Morgunblaðið - 03.07.2012, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2012
áttan jókst, enda margt og mikið
brallað í gegnum tíðina. Það var
ósjaldan sem umræðurnar yfir
kaffibollanum snerust um sjó-
mennsku en seinna meir fóru þær
að snúast meira um þær fórnir
sem fylgja starfinu. Það var ein-
mitt í slíkum samræðum í pott-
inum í Kiðjabergi sem þú snerir á
mig og dróst mig með í rafvirkj-
anám. Sá tími fannst mér
skemmtilegur og leystum við
þetta verkefni sameiginlega með
glans. Þú stefndir lengra og
sennilega var þetta meira spurn-
ing um tíma, hvenær þú hefðir
náð að draga mig með í næsta æv-
intýri.
Það er Jónsmessugleði í Kiðja-
bergi og eins og svo mörg und-
anfarin sumur þá er hluti af fjöl-
skyldu þinni mættur á svæðið.
Borðaður góður matur, varðeldur,
gítar og söngur á eftir. Það eru
tækifæri sem þessi sem voru þér
svo kær, að eiga góða stund með
fjölskyldunni. Seint um kvöldið
fréttum við að það sé orðið stutt í
brottför hjá þér, eitthvað sem við
vissum að væri í aðsigi. Við setj-
umst niður við varðeldinn og litli/
stóri strákurinn okkar Dæju, sem
þú kenndir að spila á gítar, tekur
kunnugleg lög, hugurinn fer á flug
og allt í einu er hann fullur af
minningum, allar góðar.
Já, það er ekkert blindflug hjá
þér í dag, þú kveður á þessum
fagra og bjartasta degi ársins og
því enginn leið að villast frá út-
breiddum faðminum sem bíður
þín.
Lilja, ég veit það er mikið frá
þér og börnunum tekið, þú hefur
staðið sem klettur í ólgusjó, bar-
áttan var ójöfn. Nú átt þú þetta líf
sem þið Diddi ræktuðuð svo vel
saman. Haltu áfram að hlúa að því
og njóttu ávaxtanna.
Matthías Jónasson.
Bróðursonur minn, sonur Dista
og Dúnu er látinn, aðeins 54 ára
gamall. Það er erfitt fyrir mig að
skrifa nokkur minningarorð um
þig, elsku Diddi. Móðir þín Guð-
rún (Dúna) lést fyrir nákvæmlega
10 mánuðum og er því stórt skarð
höggvið í fjölskylduna á stuttum
tíma.
Ég hef þekkt þig frá fyrstu tíð,
þú varst einstakur vinur og
frændi, hjartahlýr, tryggur og
samviskusamur. Það fann ég best
þegar þú fórst með mér á sjóinn
fyrst aðeins 15 ára gamall. Við
vorum saman á sjónum í 15 ár ut-
an þess tíma sem þú varst í Vél-
skólanum.
Árið 1987 skildi leiðir okkar
hvað sjómennskuna varðar, þú
fórst á Jón Vídalín, sem gerður
var út frá Þorlákshöfn og síðar
Vestmannaeyjum. 1. vélstjóri til
að byrja með en lengst af sem yf-
irvélstjóri. Það segir meira en
mörg orð að þú varst á því skipi að
ég held í 24 ár, ég ætla að þú hafir
unnið vel fyrir útgerðina og skarð
þitt verði vandfyllt.
Kæri vinur, þín verður sárt
saknað á fjölskyldumótum fram-
tíðarinnar, þar varst þú mesti
gleðigjafinn. Hrókur alls fagnað-
ar, músíkalskur, syngjandi og
spilandi á gítarinn þinn og komst
öllum í gott skap.
Síðustu árin átti ættfræðin hug
þinn allan og í framhaldi af því
vaknaði áhugi þinn á að taka sam-
an útfararræður afa þíns, séra
Kristins Stefánssonar. Það var
stórkostlegt framtak hjá þér að
koma þeim á tölvutækt form og
afhenda síðan Fríkirkjunni í
Hafnarfirði þar sem hann þjónaði
áður sem prestur.
Lilja, þú varst kletturinn í veik-
indum Didda, sem brotsjór hefur
hvorki brotið né beygt.
Kæri bróðir, mágur, Lilja, dæt-
ur og fjölskyldur. Innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar allra. Guð
veri með ykkur, styrki í sorginni
og fylgi Didda okkar í Sumarland-
ið, þar sem við trúum að vel verði
tekið á móti honum.
Þráinn og Björg.
