Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.07.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 ✝ SigmundurPáll Lárusson fæddist í Reykja- vík 4. mars 1928. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Sig- mundsson Knud- sen, f. 25. október 1891 í Hvolsseli í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, d. 24. ágúst 1968 og Sigríður Jónsdóttir, f. 4. mars 1895 í Norður-Götum í Mýrdal, Vest- ur-Skaftafellssýslu, d. 25. maí 1987. Sigmundur var næstelstur sex systkina, þeirra Hrefnu, Sigurðar, Jóns, Reynis og Önnu Maríu. Anna María er nú ein eftirlifandi þeirra systkina. Systir Sigmundar samfeðra var Guðný Knudsen. Þann 5. ágúst 1948 kvæntist Sigmundur Önnu Hjörleifs- dóttur frá Skálholti í Vest- mannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Sigdís, maki Jón Óskarsson. Börn þeirra eru Anna Björg og Hafliði, 2) Hjördís, maki Krist- inn Waagfjörð. Börn þeirra eru Bertha María, Þórir, Viktor, Selma og Telma, 3) Benedikt, maki Erna Þ. Árnadóttir. Börn þeirra eru Hjördís Anna, Þórdís Arna og Árni Páll. Áður átti Benedikt soninn Sigtrygg Þór, 4) Lárus, maki Sandra Pohl. Börn þeirra eru Rúnar Marvin og Vivien Anna. Áð- ur átti Lárus börnin Sigmund Pál, Helgu Guðrúnu, Harald Ása og Dagbjörtu Bríet. 5) Þóra Arn- heiður, maki Jó- hannes V. Oddsson. Dætur þeirra eru Ragnheiður og Hrafnhildur. Barna- barnabörnin eru 30. Sigmundur og Anna hófu sinn búskap á Bakkastíg 10. Síðan byggðu þau fjölskyldu sinni heimili að Langagerði 86, bjuggu þau þar lengst af eða til ársins 1992. Síðustu árin bjuggu þau Anna í Seljalandi 1 í Fossvogi þar sem vel fór um þau. Árið 1979 byggðu þau sumarhús í Öndverðarnesi og nefndu það Skálholt, þar sem þau undu hag sínum vel og dvöldu löngum stundum. Sigmundur var múrari að mennt og hlaut meistararétt- indi í iðninni árið 1952. Hann vann við múrverk alla tíð og síðustu árin fram að starfs- lokum starfaði hann ásamt bróður sínum Sigurði í álverinu í Straumsvík. Sigmundur hafði mikið dálæti á veiði, ferðalög- um, fótbolta, hestamennsku og tónlist. Útför Sigmundar verður gerð frá Bústaðakirkju í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 26. júlí 2012 og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, afi og langafi Simmi. Á kyrrlátri og fallegri sumar- nóttu kvaddir þú okkur og þenn- an heim. Veikindin voru skamm- vin og óviðráðanleg en þú barðist af öllum mætti. Planið var að fara heim sem fyrst enda hafðir þú verið heilsuhraustur alla tíð. Það eru forréttindi að hafa átt öll þessi ár með þér og minning- arnar eru margar og dýrmætar. Ef við ættum að lýsa þér í nokkrum orðum þá varstu óvenju glaðlyndur, duglegur, hjálpsam- ur og trúr þínum nánustu. Þú gekkst ávallt hreint til verks og varst fljótur til ef einhvern vant- aði aðstoð. Þú hafðir beittan húmor og sagðir oft margar skemmtilegar sögur og setningar sem við hlægjum enn dátt að. Þið amma voruð samrýmd og höfðuð lifað mikla umbreytinga- tíma saman. Þið hugsuðuð vel um hvort annað og ykkar nánustu, ferðuðust víða og voruð nýjunga- gjörn. Þið fylgdust vel með af- komendum og voruð stolt af þeim öllum. Ykkar tölfræði er mögnuð, gift í 64 ár, eigið 19 barnabörn og 30 barnabarnabörn. Slíkt er ríki- dæmi ykkar. Samband okkar var mikið og gott og eyddum við mörgum góð- um stundum saman í Skálholti, í veiðiferðum, í hestaferðum eða á ferðalögum erlendis. Aldursmun- ur skipti engu máli, ávallt áttum við góðar gleðistundir. Þú leyndir líka á þér með þessa stórgóðu söngrödd og minnisstætt er þegar þú söngst einsöng fyrir agndofa útlendinga í Herðubreiðarlindum um árið. Það er mikil blessun að makar og barnabarnabörnin hafi fengið að kynnast og eyða tíma með þér. Þegar Þóra