Morgunblaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012
Deginum verður varið í góðum faðmi fjölskyldunnar,“ segirÁlfheiður Eva Óladóttir, spurð hvað hún ætli að gera í til-efni dagsins en hún hefur boðið á annan tug ástvina til sín í
mat. Álfheiður Eva, sem starfar sem verkefnisstjóri hjá Pennanum,
er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands ásamt meistara-
gráðu í stjórnun og stefnumótun. „Ég útskrifaðist núna í vor svo
þetta er eiginlega tvöfaldur áfangi sem ég er að halda upp á.“
Álfheiður Eva er gift Agli Ásgeirssyni og saman eiga þau dreng-
ina Ásgeir Óla sex ára og Þórhall Hrafn tveggja ára.
Hún minnist þess er hún hélt upp á tuttugu og fimm ára afmæli
sitt með eftirminnilegum hætti en þá var einnig um að ræða bæði út-
skriftar- og afmælisveislu. „Þá var ég að útskrifast með BA í sál-
fræði og við héldum mjög skemmtilega veislu með vinum.“
Að undanförnu hefur fjölskyldan staðið í ströngu við að flytja en
nýverið keyptu hjónin huggulega íbúð í Kópavogi. „Þannig að við
erum búin að vera að aðlagast því. Það er búið að vera heilmikil
vinna að koma öllu fyrir og síðan er bæði nýr skóli og leikskóli fram-
undan,“ segir Álfheiður Eva og bætir við að strákarnir sínir hafi
ekki átt í neinum vandræðum með að finna sér nýja og fjöruga vini í
götunni. Á komandi vetrarmánuðum er svo stefnt að utanlandsferð
og beinist hugurinn einkum til sólarlanda. khj@mbl.is
Álfheiður Eva Óladóttir er 30 ára
Tvöfaldur áfangi Álfheiður Eva Óladóttir þrjátíu ára afmælisbarn
fagnar einnig glæstum námsárangri. Með henni er Þórhallur Hrafn.
MA-gráðu og nýj-
um áratug fagnað
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hafnarfjörður Aron Snær Kjartans-
son fæddist 7. október kl. 13.25. Hann
vó 3.355 g og var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Guðrún Jóhanna Hall-
grímsdóttir og Kjartan Einarsson.
Nýr borgari
Helga Þóra Jakobsdóttir, 10 ára, og
Guðbjörg Amelía Jónsdóttir, 9 ára,
héldu tombólu og kökusölu í Vesturbæ
Reykjavíkur, við Valhúsaskóla m.a. Af-
rakstur sölunnar, 3.840 kr., gáfu þær
til styrktar Rauða krossinum.
Hlutavelta
S
igga fæddist í Reykjavík,
ólst upp í Neðra-
Breiðholtinu frá sex ára
aldri en hefur búið í
Kópavogi frá 1994. Hún
stundaði nám við FB 1979-81 og
nám í dúklagningu og veggfóðrun
á árunum 1982-85.
Sigga var verslunarstjóri hjá
Skífunni 1981-82, stundaði vegg-
fóðrunar- og dúklagningarstörf hjá
Dúkó sf 1982-85 og 1986-87 og
stundaði málningarstörf í Osló
1985-86. Hún varð síðan söngkona
og tónlistarmaður að aðalstarfi frá
1987.
Sigga hefur sungið og komið
fram sjálfstætt, sungið með
Stjórninni og hinum ýmsu tónlist-
armönnum, komið fram á fjölmörg-
um tónlistarsýningum og sett upp
eigin sýningar, eins og Tina Tur-
Sigríður M. Beinteinsdóttir söngkona, 50 ára
Í göngutúr Sigga er mikil hundakona. Hér slaka þau á í skammdegissólinn sl. vetur, hún og hundurinn Erró.
Sívinsæl og enn á fullu
Í Leifsstöð Sigga með tvíburana sína og Birnu Maríu, þau Viktor Beintein
og Alexöndru Líf.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
www.avon.is
Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150
Gaman í baði með
Naturals Kids
línunni
Flækjusprey
Sjampó og næring
Sturtusápa og freyðibað