Í dag er kvaddur kær frændi
og vinur, Kristinn Kristinsson,
sem ávallt bar nafnið Diddi innan
fjölskyldunnar, og langar mig að
minnast hans með nokkrum orð-
um. Hann kvaddi þessa jarðvist á
Jónsmessunni, þegar sól er hæst
á lofti og náttúran skartar sínum
fegurstu litum. Aldrei hafði
frændi minn kennt sér meins, þar
til fyrir rúmu ári, að hann greind-
ist með þann vágest, sem reyndist
honum svo þungbær er á leið, að
þrátt fyrir baráttuna og allt sem í
mannlegu valdi var gert til þess að
hann öðlaðist heilsu á ný, varð
hann að lúta í lægra haldi fyrir
þessum illkynja sjúkdómi, og það
langt fyrir aldur fram.
Diddi var einstaklega trygg-
lyndur og ljúfur í viðmóti og sýndi
það svo sannarlega í verki, jafnt
innan fjölskyldu sinnar og meðal
vina. Sjálf á ég góðar minningar
um samvinnu okkar, þegar hann
tók að sér það verkefni í hjáverk-
um að skrásetja allar minningar-
ræður föður míns, en hann var
elsta barnabarnið hans. Afi hans
var prestur Fríkirkjusafnaðar
Hafnarfjarðar í 20 ár frá 1946-
1966.Þarna kom glöggt í ljós,
hversu mikils hann mat afa sinn
og vildi með þessu átaki sýna hon-
um virðingu sína. Ég átti margar
góðar stundir með Didda og Lilju
á heimili mínu, þegar við lásum
saman ræðurnar og gáfum okkur
einnig tíma til að spjalla. Ræðurn-
ar voru síðar afhentar Fríkirkj-
unni við hátíðarmessu á páska-
dagsmorgni, og tók þá formaður
safnaðarins við þeim úr hendi
frænda míns. Vorum við allmörg
úr fjölskyldunni viðstödd við þetta
tækifæri og nutum veitinga á eftir
með kirkjugestum. Ætlunin mun
vera að þessar minningarræður
verði síðar aðgengilegar á heima-
síðu Fríkirkjunnar.
Diddi hlaut þá gæfu að eignast
ungur góða konu og átti sam-
heldna fjölskyldu, sem sýndi ótak-
markaða þrautseigju og góðvild í
veikindum hans allt þar til yfir
lauk.
Elsku Lilja og fjölskyldan öll,
hugurinn dvelur hjá ykkur sem
hafið misst svo mikið
Megi góðar minningar um eig-
inmann, föður, tengdaföður og afa
veita ykkur styrk í sorginni.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Kristinsdóttir.
Elsku Diddi okkar.
Mikið er erfitt að hugsa til þess
að fá ekki að hitta þig aftur, farinn
á besta aldri en minningarnar
sem við eigum um þig ylja okkur á
þessum tímum. Öll þorrablótin í
Kiðjabergi þar sem þú sást alltaf
um gítarspilið, þú gítarsnillingur-
inn okkar, og allir tóku undir með
þér sem best þeir gátu. Við höfum
oft talað um það systkinin hvað
okkur þykir vænt um öll „Didda-
lögin“ sem alltaf hljómuðu þegar
þú greipst í gítarinn.
Frændleikurinn var þér alltaf
hugleikinn og alltaf hafðirðu
áhuga á því sem við frændfólkið
tókum okkur fyrir hendur. Ykkur
Lilju tókst að koma ykkur upp
stórri og myndarlegri fjölskyldu
en alltaf fann maður samt að allir
aðrir voru jafn velkomnir. Varst
þú alltaf manna duglegastur í að
smala ættingjum sem oftast sam-
an og sást það á drifkraftinum í
þér í kringum ættarmótið 2010
heima í Reykholti.
Við vitum að þér líður vel núna,
kominn til ömmu Dúnu og kveðj-
um við þig með söknuði í hjarta,
elsku Diddi.
Elsku Lilja og fjölskylda, megi
guð veita ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Sigurður Snær, Guðrún
Linda, Kristinn Fannar,
Guðbjörg og Sveinn Leví.
Kær vinur og frændi er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Á
bernsku- og unglingsárum okkar
hittumst við reglulega, ekki síst í
Reynihvamminum. Eins og al-
gengt er í stórum fjölskyldum þá
hittumst við sjaldnar eftir að við
uxum úr grasi. Fyrir rúmum ára-
tug varð töluverð breyting þar á.
