Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 32

Morgunblaðið - 07.06.2012, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Okkur langar að minnast móður og tengdamóður með því að rifja upp nokkrar skemmti- legar samverustundir með þess- ari litríku konu, sem Erla Stein- grímsdóttir var. Ég kynntist Erlu tengdamóður minni fyrir tæpum 40 árum þegar ég fluttist til Húsavíkur, hún var alltaf kát og hress. Við unnum saman um tíma á sjúkrahúsinu á Húsavík og byrjuðum klukkan sjö á morgnana. Þá bjuggum við Brynjar á efstu hæðinni í Vall- holti. Þegar ég kom niður á morgnana á leið til vinnu var oftar en ekki bökunarlykt úr eldhúsinu hjá Erlu og hún á leið til vinnu. Ég hef ekki kynnst manneskju sem hefur haft jafn- gaman af að matbúa og Erlu, síðast þegar hún bauð okkur í mat, sem var fyrir örfáum dög- um, stóð hún við eldavélina að gera jafning með matnum og Erla Steingrímsdóttir ✝ Erla Stein-grímsdóttir fæddist á Húsavík 26. júní 1922. Hún lést á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ 28. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Elísabet Hallgríms- dóttir og Stein- grímur Jónsson. Útför Erlu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. júní 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. þegar við fórum gaf hún mér trefil sem hún var nýbúin að prjóna. Erla hafði ekki mikið fyrir því að svara fyrir sig, því hún var alltaf mjög ákveðin og var ekki alltaf sjáfgefið að hún væri sammála síðasta ræðumanni. Eitt af því sem var gaman að gera með Erlu var að fara í berjamó, hún hafði mjög gaman af því og var dugleg að tína og nýta berin. Oft gátum við setið saman og hlegið þar sem hún var bæði hress og skemmti- leg. Við eigum eftir að sakna þín elsku mamma og tengda- mamma, en við vitum að þér er farið að líða vel eftir erfiðan tíma. Guð geymi þig, Anna og Brynjar. Amma mín var yndisleg. Amma var alltaf hún sjálf. Hún var ein af þeim sem geta aldrei falið skoðanir sínar og það er eiginleiki sem er sjaldfundinn. Það eru ekki allir jafnheppnir og við að fá að hafa ömmu hjá okk- ur svona lengi – 90 ár, amma mín, er ansi gott. Þú hefðir orðið níræð núna í júní og veistu, við ætlum að halda upp á afmælið þitt. Þú hlakkaðir svo til að halda upp á afmælið þitt og það verður sko gert og ég veit að þú verður þar með okkur í anda. Síðast þegar við hittum þig borðuðum við saman heima hjá Sylvíu og Atla og gæddum okk- ur á dýrindis sushi. Amma gamla að smakka sushi í fyrsta sinn. Þú varst nú ekki að springa úr gleði þegar þú vissir hvað var í matinn en lést þig hafa það og smakkaðir, já og faldir nokkra bita undir salatinu þínu líka. Já, amma mín var töff- ari. Það var alveg yndislegt að fá að hitta ykkur afa kvöldið áð- ur en við Víkingur fórum til Barcelona. Þú varst alltaf svo góð við Víking Brynjar – alltaf að gefa honum gjafir og prjóna á hann fallegar húfur og trefla. Mér þykir svo vænt um að hann hafi náð að kynnast þér amma mín og hann elskaði þig. Manstu þegar þú sagðir mér að það væri lítill engill svífandi yfir mér og væri á leiðinni til mín og núna er hann hjá mér og næstum þriggja ára. Mér þótti svo vænt um það hvað þið afi voruð dugleg að kíkja til okkar í heimsókn í Garðabæinn. Afi var svo dugleg- ur að rúnta með þig um allt. Tíminn eftir að mamma og pabbi fluttu í borgina, eða síð- ustu sjö árin, gaf okkur tækifæri á að kynnast alveg upp á nýtt. Loksins vorum við öll á sama punkti og gátum hist reglulega. Fjölskyldumaturinn hjá mömmu og pabba í hverjum mánuði ynd- islegur og alltaf mættuð þið afi, sama hvernig viðraði þá brun- uðuð þið í borgina til okkar. Mikið á ég eftir að sakna þess- ara stunda amma mín. Árlega laufabrauðsgerðin, skötuveislan, sumarbústaðurinn og svona mætti lengi telja. Þú elskaðir að kaupa ný föt og gera þig sæta. Í hvert sinn sem