María og Sindri voru beðin að lýsa langafa sínum sögðu þau að hann hefði verið hlýr, góður, fyndinn og mikill töffari. Það er mikill missir fyrir okk- ur að þú sért farinn en þó mestur fyrir ömmu en við munum hlúa vel að henni. Lagið „You are my sunshine, my only sunshine“ minnir okkur á þig því þú söngst það fyrir okk- ur á góðum stundum. Takk fyrir ástina, vináttuna, samveruna og lífið sjálft. Hvíl í friði okkar kærasti. Þóra Arnheiður, Jóhannes, Ragnheiður, Hrafnhildur og fjölskyldur. Elsku afi Simmi. Þegar ég hugsa til þín þá sé ég þig fyrir mér uppi í sumarbústað með uppbrettar skyrtuermar og hamar eða pensil í hönd, dyttandi að kotinu. Ég heyri létt rokklag í útvarpinu og þú flautar glaðlynd- ur með. Þannig varstu fyrir mér í hnotskurn, kraftmikill dugnaðar- forkur sem var alltaf eitthvað að sýsla – alltaf stutt í húmorinn og fallega smitandi hláturinn og með bros sem náði til augnanna. Það er ekkert skrítið að flestar mínar minningar um þig tengjast sum- arbústaðnum því þar voruð þið amma flestum stundum og unduð ykkur vel. Þar kom líka öll stór- fjölskyldan (börn, tengdabörn og barnabörn) mjög oft saman og gisti þá allur skarinn hjá ykkur. Það vekur enn furðu mína hvern- ig við komumst öll þar fyrir. Í Mundakoti (sem hlaut reyndar nafnið Skálholt) var yndislegt að vera og á ég óendanlega margar góðar minningar þaðan sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Þar var oftar en ekki gripið í kana þegar við hittumst enda var það fjölskylduíþróttin. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú bankar spilinu með háum dynki í borðið og segir af krafti frasa eins og „speid on ðe geit“ eða „tí tí“ þeg- ar það var tígull – svo lifandi og skemmtilegur og hafðir svo gam- an af því að spila við okkur. Ég man vel eftir því þegar við vorum nokkrar drottningarnar hjá ykk- ur og þú kenndir okkur að stinga okkur og að kafa eftir lyklum í lauginni, svo fengum við að taka þig í hárgreiðslu þegar heim í bú- stað var komið. Þú varst svo þol- inmóður við okkur og hafðir greinilega ekkert minna gaman af þessu en við. Þú sagðir okkur oft frá Jenna mús sem bjó undir bústaðnum og við fengum að gefa honum og þröstunum afganga. Við fórum líka oft með ykkur í bíltúr að kíkja eftir hestunum – amma átti Prinsinn og þú Prinsessuna rétt eins og þið áttuð hvort annað. Þið voruð ótrúlega fallegt par, en meira samstíga hjón þekki ég ekki. Ég sé þig og pabba fyrir mér káta og spekúlerandi að flísaleggja fyrir mig á Bústó. Þú varst alltaf reiðubúinn til að rétta fram hjálparhönd og hafðir greinilega gaman af. Þannig eruð þið pabbi um margt líkir og er ekki leiðum að líkjast. Samband ykkar var einstakt en þið voruð ekki bara feðgar heldur einnig mjög góðir félagar. Ég geng oft um Langagerðið og framhjá 86 þar sem þið amma bjugguð mestalla ykkar hjúskap- artíð. Þó langt er síðan þið fluttuð þaðan og húsið mjög breytt þá situr söknuður í mér þar sem Langagerðinu tengi ég mikilli gleði, húmor og samheldni – allir saman og allir velkomnir. Sterk minning er einnig um þig afi í eld- húsinu í Langagerðinu; að leggja á borð, búinn að vippa upp kjöt- farsi, káli og nýjum kartöflum. Afi sem eldaði var aldeilis ekki á hverju strái. Ferfætlingarnir fengu líka sitt hjá afa í seinni tíð og Loppa mín vissi því alltaf á gott þegar Seljalandið var heim- sótt. Minning um yndislegan afa lif- ir áfram í hjarta mér. Kveð ég þig með miklu þakklæti og söknuði þar til við hittumst á ný. Guð geymi þig elsku afi. Þín, Hjördís Anna (Hjödda.) Elsku afi okkar, mjög sárt er að kveðja þig, en um leið ljúft, vit- andi það að þjáningar þínar eru á enda. Allar stundir sem við eyddum saman voru litaðar af gleði, þú varst alla tíð