Við nafnarnir vorum sammála um
að löngu tímabært væri að hrista
stórfjölskylduna saman (niðja sr.
Kristins Stefánssonar) og höfum
við oft á síðustu árum átt frum-
kvæðið að slíkum endurfundum
og því eðlilega verið sjálfkjörnir í
undirbúningsnefnd.
Á þessum fundum áttaði ég
mig fljótt á helstu mannkostum
frænda míns. Hann fann til mik-
illar ábyrgðar, var nákvæmur og
samviskusamur, öll atriði voru
skipulögð í þaula, ekkert mátti
fara úrskeiðis. Ágætt dæmi má
nefna þegar reisa skyldi sam-
komutjaldið í túninu hjá Sveini
bróður hans í Reykholti sumarið
2010. Diddi tók ekki annað í mál
en að þeir sem reisa ættu tjaldið
skyldu gera það deginum fyrr.
Skipti engu þótt ég reyndi að full-
vissa frænda minn um að það tæki
ekki nema um eina klukkustund
að reisa tjaldið, honum varð ekki
haggað. Þessi ráðahagur frænda
míns varð til þess að fjöldi manns
var mættur á föstudegi og átti
50% lengra stefnumót við vini og
ættingja í veðri eins og það gerist
best á Íslandi.
Ábyrgð og samviskusemi
frænda míns kom skýrt fram fyrir
rúmum áratug þegar undirritaður
fékk þá hugmynd að heiðra minn-
ingu afa síns með því að koma
ræðum hans yfir á tölvutækt form
og færa Fríkirkjunni í Hafnarfirði
í tilefni af aldarafmæli hans.
Sannarlega eru orð til alls fyrst en
ef þeim er ekki fylgt eftir í fram-
kvæmd þá væri vafalaust oftar
betur „heima setið“. Árin liðu og
Diddi sá að ekki mátti við svo búið
standa og tók hann verkefnið yfir.
Á næstu árum sló hann inn hátt í
400 ræður afa okkar, m.a. allar
jarðarfararæður hans. Sr. Krist-
inn var prestur Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði á árunum 1946-1966
eða í 20 ár og engum þarf að dylj-
ast að mikill fengur er fyrir kirkj-
una og áhugafólk um sögu, ætt-
fræði og tíðaranda þessara ára að
hafa greiðan aðgang að þessu
gagnasafni. Sjálfur stend ég í
ævarandi þakkarskuld við frænda
minn fyrir að ljúka þessu verki,
dugnaði hans og áhuga verður
varla með orðum lýst.
Diddi var á ákveðnum tíma-
mótum í lífi sínu. Alla sína starfs-
ævi hafði hann starfað sem vél-
stjóri til sjós. Fyrir nokkrum
árum lauk hann námi í rafvirkjun
og keypti sér aðstöðu í iðnaðar-
húsi í Hafnarfirði. Ég fer nærri
um að Diddi var að búa í haginn að
eiga þann möguleika að geta söðla
um. Mikil fjarvera frá sífellt
stækkandi fjölskyldu var honum
ekki að skapi. Lilja, dæturnar
þrjár, tengdasynirnir og barna-
börnin voru það dýrmætasta sem
hann átti.
Elsku Lilja og fjölskylda, hug-
ur okkar allra er hjá ykkur. Missir
ykkar er mikill en gæfa ykkar er
stór og samheldin fjölskylda. Sá
styrkur ásamt minningunni um
góðan dreng mun hjálpa ykkur að
yfirstíga sorgina.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kristinn R. Sigurðsson.
Kiddi var góður vélstjóri, fag-
maður fram í fingurgóma, ákveð-
inn, ósérhlífinn, útsjónarsamur,
duglegur og fastur fyrir en um-
fram allt var hann traustur. Það
gustaði af honum þegar hann
gekk um vélarrúmið á Jóni Vídal-
ín VE-82. Þar bar umgengnin
manninum vott, allt snyrtilegt og
vel um gengið og hver hlutur á
sínum stað.
Mér er það minnisstætt hvað
hann lagði ríka áherslu á það við
mig eitt sumarið að frí þyrfti hann
á ákveðnum tíma og ekki til um-
ræðu að hnika því. Gekk það eftir.
Ég var þá sjálfur á leið á ættar-
mót þessa sömu helgi. Fyrsti
maðurinn sem ég rakst á þegar
þangað var komið var Kiddi.
