Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Heildarfjöldi framteljenda í ár er 261.764, en framteljendum fjölgar um 1.002 frá fyrra ári eða 0,4%. Þetta er lítils háttar viðsnúningur frá síðustu árum þar sem framtelj- endum fækkaði nokkuð. Þetta er niðurstaða álagningar ríkiskatt- stjóra, sem lögð var fram í gær. Framteljendur voru flestir árið 2009 eða 267.494. Í ár sættu 13.800 einstaklingar áætlunum vegna þess að þeir töldu ekki fram eða rösklega 5% af skatt- grunnskrá. Það er fjölgun síðan í fyrra þegar þeir voru 10.190 eða 3,91%. Þann 1.ágúst nk. koma til útborg- unar úr ríkissjóði til framteljenda 20,4 milljarðar króna eftir skulda- jöfnun vegna vangoldinna krafna og er hér um að ræða seinni útgreiðslu ársins. Vaxtabætur eru stærsti hluti útborgunarinnar og nema þær 7,6 milljörðum. Í fyrra voru greiddir út 223,7 milljarðar. Skuldir heimilanna dragast saman um 6,3% milli ára en í árslok 2011 námu þær alls 1.759 milljörðum króna. Árið 2002 skulduðu íslensk heimili 547 milljarða en árið 2009 voru skuldirnar komnar upp í tæp- lega 1.900 milljarða. Skuldirnar höfðu margfaldast fram til ársins 2010 þegar þær fyrst fóru að lækka, þá um 0,8% eða rúm- lega 14 milljarða. Þessar tölur byggjast á upplýsingum frá fjár- málastofnunum, en einnig geta ein- staklingar bætt við upplýsingum um skuldir áður en þeir skila skatt- framtali. Framtaldar eignir heimilanna námu 3.611 milljörðum króna í lok síðasta árs og hafa því aukist um 4,2%. Síðast rýrnuðu þær um 9% og voru þá 3.466 milljarðar. Skuldir vegna íbúðarkaupa námu 1.124 milljörðum króna sem er 2,4% samdráttur milli ára. Við álagningu 2011 voru skuldir vegna íbúðar- kaupa í fyrsta sinn yfir helmingi af verðmæti fasteigna í eigu ein- staklinga en nú er eigið fé heimila í fasteign að jafnaði 54% af verðmæti þeirra. Um 26 þúsund af 94 þúsund fjöl- skyldum sem eiga íbúðarhúsnæði telja ekki fram neinar skuldir vegna kaupa á því. Málefni fatlaðra hækka útsvar Skattstofnsins var aflað af tæp- lega 238 þúsund manns og hefur fjölgað í þeim hópi sem nú er orðinn jafn fjölmennur og við álagningu 2009. Tilflutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og tilsvarandi lækkun tekjuskattshlutfallsins skýr- ir mikla hækkun útsvars. Útvars- tekjur til sveitarfélaga nema nú alls 130,5 milljörðum sem er 19% aukning milli ára. Þrjú þrep í annað sinn Nú er í annað sinn lagður á tekju- skattur í þremur þrepum. Í efsta þrepi greiða tæplega 11 þúsund framteljendur tekjuskatt sem gerir um 2,7 milljarða í skatt til viðbótar við það sem greitt er í neðri þrepum. Um 87% þeirra sem greiða tekju- skatt eru í miðþrepi eða alls 136 þús- und framteljendur. Almennur tekju- skattur nam 107,1 milljarði króna sem lagður var á rúmlega 156 þúsund framteljendur. Álagningin hefur aukist um 6,5% á milli ára. Nú greiða tæplega 66% þeirra sem höfðu jákvæðan tekju- skatts- og útsvarsstofn tekjuskatt til ríkissjóðs og hefur það hlutfall hækkað nokkuð síðan í fyrra þegar það var tæplega 64%. 97 þúsund einstaklingar fá sér- staka vaxtaniðurgreiðslu sem nemur 0,6% af skuldum upp að hámarki sem er skert af eignum sem nemur samtals 5,7 milljörðum. Stuðningur ríkisins við íbúðareigendur nemur þannig samtals 14,6 milljörðum, sem er yfir fjórðungur af heild- arvaxtakostnaði heimila í landinu vegna íbúðakaupa. Skuldir heimilanna lækka verulega  11 þúsund greiða tekjuskatt í efsta þrepi  Skuldir heimilanna lækka í annað sinn, nú um 6,3%  Eignir rýrnuðu síðast en aukast nú um 4,2%  17% fleiri borga nú auðlegðarskatt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vinna Fiskvinnsla skapar mörgu fólki vinnu, meðal annars ungu fólki. 5.212 einstaklingar greiða auð- legðarskatt, samtals 5,6 millj- arða króna. Það er tæplega 17% aukning milli ára, en við álagn- ingu 2011 greiddu 4.800 auð- legðarskatt. Skatturinn er nú lagður á í þriðja sinn og endurálagning í annað sinn. Fyrirkomulag skattsins hefur breyst nokkuð frá síðustu álagningu þar sem þá var einungis um eitt þrep að ræða. Skatthlutfallið við álagn- ingu 2012 er 1,5% af hreinni eign á bilinu 75 til 150 milljónir hjá einhleypum og 100 til 200 milljónir hjá hjónum. Skatta- hlutfallið er hins vegar 2% af eign sem er umfram þessi mörk. Viðbótarálagning vegna hlutafjáreignar ársins á undan nær til heldur fleiri en greitt höfðu skattinn árið áður. Ríf- lega 38% aukning varð milli ára og skilaði viðbótarálagningin 2,4 milljörðum í ríkissjóð. Við- bótarauðlegðarskattur var lagð- ur á 4.134 einstaklinga. Fleiri greiða auðlegðar- skatt nú LAGÐUR Á Í ÞRIÐJA SINN Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18 ÚTSALAN ER HAFIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.