við hittum þig varstu hlaðin glitrandi skarti og í fallegum fötum. Alltaf svo glæsileg amma mín. Og ekki þótti þér nú verra hvað við höfðum alltaf orð á því hvað þú værir flott. Að kíkja í kaffi eða mat til ykkar afa í Keflavík var alltaf svo ljúft, það fór sko aldrei neinn svangur frá ykkur. Þvílíkar kræsingar enda- laust á borðum og kökur fyrir 50 manna veislu. Já þið kunnuð að hugsa um gestina ykkar. Elsku amma mín ég veit að þú ert núna á góðum stað og gott fólk hjá þér. Víkingur litli spyr oft hvar langamma sé og þá segi ég: „Amma er hjá englun- um og dansar með þeim á himn- um.“ Hann tekur á móti þér, hinum megin við. Í annan heim, hann fylgir þér. Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Birgitta. Erla systir okkar hefur nú kvatt sitt jarðneska líf. Á langri ævi skiptast á skin og skúrir, eins og gengur. Að leiðarlokum viljum við þakka henni þær stundir sem við áttum samleið. Vegferðin var orðin löng og þreyttum því hvíldin vel þegin. Við kveðjum hana með þessari fallegu bæn: Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Hinsta kveðja frá systrum þínum, Hrefnu og Vilfríði. HINSTA KVEÐJA Elsku amma Erla mín, alltaf varstu svo falleg og fín. Tiplandi um á háum hælum, með hringana þína og fullt af nælum. Minning þín lifir í glimmerkjól, yndisleg varstu líkt og sól. Á hælunum með uppblásið hárið, nú kveð ég þig með sorgar tári. Ég elska þig yndislega amma mín, ég mun hitta þig hinum megin þar sem þú tiplar nú um á háum hælum svo yndisleg, falleg og fín, elsku yndislega amma mín. Þín Sylvía. ✝ María H. Guð-mundsdóttir fæddist 23. janúar 1934. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 18. maí 2012. Foreldrar hennar voru Krist- ín Jónsdóttir, f. á Læk í Ölfusi, 7. júní 1903, d. 1. apríl 1937, og Guð- mundur Kristinn Guðjónsson, f. 17. júní 1891, d. 29. janúar 1971. Systkini Maríu eru Guðjón, f. 21. febrúar 1928, d. 13. mars 2008, Hall- grímur Valgeir, f. 5. október 1930, d. 11. maí 2004, Hulda Ester, f. 15. maí 1935, og Krist- ín, f. 6. mars 1937. Hálfsystir samfeðra Finnbjörg, f. 18. mars 1941, d. 10. nóvember Dröfn Erlingsdóttur Kærnes- ted og eiga þau saman dótt- urina Freyju Mist, f. 8.11. 2006. 2) Kristín, f. 9.8. 1958. Börn hennar eru Tarinii, f. 24.9. 1986, Mirjam, f. 10.3. 1989, og Nicolai, f. 25.6. 1994. 3) Auður, f. 13.3. 1960. Eiginmaður henn- ar er Stefán Pétursson, f. 16.5. 1965, og börn þeirra eru Sól, f. 17.12. 1996, og Sölvi, f. 17.12. 1996. 4) Jens, f. 27.10. 1963. Eiginkona hans er Kristín Eggertsdóttir, f. 7.3. 1962. Synir Kristínar og fóstursynir Jens eru Aron Smári Barber, f. 26.3. 1983, og Ragnar Mikael Halldórsson, f. 21.6. 1990. María stundaði nám við Verslunarskóla Íslands 1953- 1954. Hún hóf störf hjá Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) árið 1973 og starfaði þar til ársins 2003. Hjá FÍH sinnti hún aðallega gjaldkera- og bókhaldsstörfum en einnig al- mennri þjónustu við fé- lagsmenn. Útför Maríu fór fram frá Fossvogskirkju 5. júní 2012. 2002, móðir henn- ar var Guðný Finn- bogadóttir, f. 17. júní 1901, d. 25. febrúar 1942. María giftist 17. júní 1955 Ólafi Jenssyni, f. 8. sept- ember 1934, d. 20. júlí 2003. For- eldrar Ólafs voru Elín María Gunn- arsdóttir, f. 12.11. 1909, d. 30.6. 1981, og Jens Guðjónsson, f. 19.7. 1903, d. 26.10. 1982. Ólafur og María eignuðust fjögur börn: 1) Elín María, f. 16.1. 1955. Eig- inmaður hennar er Jóhannes Gíslason, f. 26.4. 1950, börn þeirra eru Hrafnhildur, f. 3.2. 1978, og Snorri, f. 30.6. 1981. Snorri er í sambúð með Erlu Á fallegum sumardegi lagði vinkona mín og mágkona, María H. Guðmundsdóttir, upp í síð- asta ferðalagið sitt. Hún var vel undirbúin fyrir þessa ferð eins og allar ferðirnar sem hún fór með Óla sínum, innanlands og utan. Malla var sterk kona og glæsi- leg. Samband þeirra hjóna var einstakt, ást og vinátta réð ríkj- um alla tíð. Það varð henni því erfitt sumarið 2003 þegar Óli féll frá á besta aldri, hún sjálf orðin veik og læknarnir höfðu ekki gefið henni langan tíma. En eins og segir í sálmi Sigurbjörns Ein- arssonar biskups: „Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.