Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
00000
Veiðikortið
37 vötn
Eitt kort
6.000 kr.
www.veidikortid.is
FLEIRI VÖTN ÓBREYTTVERÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Ég hef haft það betra!“ segir
Elisabeth Gluyas, breska konan sem
slasaðist illa þegar hún féll niður í gil
við fossinn Gljúfrabúa á öðrum degi
hvítasunnu, þegar blaðamaður spyr
hvernig henni líði þar sem hún ligg-
ur í sjúkrarúmi á Landspítalanum í
Fossvogi öll samanskrúfuð.
„En ég er mjög heppin kona að
vera hér,“ bætir hún við.
Talið er að Elisabeth hafi hrapað
um fimm eða sex metra niður og
brotnaði hún við það á fótum, öxl,
mjöðm og úlnlið. Auk þess féllu
lungun í henni saman við höggið.
Sjálf segist hún þó ekkert muna eftir
slysinu.
Rankaði við sér á fimmtudegi
Fossinn Gljúfrabúi er við bæinn
Hamragarða nærri Seljalandsfossi
og þurfa þeir sem vilja skoða hann
að gægjast inn í gljúfrið til að sjá
hann betur.
„Ég man eftir að ég gekk að foss-
inum og aftur til baka því að það var
fólk að bíða. Eftir það man ég ekki
eftir neinu,“ segir Elisabeth um
slysið. Ferðafélagar hennar hafi lýst
því þannig að eina stundina hafi hún
verið við hlið þeirra en þá næstu hafi
hún verið horfin. „Enginn þeirra sá
hvað gerðist í raun,“ segir hún.
Björgunarsveitarmenn af Hvols-
velli björguðu Elisabeth upp og var
hún flutt með þyrlu á Landspítalann.
Þar lá hún á gjörgæslu fyrstu dag-
ana eftir slysið. Það var svo ekki fyrr
en á fimmtudeginum eftir slysið sem
hún komst aftur til meðvitundar.
„Ég sá flísarnar í loftinu en hafði
ekki hugmynd um hvar ég var eða
hvað gengi á. Það var mjög óraun-
verulegt,“ segir hún um það þegar
hún rankaði aftur við sér.
Elisabeth liggur nú á bæklunar-
deild Landspítalans og bíður þess að
vera flutt með flugi heim til
Leicester á Englandi. Það gæti jafn-
vel gerst í lok þessarar viku. Hún
þarf þó að vera með skrúfur í mjöðm
og úlnlið í sex vikur.
Allir reynst henni vel
Elisabeth segir alla, björgunar-
sveitar-, sjúkraflutningamenn og
starfsfólk sjúkrahússins, hafa reynst
sér afar vel. „Starfsfólkið hér er frá-
bært,“ segir Elisabeth sem er létt í
lund þrátt fyrir hrakfarirnar.
„Ég er ekkert orðin afhuga
Íslandi þrátt fyrir þetta. Landið er
mjög fallegt,“ segir hún.
Morgunblaðið/Ómar
Stórslösuð Elisabeth á sjúkrabeði. Hún segir sakamálaþátt sem BBC sýndi seint á 8. áratugnum sem gerðist á Ís-
landi hafa gert sig áhugasama um að koma til landsins. Hún man þó ekki nafn þáttarins og auglýsir eftir því.
„Ég er mjög heppin
kona að vera hér“
Féll 5-6 metra nærri Seljalandsfossi og slasaðist illa
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Reglur um notkun almennings á
neyðarsendum hafa verið rýmkaðar
en til þessa hafa þeir einungis verið
leyfðir um borð í skipum og bátum.
Sem kunnugt er sendi ástralskur
ferðamaður neyðarboð með hjálp
neyðarsendis á þriðjudag og var
honum bjargað af Skeiðarárjökli.
Það er ekki fyrsta dæmið um að
slíkur neyðarsendir hafi komið
ferðamanni til bjargar hér.
Jónas Guðmundsson, hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg, sagði að
maðurinn hefði verið með neyðar-
sendi (PLB) sem sendir boð um
gervitungl á 406 megariða tíðni.
Kerfið er vaktað af alþjóðlega
björgunarfyrirtækinu Cospas-Sar-
sat sem m.a. er með vakt í Noregi
og Bretlandi. Neyðarboð fara til
Landhelgisgæslunnar og Neyðar-
línunnar.
Póst- og fjarskiptastofnun bann-
aði notkun neyðarsenda á landi þar
til nýverið. Jónas sagði að Land-
björg hefði verið með undanþágu til
að eiga og leigja út fimm PLB-
senda til notkunar á landi. Erlend-
um ferðamönnum var hins vegar
leyft að koma með svona senda.
