Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 22

Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 AFP Ísbjarnarhúnninn Anori stingur sér til sunds í laug í dýragarði í Wuppertal í Þýskalandi. Anori fæddist 4. janúar, býr við mikið eftirlæti í garðinum og er orðinn þekktur víða um heim. Hann er samfeðra Knúti, hvíta- birni sem drapst í fyrra. Knútur varð heimsfrægur eft- ir að móðir hans í dýragarði í Berlín hafnaði honum. Hálfbróðir Knúts baðar sig í frægðinni Tugir óbreyttra borgara lágu í valn- um í Afganistan í gær eftir sprengju- tilræði talibana og loftárás Atlants- hafsbandalagsins. Tveir hermenn NATO biðu einnig bana þegar þyrla hrapaði af ókunnum ástæðum. Mannfallið meðal óbreyttra borg- ara í Afganistan hefur aukist á síð- ustu fimm árum. Í fyrra biðu 3.020 óbreyttir borgarar bana, þar af minnst 77% í árásum talibana og annarra uppreisnarmanna og 14% í hernaði afganska stjórnarhersins og erlendra hersveita undir forystu NATO, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Talibanar lýstu á hendur sér tveimur sprengjutilræð- um sem kostuðu minnst 23 menn lífið í gær. Árás- irnar voru gerðar á stæði bíla sem hafa verið notaðir til að flytja birgð- ir í stærstu her- stöð NATO í sunnanverðu landinu. „Allir sem létu lífið voru óbreyttir borgarar – ekki einn einasti þeirra var hermaður,“ sagði lögreglustjóri Kandahar-héraðs. Nokkrum klukkustundum áður biðu minnst fimmtán óbreyttir borg- arar bana í loftárás NATO þegar flugskeyti lenti á íbúðarhúsi. Frétta- maður AFP kvaðst hafa séð a.m.k. fimmtán lík sem flutt voru úr húsinu í Logar-héraði, sunnan við Kabúl. Á meðal þeirra voru fimm konur og sjö börn, það yngsta eins árs. Að sögn afganskra yfirvalda létu 15-18 óbreyttir borgarar lífið í loft- árásinni. Hún var fyrirskipuð eftir að uppreisnarmenn réðust á her- menn sem reyndu að handtaka einn af forystumönnum talibana, að sögn alþjóðlega friðargæsluliðsins í Afganistan, ISAF. bogi@mbl.is Árásir kostuðu tugi óbreyttra borgara lífið  Yfir 3.000 borgarar biðu bana í Afganistan í fyrra Afganistan Banda- rísk herkona. Varsjá. AFP. | Það kom pólska hug- búnaðarsérfræðingnum Tomek Wawrzyczek þægilega á óvart þegar hann fékk 50 sentimetra hátt tré í pósti á dögunum. Hann var fljótur að gróðursetja það í garðinum sínum og hefur ekki enn hugmynd um hver sendi honum það. Wawrzyczek komst að því að glaðningurinn kom til vegna gróður- setningarframtaks sem fólst í því að 61.000 ung tré voru send í pósti án endurgjalds til fólks úti um allt Pólland. Heiðurinn af framtakinu á 36 ára markaðsstjóri, Jacek Powalka, sem fékk þá hugmynd að senda hverjum þeim sem vildi tvö ung tré. Annað þeirra á viðtakandinn að gróðursetja sjálfur en senda hitt til einhvers vinar. Powalka sagði í samtali við frétta- mann AFP að markmiðið með fram- takinu væri að hvetja fólk til að láta gott af sér leiða, hvort sem það væri til að bæta umhverfið eða í þágu annarra þjóðþrifamála. Bjuggu til almenningsgarð Fræinu að hugmyndinni var sáð „fallegan og sólríkan laugardags- morgun“ árið 2007 þegar Powalka fór í gróðrarstöð til að kaupa blóm en kom heim til sín með nokkur af- brigði af