“ Malla fann sína færu leið og gekk hana skref fyrir skref í átt til lífsins, þakkaði fyrir það sem hún hafði átt frekar en að horfa á það sem hún hafði misst. Hún var studd af börnum sínum og vinum og náði ótrúlegum bata af meini því er endanlega lagði hana að velli níu árum síðar í sæld og þraut. Malla sýndi ótrúlegan styrk, vissi alltaf af meininu og vissi að það færi ekki, en það tókst að halda því niðri tímabundið. Hún hélt áfram að ferðast, fór til Flórída með vinkonum sínum, heimsótti dóttur sína í Noregi og systur í Danmörku. Síðastliðið haust fór hún til Andalúsíu með vinum þeirra Óla, vissi þá að það yrði síðasta ferðin hennar í bili. „Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér?“ (Sigurbjörn Einarsson) Já, hún naut hvers dags og vissi að hún átti bara eitt and- artak í einu. Síðastliðinn vetur fór hún í fimmtu meðferðina og virtist vera á batavegi þegar kallið kom. Síðustu árin höfum við mág- konurnar verið mikið saman, ferðast um landið okkar fallega og dvalið helgi og helgi á hóteli í fallegu umhverfi. Í sumar höfð- um við hugsað okkur þægilegt hótel í nágrenni höfuðborgarinn- ar. Malla fór í lengra ferðalag, en verður með mér í huganum á mínu ferðalagi. Það var aðdáanlegt að fylgjast með hve börnin hennar hugsuðu vel um hana, varla leið sá dagur að þau litu ekki inn hjá mömmu og þegar hún var slöpp færðu þau henni mat og báru hana á örmum sér. Hún var stolt af fjöl- skyldunni sinni. Malla kom inn í líf mitt þegar ég var táningur og mér stóð ekki á sama að hún skyldi ætla að taka bróður minn frá mér. En þarna var ég búin að fá systur sem ég hafði alltaf þráð. Við urð- um mjög nánar og dvöldum sam- an með litlu börnin okkar í nokk- ur sumur í veiðikofanum hans pabba vestur í Dölum. Þar var þröng á þingi og lítið um þæg- indi en nóg af sælu. Seinna færð- um við okkur í sumarbústað við Meðalfellsvatn, þar sem heldur ekki var rafmagn né rennandi vatn. Aldrei bar skugga á sam- bandið og allir undu glaðir við sitt og við hétum því að annast börn hvor annarrar ef eitthvað kæmi fyrir okkur meðan þau væru lítil. Nú er tómlegt að ganga fram hjá húsi Möllu, en við vorum svo heppnar að vera líka nágrannar síðustu árin. Ég þakka fyrir það sem ég hef átt og horfi fram á veginn. Mágkona, vinkona og systir, Hjördís Jensdóttir. Kæra Malla – nokkur orð til þín frá okkur að leiðarlokum. Í sjálfu sér átti það ekkert að koma neinum á óvart að þú kveddir þennan heim eftir margra ára baráttu við þann ill- víga sjúkdóm sem krabbamein er. Einhvern veginn var það nú samt þannig að þú stóðst alltaf upp, sterkari og staðráðnari í að láta veikindin ekki sliga þig og því vorum við hin kannski ekki alveg jafntilbúin að kveðja og þú. Fyrir rúmum aldarfjórðungi urðum við fjölskyldan þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér og þínum öðlingsmanni, Ólafi heitnum Jenssyni, sem þá, sem formaður Íþróttasambands fatl- aðra, réð mig blautan á bak við eyrun til sambandsins. Þetta reyndist mér hið mesta gæfu- spor því okkur öllum, mér, minni konu og börnum, tókuð þið opn- um örmum og kennduð okkur þá list að njóta líðandi stundar og taka engum hlut sem sjálfsögð- um í lífinu. Þótt oftar en ekki væri kátínan og gleðin kringum Óla okkar Jens lá alltaf ljóst fyr- ir hver það var sem markaði stefnuna. Malla okkar, eða María Guðmundsdóttir eins og hún hét, var ákveðin og glaðlynd kona sem hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, var vin- ur vina sinna og lét sér annt um fjölskyldu sína