Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 23
Það er oft stutt á milli gleði og
sorgar. Afastrákur Smára fædd-
ist 30. apríl en Smári deyr í bíl-
slysi 14. júlí. Ég heyrði í Smára
daginn sem barnið átti að fæðast
og var hann beinlínis að rifna af
stolti og tilhlökkun. Þegar ég
kynntist Smára var hann vél-
stjóri á bátum og skipum, sem
gerðu út m.a. frá Grindavík og
Skagaströnd, og var Smári
óþreytandi að keyra á milli lands-
hluta og aftur heim til Akureyrar
þar sem fjölskyldan beið hans.
Því þar kaus hann að vera í faðmi
fjölskyldunnar.
Ég átti þess kost að fara í ferð
með Húna II, þar sem Smári var
vélstjóri og einnig leiðsögumað-
ur. Hann var hafsjór af fróðleik
um sögu Akureyrar, mannvirki
og mannlíf, og ekki síður kunni
hann skil á sögu skipsins. Sagn-
fræðingur af Guðs náð. Smári var
líka ástríðufullur bílakall, elskaði
að gera við bíla og gera þá upp.
Ég undraðist leikni hans að tjasla
saman bílum sem mér fannst
vera á leið í brotajárn. En ástríða
Smára fólst einmitt í að varðveita
hluti og bíla með sögulegt gildi
enda var hann einn af stofnend-
um Eyfirskra fornbíla. Smári
flutti til Akureyrar elsta fornbíl
landsins svo kallaðan Forsetabíl
enda átti sá bíll upprunalega
heima á Akureyri.
Heilsubrestur háði Smára allt
frá barnæsku og hefur hann bar-
ist hetjulega við að ná heilsu og
þeir eru ófáir kílómetrarnir sem
Smári hefur gengið, synt eða
hjólað í þeim tilgangi. Aðdáunar-
vert hversu duglegur Smári var,
gafst aldrei upp.
Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Elsku Svava, Sindri, Silva
Rannveig, Ásgeir, Sif, tengda-
börn og barnabörn. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Sigrún Ásgeirsdóttir.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
✝ Fanney Jóns-dóttir fæddist í
Byrgisvík á Strönd-
um 18. maí 1939.
Hún lést á blóð-
lækningadeild
Landspítalans 18.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Sumarlína
Margrét Kristjáns-
dóttir húsmóðir, f. í
Bolungarvík 27.
mars 1915, d. 22. október 1998
og Jón Jósteinn Guðmundur
Guðmundsson, verkamaður
fæddur í Byrgisvík 3. janúar
1911, d. 8. febrúar 1986.
Fanney var sjötta í röð fimm-
tán barna þeirra hjóna. Systkini
hennar eru: Svanlaug Una Jó-
hanna f. 27. nóvember 1930, d.
1. október 1979. Kristinn Páll
Kristberg f. 9. desember 1932,
d. 9. febrúar 2010. Lára f. 20.
ágúst 1934. Sigríður Guðmund-
ína f. 2. október 1935. Kristján f.
21. október 1936, d.
13. febrúar 1953.
Rósa f. 11. janúar
1942. Guðmundur f.
10. mars 1943, d.
22. september
1943. Sigrún Guð-
munda f. 12. júlí
1944. Elsa f. 10. maí
1946. Sóley f. 24.
september 1949.
Guðrún f. 29. des-
ember 1952. Kristín
f. 26. október 1954. Lilja f. 10.
febrúar 1959. Guðmundur
Reynir f. 26. apríl 1960.
Dóttir Fanneyjar og Jóhann-
esar Gísla Eggertssonar, f. 3.
maí 1945, er Guðný Sigurbjörg
tryggingaráðgjafi, f. 4. nóv-
ember 1967, gift Ívari Helga
Jónssyni, f. 14. apríl 1968. Börn
þeirra eru Fanney Svanborg, f.
11. júlí 1997 og Hans Jón f. 28.
ágúst 1998. Dóttir Ívars er Erla
Björk f. 29. ágúst 1987 í sambúð
með Max Andy Ekstrand, f. 25.
ágúst 1987, dóttir þeirra er
Embla Maria, f. 4. október 2010.
Fanney ólst upp á Ströndum
og sleit barnsskónum á Kleifum
í Kaldbaksvík. Frá unga aldri
tók hún fullan þátt í bústörfum á
Kleifum og gætti yngri systkina
sinna. Fanney lauk húsmæðra-
prófi frá Laugalandi í Eyjafirði
1962. Hún fluttist til Sandgerðis
þá um haustið þar sem hún vann
ýmis verkamannastörf á vet-
urna en var á síld á Eskifirði og
víðar á sumrin. Á árunum 1967
og 1968 vann Fanney á veitinga-
húsinu Aski og minntist hún
þess tíma ætíð með mikilli gleði.
