Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífrétt Morg-unblaðsins ígær segir:
„Hópur MS-
sjúklinga hefur ver-
ið án lyfja um allt að
fjögurra til fimm
mánaða skeið. Öflugasta lyfið
sem er í notkun hér á landi, ty-
sabri, getur haft lífshættulegar
aukaverkanir í för með sér fyrir
þennan hóp en hann fær ekki
nýtt lyf sem til stóð að setja
hann á þar sem Sjúkratrygg-
ingar taka ekki inn ný lyf eins og
er.“
Vitnað er til orða Bergþóru
Bergsdóttur, stjórnarmanns í
MS-félagi Íslands, um þau áhrif
sem lyfjaskorturinn hefur á
þann hóp sem þarf á þeim að
halda: „Það er sjáanlegur mun-
ur á bæði andlegri og líkamlegri
líðan þeirra. Þeir sem eru búnir
að vera lengst án lyfja hafa verið
það í 4-5 mánuði. Það er langur
tími fyrir fólk, því fólk sem er á
tysabri er með hraðan sjúkdóm.
Að vera án lyfja hefur áhrif en
fólk var tilbúið að gera það í þrjá
mánuði til að fara á nýtt lyf sem
tryggir öryggi þess.“
Sjúkratryggingar gefa þá
skýringu að fjárskortur hamli
greiðsluþátttöku í nýjum S-
merktum lyfjum. Lyfið gilenya,
sem þykir koma hvað næst
virkni tysabri en vera án hinna
hættulegu aukaverkana, er
46.286 krónum dýr-
ara, hver skammt-
ur. En það er mikið
í húfi fyrir þann hóp
sjúklinga sem á í
hlut eins og Berg-
þóra bendir á:
„Þetta má ekki dragast. Eftir
því sem lengra líður þeim mun
meiri verður fötlunin. Þegar fólk
er komið á ákveðið stig kemur
getan ekki til baka og fötlunin
verður varanleg. Þess vegna er
svo mikið í húfi að fólk haldi lífs-
gæðum sem það þegar hefur.“
Það er vissulega hægt að hafa
samúð með þeim sem halda aft-
ur af útgjöldum. En þegar horft
er á ríkisstjórn sem kastar fjár-
munum á glæ í fullkomnu kæru-
leysi, eins og sú sem nú situr,
eru ekki efni til samúðar. Millj-
arði króna, þúsund milljónum,
er eytt í einkennilega atlögu að
stjórnarskrá landsins. Fjögur
hundruð milljónum er kastað í
óþarft hringl með ráðuneyti
stjórnarráðsins. Milljörðum er
sóað í aðildarumsókn að ESB
sem ber dauðann í sér. Hundr-
uðum milljóna var kastað í
samninganefnd vegna Icesave
sem gekk erinda andstæðinga
Íslands. En MS-sjúklingar
skulu verða fyrir varanlegum
skaða í sparnaðarskyni! Er
þetta forgangsröðun „norrænu
velferðarstjórnarinnar“ eins og
hún kallaði sig í upphafi?
Einkennileg for-
gangsröðun ríkis-
stjórnarinnar veldur
varanlegum skaða}
Velferðarstjórn
forgangsraðar
Voðaverk Brei-viks í Noregi
er einstakur
óhugnaður í nor-
rænni sam-
tímasögu. Atburð-
urinn var mikið áfall í landi
þjóðar, sem er í fremstu röð op-
inna lýðræðisþjóða.
Dómsmálið, sem nú fer fram,
er óhjákvæmileg þrautaganga.
Í rauninni er ekki verið að gera
þar út um sekt eða sakleysi
nema að formi til. Þó er þar
mikilvægt úrslausnarefni sem
skera verður úr sem snýr að
sakhæfi hins ákærða. Það atriði
er að auki mjög matskennt í eðli
sínu.
Því er ekki að neita að við
meðferð málsins hefur komið
fram að norsk lögregluyfirvöld
voru illa búin undir hina óhugn-
anlegu atburði. Svo vont sem
það auðvitað er, þá er það einn-
ig skiljanlegt. Það er naumast
hægt að gera kröfu til þess að
yfirvöld í norrænu friðsemdar-
landi hafi verið búin undir slík
ósköp. En eftir atburðina í Nor-
egi yrði slík afsökun síður tekin
gild annars staðar. Meira að
segja Ísland verður að hafa það
í huga.
Þá voru viðbrögð
lögreglu, eftir að
upplýsingar um
voðaverk bárust til
hennar, æði viðvan-
ingsleg og jafnvel
klaufaleg. Ekkert verður full-
yrt hvort snarpari viðbrögð af
hennar hálfu hefðu bjargað
mannslífum og jafnvel mörgum.
En sú tilfinning situr þó eftir.
Þá hefur réttarhaldið sjálft
ekki verið nægjanlega sannfær-
andi. Fyrst tók dómari sæti í
dómnum, þótt hann hefði opin-
berlega lýst því yfir að réttast
væri að taka hinn ákærða af lífi.
