Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 21
21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þær eru ýmsar hugmyndirnar sem
verða að veruleika í Ásbrú. Í húsi
Virkjunar, sem er miðstöð fyrir at-
vinnulausa og öryrkja á Reykjanesi,
er verið að smíða kistur undir gælu-
dýr sem kvatt hafa jarðvistina.
„Við erum að smíða líkkistur fyrir
gæludýr, stór sem smá,“ segir Jónas
Helgi Eyjólfsson og býður blaða-
manni og ljósmyndara að ganga í
bæinn. Jónas er verkefnastjóri í
Virkjun og stundar kistusmíðina
ásamt tveimur smiðum á milli þess
sem hann kennir valin námskeið.
„Við byrjuðum á þessari smíði
fyrir um þremur vikum síðan, hún er
liður í því að fá fólk til að gera eitt-
hvað,“ segir Jónas. Hann er fatlaður
eftir heilablóðfall og fór að leggja
leið sína í Virkjun í fyrra og hefur
verið þar síðan, eins og hann segir
sjálfur. „Ég kenni sjálfstraust og
sigurvissu og er áfallahjálpar-
ráðgjafi þegar fólk missir vinnuna
eða verður fyrir einelti. Ég er fyrr-
verandi rannsóknarlöglumaður og
yfirlögregluþjónn og hef víðtæka
reynslu af þessum málaflokkum.“
Hér hvílir besti vinur minn
Jónas fékk hugmyndina að kistu-
smíðinni undir gæludýrin og vinnur
nú að því að skipuleggja gæludýra-
grafreit í Reykjanesbæ, en enginn
slíkur er á svæðinu. Kisturnar verða
seldar til dýralækna og í gælu-
dýraverslun í bænum.
Kisturnar eru smíðaðar úr
afgangstimbri sem Virkjun fær gef-
ins frá byggingarvöruverslunum. Að
innan eru þær klæddar með dúk,
sem er saumaður eftir máli á staðn-
um, og þá eru þær málaðar hvítar
með gylltu krossmarki. Á hverja
kistu er letrað: Hér hvílir besti vinur
minn.
Jónas segir að hann hafi kannað
markaðinn fyrir slíkar kistur og
þörfin sé augljóslega til staðar.
„Fólk vill fá kistur utan um gælu-
dýrin sín, sérstaklega eldra fólk sem
hefur átt dýrið sem vin í mörg ár.
Það vill geta gengið frá dýrinu sínu
af virðingu eftir að það er aflífað.“
Ekki bara láta hræið í ruslapoka og
brenna.
Hugmyndin að þessu kom nú til
vegna þess að það talaði við mig
gamall maður sem var að fara inn á
elliheimili. Hann þurfti að taka hund
af lífi, sem hann hafði átt í tólf ár, og
þótti það sárt. Hann hefði viljað hafa
grafreit fyrir gæludýr svo að hann
gæti heimsótt gröf besta vinar síns.
Þannig datt mér kistusmíðin og
gæludýragrafreiturinn í hug. Ég at-
hugaði markaðinn hjá dýralæknum
og í gæludýrabúðum og allir voru
sammála um þörfina fyrir þetta,“
segir Jónas.
Starfið skiptir öllu máli
Fleira er smíðað á trésmíðaverk-
stæðinu í Virkjun en gælu-
dýrakistur. Námskeið í leik-
fangasmíði eru á staðnum og
tréskurðarnámskeið eru í sal við
hliðina á smíðaverkstæðinu.
Mest er að gera á morgnana í
Virkjun sem er til húsa þar sem
launaskrifstofur hersins voru áður.
Plássið er mikið og aðstaðan góð að
sögn Jónasar. Þangað koma um
hundrað manns á dag af öllu Reykja-
nesi til að sækja hin ýmsu námskeið.
Virkjun er samkomustaður fólks
sem vill búa sig undir ný tækifæri í
atvinnu með námi, námskeiðum eða
mannbætandi tómstundum og
menningarstarfsemi. Margir sækja
þangað í endurmenntun og félags-
skap í atvinnuleysinu og segir Jónas
slíka starfsemi geta skipt öllu máli
fyrir fólk í þeirri stöðu.
Smíða kistur undir gæludýr
„Fólk vill geta gengið frá dýrinu sínu af virðingu eftir að það er aflífað“ Virkjun mannauðs á
Reykjanesi er með aðstöðu á Ásbrú Kistusmíðin liður í að fá atvinnulausa til að gera eitthvað
Í smíðum Jón Maríus Emilsson smiður og Jónas Helgi Eyjólfsson með kistu í smíðum á milli sín. Hún er hugsuð fyrir stóran hund en þeir smíða einnig litlar
kistur fyrir minni gæludýr eins og ketti. „Hér hvílir bestir vinur minn,“ verður letrað á kistuna, auk þess sem hún verður klædd að innan og máluð hvít.
