Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 31

Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 ✝ Elín Sveins-dóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1943. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Elíasdóttir, f. 4.8. 1907, d. 10.6. 1971 og Sveinn Sigurðs- son, f. 29.4. 1904, d. 6.10. 1990. Systkini Elínar eru Þórir Sveinsson, f. 19.3. 1939, d. 18.2. 1943. Elías Sveinsson, f. 22.2. 1942, d. 27.3. 1942. Þóra Sveinsdóttir, f. 5.12. 1944. Sigurður Sveinsson, f. 5.6. 1949, d. 6.10. 2008. Eiginmaður Elínar er Kjart- an Kjartansson, f. 3.2. 1938, frá Austurey, Laugardal. Foreldrar hans voru Kjartan Bjarnasson, 1997, kona hans Hrafnhildur Einarsdóttir, f. 8.2. 1966, þeirra börn Elín Huld Kjartansdóttir, f. 22.4. 1992 og Einar Aron Kjartansson, f. 18.9. 1996. 4) Þórir Kjartansson, f. 7.4. 1975, maki hans er Steinunn Dúa Grímsdóttir, f. 15.3. 1986, dóttir hennar er Sóley Ósk Sigþórs- dóttir, f. 12.5. 2003. Sonur Þóris er Kjartan Þór Þórisson, f. 17.5. 2005. Elín og Kjartan bjuggu alla tíð í Hveragerði, lengst af í Heiðmörk 67, síðustu árin í Réttarheiði 33. Lengst af starf- aði Elín við ýmis störf á dval- arheimilinu Ási í Hveragerði, og gegndi þar trúnaðarstörfum. Um árabil störfuðu þau hjónin við íþróttahúsið í Hveragerði, á þeim tíma var Elín formaður opinberra starfsmanna á Suður- landi. Útför Elínar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 7. júní 2012, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 4.11. 1891, d. 11.5. 1939 og Mar- grét Þorkelsdóttir, f. 28.8. 1897, d. 30.1. 1987. Börn Elínar og Kjartans eru: 1) Sigríður B. Kjartansdóttir, f. 21.9. 1960, maki er Þorsteinn Marel Júlíusson, f. 18.8. 1959. Börn þeirra eru: Andrea Marel Þorsteinsdóttir, f. 10.3. 1983, maki hennar Helgi Pétur Hann- esson, f. 7.7. 1983, sonur þeirra er Flóki Helgason, f. 25.5. 2009. Elías Marel Þorsteinsson, f. 2.4. 1990. og Þórunn Þorsteins- dóttir, f. 23.8. 1992. 2) Sveinn Kjartansson, f. 24.3. 1963, maki hans Viðar Eggertsson, f. 18.6. 1954. 3) Kjartan Þór Kjart- ansson, f. 7.3. 1967, d. 31.10. Við systkinin; Andrea, Elías og Þórunn, kveðjum nú ömmu okkar með sorg í hjarta. Hún er farin, langt fyrir aldur fram. Við eigum öll þrjú fjölmargar góðar minningar um ömmu sem við geymum áfram í hjartanu. Í uppvextinum vörðum við mikl- um tíma hjá ömmu og afa í Hveragerði. Heiðmörkin var stundum sem annað heimili okkar og sumarbústaðurinn við Apavatn fastur liður á sumrin. Við bjuggum um stund í næsta nágrenni við ömmu og afa í Hveragerði. Þá fórum við í heimsókn alltaf þegar okkur hentaði og létum eins og heima hjá okkur. Alltaf velkomin. Amma passaði yngri börnin þegar hún var búin í vinnunni á meðan foreldrar okkar unnu langar vaktir. Allt var svo sjálf- sagt. Amma hélt svo áfram að eiga börn og ungling sem heimaln- inga löngu eftir að við fluttum aftur í bæinn. Ég varði ung- lingsárunum að mestu hjá ömmu og afa, leið vel í Hvera- gerði og átti alltaf vísan stað inni í „litla herbergi“. Mætti oftar en ekki án fyrirvara, jafn- vel með vinkonu eða tvær með mér en var alltaf tekið opnum örmum. Eins með Þórunni, níu árum síðar. Hún flutti til ömmu sumarið 2005 til að breyta til á mótandi unglingsárum. Það sumar áttu þær frábærar stundir saman sem Þórunn man alltaf og er þakklát fyrir. Það hefur alltaf verið svo mikil rómantík kringum þessa fallegu konu, ungu ömmuna okkar í Hveragerði. Hún var svo