Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:00:
Jaðar 17, lnr. 212-984, Borgarbyggð, þingl. eig. Lögbrekka ehf,
gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
6. júní 2012,
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Lindarbraut 6, 206-7556, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Magnea Ólöf
Guðjónsdóttir og Halldór Kjartansson Björnsson, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. júní 2012 kl. 13:30.
Ljósheimar 22, 202-2267, Reykjavík, þingl. eig. Herdís Haraldsdóttir,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 11. júní 2012 kl. 10:00.
Lækjargata 6b, 200-2709, Reykjavík, þingl. eig. þb. Greipt í stein ehf.,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Reykjavíkurborg og
Vörður tryggingar hf, mánudaginn 11. júní 2012 kl. 14:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
6. júní 2012.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Básvegur 1, fnr. 208-6998, Keflavík, þingl. eig. Kristinn Guðmundsson,
gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:35.
Básvegur 3, fnr. 228-7026, Keflavík, þingl. eig. Kristinn Guðmundsson,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:40.
Birkidalur 3, fnr. 229-7058, Njarðvík, þingl. eig. Ágúst Harðarson,
gerðarbeiðendur N1 hf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og
Vörður tryggingar hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 12:20.
Birkiteigur 1, fnr. 208-7059, Keflavík, þingl. eig. Stefán Egilsson og
Kristín Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Avant hf, Íslandsbanki hf,
Reykjanesbær og Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 12. júní
2012 kl. 09:55.
Brekkustígur 20, fnr. 209-4700, Sandgerði, þingl. eig. Einar Hans
Þorsteinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sandgerðisbær og
Sjóvá-Almennar tryggingar hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:10.
Fitjabraut 14, fnr. 209-3241, Njarðvík, þingl. eig. Svavar Sædal Einars-
son og Einar Sædal Svavarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf,
þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 11:35.
Fífumói 5c, fnr. 209-3192, Njarðvík, þingl. eig. Friðrik Jónsson,
gerðarbeiðandi Fífumói 5c, húsfélag, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl.
11:05.
Grímsholt 5, fnr. 228-8169, Garður, þingl. eig. Birgitta Sædís Ey-
mundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sveitarfélagið Garður
og Vörður tryggingar hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 08:45.
Grænás 2b, fnr. 209-3327, Njarðvík, þingl. eig. Evy Britta Kristinsdóttir,
gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl.
11:45.
Háseyla 3, fnr. 209-3354, Njarðvík, þingl. eig. Kristín Fjeldsted,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 12:00.
Heiðarhvammur 5, fnr. 208-8968, Keflavík, þingl. eig. Lúðvík Helgi
Hallsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vörður
tryggingar hf., þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:45.
Hlíðargata 34, fnr. 209-4798, Sandgerði, þingl. eig. Brynja Hjarðar
Þorsteinsdóttir og Ásgeir Svavarsson, gerðarbeiðendur Landsbank-
inn hf. ogTryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 09:20.
Njarðvíkurbraut 26, fnr. 209-4000, Njarðvík, þingl. eig. Katrín Sjöfn
Sveinbjörnsdóttir og Jósef Zarioh, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og
Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 12:10.
Sjávargata 18, fnr. 209-4093, Njarðvík, þingl. eig. Abdul Sami Sina
Omid, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl.
11:25.
Sólvallagata 40, fnr. 209-0570, Keflavík, þingl. eig. Héðinn Heiðar
Baldursson og Ragnheiður Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Faxabr.
25-27/Sólvg. 38-40,húsfél og Sýslumaðurinn á Blönduósi,
þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:55.
Tjarnargata 29, fnr. 209-0935, Keflavík, þingl. eig. Anna Lilja Hregg-
viðsdóttir, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og
Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:05.
Vatnsnesvegur 22a, fnr. 209-1130, Keflavík, þingl. eig. Ásta Gunnars-
dóttir og Emil Ágúst Georgsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær,
þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 10:15.
Sýslumaðurinn í Keflavík,
5. júní 2012,
Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Félagsstarf eldri borgara
!