garðahlyni. Í stað þess að kaupa blóm á svalirnar ákvað hann að kaupa tré til að fegra hverfið sitt í Varsjá. Hugmyndin vatt upp á sig og svo fór að hann breytti ónotuðu svæði í almenningsgarð. Framtakið vakti mikla athygli í Póllandi. Íbúar hverfisins tóku þátt í gróðursetning- unni og hönnun garðsins sem varð strax vinsæll samkomustaður. „Mér fannst það synd að breiða ekki þetta frábæra fyrirbæri út um allt Pólland,“ segir Powalka. Hann ákvað því að senda tré út um allt land til að hvetja fólk til að taka þátt í því að fegra umhverfi sitt, í stað þess að láta aðeins opinberar stofn- anir um það. Nokkur fyrirtæki styrktu framtakið, sem kostar sem svarar 21 milljón króna, þeirra á meðal póstfyrirtæki sem Powalka starfar hjá. Pólska ríkisútvarpið tók þátt í skipulagningunni. Margir Pólverjar tóku þátt í fram- takinu, auk skóla, sjúkrahúsa og sveitarfélaga. Gróðrarstöðvar og pólskir þjóðgarðar buðust til að gefa tré sem á að dreifa í næstu umferð framtaksins. Og margir þátttakend- anna ætla ekki að láta þar við sitja, heldur kaupa tré og planta þeim upp á eigin spýtur. Fá tré send í pósti ókeypis  Vel heppnað trjáplöntunarátak AFP Framtaksmaður Jacek Powalka í almenningsgarði sem hann bjó til í hverf- inu sínu í Varsjá ásamt fleiri borgarbúum fyrir nokkrum árum. Efri deild rússneska þingsins sam- þykkti í gær umdeilt lagafrumvarp um að stórhækka sektir fyrir mót- mæli gegn stjórnvöldum án leyfis. Nokkrum klukkustundum áður samþykkti neðri deildin frumvarpið með 241 atkvæði gegn 147. Vladím- ír Pútín forseti þarf að undirrita frumvarpið til að það verði að lög- um. Skv. frumvarpinu nemur há- markssektin fyrir að skipuleggja mótmæli jafnvirði tæpra 4,2 millj- óna króna og fyrir að taka þátt í mótmælum andvirði 1,2 millj. kr. RÚSSLAND Háar sektir fyrir mótmæli samþykktar AFP Harka Mótmælandi handtekinn fyr- ir utan þinghúsið í Moskvu. Á síðustu tíu árum hefur dönskum námsmönnum, sem stunda fram- haldsnám annars staðar á Norður- löndum, fækkað um 31%. Hins veg- ar hefur námsmönnum frá öðrum Norðurlandaþjóðum fjölgað um 65% í dönskum skólum á sama tíma. Á skólaárinu 2010/2011 stunduðu 5.569 námsmenn frá öðrum nor- rænum löndum framhaldsnám í Danmörku, 2.195 fleiri en á skóla- árinu 2001/2002. Þetta kom fram í svari menntamálaráðherra Dan- merkur við fyrirspurn þingmanns sem vill að kostnaður Dana af fram- haldsnámi námsmanna frá norrænu bræðraþjóðunum verði kannaður. DANMÖRK Erlendum nemum hefur stórfjölgað Stjúpsonur þekkts stjórn- málamanns í Verkamanna- flokknum í Nor- egi hefur verið dæmdur í fjög- urra vikna gæslu- varðhald fyrir að hóta stjúpföð- urnum og Jens Stoltenberg for- sætisráðherra lífláti. Maðurinn hef- ur búið í Kína í um ár. Norska ör- yggislögreglan lýsti eftir honum í haust vegna gruns um að hann væri viðriðinn glæpastarfsemi. NOREGUR Hótaði forsætisráð- herranum lífláti Jens Stoltenberg Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Supreme Deluxe svefnsófi Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 Extra þykk og góð springdýna Svefnbreidd 140x200 Rúmfatageymsla í sökkli kr. 169.800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.