mikil pæja, svo falleg. Það er svo gaman að skoða gamlar myndir af ömmu, svo fögur og með svo sterkan svip sem er vel sjáanlegur í öllum barnabörn- unum. Hún átti svo flott föt, skó og snyrtivörur sem við systurnar vorum alltaf að prófa. Alltaf að reyna að vera eins og amma. Ég var alltaf að stelast til að vera með gleraugun henn- ar sem voru svo töff. Hún sagði að það færi illa með sjónina mína en það var einmitt mark- miðið. Þá þyrfti ég kannski að fá svona flott pæjugleraugu eins og amma. Hún var svo flott kona. Og er enn. Með skví- suvaralit og fallegan klút, snyrtilega mótaðar augabrýrn- ar og hlýlega brosið. Bara ann- arsstaðar. Hún var svo dugleg að hrósa okkur og minna okkur á hve heppin hún væri með öll barna- börnin sín. Hún hvatti okkur til að gera það sem okkur langaði, okkur væru allir vegir færir. Hún var alltaf með allt á hreinu um hvað við værum að gera í lífinu. Fylgdist með, vissi hvað var í gangi hjá okkur öllum, hver væri að gera hvað og með hverjum. Áhugasöm og elsku- leg. Skrýtið að þurfa að skrifa alltaf „hún var“ um ömmu í Hveró. Það passar ekki. Ótrú- legt. Sárt. Vont en það hlýtur að venjast. Hún var glæsileg pía, hún amma okkar. Hennar verður sárt saknað. Við knúsum afa og höldum utan um hann á þessum erfiðu tímum. Við knús- um mömmu, Svenna, Þóri og Þóru frænku líka. Pössum upp á hvert annað. Fyrir hönd okkar systkin- anna, Andrea Marel. Elsku systir mín, Elín Sveinsdóttir, er látin 68 ára gömul og mig langar að minn- ast hennar með nokkrum orð- um. Eitt og hálft ár skildi okk- ur systur að í aldri. Við bárum nöfn látinna bræðra okkar og þegar við vorum litlar fannst okkur við mjög heppnar. Ekki áttu allir bræður á himnum eins og við sem sáu um að gæta systra sinna og fylgja þeim hvert fótmál. Við nutum mikils ástríkis foreldra okkar og fjöl- skyldunnar allrar. Við deildum herbergi á Sjafnargötunni og gengum saman í Austurbæjar- skólann. Þá var yngri systirin orðin stærri og sterkari og leiddi systur sína þegar eitt- hvað var að veðri. Fjölskyldan flutti síðar í Bakkagerði 8 og þá komu nýir vinir og nýr skóli. Ella varð fljótt mjög vinsæl og vinamörg. Hún var líka svo lag- leg að eftir var tekið, með sitt þykka dökka hár og dökku augu. Hún var hláturmild, fyndin og orðheppin. Eitt sum- arið réði hún sig austur að Laugarvatni í sumarvinnu og þar voru örlögin ráðin. Hún kynntist Kjartani sem varð hennar lífsförunautur. Unga parið settist að í Hveragerði og þar bjuggu þau alla tíð síðan. Lífið brosti við þeim. Þau byggðu sér fallegt hús við Heiðmörkina og þar ól- ust börnin þeirra upp. Ella var lífsglöð, félagslynd og forkur dugleg. Hún sinnti heimili og börnum, stundaði vinnu og tók þátt í félagsstörfum. Hún tók þátt í flestu því sem hægt var að taka þátt í í Hveragerði á þessum tíma, kvenfélaginu, leikfélaginu, íþróttafélaginu og ekki síst sveitarstjórnarmálum. Hún var um tíma formaður Foss, félags opinberra starfs- manna á Suðurlandi. Á þessum árum vissi undirrituð fátt skemmtilegra en að fara í heim- sókn í Hveragerði. Ekki bara að systir mín ætti fallegustu og bestu börn í heimi. Heimilið hennar í Heiðmörkinni iðaði af lífi og fjöri. Dillandi hláturinn hennar, glaðlyndið og kímnigáf- an sem einkenndu hana smitaði út frá sér. Ég kynntist líka hennar góðu vinkonum sem hún mat svo mikils og sem reyndust henni svo vel þegar á móti blés. En ský dró fyrir sólu. Sjúk- dómur náði smám saman tökum á henni. Áfall dundi yfir fjöl- skylduna þegar Kjartan Þór sonur þeirra lést þrítugur að aldri frá konu og tveimur litlum börnum. Við tók langt tímabil vanheilsu og erfiðleika hjá Ellu. Sjúkrahúsdvalir urðu lengri og tíðari. Á seinustu árum var hún bundin heima við með súrefni. Hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hugur hennar var enn vakandi og athyglin í lagi. Hún las bækur, fékk sér tölvu og fylgdist með okkur hinum á fésbókinni. Hafði yndi af að skoða myndir. Kímnigáfan og glaðlyndið var á sínum stað þó líkaminn væri lasburða. Hún fylgdist grannt með þjóðmálum. Hlustaði á alþingisumræður, kynnti sér búvörusamninginn, hafði sterkar skoðanir á rík- isstjórninni, á kvótakerfinu, á forsetaframbjóðendum, á hruninu. Hún var gamla góða Ella okkar sem bar umhyggju fyrir fjölskyldunni sinni. Vildi vita hvernig hinum liði, vildi leggja gott til mála. Var þakk- lát fyrir það sem gert var fyrir hana. Nú er hún farin frá okkur en minningin um góða konu lifir. Þóra Sveinsdóttir. Það er margt sem kemur upp í hugann er við nú kveðjum elskulega vinkonu okkar hana Ellu. Í áratugi höfum við átt samleið hér í Hveragerði og notið margra skemmtilegra samverustunda. Í sauma- klúbbnum okkar var alltaf mik- ið fjör og margt spjallað og brallað. Eftirminnilegar eru uppákomurnar í ferðum til Reykjavíkur þegar farið var í leikhús og gist á hóteli. Og nú síðustu ár eftir að allar voru hættar að vinna úti eins og kall- að er þá höfum við hist tvisvar í mánuði og ef Ella treysti sér ekki út var bara farið heim til hennar með kökurnar. Ung stofnaði Ella heimili með hon- um Kjartani sínum og byggðu þau sér hús við Heiðmörkina í Hveragerði. Þau eignuðust fjögur börn og var oft líflegt í götunni enda mest ungt fólk að byrja búskap. Mæðurnar voru heima með börnin og mikill og góður vinskapur milli húsa og oft skroppið í kaffi og spjall. Ella hafði mikinn áhuga á sínu samfélagi og var virk í sinni pólitík. Hún sat eitt kjör- tímabil í sveitarstjórn hér í Hveragerði. Eins var hún í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju um tíma og einnig gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir FOSS um árabil. Eftir að erfið veik- indi hennar ágerðust horfði hún mikið á sjónvarp og fylgdist vel með stjórnmálum. Hún eignað- ist tölvu og stytti sér stundir meðal annars á Fésbók. Það veitti henni ánægju og gleði að geta fylgst með ættingjum og vinum á þessum nýja miðli og oft gat hún frætt okkur hinar um ýmislegt sem hún sá þar. Í erfiðum veikindum Ellu hefur reynt mjög á fjölskylduna en mest þó á Kjartan sem var hennar stoð og stytta. Margar urðu ferðirnar á sjúkrahús en alltaf kom hún Ella okkar aftur ótrúlega brött. En nú á þessum björtu sumardögum er hún kölluð frá okkur en á ströndinni fyrir handan hefur sonurinn elskulegi og aðrir ástvinir fagn- að og tekið henni opnum örm- um. Kjartani, börnunum og öðr- um ástvinum færum við inni- legar samúðarkveðjur og biðj- um Ellu Guðs blessunar um leið og við þökkum henni áratuga vináttu. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Vinkonurnar; Helga, Laufey, Valgý, Anna Sigga, Sóley og Fríða. Með söknuð í hjarta kveðjum við samstarfskonu til margra ára. Elín Sveinsdóttir var formað- ur FOSS (Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi) frá 1982 til 1993 og gegndi því starfi af krafti eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún tók við félaginu í örum vexti og leiddi kjarasamningaviðræður við sveitarstjórnarmenn af sinni alkunnu festu og baráttuhug fyrir bættum kjörum sinna fé- lagsmanna. Hún gegndi mörg- um trúnaðarstörfum fyrir Sam- flot bæjarstarfsmanna og BSRB, sat meðal annars í verk- fallsstjórn BSRB í allsherjar- verkfallinu 1984 og leiddi fé- lagsmenn FOSS í gegnum mánaðarlangt verkfall. Elín Sveinsdóttir var þeim hæfileika gædd að geta fengið fólk til að brosa jafnvel þótt til- efnið væri varla til staðar. Oft- ar en ekki kom það fyrir að langir fundir og stundum leið- inlegir urðu bærilegir þegar El- ín kom með ábendingu eða at- hugasemd sem varð til þess að fólk gat hlegið og farið glatt heim á leið. Elín Sveinsdóttir var ein- staklega sterkur persónuleiki sem lét sér fátt óviðkomandi. Hún hafði sterkar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Hún hafði sterka réttlætiskennd sem allir samferðamenn hennar geta vitnað um. Hvar sem Elín kom tóku menn eftir því að þar fór einstök kona, glæsileg, fylgin sér og með mikið skopskyn. Húmor hennar og hlátur fyllir nú huga okkar og minningarnar hrannast upp. Oft var kátt á hjalla heima hjá Elínu og Kjartani þegar stund gafst, mikið hlegið og sagðar sögur. Þær stundir geymum við nú sem dýrmæta minningu. Með þessum orðum þökkum við samstarfið, vináttuna og gleðina. Hennar verður sárt saknað af samferðafólki. Kjart- ani og allri fjölskyldunni færum við innilegustu samúðarkveðjur á þessari stundu. Elín Björg Jónsdóttir og Stefanía Geirsdóttir. Elín Sveinsdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELLEN SVAVA FINNBOGADÓTTIR, Selbrekku 10, Kópavogi, lést miðvikudaginn 23. maí sl. Útförin fór fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún M. Stefánsdóttir, Haraldur H. Lárusson, Helgi Hallgrímsson, Dagmar S. Hallgrímsdóttir, Guðlaugur Eiríksson, Finnbogi I. Hallgrímsson, Rögnvaldur A. Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Dúdda, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13.30. Anna Lilja Sigurðardóttir, Inga Hrönn Sigurðardóttir, Eiríkur Óskarsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL RAGNAR GUÐMUNDSSON frá Mið-Mói, Forsæti 10 A, Sauðárkróki, verður jarðsettur laugardaginn 9. júní. Athöfnin hefst í Sauðárkrókskirkju kl. 13.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim er vilja minnast hans er bent á að láta Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess. Sigríður Pálsdóttir, Guðmundur Óli Pálsson, Guðrún Kristín Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ERLENDSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést laugardaginn 2. júní á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 12. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimer- sjúklinga, bankareikningur 0327-26-4304/kt.580690-2389, eða önnur líknarfélög. Starfsfólki Eirar, 3. hæð suður, eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Björn J. Haraldsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Sævar Sveinsson, Linda Björnsdóttir, Magnús Bárðarson, Lára Björnsdóttir, Gunnar Sæmundsson, Eyrún Björnsdóttir, Stefán Gunnarsson, börn og barnabörn. ✝ Elskuleg systir mín og mágkona, STEINUNN GUÐNADÓTTIR BLEVINS, Panquich, Utah, Bandaríkjunum, lést að heimili sínu mánudaginn 7. maí sl. Minningarathöfn verður í Laugarneskirkju föstudaginn 8. júní nk. kl. 15.00. F. h. fjölskyldunnar, Gerður Karítas Guðnadóttir, Sveinn Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.