mjög léttur í lund, jákvæður og kvartaðir aldrei. Alltaf þegar við komum í heim- sókn tókstu ávallt á móti okkur með bros á vör og opnum örmum, ávallt hress og kátur, aldrei þurfti maður að bíða lengi eftir að þú opnaðir dyrnar fyrir okkur. Það klikkaði aldrei að þegar við vorum í heimsókn hjá ykkur ömmu og sátum inn í sjónvarps- herbergi þá komstu alltaf með góðgæti, ís eða nammi eða gafst okkur pening til þess að hlaupa út í sjoppu. Margar góðar minningar eig- um við frá sumarbústaðnum uppi í Öndverðarnesi. Ein minning sem stendur sér- staklega upp úr í huga okkar systkina er þegar þú málaðir bú- staðinn í Olís litunum og hneyksl- aðir fjölskylduna þvílíkt en þér fannst ekkert að litavalinu vegna þess að þú varst litblindur. En ekki varstu nú ánægður þegar Olísfáni birtist á fána- stönginni hjá þér. Þrátt fyrir litavalið, hélst lit- urinn á í nokkur ár, fjölskyldunni til mikillar gremju. Alltaf var gaman að tala um bíla við þig, sérstaklega þá þessa amerísku sem voru í miklu uppá- haldi hjá þér. Þér fannst ávallt mjög mikilvægt að hafa bílana ykkar ömmu hreina og fína. Þið voruð alltaf svo stolt að sýna okk- ur ef þið fenguð ykkur nýja bíla. Þetta eru bara smá brot af góðum minningum sem koma fyrst upp í hugum okkar þegar við hugsum til þín. Nú hefur stórt skarð myndast í fjölskylduna sem verður aldrei fyllt og söknuðurinn er mikill. En allar góðu minningarnar sem við eigum hjálpa okkur í gegnum sorgina. Við kveðjum þig með söknuði og mikla sorg í hjarta. Við elskum þig. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Bertha María, Þórir, Viktor, Telma og Selma Waagfjörð. Sigmundur Páll Lárusson Casa Siggi…Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Sigga Viggó. Ég var svo heppin að vera Au- pair hjá þeim hjónum, Sjöfn og Sigga að passa Svandísi og sjá um heimilið þeirra. Dvaldi hjá þeim í tæpt ár, fyrst í Pitt- sburgh og flutti svo með þeim niður til Florida. Þau tóku á leigu eitt fallegasta húsið við Mandalay Avenue á Clearwater Beach. Eigandi hússins, eldri kona, hreifst svo af Sigga að hún nefndi húsið Casa Siggi. Lét setja stórt áletrað skilti út í garð. Siggi var ótrúlega góður mað- ur. Hann sá ekki sólina fyrir Svandísi og vildi allt fyrir hana gera. Reyndar vildi hann allt fyrir alla gera, þar með talið mig. Við fórum oft út að borða og stundum á tveimur bílum. Þá byrjaði hann á að finna stæði fyrir mig. Oft færði hann mér hluti sem hann vissi að mig lang- aði í. Þegar foreldrar mínir og bróðir komu í heimsókn um jólin voru þau svo sannarlega vel- komin. Það var græjuð hin fín- asta íbúð í bílskúrnum og gest- risni þeirra hjóna engin takmörk sett. Ég bý að því að Sigurður Viggó Kristjánsson ✝ SigurðurViggó var fæddur í Reykjavík 28. maí 1946. Hann lést 13. júlí 2012. Jarðarför Sig- urðar Viggós Krist- jánssonar fór fram frá Dómkirkjunni 25. júlí 2012. hafa kynnst þessu góða fólki og á viss- an hátt hafa þau mótað mig. Einhverju sinni, mörgum árum seinna, ramba ég út á útsýnispallinn í Perlunni og fyrsta fólkið sem ég mæti eru Siggi og Sjöfn. Þetta var skömmu áður en Sjöfn dó. Þetta var eitt af mörgum skipt- um sem ég rakst á Sigga. Við mæltum okkur aldrei mót en hittumst oft á förnum vegi og eins gerði hann sér ferð á vinnu- staðinn minn bara til að segja hæ, hýreygður með ljósa hárið, útitekinn og alltaf smart klædd- ur. Ég votta fjölskyldu Sigga mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill. Bryndís Hrund Högnadóttir. Phoenix, síminn hringdi. „Núna“. Við hlupum öll út, Sjöfn, Svandís, Dagur og við Gurrý. Yfir húsinu flaug Boeing 727 með öll ljósin blikkandi. Svandís blikkaði á móti með vasaljósinu. „Sástu að ég blikk- aði, pabbi. „Já“. Svona var