Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 48

Morgunblaðið - 07.06.2012, Page 48
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Tekjulítill en skuldaði 145 millj. 2. Afþakkar alla aðstoð á heiðinni 3. Aspir valda miklum usla í Breið… 4. Nauðgari bitinn í liminn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nær 4,1 milljón manna hafði í gær hlustað á lagið „Pretty Face“ af breiðskífu Sóleyjar Stefánsdóttur, We Sink, á myndbandavefnum You- Tube. We Sink kom út í fyrra. Milljónir hafa hlustað á „Pretty Face“  Stórt viðtal við söngkonuna og tískubloggarann Svölu Björgvins- dóttur, sem kallar sig Kali, má finna í nýjasta eintaki þýska veftímarits- ins Kaltblut, á kaltblut-maga- zine.com. Er Svala þar kölluð „hin nýja alþjóðlega drottning dansgólfs- ins og tískunnar“. Er rætt við Svölu um fatatísku og hljómsveit hennar, Steed Lord. Svala „Kali“ Björg- vinsdóttir í Kaltblut  Lokaþáttur annarrar þáttaraðar Game of Thrones var sýndur 3. júní sl. í Bandaríkjunum og horfðu um 4,2 milljónir manna á fyrstu sýningu sem er áhorfsmet hvað þættina varðar. 3,9 milljónir horfðu á fyrsta þátt raðarinnar. Hluti hennar var tekinn hér á landi í fyrra. Lokaþáttur Game of Thrones sló met Á föstudag A 5-13 m/s. Súld eða dálítil rigning um tíma A-lands og við S-ströndina. Hiti 5 til 10 stig, en 10 til 16 V-til á landinu. Um helgina A- og SA-átt, skýjað með köflum. Hiti 8 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG A 10-15 m/s með SA-ströndinni og rigning, en A 5-10 og skýjað en úrkomulítið annars staðar, en þó dálítil úr- koma með SV-ströndinni. Hiti 7-11 stig. VEÐUR „Ég vona að þessi tími dugi til þess að fá keppnisrétt á Ólympíuleikana en það er ekki hægt að slá neinu föstu ennþá,“ sagði sund- konan Hrafnhildur Lúth- ersdóttir sem stórbætti eig- ið Íslandsmeti í 200 m bringusundi í gær. „Þetta var langþráð bæting, Ég er mjög sáttur,“ sagði Árni Þór Árnason sem bætti eigið met í 50 m skriðsundi um þriðjung úr sekúndu. »1 Sundfólkið á mikilli siglingu Arnar Grétarsson er í erfiðri baráttu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá gríska félaginu AEK við að halda því á floti. Mikil hætta er á að liðið verði dæmt niður um deild og leikmennirnir hverfi á braut, þar á meðal Eiður Smári Guðjohn- sen sem er farinn að þreifa fyrir sér annars staðar. »1 Óvissuástand hjá AEK og Eiður líklega á förum Körfuboltamaðurinn Hreggviður Magnússon ætlar sér stóra hluti með ÍR-ingum í körfuboltanum en hann er kominn aftur í Breiðholtið eftir að hafa spilað með KR-ingum undan- farin tvö ár. „Ég er að vinna með fé- laginu og þjálfaranum í því að sjóða saman lið sem á að verða nokkuð sterkt,“ segir Hreggviður um heim- komuna. »2 Er að sjóða saman sterkt lið í Breiðholti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Óskar Magnússon om@mbl.is „Hestshausinn? Ég fékk hann í svörtum plastpoka frá SS á Selfossi. Fláði hann, sauð, hreinsaði og lakk- aði svo yfir allt fíniríið,“ sagði Her- mann Österby, rakari á Selfossi, og lét brumma á mótorhjólinu á planinu við bensínstöðina. Hermann ekur um á óvenjulegu mótorhjóli. Á stýrið hefur hann fest hauskúpu af hrossi, nánar tiltekið meri, og aftan á hjólinu er tagl. Sæt- ið er ekki venjulegt mótorhjólasæti heldur reiðhnakkur. „Þetta er gam- all Pakistani,“ segir Hermann og strýkur lófanum yfir hnakkinn. „Taglið sútaði Þuríður á Oddgeirs- hólum fyrir mig. Og sjáðu hér,“ seg- ir Hermann og bendir inn í gapandi augnatóftir hauskúpunnar. „Hérna inni eru rauð díóðuljós. Hún er rauð- eyg í myrkrinu.“ Ferguson 20 Mótorhjól Hermanns klippara er af merarkyni og ber nafnið Viagra. Hjólið er allt heimasmíðað og efnið sótt í ýmis tæki og tól. ,,Afturhás- ingin er úr Lödu Sport, líklega ’81- módelinu,“ segir Hermann. „Bens- íntankurinn er tveggja tommu stretsaður Dyna Glide en framluktin er úr Ferguson 20 og sömuleiðis sætisfjaðrirnar undir hnakknum.“ Harley Davidson kemur óhjákvæmi- lega við sögu þegar alvörumótorhjól er smíðað. „Það eru Harley-gormar í framgafflinum og stýrið sjálft er af Heritage Softail en grindin er úr Yamaha Virago 920, árgerð ’83, og mótorinn líka.“ Varasöm gírskipting Gírskipting á mótorhjóli Her- manns Österby er ekki venjuleg fót- skipting og skiptingin er ekki heldur í stýrinu eins og algengt er. „Þetta er Suicide Shift, sjálfsmorðs- skipting,“ segir Hermann. Hann bendir á stöng vinstra megin á hlið Fláði, sauð, hreinsaði og lakkaði  Rakarinn tekur merina Viagra til kostanna í sumar Morgunblaðið/Hrafnhildur Inga Á fáki fráum Hermann Österby klippari á merinni Viagra: Skiptingin var sett til að ögra. „Þá detta nú flestir.“ Hestshausinn Rauð díóðuljósin eru gapandi í augnatóftunum. hjólsins. Stöngin mun upphaflega hafa verið hluti af reiðhjólastýri. Nafnið er dregið af því að til þess að skipta um gír þarf að sleppa hend- inni af stýrinu. „Þá detta nú flestir,“ segir Hermann. „Ég setti þessa skiptingu til að ögra sjálfum mér.“ Rottuhjól Þegar rætt er um mótorhjól af þessu tagi verður hreintungustefna Morgunblaðsins að sýna tillitssemi: „Svona hjól eru kölluð Rat Chopper, rottuhjól,“ segir Hermann Österby. Það tók hann eitt og hálft ár að setja það saman og ómældar vinnustund- ir. „Ég svekki mig ekki á því að telja þær,“ segir Hermann. „Ég var í Sniglunum á meðan það var gaman, svo urðu þeir stórir og þá kom póli- tík í málin eins og alltaf og ég hætti. Nú er ég í klúbbnum á Selfossi, On Tar Chopper. On Tar? Nú auðvitað malbik, maður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.