Næst nær einstaklingur í rétt-
arsalnum að henda skóm í verj-
endur ákærða. Og loks lætur
einn af fimm dómurum þessa
stórmáls standa sig að því að
vera að leggja kapal í tölvu
sinni í miðri málsmeðferð! Allt
eru þetta vissulega hrein smá-
atriði í samanburði við þann at-
burð sem verið er að fjalla um
og ganga mun til dóms. En það
er engu að síður bæði skaðlegt
og dapurlegt að láta slík atriði
fella skugga á meðferð máls
sem varpaði sjálft svartamyrkri
um miðjan dag yfir Noreg og
vinaríki landsins.
Eftirleikur voða-
verksins í Noregi er
ekki gallalaus}
Eftirleikur vekur spurningar
S
töð 2 er einkarekin sjónvarpsstöð
og forsvarsmenn hennar hafa því
frjálsari hendur en RÚV um það
hvernig þeir haga umræðum um
forsetakosningar. Það er því engin
ástæða til að gera sérstaka athugasemd við
það að Stöð 2 hafi viljað bjóða í sérþátt þeim
forsetaframbjóðendum sem samkvæmt
skoðanakönnunum hafa yfirburðafylgi. Mál
þróuðust reyndar öðruvísi en ætlað var. Allir
frambjóðendur mættu í umræðuþáttinn en
þrír þeirra gengu út í byrjun þáttar. Ekki var
mikill forsetabragur á þeirri útgöngu. Þó
gerðu þremenningarnir sjónvarpsáhorf-
endum stórgreiða því áhorfendur þurftu fyrir
vikið ekki að eyða tíma í að hlusta á þrjá fram-
bjóðendur sem enga möguleika eiga á að sigra
í forsetakosningum heldur gátu einbeitt sér
að frammistöðu þeirra þriggja sem eftir voru.
Í hópi forsetaframbjóðenda er að finna einstaklinga
sem hafa getið sér gott orð á sínum starfsvettvangi.
Þessir einstaklingar gætu sinnt forsetastarfinu þokka-
lega en þjóðin hefur einfaldlega ekki áhuga á að kjósa þá
– alveg sama í hversu marga umræðuþætti þeir mæta.
Svo eru þarna aðrir sem eiga greinilega alls ekkert er-
indi á Bessastaði og virðast fara í framboð til þess eins að
komast í fjölmiðla og fá af sér myndir.
Engu skiptir hversu lítið fylgi framjóðenda er, þeir
fylgislausu fá sömu meðhöndlun og þeir frambjóðendur
sem hafa yfirburðafylgi. Frambjóðendur með 0,5-8%
fylgi fá í umræðuþáttum nákvæmlega sama
tíma og frambjóðendur sem eru með 35-50%
fylgi eða meira. Þjóð sem veit hvaða fram-
bjóðendur hún ætlar alls ekki að kjósa skal fá
sinn skylduskammt af málflutningi þeirra,
hvort sem henni líkar betur eða verr.
Nánast hver sem er getur boðið sig fram til
forseta Íslands og fengið mikið rými í fjöl-
miðlum þrátt fyrir að hafa litla hæfileika í
þetta ábyrgðarmikla embætti og eiga nánast
engan stuðning meðal þjóðarinnar. RÚV
sinnir svo öllum frambjóðendum samvisku-
samlega, eins og þeirri stofnun ber skylda til.
Einkarekin sjónvarpsstöð eins og Stöð 2 get-
ur leyft sér meira frelsi en RÚV og hugðist
nýta sér þetta svigrúm, en framkvæmdin og
útfærslan var fremur klúðursleg. Þarna kom
það í bakið á sjónvarpsstöðinni að hafa raðað
inn á fréttastofu sína ungu og reynslulitlu fólki. Allir fjöl-
miðlar þurfa að eiga reynslubolta.
Stöð 2 þarf ekki endilega að þjónusta þá frambjóð-
endur sem hafa sáralítið fylgi. Kappræður milli sterk-
ustu frambjóðendanna hverju sinni eru fínasta sjón-
varpsefni sem meira en sjálfsagt er að bjóða upp á.
Hættan er auðvitað sú að sá frambjóðandi sem telur sig
munu standa höllum fæti í kappræðum guggni og búi til
ástæðu fyrir því að mæta ekki. Hann gæti til dæmis vís-
að til sterkrar réttlætiskenndar og sagt að rangt væri að
bjóða bara sumum frambjóðendum en ekki öllum. Held-
ur þætti manni sú afsökun vesældarleg. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Frambjóðendur án fylgis
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
ý kersmiðja Alcoa
Fjarðaáls við Reyðar-
fjörð verður opnuð
formlega við hátíð-
lega athöfn á
laugardaginn.
Flatarmál bygginganna sem
reistar hafa verið er um fjögur þús-
und fermetrar en hafist var handa
við verkefnið í nóvember árið 2010.
