Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 eftir Þorstein Mar „Manni leiddist aldrei á meðan lestrinum stóð.“ JKG, Nörd Norðursins „Hin fínasta lesning, frjó hugmyndagleði einkennir hana.“ BHÓ, Skorningar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Danski veiðimaðurinn Lars Erik Svendsen veiddi sannkallaðan stór- lax í Laxá í Aðaldal í fyrradag, þeg- ar hann var við veiðar í Höfðahyl austanverðum í landi Núpa. Hæng- urinn, sem er lengsti lax sumarsins til þessa, var mældur 111 sm áður en honum var sleppt aftur út í ána. Samkvæmt viðmiðunarkvarða hef- ur hann vegið 13,4 kíló, rétt tæp 30 ensk pund eða 27 pund íslensk. Veiðimaðurinn og veiðivörður sem með honum var höfðu fylgst með laxinum og séð að hann glefs- aði nokkrum sinnum í ýmsar flugur sem reyndar voru í um klukkustund áður en hann tók fluguna Snældu. Viðureignin tók um hálftíma. Það var í þessum sama hyl sem Jakob Hafstein veiddi stærsta lax sem veiðst hefur á flugu hér á landi 10. júlí sumarið 1942, en sá vó 36 pund. Ekki er langt síðan annar mjög stór lax tók flugu neðar í Laxá, á Spegilflúð, og mældist 110 sm. Það var hrygna og telur Orri Vigfússon leigutaki líklegt að hann hafi verið heldur þyngri en laxinn sem veiddist í Höfðahyl í fyrradag. Þá veiddist 109 sm lax í Selá í Vopnafirði um liðna helgi. Stærsti lax sumarsins tók Snældu Tveir stórlaxar á land í Laxá í Aðaldal á stuttum tíma Ánægja Lars Erik Svendsen reyndi ýmsar flugur áður en stórlaxinn tók í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Náttúrufræðistofnun stóð fyrir hinum árlega rannsóknarleiðangri í Surtsey dagana 16.-20. júlí ásamt Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverf- isstofnun. Eru þær ferðir að jafnaði einu skiptin sem menn koma til eyjarinnar en hún var friðlýst árið 1965, í miðju Surtseyjargosi. Eyjan er einnig á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Borgþór Magnússon, leiðangursstjóri, segir að Surtsey gefi mönnum einstakt tækifæri til þess að fylgjast með því hvernig úthafseyjar myndast og rofna við ágang sjávar, og hvernig lífríki þróast á slíkum eyjum. Borgþór segir að það sem hafi stungið mest í augu hafi verið hvað gróður hafi litið illa út eftir þurrkatíð sumarsins, sérstaklega þar sem jarð- vegurinn er þunnur, einkum sunnan til á eyjunni. „Við höfum ekki séð neitt þessu líkt, og það er ekki ósennilegt að þetta hafi einhver áhrif næstu árin á gróðurbreytingar og þróun í eynni.“ Borgþór bætir við að við athugun á háplöntum hafi komið í ljós að fækkað hafi um eina tegund. Þetta sé fimmta árið í röð sem tegundum hefur fækkað og það bendi til þess að gróðursamfélagið í Surtsey sé að leita jafnvægis. „Ef við berum þetta til dæmis saman við úteyjarnar í Vest- mannaeyjum þá eru mjög tegundafá samfélög í þeim eyjum. Þar eru miklu færri tegundir en í Surtsey og allt bendir til þess að gróðurinn í Surtsey muni með tíð og tíma fara í sama horf og í úteyjunum en það tekur fleiri áratugi ef ekki ald- ir.“ Borgþór segir að fuglalíf í Surtsey hafi verið í nokkuð svipuðu horfi, en undanfarin þrjú ár hafa ellefu tegundir verpt í eyjunni og hefur leiðang- urinn ekki fundið neina nýja landnema þar síðustu árin. Svo virðist sem sjófuglum hafi vegnað vel í varpinu í sumar, ekki síst mávunum, en leiðang- urinn varð var við fleiri mávahreiður í sumar en síðustu árin. Þá séu einnig nokkrar tegundir land- fugla, til dæmis sólskríkja, maríuerla og þúfutitt- lingur, með fast varp í Surtsey. Surtsey sífellt að breytast Borgþór segir að það séu alltaf miklar breyt- ingar á hverju ári á strönd Surtseyjar, sem sé allt- af að rofna meira og meira vegna ágangs sjávar. Leiðangurinn hafi til dæmis tekið eftir verulegum breytingum á svokölluðum Norðurtanga sem hef- ur gengið mjög saman undanfarin ár. Þá sé sjór- inn farinn að brjóta af hrauni sem rétt glitti í í fyrra. „Surtsey hefur sýnt okkur að hraunskjöldurinn sunnan á eynni er mjög brotgjarn og rofnar hratt, en askan harðnar og myndar hart móberg sem stenst rofið betur. Það myndar þann kjarna sem mun endast lengst í Surtsey og lifa í einhver þús- und ára.