"
#
$% & ## ' (
) * +
*
!"
#
$ , #
-
#
. -*/
-
* 0
%
#
%
$&# ' *
1
( ) $
* 0/
2(- /!. -*
3 #
#/
# 4/. + -
-
*& '+,
. #5
*& )6
7# ' - 4 "
# 8/
11
*" ,-(,. 95
0 :/!
95
. ## -5 /)
$
;
*
&( 7
,( $ <
-(
=== : &( ( > %!1/1 * ???
0
& ' @
# 1%. +
. +(
++
. +( + /
1 & 2
# ##- A## %
<# & ##
1
1 #
%
# *
'
9
0 #
*
&'( +7/
'
&'( 3
+ >
1/ 1% :44/4:
# . +
.
Hinn góði drengur, tengda-
sonur minn, ljóðskáldið Jónas
Þorbjarnarson, lést sviplega á
Ítalíu langt fyrir aldur fram og
fór jarðarförin hans fram 4. júní í
fallegu þorpi við Canzo þar sem
þau hjónin höfðu sitt heimili.
Hanna dóttir mín og Jónas voru
ákaflega góð saman, bæði miklir
listamenn, Hanna söngkona, pí-
anóleikari, rithöfundur, tónlist-
arkennari og umsjónarmaður
með vefmiðlum og skipuleggj-
andi listsýninga svo að fátt eitt sé
nefnt og auk þess mikill kokkur
og matgæðingur eins og móðir
hennar heitin Jóhanna Halldóra
Sveinsdóttir. Jónas var lífs-
kúnstner af hæstu gráðu, lifði
fyrir lífið og áhrifin af því og kom
þeim til skila með ljóðum, sterkri
og yfirvegaðri heimspekilegri
þögn.
Jónas var geysilegt náttúru-
barn og þau hjónin nutu hverrar
stundar á Ítalíu enda stutt í feg-
urð fjalla og dala þar sem þau
hafa búið. Samverustundir urðu
ekki eins margar við Jónas og við
hefðum kosið, því miður, en mér
er minnisstætt er við hjóluðum
saman um Monza-borg fyrir
nokkrum árum og skoðuðum
miðbæinn af hjóli. Það er allt
annað sjónarhorn en að aka um í
borginni þar sem önnur hver
gata er einstefnugata og meðal-
maður verður tiltölulega fljót-
lega það sem kallast á góðu máli
alveg „bilaður“ á að aka um göt-
ur borga á Ítalíu. Reiðhjólið var
farartæki Jónasar og gjörþekkti
hann meir en margur heimamað-
urinn leynileiðir og fallega staði
eingöngu vegna ferðamátans.
Parco Monza, stærsti garður
Evrópu, var honum mjög kær og
sat hann þar og orti ljóð á hinum
ýmsu stöðum. Hanna og Jónas
fluttu svo til fallega smábæjarins
Canzo fyrir norðan Mílanó og
voru að koma sér fyrir í nýrri
íbúð þegar hið hörmulega slys
átti sér stað. Jónas stundaði mik-
ið sjósund á Íslandi og hafði oft
synt í stöðuvatninu sem að lokum
tók hann til sín. Margar minn-
ingar flæða um við svona atburði
og er mér minnisstæður brúð-
kaupsdagurinn þeirra en þá lék
Jónas á gítarinn sinn og Hanna
söng fyrir gesti. Þau komu oft og
víða fram og sungu og spiluðu og
unnu mikið að menningarsam-
skiptum á milli Íslands og Ítalíu,
oftast að mestu í sjálfboðavinnu.
Mikið er framundan hjá Hönnu
og verður ekki eins auðvelt nú
þegar Jónas er horfinn sem dag-
legur félagi en þökk sé öllum sem
lögðu hönd á plóg þá fær hann að
hvíla á Ítalíu hjá Hönnu sinni í
fallega kirkjugarðinum Galliano
Jónas
Þorbjarnarson
✝ Jónas Þor-bjarnarson
fæddist á Akureyri
18. apríl 1960.
