Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 18

Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Rjúpa hefur gert sig heimakomna við raðhús við Hamratún í Nausta- hverfi frá því um síðustu helgi. Vappar um á stéttinni, flýgur annað slagið upp á svalir næsta húss en mætir svo aftur „heim“ fljótlega. Húsráðandi sagði að fuglinn hefði eflaust komið inn fyrir hefði hann ekki lokað útidyrunum.    Fuglinn hlýtur að vera einn þeirra sem eiga lögheimili í Hrísey. Þeir eru vanir mannaferðum og vita auðvitað að enginn hróflar við þeim innan bæjarmarkanna.    Hólmfríður Sólveig Haralds- dóttir hélt veislu á dögunum í til- efni þess að hún varð fimmtug í apríl og útskrif- aðist með BA- próf í ferða- málafræði frá Hólaskóla í maí. Um leið og Hólmfríður fagnaði safnaði hún fé til góðgerðarmála.    „Ég á fullt hús af dóti og sá ekki ástæðu til þess að sanka að mér meiru. Mig langaði hins vegar óskaplega mikið að halda veislu og bað fólk um að leggja fé í söfn- unarbauk sem var á staðnum, frek- ar en kaupa handa mér gjöf,“ sagði Hólmfríður við Morgunblaðið.    Mun meira safnaðist en Hólm- fríður gerði ráð fyrir. „Ég hélt ég fengi kannski 30-40 þúsund en þeg- ar talið var upp úr bauknum voru þar 145 þúsund krónur,“ segir hún. Peningana gaf Hólmfríður samtök- unum SPES, sem byggja og reka þorp fyrir foreldralaus börn í Tógó. Njörður P. Njarðvík og Bera kona hans eru í forsvari fyrir samtökin hér á landi.    „Það er með vilja að ég gef pen- ingana ekki til þurfandi hér innan- lands. Ég veit að þeir eru til, en við búum samt í góðu landi, höfum að- gang að hreinu vatni og þokkalegri heilsugæslu, þótt hún hafi látið á sjá. Og krakkarnir okkar ekki bara mega koma í skóla heldur eiga að gera það. Mér finnst ágætt að setja það í samhengi við kreppukvabb Ís- lendinga að þessi upphæð nægir til fullrar framfærslu fyrir eitt barn á ári í Tógó og vel það, því hluti fjár- ins er lagður í framtíðarsjóð, til menntunar barnsins síðar meir.“    Kaffihúsið í Lystigarðinum, Café Björk, verður opnað á laugar- daginn. Af því tilefni er fólki boðið í kaffi og vöfflur á milli klukkan 10 og 12.    Fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins kemur til Akureyrar nú í bít- ið; hið litla, krúttlega Arion, en strax á laugardag kemur skipið Ventura sem er gríðarlega stórt.    Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi afhenti nýverið Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ágóðann af Mottuboðinu sem haldið var 29. mars í Hofi. Alls söfnuðust tæpar 1,4 milljónir króna og rann sú upphæð óskert til félags- ins.    Afmælissýningin á Minjasafn- inu er skemmtileg. Þar er hægt að skoða fjölda ljósmynda frá gamalli tíð og einnig nýlegar og gamlar kvikmyndir. Andi liðanna tíma svíf- ur yfir staðnum eins og venjulega en nú eru húsgögn og fleiri munir í sýningarsalnum frá þeim tíma sem safnið var opnað fyrir fimmtíu ár- um.    Í kvöld kl. 20 hefst afmælis- ganga á Nonnaslóð á vegum Minja- safnsins. Létt og þægileg ganga þar sem farið verður yfir lífshlaup Nonna, eins og Haraldur Þór Eg- ilsson, sagnfræðingur og safnstjóri, segir. Hann leiðir gönguna, sem tekur rúma klukkustund. Lagt af stað frá Nonnahúsinu.    