Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 1
F I M M T U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 131. tölublað 100. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
FRUMKVÖÐLAR,
ATVINNULÍF OG
FRÆÐI Á ÁSBRÚ
VIÐSKIPTI GERIR EKKI
UPP Á MILLI
SINFÓNÍANNA
Sviðin jörð hjá verk-
tökum á Íslandi
SINFÓ SPILAR BEETHOVEN 42ÞORP Í ÞRÓUN 20-21
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óvissa um framtíð evrusvæðisins
seinkar afnámi gjaldeyrishafta og
eru teikn á lofti um að gengi krónu
veikist frekar á haftatímanum.
Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri
hjá eignastýringarfyrirtækinu Júpí-
ter, telur að umrótið í Evrópu geti
haft „afdrifaríkar afleiðingar“ fyrir
áætlanir um að afnema höftin.
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningardeildar Íslandsbanka,
tekur undir með Styrmi að langt sé í
afnám hafta og að útlit sé fyrir að
gengi krónu muni veikjast. Það muni
hækka verðtryggðar skuldir og hafa
önnur neikvæð áhrif. Spáir Ingólfur
því að höftin verði í mörg ár enn.
Davíð Stefánsson, sérfræðingur
hjá Arion banka, óttast verðbólgu
vegna niðursveiflunnar í Evrópu og
að erfiðara verði fyrir íslensk fyrir-
tæki að endurfjármagna erlend lán.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðla-
bankastjóri Seðlabanka Íslands, seg-
ir að eftir því sem kreppan á evru-
svæðinu dragist á langinn því meiri
líkur séu á að hún hafi neikvæð áhrif
á íslenskt efnahagslíf. Viðbúið sé að
gengi krónu gefi eftir ef fiskverð
lækkar vegna kreppunnar í Evrópu.
Umsóknin ekki forgangsmál
Skuldakreppan í Evrópu gæti
einnig haft áhrif á hraða aðildarvið-
ræðna Íslands við ESB, að sögn
Árna Þórs Sigurðssonar, formanns
utanríkismálanefndar.
Ástæðan sé sú að lykilstjórnendur
sambandsins verði uppteknir við
lausn kreppunnar og hafi því minni
tíma en ella fyrir umsókn Íslands.
MLangvinn kreppa »14
Evrukreppa lengir höft
Óróinn á evrusvæðinu gæti gert strik í áætlanir um afnám gjaldeyrishafta
Formaður utanríkismálanefndar telur kreppuna geta tafið viðræður við ESB
Tímarammi í uppnámi?
» Í fyrrahaust samþykkti Al-
þingi að gjaldeyrishöftin skyldu
gilda til 31. desember 2013.
» Lög um höftin voru hert í
mars í ár og er deilt um hvenær
hægt verði að afnema þau.
AP„Það er sem betur fer þannig að það
að greinast með krabbamein í dag er
ekki eins skelfilegt og það var fyrir
fimmtíu árum, þetta er gjörbreytt.
Nú getum við sagt að tveir af hverj-
um þremur lifi sitt krabbamein af,“
segir Jón Gunnlaugur Jónasson,
yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar
sem er nýlega komin út.
Lífslíkur þeirra sem greinast með
krabbamein á Íslandi hafa stórauk-
ist síðastliðin fimmtíu ár. Á hinn
bóginn hefur krabbameinstilfellum
fjölgað á sama tíma og hættan á því
að greinast með krabbamein aukist
um 1% á ári. »12
Krabbamein
er ekki eins
skelfilegt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hætta Minnt á brjóstakrabba með
því að baða Perluna bleiku ljósi.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Gert er ráð fyrir að 30-40 skip sigli til Reykjavík-
ur vegna samstöðufundar útgerðarmanna og
starfsmanna þeirra gegn kvótafrumvörpum rík-
isstjórnarnnar sem verður á Austurvelli í dag.
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands
íslenskra útvegsmanna, LÍU, vísar því eindregið á
bug að nokkur sé beittur þvingunum, á fundinn
mæti aðeins þeir sem það vilji gera.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambandsins, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að sjó-
menn þyrðu ekki annað en taka þátt í fundinum á
Austurvelli. Gísli Garðarsson, skipstjóri á Kap
VE-4, sagði alla í áhöfn hans ætla að taka þátt í
fundinum. En eru menn skikkaðir til að mæta?
„ Ég kannast ekki við það, allir sem ég hef hitt
eru sammála um að standa í þessum aðgerðum,“
segir Gísli. „Ef útgerðin fer á hausinn fáum við
ekkert kaup, við erum ekki ríkisstarfsmenn.“
Hópur fólks sem krefst þess að ríkisstjórnin
leggi á aukið veiðigjald hefur boðað til mótmæla-
fundar á sama stað og á sama tíma. Samtök fisk-
framleiðenda og útflytjenda segja að fari kvóta-
frumvörpin tvö óbreytt í gegn muni fiskmarkaðir
leggjast af og þúsundir manna missa vinnuna.
Stjórn Landssambands smábátaeigenda sam-
þykkti í gær yfirlýsingu um að skora á fé-
lagsmenn að binda báta sína í dag og taka þátt í
mótmælunum við Alþingi.
MUmmæli álitsgjafa »6
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Siglir Kristbjörg VE-71 á leið úr höfn í Eyjum í gærkvöldi. Skipin sem sigla til Reykjavíkur eru aðallega úr Eyjum og frá vestanverðu landinu.
Tugir skipa til Reykjavíkur
LÍÚ segir engan þvingaðan til að mæta á samstöðufund á Austurvelli
Skipstjóri: „Ef útgerðin fer á hausinn fáum við ekkert kaup“
Dæmi eru um að leigjendur bíla-
leigubíla hafi verið ofrukkaðir um
háar fjárhæðir. Alls eru nú um 100
bílaleigur á Íslandi.
Bandaríkjamaður átti að greiða
nær tvær milljónir í viðgerðir
vegna öskuskemmda en hann ók
bílaleigubíl m.a. um öskufokssvæði
í apríl 2010. Fjárhæðin var lækkuð í
í rúmlega 660 þúsund krónur. Í
öðru máli var rukkað um 162.000
krónur vegna skemmda á aftur-
stuðara en síðan kom í ljós að reikn-
ingur fyrir viðgerðinni var upp á
116.000 krónur. »16
Bílaleigur ofrukka
vegna viðgerða
FINNUR.IS
Óvissa fylgir óverð-
tryggðum lánum