Reyndumst við Lilja hans við nán-
ari athugun náskyld án þess að
vita af því. Ég sé hann fyrir mér
leikandi á als oddi í lopapeysunni
með gítarinn á öxlinni á síðasta
ættarmóti á Hallormsstað. Þar
naut hann sín jafn vel og í vél-
arrúminu á Vídalín.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Kidda samstarfið og vináttuna
undanfarin 15 ár. Á samstarf okk-
ar bar ekki skugga öll þau ár sem
Kiddi starfaði sem vélstjóri hjá
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj-
um. Tel ég mig ríkari mann að
hafa eignast hann að vini og sam-
starfsmanni.
Lilja og fjölskylda, missir ykk-
ar er mikill en minningin um góð-
an eiginmann, föður og afa mun
lifa.
Farvel kæri vinur.
Guðni Ingvar Guðnason.
Í dag 3. júlí verður kvaddur frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði Krist-
inn Kristinsson þar sem föðurafi
hans og nafni þjónaði um langa
hríð.
Diddi eins og hann var kallaður
í minni fjölskyldu var mikill fjöl-
skyldumaður og hafði yndi af
börnum, hvort heldur sínum eða
tengdum börnum. Eiga mínar
dætur góðar minningar um hann
og ekki síður barnabörn mín, sér-
lega Árný Sara en hún var mikið í
pössun hjá Lilju, og spilaði hann
mikið fyrir hana á gítar þegar
hann var í landi. Hann hafði gam-
an af ættfræði og grúskaði mikið í
þeim málum, var búinn að skrá
mörg yfirlit. Diddi var ákveðinn
og lá ekki á skoðunum sínum og
þótti honum gaman að rökræða
hlutina og þann háttinn hafði
hann á til dauðadags.
Stóra ástin í lífi hans og klett-
urinn hún Lilja, besti vinur og eig-
inkona, ásamt dætrunum þeirra
þeim Katrínu Helgu, Guðrúnu
Hörpu, Tinnu Björk, tengdason-
um, litlu afastrákunum og föður
hans, sem nú sakna hans óendan-
lega. Megi góður guð styrkja þau í
þeirra miklu sorg. Viljum við
þakka fyrir okkar samleið og
kveðjum þig með söknuði og þess-
um ljóðlínum.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guðný, Árni og
fjölskyldan Furubergi.
Vinur okkar er fallinn frá eftir
stutta baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Við höfum þekkst frá því að
við vorum ungir menn, en þó var
það ekki fyrr en við mynduðum
bridgehóp að við fórum að hittast
reglulega og höfum gert það í 25
ár. Þar sem Diddi var mikið á
sjónum féll það í hans hlut að kalla
spilahópinn saman þegar hann
kom í land. Við spilaborðið var
ekki bara spilað heldur var tekist
á um pólitík, stjórnir myndaðar og
aðrar settar af, auk þess sem
sagðar voru sögur og rifjaðar upp
skemmtileg atvik frá skólaárum,
Barðsnesferðum og sögum af
sjónum. Diddi var liðtækur gítar-
spilari og oft tók hann lagið fyrir
okkur á spilakvöldum. Diddi var
afar tryggur vinur, hjálpsamur og
alltaf hægt að leita til hans þegar
hann var í landi. Það sem ein-
kenndi Didda meira en annað var
hvað hann var mikill fjölskyldu-
maður þrátt fyrir mikla fjarveru á
sjó. Diddi var duglegur að heim-
sækja vini og ættingja þegar hann
var í landi. Hann var ættrækinn
enda var eitt af áhugamálum hans
ættfræði. Diddi fylgdist vel með
vinum og frændum og spurði oft
um hvernig börnum okkar reiddi
af. Diddi hafði miklar og sterkar
skoðanir á öllum hlutum og kærði
sig kollóttan þótt þær féllu í grýtt-
an jarðveg hjá spilafélögum. Þá
reyndum við stundum að malda í
móinn og koma fram með aðrar
hliðar á málum en undantekn-
ingalaust án árangurs. Diddi var
mikill skapmaður og fylginn sér.
En þótt oft hafi verið tekist á og
mikið rökrætt og menn ósammála
fórum við alltaf sáttir frá borði.
Þetta einkenndi vináttu okkar, við
vorum ólíkir en virtum samt skoð-
anir hvor annars. Fyrir þremur
árum fórum við saman á Barðsnes
við Norðfjörð, ættaróðal móður
fjölskyldu Didda. Þar áttum við
ógleymanlegar stundir og minn-
ingar sem við munum eiga um
Didda um ókomin ár.
