Morgunblaðið - 03.07.2012, Page 6

Morgunblaðið - 03.07.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson fer í fjögurra vikna leiðangur í næstu viku og mun taka þátt í makríl- rannsóknum í Norður-Atlantshafi ásamt 1-2 rannsókn- arskipum frá Noregi og tveimur skipum frá Færeyjum. Leiðangurinn er framhald rannsókna sem hófust 2009. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Haf- rannsóknastofnunarinnar, segir að m.a. verði mælt hve mikill makríll sé í íslensku fiskveiðilögsögunni. Víða hefur frést af makríl í vor og sumar. Veiðar hófust við Vestmannaeyjar, Reykjanes og Suðaustur- land en makríllinn virðist dreifðari nú en oft áður. Mæl- ingar sem gerðar verða á næstu vikum geta skorið úr um hve mikið er af makríl við landið. Rannsóknarleiðang- urinn getur einnig leitt í ljós hvað veldur meiri dreifingu makrílsins nú. Fyrstu niðurstaðna má vænta fljótlega að loknum leiðangri í byrjun ágúst. Þorsteinn sagði að af fréttum að dæma hafi makríll- inn komið fyrr vestur fyrir land nú í vor en áður. Tölu- vert var af makríl djúpt vestur af landinu þegar hafrann- sóknarskipið Árni Friðriksson var þar að kortleggja hafsbotninn undir lok maí sl., að sögn Þorsteins. Makríllinn hrygnir hér við land Gerð var rannsókn á hrygningu makríls hér við land árið 2010 og var hún hluti af evrópskri rannsókn makríl- veiðiþjóða á hrygningu. Rannsóknir sem þessar eru gerðar þriðja hvert ár. „Það fundust vísbendingar um hrygningu makríls í litlum mæli í íslensku lögsögunni ár- ið 2010,“ sagði Þorsteinn. „Við sáum í togararöllum, bæði haustralli 2010 og í mars 2011, að ungviði var að vaxa upp í hlýjasta sjónum, frá suðausturmiðum að suðvest- urmiðum. Makríllinn virðist vaxa álíka hratt hér og ann- ars staðar og ná upp undir 20 sentimetra lengd á fyrsta árinu. Við höfum séð þetta gerast síðan. Því er líklegt að makríll hafi einnig hrygnt hér árið 2011.“ Þorsteinn segir ljóst að makríll sé orðinn íslenskur hrygningarstofn en óvíst í hve miklum mæli. Hlutfallið sem hrygndi í íslensku lögsögunni sé væntanlega lítið miðað við aðalhrygningarsvæðin sunnar í Atlantshafi. Fjögurra vikna makrílleið- angur hefst í næstu viku  Getur varpað ljósi á magn og dreifingu makríls Makríll Á næstu vikum munu Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar rannsaka makrílinn í N-Atlantshafinu. Nú í vikulokin flytur LSR starfsemi sína á Engjateig 11. Afgreiðsla sjóðsins verður lokuð frá hádegi fimmtudaginn 5. júlí og fyrir hádegi föstudaginn 6. júlí. Við opnum kl. 12 næstkomandi föstudag að Engjateigi 11. Lífeyr iss jóður starfsmanna rík is ins Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 lsr@lsr . is www.lsr . is VIÐ FLYTJUM ,,Mikið atvinnuleysi sem kemur verst við ungt fólk og einstaklinga með litla formlega menntun felur í sér augljós hættumerki, sem mikilvægt er að bregðast við af festu,“ segir í samantekt um ástandið í atvinnu- málum, sem unnin hefur verið á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Um er að ræða samantekt og ábendingar til aðildarfélaganna um aðgerðir sem laun- þegahreyfingin beiti sér fyrir vegna und- irbúnings fyrir 40. þing ASÍ sem haldið verður í október. Atvinnumálin verða eitt af stærstu mál- um þingsins og þó rætt hafi verið um að ástandið á vinnumarkaði fari batnandi fer ekki á milli mála þegar umfjöllun ASÍ er skoðuð að ástandið á vinnumarkaði er enn afar slæmt. Ekki síst langtímaatvinnuleysið en fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en eitt ár var 4.329 í apríllok og hafði þá fjölgað um 660 frá næsta mánuði á undan. Fylgja átaki eftir næstu 3 árin Umræðuskjalið sem unnið hefur verið á vettvangi ASÍ verður til umfjöllunar í aðild- arfélögunum í sumar og leggur grunn að tillögum sem afgreiða á á þingi ASÍ. Þá verða aðeins 2-3 mánuðir til stefnu þar til forsendur kjarasamninga koma til endur- skoðunar. ASÍ leggur mikla áherslu á virk- ar vinnumarkaðsaðgerðir með sérstakri áherslu á menntun. Þó átaksverkefni á borð við Vinnandi veg sem hleypt var af stokkunum í mars sl. hafi skilað umtalsverðum árangri, en í júní höfðu t.a.m. tæplega 1.400 starfstilboð skil- að sér og ráðningar voru komnar í fullan gang, þarf að mati ASÍ að gera miklu betur til að ráða bót á ástandinu á vinnumark- aðinum og fylgja þessu átaki eftir næstu þrjú árin. 40. þing ASÍ verður haldið í Reykjavík dagana 17.-19. október. omfr@mbl.is Augljós hættumerki á lofti  Ástandið á vinnumarkaði er enn mjög slæmt og bregðast þarf við af festu að mati ASÍ  Aðildarfélög ASÍ undirbúa tillögur að aðgerðum í atvinnumálum fyrir þing ASÍ í haust Mikill skortur í hugverkaiðnaði » Fram kemur að takmarkaðar upplýs- ingar sem liggja fyrir bendi ótvírætt til þess að mikill skortur sé á starfsmönnum í hugverkaiðnaði og í ýmsum tæknigrein- um sem hamli vexti þessara greina. » Þá bendir ASÍ á að mikill skortur er á málmiðnaðarmönnum sem hefur gert að verkum að íslensk fyrirtæki þurfa að flytja inn málmiðnaðarmenn frá útlöndum. Litríkt mannlíf er í höfuðborginni um þessar mundir og ekki virðist koma að sök þótt ský dragi fyrir sólu. Í Bankastrætinu voru tveir ferðamenn á gangi með spennta regnhlíf skreytta íslensku fánalitunum. Ekki er vitað hvert för þeirra var heitið, en regnhlífin á ef- laust eftir að koma þeim að góðum notum á næstu dögum, því ekki er von á sól og blíðu á höfuðborgarsvæðinu. pfe@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Íslensku fánalitirnir koma að góðum notum í rigningu Fulltrúar Ís- lands, ásamt Jap- önum, Norð- mönnum og fleiri þjóðum, greiddu í gær atkvæði gegn tillögu um griðasvæði fyrir hvali í Suður- Atlantshafi á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Tillagan hefði þurft 3/4 hluta at- kvæða til þess að fara í gegn, en hún hlaut 65% atkvæða og var því hafnað. Alls greiddu 38 lönd atkvæði með tillögunni, en 21 land var á móti. Að atkvæðagreiðslu lokinni þakk- aði Brasilía meirihlutanum og lýsti því yfir að áfram yrði unnið að framgangi tillögunnar um griða- svæði. Japanar voru í forustu andstæð- inga griðasvæðisins. Þeir veiða mörg hundruð hvali á hverju ári ná- lægt suðurpólnum. Hafna griðasvæði fyrir hvali  Íslendingar felldu Hvalveiðar Þær eru afar umdeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.