Hann varð bráð-
kvaddur í Canzo á
N-Ítalíu 28. maí
2012.
Jónas var jarð-
sunginn í kirkju-
garði Eupilio við
Segrinovatn 4. júní
2012.
(Eupilio) og er það
mikil huggun í
harminum.
Við Jóhanna, Júl-
ía og Ragna sendum
Hönnu og aðstand-
endum Jónasar
hugheilar samúðar-
kveðjur og þökkum
fyrir góðu stundirn-
ar.
Friðrik Á.
Brekkan.
Jónas Þorbjarnarson ljóð-
skáld er látinn, langt fyrir aldur
fram.
Hann var sá eini af ljóðskáld-
unum undir sextugu, sem mér
fannst að væri þess maklegur að
halda á lofti merki hinna mennt-
uðu ljóðskálda á Íslandi, í anda
þeirrar vestrænu ljóðahefðar
sem hefur tíðkast í Evrópu frá
dögum forn-Grikkja.
Ég kynntist honum fyrst á
upplestrarkvöldum skáldanna í
Andblæ á Málstöðum, árið 1994.
Eftir það bauð ég honum nokkr-
um sinnum á fundi hjá okkur í
Hellas-hópnum; upplestrarfélagi
skálda; og í Vináttufélagi Íslands
og Kanada. Einnig fór ég á ljóða-
upplestra hans, og gaf honum
ljóðabók eftir mig.
Við vorum báðir stúdentar frá
Menntaskólanum á Akureyri; og
var mér því ljúft að telja hann á
meðal helstu MA-skálda; í sam-
nefndri Morgunblaðsgrein minni
fyrir nokkrum árum.
Ég hef mikið unnið með
sjúkraþjálfurum, og orðið var við
að hann þótti vera hið þekkta
skáld úr þeirra hópi.
Hann var jafnan útgefinn af
stóru bókaforlögunum, og var
sigursæll í ljóðasamkeppnum.
Margir minnast þess er hann
vann til ljóðaverðlauna er tengd-
ust Morgunblaðinu, kringum
1996.
Ég hafði hugsað mér að efla
nánar kynni mín við þennan ljúf-
lingsdreng, en nú er það orðið of
seint. Það er nú ekki annað að
gera en að reyna að kveðja hann
með einhverju viðeigandi ljóði.
Hér kemur því eitt sem bíður nú
birtingar í minni fjórtándu ljóða-
bók, og minnir á eldmóðinn sem
var í kringum okkur skáldin í
Andblæ forðum daga; en það
heitir: „Segðu það Spartverjum“:
Farandi, segðu það Fjallkonunni
Að listinni trúir
Liggjum vér ljóðskáldin
Hér allir í kös undir barði;
Sem féllu, lífsstarfi sínu trúir
Í einarðri baráttu gegn aðild
Íslands að Evrópusambandinu þrútna:
Með ljóðin, sem áttu að vernda
sjálfstæðið,
Áttu að vera þjóðin;
En eru nú bara sem skrautrúnir
Á skrælnandi bókum grúskara
Segðu það Fjallkonunni
Að við óskum að varðveitast
í minningu hennar
Er hún horfir fram úr þögninni
Niður á ævintýramenn okkar
Íslendinganna
Er klöngrast upp á jöklana
Í stillviðrum framtíðarinnar
Tryggvi V. Líndal.
Elsku pabbi.
Þrátt fyrir að sam-
band okkar var kannski ekki
dæmigert feðginasamband, þá ert
þú eini pabbi minn og munt alltaf
vera eini pabbi minn. Við vorum
alltaf góðir vinir.
Haukur
Richardsson
✝ Haukur Rich-ardsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
desember 1950.
Hann lést 24. maí
2012.
Útför Hauks fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 1.
júní 2012.
