Morgunblaðið - 03.07.2012, Qupperneq 18
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Á
ætlað er að um átta til
tíu þúsund manns kafi
ofan í gjána Silfru á ári
hverju, að sögn Ólafs
Arnar Haraldssonar
þjóðgarðsvarðar. Í síðustu viku
greindi Morgunblaðið frá því að til
stæði að setja á 750 kr. gjald fyrir
aðgengi kafara að Silfru. Miðað við
ofangreindar fjöldatölur má því ætla
að tekjur Þingvallanefndar af þessu
gjaldi verði á bilinu 6 til 7,5 milljónir
króna á ári. Þá er að sögn Ólafs talið
að veltan í Silfru sé á bilinu 100 til
150 milljónir á ári
„Þetta er samstarfsverkefni kaf-
aranna og okkar [Þingvallanefndar]
að koma á einhverju sem tryggir ör-
yggi og reyna að koma í veg fyrir
þessi skelfilegu slys sem hafa orðið
þarna og vernda náttúruna, eins og
við erum skyldug til að gera, helst
með friðlýsingu staðarins, og síðan
að koma þarna upp góðri aðstöðu,“
segir Ólafur og bætir við að þetta sé
allt samstarfsverkefni við kafara.
Hann hafnar því að á bak við
gjaldið liggi engin þjónusta. „Nú
þegar er búið að leggja á aðra millj-
ón á þessu ári í bætta aðstöðu,“ segir
Ólafur og bætir við að t.d. sé þarna
malarlagt plan þar sem kafarar geti
athafnað sig, búnaður þar sem kaf-
arar geti lagt frá sér tæki, fráleggs-
borð, nestisaðstaða og svo hafi hand-
riðum verið bætt við þar sem farið er
ofan í gjána. „Ég þarf líka að hafa
starfsmann sem telur ofan í gjána,
sem verður þá grunnur að því að
koma þarna á aðgangsstýringu sem
allir eru sammála um að þurfi að
verða, fyrst og fremst af öryggis-
ástæðum,“ segir Ólafur.
Ekki stór iðnaður
„Ef við gefum okkur það að þetta
séu um 10 þúsund manns, þá eru
þetta um 120 milljónir sem skiptast
niður á fimm til sex fyrirtæki sem
þýðir um 25 milljónir á hvert fyrir-
tæki, ef við myndum dreifa þessu
svona jafnt yfir,“ segir Finnbjörn
Finnbjörnsson, eigandi Scuba Ice-
land, aðspurður hvort iðnaðurinn í
kringum köfun í Silfru sé stór, og
bætir við að ljóst sé að fyrirtæki með
25 milljóna króna rekstur sé ekki
stórt fyrirtæki.
Að sögn Finnbjörns hefur lítið ver-
ið gert varðandi þjónustu í kringum
Silfru í gegnum árin. „Ég hef t.d. ver-
ið að kafa hérna í 24 ár og það hefur
rauninni ekkert verið gert annað en
einn stígur hérna á þeim tíma og einn
stigi settur hér niður,“ segir Finn-
björn og bendir á að umræddur stigi
hafi verið gjöf frá umhverfisráðu-
neytinu í ráðherratíð Sivjar Friðleifs-
dóttur og að Þingvallanefnd hafi því
ekki borið kostnað af honum.
Finnbjörn segir köfun vera eina
sérhæfðustu ferðaþjónustu á landinu
og undrar hann sig á því að kafarar
séu álitnir svo stór ferðamannaþáttur
að það þurfi að rukka þá umfram alla
aðra ferðamenn á landinu. „Ef þjóð-
garðinn vantar peninga og það á að
gera eitthvað til uppbyggingar, af
hverju rukka þeir þá ekki rúturnar
sem koma hingað í tugatali með þús-
undir ferðamanna á dag?“ spyr Finn-
björn.
„Dauðagangan“
Á meðal þeirra röksemda sem
nefndar hafa verið fyrir gjaldinu er
sú að vernda þurfi m.a. mosa og gróð-
ur sem finna má við gjána. „Hér eru
kafarar með 50-60 kíló á bakinu og þú
getur treyst því að þeir munu fara
stystu leið að bílnum til þess að losa
sig við búnaðinn. Við köllum þetta
dauðagönguna og það er enginn að
fara að ganga út fyrir göngustíginn
til þess að gera sér erfiðara fyrir,“
segir Finnbjörn, spurður um þetta.
Hagsmunaaðilar deila
um gjaldtöku í Silfru
Morgunblaðið/Ómar
Silfra Áætlað er að um það bil átta til tíu þúsund manns kafi ofan í gjána
Silfru á ári hverju. Veltan í Silfru er talin vera um 120-150 milljónir á ári.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eðlilega faranú framvangavelt-
ur um hvers vegna
baráttan fyrir ný-
liðnar forseta-
kosningar þróað-
ist eins og hún
gerði. Einn af
þeim sem um það fjölluðu í
gær var Einar Kristinn Guð-
finnsson, fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherra. Hann rakti
nokkur atriði sem voru til þess
fallin að styrkja stöðu Ólafs
Ragnars í kosingabaráttunni.
