Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Slöngutengjasett með úðabyssu Q308 590,- Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Fyrir garðinn WZ-9006 Greinaklippur 690,- Þrýstiúðabrúsi 1 líter WZ-4001 495,- 1/2” slanga 15 metra með byssu og tengjum 1.390,- WZ-9019 Greinaklippur 1.490,- Slöngutengjasett með úðara WZ-9304 395,- Slöngusamtengi 98,- (mikið úrval tengja) WZ-9008 Hekk klippur 8” 1.690,- Slönguhjól 1/2” f/45 metra 1.590,- 208 3ja arma garðúðari 325,-Þrýstiúðabrúsi 5 lítrarWZ-6004 1.590,- örnefni í Reykholti og hún greindi frá því að gömul fjárhústóft sem er í ná- grenni Gálgakletta, hafi viðurnefnið Vatnsleysu sem er ekki langt frá. Kristrún heitin Sæmundsdóttir á Brautarhóli var heimildarmaður fyrir Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is M ér finnst gaman að skoða möguleikann á sannleiksgildi ör- nefna. Mér finnst líka forvitnilegt hvað samfélagið og mannskepnan er heill- uð af aftökum, dauða fólks og því vo- feiflega,“ segir Skúli Sæland sagn- fræðingur sem ætlar næsta laugardag að leiða Gálgagöngu í Reykholti í Biskupstungum. „Þetta verður fræðsluganga og ég ætla að skoða sennilegar skýringar á þeim óhugnanlegu örnefnum sem þarna er að finna. Ég mun líka segja frá öðrum örnefnum í uppsveitum Árnessýslu sem tengjast aftökum og andlátum. Einnig ætla ég að rifja upp aftökur fyrri alda og segja frá alræmdu morð- máli í Tungunum frá síðari hluta 18. aldar,“ segir Skúli sem er fæddur og uppalinn í Biskupstungunum. Tilvalinn staður til henginga „Í fyrra fór ég í sams konar göngu í Úthlíðarhrauni þar sem er Gálgaklettur, en þjóðsagan segir að þar hafi par falist í helli og verið tekið þar og þau hengd fyrir þá sök að þau lögðust á fé bænda,“ segir Skúli og bætir við að hann hafi orðið mjög for- vitinn þegar hann uppgötvaði hversu mörg örnefni eru við Reykholt sem tengjast gálgum. „Um Gálgakletta í Reykholti er ekki mikið vitað en ég hef eina óljósa sögn sem er komin frá Hreini Erlendssyni sagnfræðingi. Hann sagði að þræll hefði verið hengdur þarna á öldum áður. Þá eru líka óljósar heimildir um að þarna hafi menn verið hengdir sem voru dæmdir á þingstaðnum á bænum Mikið er um örnefni tengd aftökum Skúli Sæland sagnfræðingur ætlar að leiða Gálgagöngu í Reykholti í Biskups- tungum um næstu helgi. Hann hefur grennslast fyrir um Gálgakletta sem þar er að finna og ætlar líka að segja frá öðrum örnefnum í uppsveitum Árnessýslu sem tengjast aftökum og andlátum. Einnig ætlar hann að segja frá morðkvendinu Helludals-Guddu sem bjó í Tungunum á síðari hluta 18. aldar. Gálgaklettar Svona líta þeir út klettarnir sem kenndir eru við hengingar. Ljósmynd/Úr Kvennasögusafni Íslands Fyrir þá sem finnst gaman að ýmiss konar dóti og græjum er paramount- zone.com rétta vefsíðan. En þar er til alls konar skemmtilegt dót sem hent- að gæti í gríngjafir eða fyrir þá sem þú veist að hafa húmor fyrir sokkum með áprentuðum sandölum eða syngjandi kodda. En slíka hluti má einmitt finna á þessari vefsíðu sem er dálítið eins og leikfangaverslun fyrir græjuglaða. Þarna má líka finna milljón punda peningaseðil, ekki amalegt það, og Fésbókar áprentaða segla á ísskápinn. En á síðunni má líka finna ýmsa nytsamlega hluti fyrir heimilið og eins er sérstakur hluti hennar ætlaður yngri kynslóðinni. Sjón er sögu ríkari og um að gera að grafa vel ofan í leikfangakistuna því þá finnur maður örugglega eitthvað sem manni líst á. Vefsíðan www.paramountzone.com Seglar Öðruvísi skreyting á ísskápinn fyrir tækniáhugafólk. Dótakista fyrir græjuglaða Nú stendur yfir hin árlega hrútasýn- ing á Korpúlfsstöðum þar sem Heidi Strand sýnir 21 myndverk í Galleríi Korpúlfsstöðum, þar af 19 unnin úr íslenskri ull. Heidi Strand er fædd í Noregi en á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna og vinnur nú og starf- ar í Reykjavík. Gallerí Korpúlfsstaðir er rekið af 15 listamönnum sem hafa vinnustofu á Korpúlfsstöðum og skiptist listafólk- ið á að standa vaktir í galleríinu. Hluti þess er ætlaður til sýningarhalds. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 18 og stendur til 29. júlí. Endilega… …kíkið á árlega hrútasýningu Myndverk Sýning á Korpúlfsstöðum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Opnunargleði verður á föstudaginn næstkomandi á svokölluðu Bæjarins bezta torgi. Það er hönnunarhópur- inn Rúmmeter (M3) sem sett hefur upp setusvæði afmörkuð í tengslum við matsölustaðinn Bæjarins beztu og veitingastaðinn Hornið við Hafn- arstræti. Eru breytingarnar á svæð- inu hluti af verkefninu; Biðsvæði – Torg í biðstöðu en hugmyndir hönn- unarhópsins ganga út á að tengja saman þætti í nánasta umhverfi torgsins með litanotkun. Hátíðin stendur frá klukkan 16-18 og mun trúbadorinn Skúli mennski spila auk plötusnúðsins dj Jaketries. Þá verður veitingastaðurinn Hornið með tilboð á kaffi og köku. Bæjarins bezta torg opnað ljósmynd/Sara Axelsdóttir Torg Gott er að tylla sér á bekkinn og fá sér pylsu með öllu. Þættir í nánasta umhverfi torg- anna tengdir með litanotkun Það er gott að baka sitt eigið brauð og ekki er verra ef það er gert úr hollu hráefni líkt og steinaldabrauðið hér að neðan. Brauðið er gróft og auðvelt er að baka það. Steinaldabrauð 100 gr graskersfræ 100 gr sólblómafræ 100 gr möndlur 100 gr valhnetur 100 gr hörfræ 100 gr sesamfræ 5 stk. egg 1 dl olía 2 tsk. salt Öllu blandað saman, gott er að setja möndlur og hnetur í mat- vinnsluvél og síðan er brauðið bakað við 160° í klukkustund. Uppskrift að brauði Einfalt stein- aldabrauð Drekkingarhylur Eitt af fjölmörgum örnefnum sem tengjast aftökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.