Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Fáðu
garðsláttinn
í áskrift
og slakaðu á í sumar
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Eftir því sem bloggskrif samfylk-ingarprófessorsins Stefáns
Ólafssonar verða flokkspólitískari eru
margir farnir að velta því fyrir sér
hvort að hann sé nú í sömu hugleið-
ingum og annar samfylkingar-
prófessor fyrir nokkrum árum.
Svanur Kristjánssonhefur frá upphafi
verið áhugasamur um
Samfylkinguna og
studdi stofnun þess
flokks með ráðum og
dáð.
Og hann lét sér ekkinægja ráðlegg-
ingar og þátttöku hins
almenna flokksmanns,
heldur dreymdi hann
stóra drauma um að
leiða flokkinn til sigra
í íslenskum stjórnmálum.
Sterkir þræðir liggja á milli hans ogHrannars Arnarssonar, eins af
aðstoðarmönnum Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, og er ekki að efa að Hrannar
hefði einnig hlotið upphefð ef honum
hefði lánast að koma Svani í for-
mannsstólinn.
Svo fór þó ekki og Samfylkinginþurfti að sætta sig við minni spá-
menn í nokkur ár.
Nú virðist flokkurinn hins vegaraftur hafa fengið tækifæri til að
leiða til forystu einn margra samfylk-
ingarprófessora.
Ekki er verra að sá hefur náintengsl við núverandi formann,
þegið marga mola og jafnan verið trúr
og tryggur.
Hann hefur allt til að bera semprýtt getur formann í slíkum
flokki.
Svanur
Kristjánsson
Prófessorar til
forystu fallnir
STAKSTEINAR
Stefán Ólafsson
Veður víða um heim 25.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 13 skýjað
Akureyri 13 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað
Vestmannaeyjar 14 skýjað
Nuuk 13 léttskýjað
Þórshöfn 12 alskýjað
Ósló 18 skýjað
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 21 heiðskírt
Lúxemborg 30 heiðskírt
Brussel 27 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 20 léttskýjað
London 28 heiðskírt
París 30 heiðskírt
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 28 heiðskírt
Berlín 32 heiðskírt
Vín 23 skýjað
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 36 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 28 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 23 alskýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 23 heiðskírt
Chicago 27 skýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:18 22:52
ÍSAFJÖRÐUR 3:57 23:23
SIGLUFJÖRÐUR 3:39 23:07
DJÚPIVOGUR 3:41 22:28
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Breytingarnar, sem nú hafa verið
gerðar á reglugerð um slysatrygg-
ingar við heimilisstörf, má rekja til
þess, að á síðasta ári leitaði kona til
umboðsmanns Alþingis, ósátt við
niðurstöðu úrskurðarnefndar
almannatrygginga.
Konan datt á heimili sínu og slas-
aðist og taldi sig eiga rétt á bótum í
samræmi við skilmála slysatrygg-
ingar. Umsókn hennar var synjað á
þeirri forsendu, að ekki yrði séð að
slysið mætti rekja til heimilisstarfa.
Málavextir voru þeir, að konan
var að elda mat þegar síminn
hringdi. Þegar símtalinu lauk hrað-
aði konan sér að eldavélinni þar sem
hafði soðið upp úr í potti. Á leiðinni
datt hún og slasaðist.
Konan tók fram að þegar hún
gekk frá símanum hefði símtalinu
verið lokið og þar með lokið þeirri
athöfn, sem var að svara í símann, og
um leið aftur hafin athöfn, sem var
matseld, er hún sneri sér að, þegar
hún datt og slasaðist. Því hafi engin
dagleg athöfn átt sér stað milli
framangreindra athafna.
Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar
var lagt til grundvallar, að áverki
sem hún hlaut við fall að afloknu
símtali gæti ekki talist til heimilis-
starfa í skilningi reglugerðar um
slysatryggingar við heimilisstörf.
Um hefði verið að ræða daglega at-
höfn sem undanskilin væri slysa-
tryggingu við heimilisstörf, en í
reglugerðinni er sá atburður að
svara í síma sérstaklega tilgreindur.
Umboðsmaður Alþingis taldi hins
vegar, að þegar slysið varð hafi
konan verið við matseld og hefði
tímabundið vikið frá til að svara í
síma. Slysið hefði átt sér stað í beinu
framhaldi þegar hún hugðist halda
áfram matseldinni. Atvikið, sem olli
slysinu, hefði því verið í beinu og
órjúfanlegu sambandi við ástundun
heimilisstarfa í merkingu almanna-
trygginga og félli því undir gildissvið
slysatryggingarinnar eins og atvik-
um væri háttað. Það var því niður-
staða umboðsmanns að úrskurður
úrskurðarnefndarinnar hefði ekki
verið í samræmi við lög.
Óhætt er að svara símtölum
Breytingarnar má meðal annars
rekja til álits umboðsmanns Alþingis
Í kjölfarið af niðurstöðu um-
boðsmanns Alþingis lét vel-
ferðarráðherra endurskoða
reglugerðina. Niðurstaðan er
umtalsverð réttarbót og aukin
vernd fyrir tryggða ein-
staklinga við störf og fram-
kvæmdir á heimili og í
sumarbústað.
Slysatrygging við heimilis-
störf er valkvæð og sótt er um
hana með því að haka í þar til
gerðan reit við útfyllingu á
skattframtali. Kostnaður við
trygginguna var 450 kr. á
árinu 2012.
Umtalsverð
réttarbót
SLYSATRYGGINGAR