Fyrirmyndir Leikföng á trésmíðaverkstæðinu. Þau eru notuð sem fyr-
irmyndir á námskeiði hjá Virkjun í leikfangasmíði.
Í Frumkvöðlasetrinu Eldey liggur
sköpunarkrafturinn í loftinu. Þar
býður atvinnuþróunarfélag Suður-
nesja upp á þjónustu í samstarfi við
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Frumkvöðlasetrið er fyrir frum-
kvöðla, sprota- og nýsköpunarfyrir-
tæki en einnig starfandi fyrirtæki
sem vilja efla nýsköpun og
vöruþróun.
Dagný Gísladóttir er verkefna-
stjóri hjá Heklu, atvinnuþróunar-
félagi Suðurnesja. Hún sér um rekst-
urinn á Eldey og segir það vera
skemmtilegt starf. „Við komum hing-
að inn í september síðastliðnum og
það er búið að vera ofsalega gaman að
fylla þetta hús,“ segir Dagný og hún
hefur nóg pláss að fylla, byggingin er
um 3.300 fermetrar að stærð. Nú eru
þar átján fyrirtæki og um þrjátíu
starfsmenn.
Innan frumkvöðlasetursins má
finna skrifstofuaðstöðu, smiðjurými,
kennslustofur og fundarherbergi sem
frumkvöðlar geta nýtt sér.
Hátt til lofts og vítt til veggja
Smiðjurnar eru níu talsins og um-
setnar hönnuðum. Í einni þeirra er
Mýr hönnun sem var fyrsta fyrirtæk-
ið til að koma inn í húsið. Helga Stein-
þórsdóttir hjá Mýr var að sauma
brúðarkjól þegar blaðamaður átti leið
um. Hún segir aðstöðuna í Eldey ekki
geta verið betri, hátt til lofts, vítt til
veggja og bjart. Margir hópar heim-
sækja húsið og segist Helga hafa nóg
að gera við að taka á móti þeim.
Í annarri smiðju eru tvö fyrirtæki
nýflutt inn, Raven Design er annað
þeirra og þar voru Hulda
Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson að
koma sér fyrir. Þau segjast vera í
skýjunum með aðstöðuna á staðnum.
Stutt er fyrir þau að fara á verkstæð-
ið enda eru þau Suðurnesjamenn,
búsett í Njarðvík.
Samvinna meðal hönnuða
Dagný segir mikinn kraft vera í
hönnuðunum í húsinu og margir
þeirra séu farnir að vinna saman.
„Það hafa orðið til samstarfsverkefni
hér í húsinu, hönnuðirnar styðja hver
við annan. Það eru engir veggir og
ekki samkeppni heldur samvinna.
Frumkvöðlasetrið er stoppistöð,
það endar með því að þú ferð út úr
húsinu, þetta er stoppistöð á meðan
þú ert að byggja þig upp,“ segir
Dagný.
Fleira er í boði í Eldey en aðstaða
til leigu því atvinnuþróunarfélagið er
einnig með námskeið og ráðgjöf. „Við
förum yfir viðskiptaáætlanir og
aðstoðum við styrkumsóknir. Þannig
að stuðningurinn hér er mjög góður.
Auk þess sem þú hittir nýja frum-
kvöðla,“ segir Dagný.
Að lokum fylgir hún blaðamanni
upp á aðra hæð hússins þar sem er,
að því er virðist vera, endalaust skrif-
stofurými í boði. Keilir hóf starfsemi
sína þar en nú eru leigð út skrifborð
til fyrirtækja og námsmanna, tvö
tölvufyrirtæki eru staðsett þar núna
og farin að vinna saman, auðvitað.
Stoppistöð fyrir frumkvöðla
Kraftur Helga í Mýr, t.v., saumar brúðarkjól ásamt aðstoðarkonum sínum.
Frumkvöðlasetrið Eldey býður upp á þjónustu fyrir eldhuga 3.300 fermetra húsnæði sem er leigt
út til frumkvöðla Átján fyrirtæki þegar komin inn Smiðjurnar eru eftirsóttar af hönnuðum
Raven Design Hulda Sveinsdóttir og Hrafn Jónsson voru að koma sér fyrir.