Málþing um fjölmiðlun á Íslandi og í Evrópu verður haldið í Háskól- anum á Akureyri á morgun, 8. júní. Þetta er einn margra viðburða í til- efni 25 ár afmælis skólans. Það hefst kl. 13 og lýkur laust fyrir klukkan 17. Málþingið er öllum opið en að því standa háskólinn, fimm ára útskriftarstúdentar úr fjölmiðla- fræði við HA og Evrópustofa.    Gylfi Ægisson treður upp á Græna hattinum í kvöld. Annað kvöld leika Dúndurfréttir sum stór- virki rokksögunnar með Deep Purple, Pink Floyd, Led Zeppelin, Uriah Heep og fleirum og á laug- ardag leika ungrokkararnir í Vin- tage Caravan blúsrokk af gamla skólanum, í anda Cream, Jimi Hendrix og fleiri slíkra. Framfleytir barni í ár fyrir afmælispeninginn Ljósmynd/Heba Ásgrímsdóttir Gæf Þessi rjúpa hefur látið fara vel um sig í Naustahverfi síðustu daga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skemmtileg sýning Fjöldi gamalla mynda er til sýnis í Minjasafninu í tilefni hálfrar aldar afmælisins. Hægt er að setjast í sófa frá þeim tíma sem safnið var stofnað, og ýmsir aðrir munir í sýningarsalnum eru frá svipuðum tíma. Hólmfríður Sólveig „Var kannski verið að geyma pening- inn fyrir veiðigjöld til ríkisstjórn- arinnar? Ég bara spyr,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stétt- arfélags í Vestmannaeyjum. Hann rifjaði upp í ræðu á fjölmennum fundi landverkafólks og sjómanna í Eyjum fyrr í vikunni óánægju fiskverkafólks með kröfugerð ASÍ í síðustu kjara- samningum. Þar hafi ekki mátt gera kröfur um meiri launahækkanir til starfsfólks fyrirtækja í útflutnings- atvinnugreinum. „Nokkur félög töldu að það væru miklu meiri peningar í útflutnings- greinunum en öðrum atvinnugrein- um og vildu gera ríkari kröfur um kjarabætur. Við vildum að hagdeild ASÍ skoðaði afkomu greinanna en það fékkst ekki. Við erum svo lítil að það var valtað yfir okkur. Það var eins og búið væri að gera sam- komulag um að ekki mætti sækja meira,“ segir Arnar í samtali við Morgunblaðið. Hann bætir því við að rök ASÍ-forystunnar hafi verið þau að spyrja hvernig þeir ættu að rétt- læta það gagnvart öðrum fé- lagsmönnum að gera meiri launa- kröfur fyrir fiskvinnslufólk. Hann segir að mikil óánægja sé með þessi vinnubrögð meðal fisk- vinnslufólks um allt land og bætir því við að verð- bólgan að und- anförnu sé að hluta til út af því að farið var of bratt í launa- hækkanir í at- vinnugreinum sem ekki geta borið þær og það bitni á öllum. Arnar nefnir það til við- bótar að þegar afkoma sjávarútvegs- ins var sem verst hafi fiskvinnslufólk sjálft orðið að borga hluta af launa- hækkunum sínum. Það hafi verið gert með því að setja hluta af bón- usgreiðslum í föst laun. Á fundinum í Eyjum var samþykkt samhljóða ályktun þar sem sagt er að auðlindagjald í sjávarútvegi muni rýra kjör sjómanna og land- verkafólks. Arnar tekur undir það að erfiðara verði að sækja kjarabætur, ef auðlindagjaldið verði lagt á. „Ég vil að verkalýðshreyfingin átti sig á því hvaða vitleysu við gerðum og læri af mistökunum svo þau verði ekki gerð aftur. Við eigum að sækja það sem til er,“ segir Arnar. helgi@mbl.is Geymt fyrir veiðigjaldi? Arnar Hjaltalín  Fiskvinnslufólk óánægt með ASÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.