Ég á fáar en ein-
staklega góðar minn-
ingar frá samveru-
stundunum okkar
þegar ég var lítil sem
ég á alltaf eftir að
varðveita vel í hjarta
mínu. Ég man þegar
þú kenndir mér að
spila yatzy og við
spiluðum endalaust
við eldhúsborðið á
Bragagötunni. Þú
varst svo góður við mig og vildir að
ég mundi vinna en það er ekki svo
auðvelt að vita hvernig teningarnir
mundu lenda, þannig að við spil-
uðum stundum fram á nótt ef ég
var ekki að vinna þig. Við vökn-
uðum síðan snemma til þess að fara
í Kolaportið og alltaf leyfðir þú mér
að kaupa lukkupakka á 100 kr. sem
var rosalega spennandi.
Síðan áttum við kisuna Raisu
Gorbatsjov sem kom alltaf þegar
þú hristir lyklana þína þegar við
komum heim. Mér fannst það alltaf
svo skemmtilegt. Svo eignaðist
Raisa kettlinga sem við þurftum að
gefa og man ég að það var mikil
sorg en þú útskýrðir vel fyrir mér
að við gætum ekki átt allar kisurn-
ar.
Ég er rosalega montin að segja
að þú kenndir mér að sitja á mót-
orhjóli. Ég var 10 ára þegar ég
fékk að sitja aftan á hjá þér og vá,
hvað það var gaman. Fyrst vildi ég
alltaf halla mér í öfuga átt í beygj-
unum eins og maður gerir gjarnan
á reiðhjóli til þess að ná jafnvægi,
en þú kenndir mér að halla mér í
sömu átt og við vorum að beygja.
Síðasta sumar var ég gæsuð fyrir
brúðkaupið okkar Davids og tveir
svakalegir mótorhjólagæjar sóttu
mig um morguninn. Ég var ekkert
hrædd þegar þeir fóru upp í 130
kílómetra hraða á Sæbrautinni því
að ég vissi að pabbi minn hefði
kennt mér að sitja aftan á mótor-
hjóli.
Í minningunni var alltaf gott og
bjart veður þegar við vorum sam-
an. Ég er rosalega þakklát fyrir
þær minningar sem ég á með þér
elsku pabbi.
Ég veit að afi hefur tekið vel á
móti þér uppi á himnum og Camilla
og örugglega Raisa líka. Þrátt fyrir
að við töluðum ekki saman þegar
þú varst á jörðunni, þá veit ég núna
að ég get alltaf talað við þig og þú
heyrir í mér. Við verðum alltaf
feðgin.
Elska þig.
Þín dóttir,
Tinna.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón-
arfólki minningargreina viðvart.
Minningargreinar
Bridsdeild Félags eldri
borgara Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði,
Stangarhyl 4, mánudaginn 4. júní. Spilað
var á 10 borðum. Meðalskor: 216 stig. Ár-
angur N-S:
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 270
Bjarni Þórarinss. – Jón Lárusson 245
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 245
Óli Gíslason – Björn Svavarsson 223
Árangur A-V:
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 256
Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrímss. 243
Oddur Halldórss. – Ragnar Björnsson 231
Þröstur Sveinss. – Rúnar Sveinsson 223
Aðalfundur Bridsfélags
Reykjavíkur
Aðalfundur BR verður haldinn mánu-
daginn 18. júní kl. 17:30 í Síðumúla 37 (hús-
næði BSÍ).
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarrit-
ara. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Endurskoðaðir
reikningar lagðir fram. 4. Umræður um
skýrslu stjórnar og reikninga. 5. Kjör for-
manns stjórnar. 6. Kosning stjórnar, end-
urskoðenda og annarra fulltrúa. 7.
Ákvörðun um félagsgjald fyrir komandi
ár. 8. Lagabreytingar ef fram koma. 9.
Önnur mál.
Stefnt er að því að fundi verði lokið fyrir
19 þannig að áhugasamir geti spilað hjá
Svenna í sumarbrids.
Boðið verður upp á kaffiveitingar á
fundinum.
Hvetjum alla til að mæta og leggja sitt
afl á vogarskálarnar til að gera BR að enn
betra bridsfélagi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is