Við sendum Lilju, dætrum og
öðrum aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Konráð Guðmundsson, Jón
Júlíus Elíasson og Gísli
Freyr Þorsteinsson.
Um miðjan dag, sunnudaginn
24. júní síðastliðinn, þá staddur
norður á Halamiðum í svartaþoku
svo vart sá út fyrir lunningu,
hringir síminn. Halli, fyrrverandi
skipsfélagi á Jóni Vídalín, er á lín-
unni og færir mér þær fréttir að
vélstjórinn okkar og vinur á Jóni
hefði kvatt þá um hádegið. Mig
setti hljóðan. Svartnættið varð al-
gert á Halamiðum. Annar vél-
stjórinn okkar á Jóni, sem felldur
er í blóma lífsins. Hrifinn frá eig-
inkonu og börnum og því er átti að
gera, þegar sjómennsku og að-
skilnaði frá ástvinum lyki. Ævi-
kvöldið var framundan. Nú er allt
fyrir bí. Maður spyr: „Er þetta
sanngjarnt?“
Vinur minn, Kristinn Kristins-
son eða Kiddi, var vélstjóri á Jóni
Vídalín ásamt Braga, sem lést úr
sama sjúkdómi fyrir nokkru, er ég
tók við skipstjórn þar árið 1992.
Strax fór vel á með okkur og
hnökraði aldrei þau 15 ár er við
áttum samleið. Þrátt fyrir ungan
aldur var Kiddi vélstjóri svolítið af
gamla skólanum. Traustur með
tvistinn í vasanum, smurningu
hér og olíu þar. Það var ekki málið
þó garmarnir skitnuðu út. Skipsk-
ramið varð að snúast og það var
hans að halda hlutunum gangandi
og fór honum það afskaplega vel
úr hendi. Enda var Kiddi dugnað-
arforkur og ósérhlífinn. Ef eitt-
hvað þurfti að gera var rokið í það
strax. Ekki látið reka á reiðanum.
Kiddi minn var ekki ríkur að þol-
inmæði. Það var ekki hans sterka
hlið. Hlutirnir urðu að ganga og
það þýddi ekkert slugs, þar sem
Kiddi réð ríkjum. Ég hef grun um
að oft hafi soðið á mínum í þeirri
baráttu er háð var við þennan ill-
víga sjúkdóm, sem að lokum lagði
þennan hrausta dreng að velli á
ótrúlega skömmum tíma. Kiddi
var afskaplega góður skipsfélagi
og gott að vita af honum um borð.
Það var visst öryggi í því og ég var
ekki einn um að skynja það af
skipsfélögunum. Í borðsalnum
spunnust oft skemmtilegar um-
ræður með Kidda í fararbroddi.
Þá var rætt um ættfræði og Barð-
snes við Norðfjörð. Þetta gamla í
tímanum og gat hann á flug farið í
spjallinu, svo lifandi var þetta fyr-
ir honum. Kidda verður sárt sakn-
að af félögunum eftir afskaplega
skemmtilega 15 til 20 ára sam-
veru. Tala nú ekki um er gítarinn
var tekinn upp, sem Kiddi var
mjög fær á. Skugga bar á þegar
Bragi blessaður var kallaður burt,
en nú eru þeir félagar sjálfsagt
saman í vélinni á himnafleyinu.
Þeim vil ég þakka allt og allt.
Elsku Lilja og fjölskylda, við
hjónin sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Góður
drengur er fallinn í valinn. Dreng-
ur sem þið getið með stolti talað
um og hugsað til. Almættið hefur
kallað. Sjálfsagt þurft á honum að
halda. Megi algóður guð blessa
ykkur og veita ykkur styrk í sorg-
inni.
Sverrir og Kolbrún.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐUR ELÍASDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt
fimmtudagsins 28. júní.
Jarðað verður frá Akraneskirkju föstudaginn
6. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kjartan H. Guðmundsson,
Kolbrún Kjartansdóttir,
Elín Hanna Kjartansdóttir, Jón Vestmann,
Hafsteinn Kjartansson, Þuríður S. Baldursdóttir,
Hörður Kjartansson, Þórunn Elídóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA ÞORKELSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
30. júní.
Una Sigurðardóttir, Ólafur Gíslason,
Sigfús Jón Sigurðsson, Ragnheiður Sæland Einarsdóttir,
Zophanías Þorkell Sigurðsson, Guðrún Ívars,
Alma Sigurðardóttir, Magnús Ægir Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.