Siggi Viggó. Ég held að hann hafi alltaf gert það sem hann langaði til að gera. Leiðir okkar lágu saman frá tíu ára aldri á Hagamelnum. Hann á 31, ég á 35. Við vorum eins og samlokur. Fyrstu árin voru það flugmódelin. Risið heima var óinnréttað og við höfðum stafla af trétexplötum sem vinnuborð. Þarna vorum við frá morgni til kvölds við að smíða. Efnið var sótt í Austurstræti, balsin í Tómstundarhúsið og silkipapp- írinn í Örkina. Flugmódelin voru annaðhvort látin fljúga út um þakgluggann heima eða farið út í Melaskólaport. Settir í straff. „Það eru öll börn úti nema þið“. Vorum sendir í vinnu hjá BÚR að breiða út saltfisk. Átti ekki beint við Sigga, þó að við vin- irnir værum iðulega minntir á að hann kæmi frá Bolungavík. Við tóku frjálsar íþróttir, ÍR og Melavöllurinn. Valbjörn Þor- láksson var frændi Sigga, hann var hetjan. Vorum öllum stund- um á Melavellinum eða úti í garði. Þá var ekki búið að tyrfa svo lóðunum var breytt í æfing- arvöll. Það var lögð áhersla 100 og 200 metra hlaup, langstökk, hástökk og náttúrulega stangar- stökk. Ungverjinn Gabor var þá þjálfari ÍR. Honum hefur eitt- hvað litist vel á þessa tvo stráka, því hann setti okkur æfingapró- gram og kom einhverri stjórn á æfingar okkar. En svo komu unglingsárin með látum og tónlistin tók yf- irhöndina. Tívolí í Vatnsmýrinni með fegurðarsamkeppnum, mið- næturtónleikar Svavars Gests. Siggi fór að læra á tommur hjá Guðmundi Steingríms, ég á saxófón. Máttum varla vera að því að læra nótur, okkur lá svo á að fara að spila. Stofnuðum Alto kvintettinn „tveir“. Seinna komu Svenni, Jón Pétur og ýmsir aðr- ir. Þetta endaði allt sem Roof Tops árum seinna. Svona voru unglingsárin á Hagamelnum. Siggi sagði alltaf að þetta væri merkilegasta gata Reykjavíkur. Enda fór hann ekki lengra en út á horn til að ná í Sjöfn sína. Ég svindlaði aðeins, Gurrý var á Grenimelnum. Siggi fór að læra að fljúga og leiðir okkar skildu. Árið 1970 fluttum við Gurrý til Kaup- mannahafnar, ég í nám og Gurrý fór að vinna hjá Icelandair. Hin- um megin við götuna voru Loft- leiðir og var ekki Sjöfn þar. Siggi var þá hjá Sterling. Við bjuggum öll á Amager. Áttum góð ár saman þar. Þau fluttu til Bandaríkjanna og við seinna heim 1981. Ákváðum það ár að eyða áramótunum í Phoenix. Við sátum uppi á hóteli þegar Sjöfn hringdi. „Siggi er á leiðinni til ykkar“. Við heimsóttum þau mjög oft í Phoenix og áttum þar ævintýralega tíma saman. Sjöfn féll því miður allt of snemma frá. En við héldum allt- af sambandi. Siggi giftist Svaní og voru þau mjög hamingjusöm. Fréttin um veikindi þín og andlát, kæri vinur, komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þín verður sárt saknað og það tómarúm sem þú skilur eftir aldrei fyllt. Svaní, Svandís og Krissi, megi Guð vera með ykkur. Guðni, Guðríður og tvíburarnir. Elsku vinur, ég kveð þig að sinni með miklum trega og þakklæti fyrir tryggð þína og vináttu gegnum öll árin. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur bláeygur, guðs barn - (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Svaný, Krissi, Svandís og aðrir aðstandendur, við Gunnar, Kalli og Zakki sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um yndislegan dreng lifir. Toby Sigrún Herman. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR G. SIGURÐARDÓTTUR, Gullsmára 7, Kópavogi. Sigrún Halla Karlsdóttir, Kristján Sveinsson, Sigurður Karlsson, Ellen María Ólafsdóttir, Magnús Þór Karlsson, Margrét H. Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, HRAFNKELS ÁSGEIRSSONAR. hrl. Sérstakar þakkir fær starfsfólk blóðmeinadeildar, lungnadeildar og L-4 á Landspítalanum. Oddný M. Ragnarsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.