„Okkur þótti halla á íslenska
ferðamenn en nú má hver sem er
eiga þetta og hver sem er selja
þetta. Skilyrðið er að tækið sé
skráð hjá Póst- og fjarskiptastofnun
og í alþjóðlegan gagnagrunn Cos-
pas-Sarsat,“ sagði Jónas.
Vaxandi eftirspurn hefur verið
eftir að leigja sendana, en leigan er
3.500 kr. á viku. Jónas sagði að lík-
lega þyrfti að fjölga leigusendunum
í sumar.
Nú mega allir eiga
neyðarsenda til
notkunar á landi
Vaxandi ásókn í neyðarsenda hjá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Morgunblaðið/Eggert
Neyðarsendir Tækið er á stærð við
klunnalegan GSM-síma.
Ferðin til Íslands var hluti af fögnuði í tilefni af fimmtugsafmæli El-
isabeth. Kom hún hingað með hópi Breta og fóru meðlimir hans í ýmsar
léttar dagsferðir frá Vík á Mýrdal. Það var í einni slíkri ferð sem slysið
varð. Elisabeth segir að annar draumur hennar sem hún lét rætast á af-
mælinu hafi verið að aka Jagúar E-Type.
„Ég fór og ók svoleiðis sportbíl á keppnisbraut. Svo fer ég til Íslands í
gönguferð og enda svona útlítandi! Ég held að ég láti þetta gott heita af
fimmtugsafmælisfögnuði,“ segir hún hlæjandi. Til að bæta á kaldhæðn-
ina heitir gönguhópurinn sem hún fór með til Íslands „Heilsugönguhóp-
urinn“ (e. Healthy Walks Group). „Svo enda ég á spítala!“ segir hún.
Heilsugangan endaði á spítala
FAGNAÐI FIMMTUGSAFMÆLINU Á ÍSLANDI
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á grillkjöti tók vel við sér í góð-
viðriskaflanum í síðustu viku, eins og
ávallt þegar sólin skín. Ekki er ólík-
legt að útigrillum hafi fjölgað veru-
lega með aukinni samkeppni í bygg-
ingavöruverslun og að fólk hafi notað
fyrsta tækifæri til að hita upp nýju
grillin. Nægar birgðir eru til af
lambakjöti í landinu.
Kjötframleiðendur sem rætt var
við segja að sumarsalan fari almennt
vel af stað. Góðviðriskaflinn hafi haft
góð áhrif. Þá kviknar á útigrillunum.
Metsala er á grillvörum hjá SS og
nemur aukningin tugum prósenta frá
fyrra ári, segir Steinþór Skúlason
forstjóri. SS hefur sett nýja bragðl-
ínu í grillkjöti, með ítölskum krydd-
blöndum, á markað. Steinþór telur að
góð viðbrögð við henni skýri aukn-
ingu í sölu. „Við þetta bætist svo sér-
stakur góðviðriskafli sem hefur létt
lund landsmanna og aukið kjöt-
neyslu,“ segir hann.
Mikil sala var á útigrillum í sam-
keppninni sem var í tengslum við
opnun nýrrar byggingarvöruversl-
unar Bauhaus í Reykjavík. Hægt var
að kaupa grill á góðu verði víða í
verslunum og virtist fólk nýta sér
það. Steinþór telur líklegt að sú stað-
reynd að fleiri grill eru til á heimilum
landsins hafi stuðlað að aukinni kjöt-
sölu.
3.000 tonn af lambakjöti
í birgðum
Síðasta vor komu upp umræður
um skort á lambakjöti og einhverjir
kaupmenn töldu sig ekki fá það sem
þeir þurftu. Því neituðu framleið-
endur, sögðu að aldrei hefði orðið
kjötskortur.
Tæplega þrjú þúsund tonn voru til
af kindakjöti í birgðum í byrjun maí á
þessu ári og dugar það til margra
mánaða sölu. Annað vinsælt grillkjöt,
eins og til dæmis svínakjöt, kemur úr
slátrun allt árið. Telur Sigurður Jó-
hannesson, formaður Landssamtaka
sláturleyfishafa, að birgðir af lamba-
kjöti séu í jafnvægi og tryggt að nóg
verði til af kjöti á grillið í allt sumar.
Nýju grillin komin í notkun
Kjötsala jókst í góðviðriskaflanum Metsala á grillkjöti hjá SS Útsölur
á útigrillum auka kjötsölu Ekki útlit fyrir skort á lambakjöti í sumar
Morgunblaðið/hag
Lostæti Grillmatur er góður.