Bygging kersmiðjunnar er
lokaáfanginn í byggingu álvers
Fjarðaáls við Reyðarfjörð og má því
segja að með opnun hennar sé
byggingu álversins lokið.
Heildarkostnaður við þessar
framkvæmdir við kersmiðjuna er 4,6
milljarðar króna.
VHE tók að sér alla verkþætti
fyrir Fjarðaál í nýja húsnæðinu
Alls eru 336 ker í álveri Fjarða-
áls og framleidd tæplega þrjú tonn
af áli á hverjum sólarhring.
Það er Vélaverkstæði Hjalta
Einarssonar (VHE) sem hefur tekið
að sér að fóðra kerin og annast
rekstur kersmiðjunnar, sem var
boðin út.
Að sögn Guðgeirs Sigurjóns-
sonar, framkvæmdastjóra hjá VHE
á Austurlandi, munu 40 starfsmenn
starfa í kersmiðjunni. „Við komum
til með að vinna alla verkþætti fyrir
Fjarðaál í þessu nýja húsnæði,“
segir Guðgeir.
Hann segir þetta verða góða
viðbót við starfsemi VHM en sam-
hliða henni fara einnig fram stál-
viðgerðir fyrir álverið á verkstæði
VHE, sem kallar á 10 til 12 starfs-
menn til viðbótar, að sögn hans.
Áætlað er að endurfóðra 40 til
45 ker í kersmiðjunni á þessu ári og
100 ker til viðbótar á næstu tveimur
árum þar á eftir.
VHE hefur fjölmörg verkefni á
sinni könnu og er heildarfjöldi
starfsmanna fyrirtækisins nú 160 til
180 talsins að meðtöldum starfs-
mönnunum í kersmiðjunni við
Reyðarfjörð.
Hálf önnur milljón tonna og
verðmætið 400 milljarðar
Álver Fjarðaáls framleiðir að
jafnaði 340-350 þúsund tonn á ári.
Leyfileg heildarframleiðsla fyrir-
tækisins í fullum rekstri er sam-
kvæmt starfsleyfi 360.000 tonn á ári.
Um seinustu áramót höfðu ver-
ið framleidd 1.362 þúsund tonn í
verksmiðjunni frá upphafi fram-
leiðslustarfseminnar. Í desember ár-
ið 2010 var milljónasta tonnið fram-
leitt í álveri Fjarðaáls og jafngilti
verðmæti framleiðslunnar um 265
milljörðum kr. miðað við álverð og
gengi dollars á þeim tíma.
Ekki liggja fyrir staðfestar
tölur frá fyrirtækinu um framleiðslu
álversins á seinustu mánuðum en
ætla má að um þessar mundir sé
þeim áfanga náð í álverinu að fram-
leiðsla þess frá upphafi sé komin yfir
1,5 milljónir tonna.
Í fyrra voru framleidd þar tæp-
lega 341 þúsund tonn. Heildar-
verðmæti þess miðað við 2.400 doll-
ara meðalverð á áltonnið á markaði í
fyrra og 116 kr. meðalgengi Banda-
ríkjadals gagnvart krónu, jafngildir
um 95 milljörðum kr.
Áætla má að á fyrstu fimm
mánuðum þessa árs hafi verið fram-
leidd ríflega 142 þúsund tonn í álveri
Fjarðaáls og verðmæti þeirrar fram-
leiðslu, miðað við 2.200 dollara
meðalverð fyrir tonnið það sem af er
ári og meðalgengi dollars, jafngildir
um 38 milljörðum kr.
Að þessu gefnu má gróflega
áætla að heildarverðmæti álafurða
verksmiðjunnar á þessu fimm ára
tímabili nemi samanlagt nálægt 400
milljörðum króna.
Kersmiðja rís Bygging kersmiðju Fjarðaáls hófst í nóvember árið 2010.
40 manns fá störf í
nýju kersmiðjunni
Yfir 1,5 milljónir tonna
» Framleiðsla hófst í álveri
Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í
aprílmánuði árið 2007.
» Ætla má að framleidd
hafi verið um eða yfir ein og
hálf milljón tonna á þeim
fimm árum sem álverið hefur
starfað.
» Framkvæmdum við nýja
kersmiðju hófust í byrjun nóv-
ember á árinu 2010.
» Álver Fjarðaáls hefur
heimild til að framleiða 360
þúsund tonn á ári.
» Í álverinu eru framleiddir
svonefndir T-barrar, sér-
steyptir álhleifar, álblöndur í
formi 10-20 kg hleifa sem eru
einkum notaðar í felgur og
álvírar sem eru helst notaðir
sem rafmagnsvírar.
» Kersmiðjan sem er verið
að taka í notkun skiptist í ker-
fóðrunarbyggingu og ker-
brotabyggingu.
» Vélaverkstæði Hjalta Ein-
arssonar hefur tekið að sér að
fóðra kerin.