Og einnig nefnir hann þau
áhrif sem raunverulegar eða
meintar tengingar aðal-
keppinautar Ólafs, Þóru Arn-
órsdóttur, við Samfylkinguna
höfðu á framgang hennar. Tel-
ur Einar að það hafi skaðað
Þóru mjög hve ýmsir áberandi
samfylkingarmenn hafi hengt
sig fast á framboð hennar og
látið þar fyrir sér fara. „Það
má því segja að þetta hafi orð-
ið eins konar banvænt faðm-
lag og átti örugglega mikinn
þátt í því hvernig fór,“ segir
hann.
Margir aðrir virðast hallast
að sömu niðurstöðu. En það er
einnig athyglisvert að þrátt
fyrir þennan stuðning sam-
fylkingarforystu við framboð
Þóru til forseta þá var það
ekki sú tenging ein sem dró úr
gengi hennar.
Ekki er vafi á að yfirgangur
ríkisstjórnarforystunnar í
þinginu skaðaði nýliðana í for-
setakosningunum mikið. Það
hefði engum öðrum forsætis-
ráðherra dottið í hug að halda
fast í áframhaldandi hávaða,
þras og illindi í þinginu, allt
fram á þjóðhátíðardag, svo
ekki yrðu eftir nema rúmir 10
dagar fyrir kosningabaráttu
um embætti forseta Íslands.
Er naumast ofmælt að for-
sætisráðherrann hafi brugðist
embættisskyldu sinni um að
tryggja nægan tíma og tóm
fyrir hinar mikilvægu kosn-
ingar.
Ólafur Ragnar benti raunar
á hinn skamma tíma sem
gafst, svo og hinn reyndi
stjórnmálamaður Guðni
Ágústsson. Þessi löskun á
eðlilegri kosningabaráttu
skaðaði Ólaf Ragnar þó
minnst allra, því hann þurfti
augljóslega ekki sama tæki-
færi og aðrir til að kynna sig
til sögunnar.
Í lok síðasta dags kosninga-
baráttunnar birti Eyjan eft-
irfarandi ummæli aðstoðar-
manns forsætisráðherrans
(undir því starfsheiti) þar sem
hann fjallaði um lokaumræður
í sjónvarpi vegna kosning-
anna: „Ómálefnalegar árásir
sitjandi forseta og Herdísar á
Þóru eru fyrir
neðan allar hellur.
Ég kýs Þóru!
Áfram Ísland!“
Allir sem til
stjórnarráðsins
þekkja vita að slík
ummæli eru varla
birt opinberlega af
pólitískum aðstoðarmanni
nema með a.m.k. þegjandi
samþykki forsætisráð-
herrans.
En af hverju var tenging
Samfylkingarinnar við Þóru
Arnórsdóttur „eins konar
banvænt faðmlag“? Orð hins
reynda fréttamanns, sem áður
hefur verið vitnað til, um að
ríkisstjórnin væri ekki aðeins
óvinsæl, heldur beinlínis illa
þokkuð, segja sína sögu. Og
það eru svo sannarlega ástæð-
ur fyrir því að svo er komið.
Óvenjulegar persónulegar
árásir hennar á meinta and-
stæðinga sína eru einn þátt-
urinn. Sú ákvörðun að etja
þjóðinni í illdeilur um ESB á
þeim tíma þegar hún þarf
mest á því að halda að ná sam-
stöðu er annar og þýðing-
armeiri. Því hann segir þá
sögu að ríkisstjórnin þekkir
ekki sinn vitjunartíma og sést
ekki fyrir. Sú furðulega hug-
mynd að kasta eitt þúsund
milljónum króna af almannafé
í atlögu að stjórnarskránni er
einnig dapurlegur vitnis-
burður um dómgreindarbrest.
Og þá ekki síður hitt að ætla
að stofna til slíkra breytinga í
bullandi ágreiningi við allt og
alla. Núverandi stjórnarskrá
var í meginatriðum samþykkt
af 99 prósentum þjóðarinnar.
Af því leiðir að gerð er rík
friðarkrafa um allar megin-
breytingar á henni.
Skilningsleysi ríkisstjórn-
arinnar á að nauðsynlegt sé að
sátt og friður ríki um grund-
vallaratvinnuvegi þjóðarinnar
á meðan varnarbaráttan
stendur eftir fall bankakerf-
isins er enn ein skýringin á því
hve illa þokkuð hún er orðin.
Sú mæling skoðanakannana
að 80 prósent stuðningsmanna
Þóru Arnórsdóttur hafi komið
úr röðum samfylkingar-
manna, sem skroppið hafa
mjög saman í fjölda á síðustu
misserum, sýnir að ítrekaðar
tilraunir hennar til að „þvo“
þann félagsskap af sér tókust
alls ekki. Það varð henni dýr-
keypt. Að því leyti mistókst
hennar kosningabarátta og
fylgið fór úr 53 prósentum,
þegar best lét, niður í aðeins
33 prósent. Það var ódreng-
skaparbragð af Samfylking-
unni að taka hinn efnilega
frambjóðanda þannig í fang
sitt. Það faðmlag reyndist
banvænt.
