Morgunblaðið - 02.06.2012, Side 68
„Það er sérstök staða að
mæta sínu gamla félagi sem
maður spilaði með í 15 ár,“
segir Guðjón Þórðarson
þjálfari Grindvíkinga en í
dag stjórnar hann liði sínu
gegn ÍA í Pepsí-deildinni.
Grindavík situr á botninum
og er án sigurs á meðan Ak-
urnesingar tróna á toppi
deildarinnar og eru eina liðið
sem hefur ekki
tapað leik. »1
Alfreð Gíslason elskar áskoranir, er
ákaflega metnaðarfullur, þykir mjög
harður og vill gera allt sjálfur. Styrk-
ur hans er í mannlegu hliðinni, hann
breytist ekkert og er alltaf sami kar-
akterinn. Þetta og margt fleira segja
Atli Hilmarsson og Sigfús Sigurðsson
um þennan sigursæla handboltaþjálf-
ara sem er að
slá öll met í
Þýskalandi.
»2-3
Á sunnudag (sjómannadaginn) Fremur hæg norðlæg átt og víða léttskýjað, en líkur á
síðdegisskúrum S-lands. Þokubakkar við ströndina, einkum N-til. Hiti 10 til 18 stig.
Á mánudag Norðaustanátt, 3-8 m/s og víða skúrir, en sums staðar slydduél NA-til.
Hiti víða 3 til 12 stig, hlýjast SV-til.
Alfreð elskar áskoranir
og vill gera allt sjálfur
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2012
Tónleikum spænsk/afrísku söng-
konunnar Buiku, sem vera áttu á
morgun sunnudag í Hörpu, hefur ver-
ið frestað vegna veikinda söngkon-
unnar. Ný dagsetning í júní verður til-
kynnt á allra næstu dögum.
Tónleikum Buiku
í Hörpu frestað
Djasssumar-
tónleikaröð Jóm-
frúarinnar við
Lækjargötu hefst
í dag kl. 15 með
tónleikum tríós
gítarleikarans
Ómars Guðjóns-
sonar. Auk Ómars
leika Tómas R.
Einarsson á kontrabassa og Matthías
Hemstock á trommur. Verða tónleik-
arnir á laugardögum í júní og júlí.
Fyrstu djasssumar-
tónleikar á Jómfrúnni
Plötusnúðurinn DJ Fingaz frá Los
Angeles kemur fram í kvöld á
skemmtistaðnum Vegamótum. DJ
Fingaz hefur haldið marga teitina fyrir
þekkta, bandaríska listamenn og má
þar nefna Snoop Dogg,
Jay-Z, Will Smith, Lil
Wayne, Black Eyed
Peas, Nicki Minaj,
Drake, The Roots og
Beyoncé. Þá hefur
hann þeytt skífum
á tónleikum
rapparans
XZibit.
DJ Fingaz þeytir
skífum á Vegamótum
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Náttúru, sögu og nytjum Veiðivatna
eru gerð skil á ljósmyndasýning-
unni Í Veiðivötnum sem opnuð var
um síðustu helgi í Heklusetrinu á
Leirubakka í Landsveit.
Ljósmyndirnar eru verk
hjónanna Pálma Bjarnasonar og
Sigrúnar Kristjánsdóttur, sem hafa
getið sér gott orð á undanförnum
árum fyrir fallegar ljósmyndir og er
sýningin afrakstur undanfarinna
ára af ferðum þeirra í Veiðivötn.
„Ástæðan fyrir þessari sýningu
liggur tvímælalaust hjá Anders og
Valgerði. Þegar við vorum komin
langt með sýninguna Á fjalli í fyrra
vetur fór Anders að tala um það
hvort við værum ekki tilbúin að
halda áfram því þau hafa áhuga á
að tengja Heklusetrið miklu meira
við bændur í sveitinni og nytjar
bænda af afréttinum,“ sagði Pálmi
aðspurður um tilurð sýningarinnar.
Stóðust ekki áskorunina
„Það lá beint við að taka Vötnin á
eftir smalamennskunni og beit-
arnytjunum. Þannig að við stóð-
umst ekki áskorunina og sam-
þykktum þetta síðastliðið vor og svo
náttúrulega kom veiðifélagið með
mjög rausnarlegt framlag sem
gerði okkur kleift að halda þessa
sýningu.“
Pálmi segir að markmiðið með
sýningunni hafi verið skýrt frá upp-
hafi. Þau hafi viljað sýna umhverfið
í Vötnunum, en allt of fáir tengi þau
við náttúrufegurð þar sem flestir
hugsi um stangveiði í samhengi við
Veiðivötn. Einnig að gera skil
stangveiðinni og netaveiðinni, bæði
nytjaveiði bænda og eins klakveið-
inni á haustin sem sé undirstaða
fiskiræktar veiðifélagsins í vötn-
unum undanfarna áratugi.
Pálmi og Sigrún settu á sama
stað upp sýninguna Á fjalli í fyrra
sem fjallaði um smölun á Land-
mannaafrétti. Auk þess hafa þau
komið að nokkrum samsýningum,
en þau hafa starfað saman að ljós-
myndun frá árinu 2004. Ljósmyndir
Pálma og Sigrúnar hafa verið gefn-
ar út á bókum, fyrst þremur bókum
sem voru gefnar út með tveimur
öðrum ljósmyndurum og fjórða
bókin, Iceland in your pocket, kom
út um hvítasunnuhelgina, eingöngu
með verkum þeirra hjóna. Þau
halda einnig úti síðunni www.ice-
landimage.com þar sem hægt er að
sjá afrakstur vinnu þeirra.
Ljósmyndasýningin verður opin
daglega til 14. október frá 9-21
samhliða Heklusetrinu. Að Leiru-
bakka eru einungis 115 km frá höf-
uðborginni og vel þess virði fyrir
alla að fara og skoða hana á góðum
degi.
Ljósmyndasýning um Veiðivötn
Gáfu einnig út
ljósmyndabók um
hvítasunnuhelgina
Ljósmynd/Kim Mortensen
Árabátasafn Ólafur Helgason, fyrrum bóndi á Pulu í Holtum, hefur verið áhrifamaður innan Veiðifélags Land-
mannaafréttar til margra ára. Hér skoðar hann myndir af lúnum árabátum sem á að gera skil á safni á Leirubakka.
Myndarhjón Sigrún Kristjánsdóttir og Pálmi Bjarnason við opnun sýning-
arinnar á Leirubakka. Þau hafa stundað ljósmyndun saman síðan árið 2004.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Lést í bílslysi við Hörgárbrú
2. Andlát: Rúnar Bjarnason
3. Horfði á klám og nauðgaði
4. Fundu eigandann í Svíþjóð
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola og yfirleitt léttskýjað. Hiti 12 til 20 stig að
deginum, hlýjast í uppsveitum SV-lands, en svalara úti við A-ströndina.
„Við þurfum að búa okkur vel undir
5/1-vörnina sem úkraínska liðið leik-
ur yfirleitt og olli okkur miklum erfið-
leikum í fyrri leiknum í haust og eins
undir lokin gegn Spáni á miðvikudag-
inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálf-
ari kvennalandsliðsins í handbolta,
við Morgunblaðið en Ísland mætir
Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti
á EM á morgun. »1
Þurfum að búa okkur
vel undir 5/1-vörnina
Guðjón spenntur
að mæta ÍA