safnaði. Sjó-
mannadaginn á hverju ári tek ég
bókina fram og fletti síðunum. Þetta
er gamall húsgangur, myndrænn og
skemmtilegur:
Einn er ég róinn Engey frá
út á sjóinn kalda
borðamjóum báti á
burðarsljóum karli hjá.
Þessi baksneidda braghenda er af
öðrum toga:
Nú er ekki neitt að frétta, nema
kuldann.
Höldar róa heldur sjaldan,
hávaxin þeim þykir aldan.
Og við þessar afhendingar síra
Páls Sigurðssonar er dagsetningin
30. jan. 1882. Ekki hefur ástandið
verið gott:
Um aflabrögð er ei að tala og aldrei
róið,
loftið sífellt golugróið.
Ýsan kemur ei á land og ýmsir svelta,
að umrenningum garmar gelta
Þegar ég var í Menntaskólanum á
Akureyri hreifst ég mjög af Ramma-
slag Stephans G. Stephanssonar og
taldi ekki betur kveðið en þetta; það
er eins og hringhendan breytist í
strengleika:
Mastrið syngur sveigt í keng
seglið kringum hljómar;
raddir þvinga úr stagi og streng
stormsins fingurgómar.
Karl Kristjánsson alþingismaður
orti:
Þeir sem hvekkja þorsk í dag
þiggja rekkjufriðinn;
kunna ekki áralag,
engin þekkja miðin.
Hér kemur erindi úr gamalli þulu:
Úti á miðjum sjó
skildi ég eftir skóna mína
og skaust upp á sker.
Eggið brýtur báran
því brimið er.
Og ein staka eftir Látra-Björgu:
Brimið stranga óra er,
ymja drangar stórir hér,
á fimbulvanga glórir gler,
glymja ranga jórarner.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mastrið syngur
sveigt í keng
Nú er sólin farin að skína skært ogfreistingarnar koma í kjölfarið.
Vegna sólarinnar ákvað Víkverji að
kíkja aðeins niður á Austurvöll. Hann
var ekki sá eini sem fékk þessa hug-
mynd því það var troðið á Austurvelli
um það leyti sem venjulegum vinnu-
tíma lauk. Fyrr en varði var Víkverji
búinn að setjast við borð á kaffihúsi í
sólinni og farinn að spjalla við félaga
sinn sem sat þar til að njóta sólar-
innar. Afskaplega fannst Víkverja
góð hugmynd að fá sér einn bjór
þarna í hitanum og brátt voru þeir
orðnir tveir og ljóst að bíllinn yrði eft-
ir í bænum. Svo voru þeir orðnir þrír
og fjórir.
x x x
Víkverji hefur alltaf haft mikinnskilning á því að suðrænni þjóðir
vinni minna en aðrar. Honum finnst
eiginlega merkilegt að þær vinni yfir-
höfuð. Um leið og sólin fer að skína
svona skært hverfur honum öll vinnu-
löngun og hann langar bara til að
leggjast einhvers staðar út og láta
hana sleikja sig. Ein af megin-
ástæðum þess að Víkverji vinnur
mikið er sú að það er alltaf skítaveður
hér á Íslandi.
x x x
Víkverji er enginn mannfræðinguren kastar samt fram þeirri speki
að hann telji að eina ástæða þess að
norðlægar þjóðir hafi í gegnum tíðina
verið duglegri sé veðurfarið. Þessi
duglegheit norrænu þjóðanna hafa
víst dvínað mikið á undanförnum ára-
tugum, enda hafa þær haft efni á því
að þvælast mikið suður og láta sólina
sleikja sig.
x x x
Á sumum suðlægari slóðum erbannað með lögum að vinna
meira en tvö til þrjú korter af klukku-
tímanum við útivinnu á sumartím-
anum. Það er bannað með lögum
vegna þess að það er beinlínis hættu-
legt að vinna úti í svona mikilli sól.
x x x
Stundum þegar kona Víkverja erað reka hann út til að slá vildi
hann geta vitnað í slík lög. „Nei, væna
mín. Ég er búinn að slá í korter og nú
þarf ég lögum samkvæmt pásu.“
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trú-
ir í því sem annars er, hver gefur yður
þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.)
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
ur
G
re
tt
ir
S
m
áf
ól
k
H
ró
lfu
r
hr
æ
ði
le
gi
F
er
di
n
an
d
HA!
HA!
JÓN ER AÐ DREKKA ÚR
KAFFIBOLLANUM MÍNUM
HA! HA! JÓN ER AÐ
DREKKA ÚR HEITA-
POTTINUM MÍNUM
SPURÐU EDDA
HVAÐ SÉ Í
MATINN
ÉG
GERÐI
ÞAÐ...
HANN
SAGÐI AÐ ÞAÐ
ÆTTI EFTIR AÐ
KOMA Á ÓVART
...ÉG
VIL
ÞIG!
ÉG
HÉLT AÐ ÞÚ
VÆRIR
KOMINN YFIR
ÞETTA
EN ÞÚ ERT ENNÞÁ AÐ VELTA
ÞÉR UPP ÚR ÞESSU.
ÞÚ VERÐUR AÐ FINNA LEIÐ
TIL AÐ GLEYMA HENNI
ÉG KANN BARA EINA LEIÐ
TIL AÐ GLEYMA MÉR... ÉG BORÐA!!
Sannir heimilisvinir
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ryksugur
Fyrsta flokks frá FÖNIX...