“ Háplöntum fækkar milli ára  Ástand gróðurs í Surtsey mjög slæmt eftir þurrka sumarsins  Varp sjófugla meira í sumar en undanfarin ár  Stöðugar breytingar á strönd Surtseyjar Ljósmynd/Erling Ólafsson Þurrt Veðrið að undanförnu hefur haft slæm áhrif á gróðurinn í Surtsey. Skógarbobbi sem fannst á vörubretti við verslun Byko í Keflavík er sprelllifandi og til sýnis í Fræðasetrinu í Sandgerði. Starfsmenn Byko fundu snigilinn og fóru með hann til greiningar hjá Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. Skógarbobbi slæðist sjaldan til landsins og þá með varningi. Er kunnugt um sjö tilvik og er þetta í annað sinn sem skógarbobbi finnst hjá Byko í Keflavík. Snig- illinn fannst fyrst í Heiðmörk í október 1991 og hafði þá borist ásamt fleiri kvikindum með stálvörum frá Ítalíu, samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar. Kuðungur skógarbobba er afar breytilegur á lit, stundum einlitur en oftast með spíralbeltum sem liggja á mismunandi vegu. Hann nærist á plöntum en virðist ekki valda skaða að ráði. helgi@mbl.is Skógarbobbi fannst á vörubretti í Keflavík Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Litir Skógarbobbar nærast á plöntum en valda ekki miklum skaða. Þeir slæðast til landsins með vörum.  Sprelllifandi til sýnis í Fræðasetrinu í Sandgerði Góð makrílveiði er á miðunum austan við land. Frystiskipin eru fljót að ná sér í nægt hráefni og skipin sem landa í frystihús í landi stoppa stutt á miðunum. Mak- ríllinn er að fitna og stækka og er hráefni í verðmætari vöru en fyrir nokkrum dögum. Nokkur skip voru í gær á mið- unum í eða rétt utan við Litladýpi en makríl er að finna allt í kringum landið. „Það er nóg af honum og þetta er íslenskur makríll,“ segir Ómar Sigurðsson, skipstjóri á Að- alsteini Jónssyni frá Eskifirði, þegar borin er undir hann gagnrýni út- gerða í nágrannalöndum um að dregið hafi úr makrílgöngum til Ís- lands. Ómar segir að veiðin sé góð og makríllinn fari batnandi. „Hann er að fitna og stækka,“ segir skipstjór- inn. Makríllinn er hausskorinn og slógdreginn fyrir frystingu í vinnslu- skipinu. Afskurðurinn fer í bræðslu í landi. Makrílkvóti ársins er rúm 145 þúsund tonn og dreifist hann á mörg skip. Vel hefur gengið á kvótann hjá sumum skipum. Góður kvóti er á Að- alsteini og vonast Ómar til að geta verið á makrílveiðum fram á haust. helgi@mbl.is Makríllinn fitnar og stækkar Flakk Makríll allt í kringum landið.  Góð veiði er hjá skipunum á Litladýpi Veðurhorfur fyrir næstu daga eru taldar vera ágætar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir að það verði hægir vindar næstu daga, yfirleitt þurrt á landinu, nokkuð bjart og fremur hlýtt. Á föstudaginn verður skýjað og þurrt að kalla norðanlands en dálítil rign- ing á Austurlandi. Á laugardaginn verður svo hæg vestlæg eða breyti- leg átt og víða bjart veður. Líklega verður hlýjast á Suðurlandi, og verð- ur hitinn á bilinu 12-22 stig. Erfiðara er að spá um sunnudaginn en líklega verður hlýtt og bjart. Líkur eru þó á einhverri úrkomu á Vesturlandi. sgs@mbl.is Spáð góðu helgarveðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.