Síðar vann Fanney við ýmis
störf svo sem í mötuneyti, við
beitningu, saltfisksverkun og í
fiskimjölsverksmiðju. Fanney
var eftirsóttur starfskraftur
enda hafði hún gott verkvit,
gekk jákvæð til allra verka og
sinnti vinnu sinni af kostgæfni.
Fanney fluttist svo í Kópavog-
inn 1998 og bjó þar til æviloka.
Útför Fanneyjar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 26.
júlí 2012 og hefst athöfnin kl.
13.
Elskuleg stóra systir mín hún
Fanney er nú farin á braut og
langar mig að minnast hennar
með smá kveðjuorðum.
Ég kveð þig mín systir með kærustu
þökk,
á kveðjustund var bæði þakklát og
klökk.
Þú lifir nú sæl í Guðs sólbjörtu dýrð,
frá sjúkdómi leyst og frá þjáningu og
rýrð.
(Höf. óþekktur.)
Þú varst alltaf til staðar ef á
þurfti að halda, bæði fyrir okkur
systkinin og eins pabba og
mömmu. Þú varst mjög handlagin
og hafðir gott verksvit og mikinn
dugnað, hamhleypa til allra verka
bæði úti og inni og það var alltaf
svo sjálfsagt hjá þér að hjálpa til.
Faðir okkar bað þig að vera
mömmu til aðstoðar ef hann
myndi kveðja þennan heim á und-
an og það gerðir þú með miklum
sóma. Mamma fékk sína ósk að
vera heima til síðasta dags. Ég
spurði þig hvort þú vildir ekki
komast í smá sumarfrí, ég gæti al-
veg komið suður og verið hjá
mömmu en þú eyddir því bara,
sagðist ekkert vera að fara neitt.
Þá varst þú búin að kaupa þér
íbúð í Kópavogi en fyrst átti að
skila sínu verki.
Þú, kæra systir, varst
aðalhjálparhella foreldra okkar
alla tíð, í blíðu og stríðu. Þú fórn-
aðir þér alltaf fyrir aðra og vildir
öllum gott gera. Heimili þitt var
hlýlegt og gott að koma til þín,
alltaf kaffi með heimagerðu bakk-
elsi, svolítið líkt mömmu okkar.
Þegar mamma kvaddi þennan
heim vantaði mig að hringja í
hana en þá varst það þú sem
fékkst spjallið í staðinn og hlógum
við oft að þessu.
Margar skemmtilegar minn-
ingar koma upp í hugann þegar
hugsað er til Fanneyjar. Fanney
passaði okkur systkinin oft en
hættur voru víða. Eitt sinn stál-
umst við systur tvær niður að ósn-
um og fórum að vaða í hinu mesta
sakleysi. Það var bæði hyldýpi og
aðfall, sem sagt stórhættulegt
fyrir svona grislinga eins og okk-
ur. Fanney sá hvar við busluðum í
Mjóddinni, hún tók til fótanna og
fór í þvílíkum loftköstum niður
eftir og náði í afturendann á okk-
ur áður en hringiðan hreif okkur í
dýpið. Hún las okkur, „óþekktar-
ormarnir ykkar“, vel valin orð og
voru þau tekin alvarlega og hlýtt
eftir þetta.
Fanney hafði gaman af því að
ferðast bæði hér á landi og er-
lendis. Hún var smá grallari og til
í grín. Eitt sinn á Spáni skruppu
tvær vinkonur á hestbak, þeir
voru latir fákar en Fanney sagðist
nú samt skyldu koma þeim á ferð
sem hún og gerði. Hestasveinninn
kom hlaupandi og æpandi á eftir
þeim, sem var kannski engin
furða því þær voru allt í einu
komnar inn í heilan hóp af liggj-
andi hermönnum á æfingu en
þetta endaði samt allt vel.
Fanney var á vertíð, þá datt
þremur strákum það í hug að fylla
baðkar af köldu vatni og skella
Fanney í það en hún var ansi
hraust kona svo þeir fengu tveir
að fara í baðkarið með henni.
Fanney var öðlingskona, gott
að vera í návist hennar, ákveðin,
sterk, fórnfús, með mikla réttlæt-
iskennd, ósérhlífin og harðdugleg.
Með þessum orðum kveð ég þig
kæra systir, hvíl í friði, megi him-
neskt ljós lýsa þér nýjan veginn.
