Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Það var einstök og vand-gleymanleg reynsla aðupplifa í fyrsta, og e.t.v.síðasta, skipti Martin
Berkofsky í Norðurljósasal Hörpu
sl. laugardagskvöld. Andrúmsloftið
bar hrífandi keim af hugleiðslu er
undirstrikaðist af sætaröðun í fók-
userandi hálfhring kringum upp-
sprettuna, Steinwayflygilinn. Sá
stóð á ekta persneskum teppum,
auk þess sem logaði umhverfis á
27 kertastjökum (magískri tölu
Pýþagórea ef rétt er munað).
Sem sagt hafði ég aldrei áður
notið leiks amerísk-hvítrússneska
píanósnillingsins, jafnvel þótt
dvalið hefði nokkur ár hér upp úr
1980 – vel áður en ég tók að sinna
tónlistarlífi landsmanna á prenti.
Þó fór ég ekki frekar en aðrir á
sínum tíma varhluta af fréttum
um að píanistinn hefði þá lent í
það alvarlegu bifhjólaslysi að fyr-
irfram þótti útilokað að hann gæti
nokkurn tíma tekið aftur upp
þráðinn á hvítum nótum og svört-
um.
Engu að síður náði Berkofsky
sér undrafljótt aftur á strik, hvort
sem þakka mátti velheppnaðri
skurðaðgerð eða almættinu, nema
hvorttveggja væri. Munu síðan
lífsgæðamarkmið píanistans hafa
breytzt á þá leið að vinna frekar
að almenningsheill fremur en að
sanka í séreignarsjóð, ef marka
má hvað hann kvað upp frá því
hafa látið tónleikatekjur sínar
rakna til fyrrgetinna þarfa – og
ekki sízt þegar við bættist krabba-
mein frá um aldamótum sem ný-
lega hefur tekið sig upp aftur.
Um þau mál mátti m.a. lesa í
tónleikaskrá umrædds kvölds. En
jafnvel þótt sú dapurlega umgjörð
gæti e.t.v. hafa sett temprandi
aukasvip á upplifunina, þá var það
í engu að sjá eða heyra á spila-
mennskunni. Hvort tveggja var til
staðar í ríkum mæli – fítons-
kraftur og álfræn dúnmýkt, er
spönnuðu allt dýnamíska breið-
tjaldið frá þórdunum ragnaraka til
blíðasta angurhvísls.
Hér mátti aldrei þessu vant
heyra persónuleg sérkenni er af-
sönnuðu þá annars auðteknu full-
yrðingu að flestir nútímapíanistar
séu hverjir öðrum líkir. M.a. í afar
sérstæðum rúbatóum og flein-
hvössu stakkatói, að ekki sé
minnzt á íbyggna húmorinn í 12.
Rapsódíu Liszts. Þótt undirr. sé
enginn sérstakur fylgifiskur Franz
Liszts, er átti alla dagskrá kvölds-
ins nema aukalagið (Impromptu
Schuberts í As-dúr), þá hlaut rat-
vís hæfileiki túlkandans til að
halda manni þetta vel við efnið að
vera einhvers virði.
Upp úr stóðu bráðskemmtilegir
tónleikar – hylltir „á fæti“ eins og
sagt er – sem lengi verða í minn-
um hafðir.
Birt með leyfi Krabbameins-
félagsins.
Morgunblaðið/Golli
Minnisstætt Tónleikar Martins Berkofskys í Norðurljósasal Hörpu voru bráðskemmtilegir.
Mögnuð ögurstund
Einleikstónleikar Martins Berkofskys
Einleikstónleikar Martins Berkofskys í
Norðurljósum Hörpu 26.5. 2012.
Franz Liszt: Pater Noster; Il festi tran-
figurationis nostri Jesu Christi; Lég-
ende: St. François d’Assise; La prédica-
tion aux oiseaux; Miserere d’Aprés
Palestrina; Valhalla (aus der Ring des
Nibelungen); Les Morts-Araison; Lég-
ende: St. François de Paule marchant
sur le flots; Ungversk rapsódía nr. 12.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Í umsögn Önnu Jóa um verkefnið
Sjálfstætt fólk / (I)ndependent
People í Lesbók féll niður inngangur
greinarinnar. Hann fer hér á eftir:
Myndlistarhluti Listahátíðar í
Reykjavík í ár ber yfirskriftina
„Sjálfstætt fólk“ sem á ensku nefnist
„(I)ndependent People. Collabora-
tions and Artists Initiatives“. Verkið
teygir anga sína víða um borgina í
allsherjarsamstarfi ýmissa burðugra
stofnana og samtaka hér á landi og
erlendis, og um eitt hundrað lista-
manna frá Íslandi, Norðurlönd-
unum, Eystrasaltslöndunum,
Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkj-
unum og víðar. Sýningarstjórinn,
hinn sænski Jonatan Habib Eng-
kvist, hefur stefnt listamönnunum
saman þannig að þeir mynda 29 mis-
stóra hópa: enginn starfar upp á eig-
in spýtur, heldur leggur hver og
einn „egóið“ til hliðar og semur sig
að hugmyndum og löngunum ann-
arra í hinu listræna sköpunarferli –
þannig skapast oft dýnamík sem
leitt getur til spennandi útkomu. Af-
urðirnar má sjá í helstu sýning-
arrýmum borgarinnar, svo sem
Listasafni Íslands, Listasafni
Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Ný-
listasafninu, Kling & Bang galleríi,
SÍM-húsinu auk ýmissa óhefðbund-
inna rýma, má þar nefna Litlu kaffi-
stofuna við þjóðveginn og rústir
Edens í Hveragerði í tengslum við
óbeina þátttöku Listasafns Árnes-
inga í verkefninu. Á dagskrá „Sjálf-
stæðs fólks“ eru áhugaverðir við-
burðir langt fram eftir sumri.
Inngangur féll niður
LEIÐRÉTT
Listakonan Guðlaug Geirsdóttir er
tilnefnd til verðlauna á alþjóðlegu
CERCO keramiklistahátíðinni sem
stendur yfir í Zaragoza á Spáni.
Guðlaug var tilnefnd fyrir verk sitt
Syllur sem er nytjaskúlptúr inn-
blásinn af umhverfi Hítarvatns í
Hítardal og gömlu íslensku prjóna-
mynstri, að því er fram kemur í til-
kynningu. CERCO er einn stærsti
viðburður Spánar á sviði keramik-
listar og er hátíðin haldin í tólfta
sinn. Dómnefnd hátíðarinnar valdi
33 verk sem kepptu til úrslita og
var verk Guðlaugar þeirra á meðal.
Verkið verður til sýnis út hátíðina
en henni lýkur 22. júlí.
Guðlaug Geirsdóttir útskrifaðist
úr mótunardeild Myndlistaskólans í
Reykjavík árið 2010 og hafði þá
lokið námi í hönnun við Tækniskól-
ann. Guðlaug hélt einkasýninguna
Fjallasýn í Handverki og hönnun í
fyrra og munir hennar voru til sýn-
is í Kraumi í tengslum við síðasta
Hönnunarmars.
Nytjaskúlptúr Verkið sem Guðlaug
var tilnefnd fyrir, Syllur.
Tilnefnd til verð-
launa á CERCO
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30
Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30
Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið)
Fim 7/6 kl. 20:00
Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
568 8000 | borgarleikhus.is
Svar við bréfi HelguHHHH EB. Fbl
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas
Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 lokas
Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Lau 9/6 kl. 20:00 lokas
Tímamótaverk í flutningi pörupilta