Morgunblaðið - 26.07.2012, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Ástandið í heil-
brigðismálum hér á
landi er afar bágborið.
Þrátt fyrir að um
þriðjungur útgjalda
ríkisins renni til heil-
brigðiskerfisins eru
laun starfsmanna spít-
ala og læknastofnana
lág, vinnutíminn lang-
ur og þar af leiðandi
fá starfsmenn ekki
nægilega hvíld, biðlist-
ar eru langir og hafa stjórnendur
margra stofnana og deilda að auki
þurft að skera allrækilega niður í
rekstri sínum, sameina deildir og
segja upp starfsfólki. Það er ljóst
að núverandi ástand gengur ekki
til lengdar. Það þarf að finna rót
vandans, ráðast á hana og leita síð-
an lausna. Að þessu sinni blasir
lausnarorðið við.
Ímyndum okkur að hér á landi
væri aðeins ein matvöruverslun –
matvöruverslun ríkisins. Ríkið
hefði sem sagt einokun á mat-
vörumarkaði og skuldbyndi sig til
að tryggja öllum „ókeypis“ – eða í
það minnsta ódýrt – fæði, þá með
útdeilingu eins konar matarmiða
eða þvíumlíku. Í stuttu máli sagt
væri matarskortur, léleg þjónusta,
lág laun starfsmanna og lítil fjöl-
breytni í vöruúrvali. Ríkisvaldið
hefði engan hvata til að bæta þjón-
ustu, auka úrval matvara eða full-
nægja þörfum viðskiptavina sinna
að einhverju leyti. Sem betur fer
sneru Íslendingar frá villu síns
vegar á sínum tíma og leyfðu
einkaaðilum að sjá um mat-
vöruverslanir. Sum lönd ákváðu að
halda fast við ríkiseinokunina á
matvörumarkaði, sem og reyndar á
fleiri sviðum, með afdrifaríkum af-
leiðingum eins og við þekkjum svo
vel.
Þess er lítil þörf að rannsaka af-
leiðingar samkeppninnar á mat-
vörumarkaði ofan í kjölinn. Margar
verslanir risu út um allt land, þjón-
ustan jókst til muna, vöruúrval
varð gríðarlegt – að margra mati
meira en góðu hófi gegnir – og
opnunartímar urðu sveigjanlegir.
Sem dæmi má nefna er nú mögu-
legt að skjótast út í
næstu matvöruverslun
klukkan þrjú um nótt
og fá sér í svanginn.
Nokkuð sem fólk gat
ekki einu sinni látið
sig dreyma um áður
fyrr. En það mik-
ilvægasta af öllu:
Hinn frjálsi mat-
vörumarkaður sá
fleirum fyrir næringu
en ríkið.
Næring er nauðsyn-
leg til þess að lifa af.
Það fer ekki á milli
mála. Engu að síður skiptir ríkið
sér ekki af matvörumarkaðinum
(nema þá til að leggja steina í götu
verslana í formi skatta, tolla, eft-
irlits o.fl.). Heilbrigðisþjónusta er
að sama skapi lífsnauðsynleg en
samt sem áður er hún í hel-
greipum ríkisins og tálmanir settar
á allt einkaframtak. Er því ekki
kjörið að leysa heilbrigðiskerfið úr
viðjum ríkisins og láta einkaaðila
sjá um rekstur læknastofnana og
spítala?
Eins og áður kom fram er einka-
rekstur bæði skilvirkari, betri og
hagkvæmari en ríkisrekstur. Ein-
staklingar í einkarekstri kappkosta
að bjóða sem bestu þjónustuna á
sem lægsta verðinu. Tökum þá
einkarekinn spítala sem dæmi.
Eigandi spítalans mun kostgæfa að
skipuleggja reksturinn upp á nýtt,
hagræða, ráða til sín nýja starfs-
menn, kaupa betri tæki og svo
framvegis. Samkeppnin við aðra
spítala drífur hann áfram til að
gera sem mest úr sem minnstu.
Ríkið hefur ekki þennan hvata –
drifkraft – til að gera betur í dag
en í gær. Ríkisrekstur einkennist
af stöðnun, fábreytni og óskilvirkni
– um það er engum blöðum að
fletta.
Víða mun heyrast harmakvein.
„Hvað með þá fátæku? Hvers eiga
þeir að gjalda?“ Fyrir það fyrsta
munu skattar lækka um þriðjung.
Það þýðir einfaldlega að hver og
einn einstaklingur – fátækur eða
ríkur – mun eiga meira fé aflögu
til að greiða fyrir læknisþjónustu
eða heilbrigðistryggingu. Í öðru
lagi mun bæði hagræðing og sam-
keppni í heilbrigðisgeiranum skila
sér í lægra verði á heilbrigðisþjón-
ustu. Aftur komum við að „ósýni-
legu hönd“ markaðarins. Það er
hagur stjórnenda spítala og lækna-
stofnana að bjóða sem bestu þjón-
ustu á sem lægsta verði.
Neytendur myndu aukinheldur
hafa meira val. Rétt eins og sumir
kaupa sér oft á tíðum fínasta
kampavínið og kavíar með, myndu
sumir vilja kaupa betri, og þá dýr-
ari, læknisþjónustu en aðrir. Svip-
að gildir um heilbrigðistryggingar.