Elsku Guðný, Ívar, Fanney
Svanborg, Hans Jón, Erla, Max
og Embla, Guð verndi ykkur og
blessi og gefi ykkur styrk á erfiðri
stund.
Kristín Jósteinsdóttir.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Í dag kveðjum við elskulega
frænku okkar sem lést á Land-
spítalanum við Hringbraut eftir
erfið veikindi. Eins og ávallt þeg-
ar einhver fellur frá leita á hug-
ann minningar sem verða dýr-
mætari í sorginni.
Fanney var dugnaðarforkur og
gekk óhikað í öll verk, hún var
mikil húsmóðir og lagin í hönd-
unum. Góð fyrirmynd okkar sem
yngri vorum. Við vorum alltaf vel-
komnar inn á hennar heimili og
hún tók okkur sem eigin dætrum.
Þegar Hulda var hvítvoðungur,
nokkrum mánuðum yngri en
Guðný dóttir hennar, lét Fanney
sig ekki muna um að brjóstfæða
þær báðar.
Þegar við vorum unglingar út-
vegaði hún okkur vinnu og tók
okkur inn á heimili sitt í Sand-
gerði. Þegar ekki var næga vinnu
að hafa fann hún okkur annan
vinnustað svo tryggt væri að sum-
arhýran skilaði sér í vasa okkar. Í
hádeginu lagði hún á borð, sá til
þess að við fengjum vel að borða
og gekk svo frá á meðan við slök-
uðum á. Þar sem lambahryggur
var í uppáhaldi hjá okkur var
hann gjarnan í sunnudagsmatinn
og alltaf sá hún til þess að við
fengjum bestu bitana og að skorp-
an góða skilaði sér á okkar diska.
Jólin suður með sjó voru ein-
stakur tími, skemmst er að minn-
ast besta kakósins í bænum, ban-
anatertunnar og stóru
nammiskálarinnar sem mátti
ganga í að vild. Ekki var síðra að
koma suður eftir á sumrin, geta
rölt á milli aðliggjandi garða
ömmu og Fanneyjar þar sem við
máttum slíta upp rabarbara að
vild og smakka. Nú eða rölta inn
og koma sér fyrir með góða bók í
hönd sem fannst í bókahillu henn-
ar.
Fanney var mjög umburðar-
lynd og sýndi þörfum unglingsins
mikinn skilning og traust. Bíllinn
stóð alltaf til boða og voru farnir
ófáir rúntar til Keflavíkur. Þó hún
væri oft hissa á aðförum dóttur
sinnar, nýlærðum ökumanninum,
við að stöðva bílinn stóð aldrei á
því að fá hann lánaðan á ný.
Fórnfýsi Fanneyjar kom vel í
ljós síðustu ár ömmu. Hún flutti
inn til hennar og tryggði þannig
að amma gat notið síðustu áranna
heima í stað þess að þurfa að
flytja á elliheimili. Fanney var
alltaf tilbúin til þess að aðstoða
þar sem þess var þörf og sýndi
sínum nánustu ást, umhyggju og
ómældan stuðning.
Fanney var okkur sem önnur
móðir. Hún var yndisleg mamma
og amma. Barnabörnin skiptu
hana afar miklu máli og hún vildi
allt fyrir þau gera. Þau sóttu mik-
ið í að vera með ömmu sinni sem
segir hvað þeim leið vel í návist
hennar, gagnkvæm væntumþykj-
an var öllum augljós.
Fanney sýndi mikið æðruleysi í
öllu því sem lífið gerði henni að
takast á við og þau voru ófá áföllin
sem hún þurfti að glíma við á lífs-
leiðinni. Yfirvegun hennar og bar-
áttuþrek er öðrum til fyrirmynd-
ar.
Við kveðjum með þökk í hjarta
fyrir allar þær dásamlegu stundir
sem við fengum að njóta í návist
Fanneyjar og fullvissu um að vel
er tekið á móti henni á nýjum
stað. Elsku Guðný, Ívar, Fanney
Svanborg, Hans Jón, Erla, Max
og Embla, missir ykkar er mikill
og hugur okkar er hjá ykkur. Guð
gefi ykkur styrk til að takast á við
sorgina.
Hulda, Oddný og Birgitta.
Fanney Jónsdóttir
inn. Far þú í friði kæri bróðir,
friður Guðs þig blessi, veit hinum
látna frið og líkn þeim sem eftir
lifa. Fjölskyldu og vinum, votta
ég mína dýpstu samúð, og ber
kveðju frá bræðrunum í Snorra
goða.
Ómar Sigurðsson.