„Segðu mér hverjir
eru vinir þínir og ég
skal segja þér hver
þú ert“ er ekki endi-
lega sanngjarn boð-
skapur }
Banvænt faðmlag
V
enjulega hefur Guðni Ágústsson
gömul og góð gildi í heiðri og veit
að það er skylda að fara rétt með
staðreyndir. Þessu gleymdi
Guðni síðastliðið laugardags-
kvöld þegar hann sagði í kosningasjónvarpi
RÚV að úrslit forsetakosninganna væru
glæsileg útkoma fyrir Ólaf Ragnar Grímsson.
Nú má segja Guðna til varnar að hann er mað-
ur af gamla skólanum og þess vegna gefinn
fyrir hetjudýrkun. Í Ólafi Ragnari Grímssyni
hefur hann fundið sína nútíma hetju, mann
sem hann lítur á sem einskonar sambland af
Kára Sölmundarsyni glæsihetju og Jóni Sig-
urðssyni forseta. Guðni stendur staðfastlega
með Ólafi Ragnari, alveg eins og hann stendur
með öllum sómasamlegum hetjum og ver fyrir
árásum öfundarmanna.
Það er stundum erfitt fyrir aðdáanda að leggja mat á
verk hetjunnar sinnar, því þau verða öll mikil afreks-
verk, enda hetjan algóð. En Guðni hlýtur að vita innst
inni að útkoma Ólafs Ragnars í forsetakosningunum var
ekki glæsileg. Hún var ekki meira en þokkaleg. Hann
rétt marði það að fá helming greiddra atkvæða í þjóð-
aratkvæðagreiðslu þar sem mótframbjóðendur voru ansi
slappir og kosningaþátttaka var heldur dræm. Ástsæll
og vinsæll forseti gerir betur en þarna var gert.
Hver álitsgjafinn á fætur öðrum sagði hvað eftir annað
í kosningabaráttunni: Allt eru þetta mjög frambærilegir
frambjóðendur. Var það svo? Kjósendur sáu ekki fýsi-
lega kosti í mótframbjóðendum Ólafs Ragn-
ars og útkoma þeirra var fremur háðuleg.
Þóra Arnórsdóttir náði einhverjum ár-
angri, en framboð hennar var allt frá upphafi
einkennilegt og vanhugsað. Helstu stuðn-
ingsmenn hennar og ráðgjafar hefðu átt að
spyrja sig áður en lagt var upp í kosningaslag
hvort þjóðin væri raunverulega tilbúin að
kjósa 37 ára gamla sjónvarpsstjörnu í
ábyrgðarmikið og vandasamt starf forseta.
Það þýðir ekki að veifa nokkrum vafasöm-
um skoðanakönnunum til staðfestingar á að
svo sé. Þær voru ekki sönnun þess að þegar
til kæmi myndi þjóðin velja hana sem forseta,
sýndu einungis ákveðinn velvilja enda er
Þóra afar geðug og vel gerð kona. Það hefði
engu máli skipt hvernig Þóra hefði hagað
kosningabaráttu sinni, að lokum hefði alltaf
sýnt sig að hún væri einfaldlega of ung og alltof reynslu-
lítil í forsetaembættið. Hún virkaði eins og óharðnaður
unglingur við hlið Ólafs Ragnars og gat ekki unnið hann
– og manni finnst skrýtið að hún og ráðgjafar hennar
hafi ekki áttað sig á því í upphafi.Hér skal reyndar full-
yrt að engin 37 ára gömul manneskja hefði getað unnið
þessa kosningabaráttu. Á tímum eins og þessum kýs fólk
reynslubolta í embætti forseta.
Ólafur Ragnar Grímsson er alltof umdeildur til fá
glæsilega kosningu. En hann vann, og það er aðalatriðið.
Það veit hann – og það veit vinur hans Guðni Ágústsson
sömuleiðis. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Guðni Ágústsson finnur hetju
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Auðvitað er selt inn á ýmis
svæði og sumstaðar er rukkað
fyrir aðstöðu, nestisaðstöðu,
klósett og slíkt,“ segir Erna
Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar, aðspurð hvort hún viti
um svipaða gjaldtöku og þá
sem áætlað er að taka upp
fyrir köfun í Silfru á öðrum
ferðamannastöðum hér á
landi.
„Ef það er verið að selja inn
á staði, þar sem einhver þjón-
usta er veitt, þá er það nátt-
úrlega eðlilegt.“
Selt inn á
ýmis svæði
SEGIR GJALDTÖKU FYRIR
ÞJÓNUSTU VERA EÐLILEGA
Ferðaþjónusta Erna Hauksdóttir.