og þá sem næst henni stóðu. Hún gat verið snögg upp á lagið og snögg að taka ákvarðanir. Það átti því kannski ekki að koma manni á óvart að hún kveddi þennan heim jafn snögglega og hún gerði til Óla síns, sem án efa tek- ur henni opnum örmum. Kæra Malla, takk fyrir leið- sögnina, vináttuna og allar þær ánægjustundir sem þú veittir okkur – þín verður sárt saknað af fjölskyldunni í Breiðagerði 2. Guð blessi minningu Maríu Guðmundsdóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Ég vil fyrir okkar hönd og Íþróttasambands fatlaðra senda samúðarkveðjur til barna þinna, barnabarna og barnabarna- barna. Ólafur Magnússon og fjölskylda. María H. Guðmundsdóttir Amma og afi í Þykkvabæ eru nú sameinuð á ný. Amma drakk kaffi. Amma átti alltaf kaffi á könnunni og snemma vorum við farin að drekka með ömmu kaffi og tala um allt milli himins og jarðar. Það var nefnilega hægt að ræða allt við ömmu. Amma hafði alltaf áhuga á því sem maður var að segja og amma fylgdist með öllu sem við og krakkarnir okkar gerðu. Amma horfði á sjónvarpið. Amma horfði helst á alla dag- skrána á RUV um helgar, jafn- vel þó hún væri búin að sjá sum- ar myndirnar mörgum sinnum. Amma kunni ekki að fara snemma að sofa en samt vakn- aði hún alltaf mjög snemma. Þó við værum með ungabörn og komin á fætur fyrir allar aldir og fórum að kvarta í ömmu þá hafði amma nánast alltaf vaknað mikið fyrr. Amma reykti. Amma reykti mikið en það var bara hún amma okkar. Ef amma hefði ekki reykt þá hefði hún kannski ekki verið sama amman sem okkur þykir svo svakalega vænt um. Við horfðum oft á ömmu reykja því það var stundum þannig að glóðin var að fara eitthvað annað en ofan í ösku- bakkann sem hún var þó búin að hafa á sama stað á eldhúsborð- inu í tugi ára. Amma var heima. Amma var mjög heimakær og vildi helst fá alla í heimsókn til sín, enda var það oft þannig að innkeyrslan í Þykkvabænum var full af bílum. Bergþóra G. Kristinsdóttir ✝ BergþóraGunnbjört Kristinsdóttir fæddist á Síðu í Refasveit í Austur- Húnavatnssýslu 17. febrúar 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 22. maí 2012. Útför Bergþóru Gunnbjartar fór fram frá Árbæj- arkirkju 1. júní 2012. Fjölskyldan kom saman hjá ömmu og alltaf var nóg pláss fyrir alla. Krakkarnir okkar áttu stóran hluta af ömmu og hún vildi alltaf vita allt um hvað þau voru að gera og hvort þau kæmu örugglega ekki fljótlega í heimsókn til þess að skoða í nammiskápinn henn- ar ömmu þar sem hún passaði að alltaf væri til eitthvað gott. Alltaf mátti allt hjá ömmu og afa og ég var ekki gömul þegar ég sagði að ég ætlaði bara að flytja til ömmu, einnig fór ég snemma að fara ein til ömmu því það var svo gott að vera þar. Ég var tæplega 6 ára þegar ég fór með ömmu og afa út að borða á sumardaginn fyrsta og höfum við haldið því allar götur síðan en síðast var farið á setu- stofuna á 11E þar sem við áttum æðislega stund. Margar ferðir fórum við saman og eru Síld- arævintýrið á Appelsínunni, Kanaríferðin og húsmæðraorlof- ið til Akureyrar þar sem ég lærði að prjóna og við skemmt- um okkur á balli fram eftir nóttu með Öddu systir þinni mjög eftirminnilegar. Kvöldin voru tími okkar ömmu saman. Við sátum oft í marga klukkutíma og hlustuðum á hvort annað eða þögðum bara saman yfir sjónvarpinu. Amma sagði mér frá tímanum sem hún og afi áttu saman og hvað þau höfðu gengið í gegnum við að koma upp fjórum börnum á erf- iðum tímum og frá öllum ferða- lögunum. Amma fylgdist ótrú- lega vel með öllu sem ég og mín fjölskylda gengum í gegnum þegar Almar greindist með hjartagallann og hlustaði svo innilega þegar ég þurfti ein- hvern bara til að hlusta. Amma var alltaf til staðar fyrir mig og ég reyndi að vera til staðar fyrir hana. Amma var vinkona okkar. Bergþóra og Sigurður. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.