Friðrik Erlendur Ólafsson er
látinn. Hin djúpa rödd hans er
þögnuð.
Elli, eins og hann var ávallt
kallaður, var einstaklega ljúfur
og skemmtilegur maður.
Fyrstu kynni mín af Ella eru
frá árum mínum í Vestmanna-
eyjum, þar vorum við samherjar
í Íþróttafélaginu Þór. Hann og
öll hans fjölskylda voru miklir
Þórarar og þar átti ég góð kynni
við Ella. Þegar Íslenskar get-
raunir voru að hefjast hér á
landi, þá var gott að eiga Ella að,
enda var einn af sölustöðum Þórs
hjá Vélsmiðjunni Magna. Elli var
framkvæmdastjóri þar, en ég sá
um getraunir fyrir Þór fyrstu ár
getrauna hér á landi.
Seinna vorum við Elli hluti af
stofnun Oddfellow-stúkunnar
Snorra goða árið 1988 ásamt
fleiri góðum mönnum. Þar
kynntumst ég og eiginkona mín,
Sigurborg, Ella og hans yndis-
legu konu Margréti vel, en hún
lést fyrir nokkrum árum. Var
það Ella mikið áfall er hún lést.
Verður það að segjast eins og er,
vart var hægt að kynnast betra
fólki í blíðu og stríðu innan Odd-
fellow-hreyfingarinnar. Elli
stundaði Oddfellow-starfið mjög
vel á meðan heilsan leyfði og var
hvers manns hugljúfi í því starfi.
Hans djúpa rödd var ógleym-
anleg, oft sagði hann við mann:
„Jón eigum við ekki að fá okkur
eitt korn í nefið“. Það verður
ekki sagt á sama hátt aftur.
Margar skemmtilegar minn-
ingar eigum við Bogga um sam-
verustundir með Ella og Mar-
gréti frá ferðalögum um landið
og á skemmtilegum stundum
innan reglunnar, en þar höfum
við átt samleið undanfarin ár.
Um leið og ég votta fjölskyldu
Friðriks Erlends Ólafssonar
dýpstu samúð, bið ég Guð að
blessa minningu þeirra hjóna
með þakklæti fyrir margar góðar
samverustundir.
Jón Kr. Óskarsson.
Fallinn er frá vinur minn
Friðrik Erlendur Ólafsson, eða
Elli, eins og við kölluðum hann.
Já, dauðinn gerir ekki boð á und-
an sér. Síðast þegar ég hringdi í
hann, sem var fyrir um þremur
vikum, sagði hann mér að hann
væri á förum til Vestmannaeyja
og yrði þar í um sex vikur. Hann
væri að fara í brúðkaup og yrði
svo áfram þar hjá sínu fólki. Ég
óskaði honum góðrar ferðar og
við sammæltumst um að hafa
samband þegar hann kæmi aftur
í Garðabæinn. En af þessum fyr-
irhugðu endurfundum okkar
verður ekki hér í þessum heimi,
en kannski í þeim næsta.
Elli var fæddur í Vestmanna-
eyjum og ólst þar upp. Hann fór
ungur að vinna í vélsmiðju föður
síns, fór síðan til náms í vélvirkj-
un og svo til sjós sem vélstjóri.
Mér er sagt að hann hafi verið
með hraustustu mönnum á yngri
árum. Hann bjó í Vestmannaeyj-
um fram að gosi en fluttist þá til
Reykjavíkur og eignaðist eigið
fyrirtæki.
Elli minnti mig alltaf á fornan
kappa og bar þar margt til, m.a.
sá orðrómur sem fór af hreysti
hans á yngri árum, kraftalegar
hendurnar, en einnig andlitsfall
hans og ekki síst röddin, sem var
mögnuð. Allir litu upp þegar Elli
talaði. Við Elli kynntumst fyrir
um 25 árum en þá var hann um
sextugt. Kynni okkar komu til af
því að við urðum báðir stofnend-
ur stúku okkar, oddfellowstúku
nr. 16 Snorra goða. Það var við-
burður ef Ella vantaði á fund þar
til heilsan fór að stríða honum
fyrir um þremur árum. Á meðan
heilsan leyfði sótti Elli hvern
fund. Það var honum mikið áfall
er hann missti konu sína, Mar-
gréti, fyrir um þremur árum og
saknaði hann hennar mikið, en
nú hafa orðið kærir endurfundir.
Á síðustu árum hef ég oft
heimsótt hann í íbúð hans að
Strikinu í Garðabæ. Þar var
spjallað um ýmislegt og hafði
hann gaman af því að segja mér
frá æskuárum sínum í sveit uppi
á landi eins og hann kallaði það,
um sjómennsku og ýmislegt því
tengt, frá dvöl sinni í Þýskalandi
þar sem hann hafði eftirlit með
byggingu og/eða viðgerðum
skipa og dvaldi þá þar í nokkra
mánuði í senn. Elli hafði gaman
af að segja sögur, enda góður
sögumaður. Einnig töluðum við
oft saman í síma þessi ár.
Elli bjó einn í íbúð sinni á
Strikinu, en um hann var vel
hugsað af börnum hans, ekki síst
þeim Sighvati syni hans og Hjör-
dísi tengdadóttur, en þau hafa
búið í nágrenni við hann síðustu
árin og voru mjög dugleg að
heimsækja hann og huga að hon-
um.
Við hjónin sendum okkar
samúðarkveðjur til fjölskyldu
hans og þakka ég Ella fyrir sam-
fylgdina og óska honum góðrar
heimkomu til Föðurins á himn-
um.
Jóhannes Sverrisson.
Með örfáum orðum viljum
við kveðja góða samstarfskonu
og vin þó að erfitt sé að koma
orðum að efninu svo að þau
lýsi þakklæti okkar fyrir sam-
fylgdina.
Jónína M. Pétursdóttir
sinnti hlutverki sínu sem yf-
irmaður heimilishjálpar hjá
Reykjavíkurborg af mikilli
kostgæfni. Hún vildi vinna
með öryrkjum og öldruðum
eins og hana langaði til að
unnið væri með sér. Með virð-
ingu og hlýju. Það væru mann-
réttindi.
Þegar við þökkum fyrir
samfylgd, samstarf og vináttu
um áraraðir vitum við að
margir samstarfsmenn í heim-
ilishjálp og félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar taka undir
þau orð okkar, að hér kveðjum
við einstaka konu og sam-
ferðamann. Um leið minnumst
við erfiðra verkefna þegar
glíma þurfti við persónuleg
mál einstaklinga og fjöl-
skyldna þar sem Jónína sá
Jónína Margrét
Pétursdóttir
✝ Jónína MargrétPétursdóttir
fæddist í Áreyjum á
Reyðarfirði 15.
mars 1922. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 15. júlí
síðastliðinn. Útför
Jónínu var gerð frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðju-
daginn 24. júlí
2012.
leiðir til úrlausnar,
og líka annarra
mála sem leystust
með farsælum
hætti og gleðin
ljómaði í augum
hennar og hlýju
stafaði frá hjart-
anu. Og góðu
minningarnar í
vinnu og utan
vinnu hlýja okkur
um hjartarætur.
Hún var góður samstarfsmað-
ur og traustur vinur.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveðjum við Jónínu hinstu
kveðju og vottum börnum
hennar, fjölskyldu, vini og
nánum ættingjum innilega
samúð okkar og biðjum að
þeim fylgi gæfa og farsæld um
ókomna tíð.
Guðlaug E.
Guðbergsdóttir.
Þórir S. Guðbergsson.
Það var fyrir 10 árum að
leiðir okkar Nínu skárust. Mér
þótti einhvern veginn strax
vænt um hana, eins og ég
hefði alltaf þekkt hana. Sumt
fólk snertir mann þannig og
manni líður vel í návist þess.
Hún hafði eiginleika sem mér
líkaði við, hafði áhuga á að
spjalla um mannlega hegðun,
kunni að hlusta og var glögg-
skyggn á fólk. Nína var af
þeirri kynslóð eða manngerð
sem vildi ekki bera vandamál
sín á torg, vildi ekki vera öðr-
um byrði og bar sig alltaf vel.
Þess vegna þótti mér vænt um
það traust sem hún sýndi mér
í okkar sambandi alla tíð. Mér
fannst við e.t.v. skynja lífið á
svipaðan hátt, „við fiskarnir“
eins og við sögðum stundum.
Að verða fyrir móðurmissi
og skömmu síðar stjúpmóður-
missi aðeins 6 ára gömul hlýt-
ur að hafa verið Nínu þungt
veganesti og markað djúp spor
í sálartetur hennar en hún bjó
yfir styrk sem hefur fleytt
henni í gegnum lífsins ólgusjó.
Þennan styrk arfleiðir hún
börnin sín og afkomendur að
og skilur þannig eftir sig spor
í mörgum hjörtum. Ég vil
þakka Nínu fyrir alla þá hlýju
sem hún gaf mér og mínum og
ég mun geyma minningarnar
um hana í mér um ókomna tíð.
Kristín Johansen.