Tryggingafélög munu krefja
drykkjumenn um hærri greiðslu í
formi iðgjalda heldur en heilsu-
hrausta menn. Það er að segja,
tryggingafélög munu hygla þeim
sem hugsa um heilsuna umfram þá
sem gera það ekki.
Ýmis góðgerðafélög sjá síðan til
þess að þeir örfáu, sem ekki eiga
efni á læknisþjónustu, hljóti hana.
Þegar ríkið hættir afskiptum sín-
um af heilbrigðiskerfinu hefur hver
og einn einstaklingur meiri pening
aflögu einmitt til að styðja og
hjálpa þeim sem minna mega sín.
Nú í dag er slíku ábótavant þar eð
ríkið slær á allan áhuga almenn-
ings til að láta gott af sér leiða.
Skilaboðin sem skattgreiðendur fá
frá ríkinu eru þau, að ríkið sjái al-
veg um þessi mál – reddi þessu –
enda tekur það um þriðjung af
tekjum skattgreiðenda og færir
þær í heilbrigðiskerfið.
Það er bersýnilegt að ríkið er
helsti þrándur í götu betra heil-
brigðiskerfis. Lausnin á þessum
mikla vanda, sem steðjar að kerf-
inu í dag, er til og er raunsæ. Hins
vegar vantar allan pólitískan vilja
til að taka skrefið fram á við – rétt
eins og gert var á matvörumark-
aðinum á sínum tíma. Við sjáum
hvað matvörumarkaðurinn stendur
sterkur í dag. Viljum við ekki líka
bæta heilbrigðiskerfið?
Bætum heilbrigðiskerfið
Eftir Kristin Inga
Jónsson » Það er bersýnilegt
að ríkið er helsti
þrándur í götu betra
heilbrigðiskerfis.
Kristinn Ingi
Jónsson
Höfundur er menntaskólanemi.
Bréf til blaðsins
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Skráðu bílinn þinn
frítt inn á
diesel.is
Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252
þegar þú ætlar að selja bílinn
Mig langar að tjá
mig um það
hvernig stjórn-
völd hafa klofið
þjóðina. Þið sem
eruð í stjórn-
málum og ekki
síst núverandi
stjórn, hafið of-
gnótt af öllu, og
aldrei fáið þið
nóg, og séð er til
þess að þeir er undan ykkur koma,
fái notalegt og gott líf með góðum
fyrirgreiðslum allsstaðar og bestu
störfin, hvort sem þetta fólk er
hæft eður ei. Þið sitjið öll á jötunni
og heimtið endalaust og passað er
að skerða nú ekkert hjá sjálfum
sér.
Sé það rétt að þú, Jóhanna Sig-
urðardóttir hafir fengið 257.000
krónur í launahækkun, hvernig get-
ur þú þá tekið við því á meðan stór
hluti landsmanna þarf að lifa á
launum undir 200.000 krónum. Það
er ekki eins og þú hafir staðið þig
og eigir skilið auka bónus. Þið hafið
klofið þjóðina í ykkur og okkur, þar
sem allir vinna hörðum höndum við
að halda ykkur uppi. Því að það er
alls staðar skorið niður, nema hjá
ykkur. Þið hafið örugglega forgang
í heilbrigðiskerfinu. Þvílíkar afæt-
ur.
Helmingur ykkar skilar ekki
neinu til þjóðarinnar. Þið skulið
hætta að tala um lýðræði, því það
er eitthvað sem eingöngu er ykkar
á milli og frelsið sem þið njótið er á
okkar kostnað. Það er stór hópur
þarna úti og fer stækkandi, sem þið
viljið ekki vita af, svo ekki tala um
frjálsræði við okkur. Þið hafið
stimplað ykkur burt frá veru-
leikanum. Firra ykkar er algjör.
Það er ekki bara Útlendinga-
stofnun sem ekki virkar, heldur er
það allt íslenska kerfið. Að sjálf-
sögðu virkar það fyrir ykkur, en
ekki okkur hin. Sértu misrétti
beittur þá er ómögulegt að fá leið-
réttingu. Fólkið sem situr í þessum
störfum, lífeyrissjóðir, sveitarfélög
og ríkisstofnanir hafa fá svör og
verða eins og heilabilaðar tölvur,
þar til fólk gefst upp. Hver fjöl-
skylda þyrfti að hafa einn löglærð-
an meðlim, svo ekki sé sífellt verið
að trampa á þeim frá hendi stjórn-
valda. Sveitarfélögin eru orðin
skemmtikraftur við að hafa ofanaf
fyrir fólki frá vöggu til grafar og
eru síðan flest á hausnum. Það
þyrfti að athuga þau. Fyrir fé okk-
ar sem þið hafið eytt í umsókn í
ESB hefði örugglega dugað til að
halda uppi heilbrigðiskerfinu í land-
inu og að byggja fangelsi. Ég spyr
mig oft hvað varð um allt það fé
sem þjóðin hefur skapað í gegnum
árin. Já það er orðið kvíðvænlegt
að búa á Íslandi.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR
Sauðárkróki
Þið og við
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir