Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 31

Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 31
ner Tribute sem hún skrifaði handritið að og setti á svið á Broadway haustið 2006, en sýn- ingin gekk fyrir fullu húsi út vorið 2007. Þrisvar í Eurovisionkeppnina Sigga hóf að syngja með Stjórn- inni í ársbyrjun 1989. Þau unnu keppnina Landslagið 1989 með laginu Við eigum samleið. Hljómsveitin tók þátt í for- keppni Eurovision 1990 og vann hana með laginu Eitt lag enn, en í Eurovisionkeppninni í Zagreb lentu þau í fjórða sæti. Þau kepptu aftur í Eurovision fyrir Íslands hönd 1992, með lagið Nei eða já en það lenti í sjöunda sæti í Malmö í Svíþjóð. Þá söng Sigga fyrir Ís- lands hönd lagið Nætur í Eurovisi- onkeppninni í Dublin, 1994, og lenti það lag í 12. sæti. Stjórnin starfaði af fullum krafti í fimmtán ár og starfar enn með mislöngum hléum þó. Stjórnin gaf út sjö stórar plötur á árunum 1990-97: Eitt lag enn, 1990; Tvö líf, 1991; Stjórnin, 1992; Rigg, 1993; Stjórnarlögin 1989-95, 1995; Sumar nætur, 1996, og Stjórnin@2000, 1997. Sólóplötur Siggu: Desember, 1993; Sigga, 1997; Flikk flakk, 1998; Sigga fyrir þig, 2003; Allt eða ekkert, 2005; Til eru fræ, 2007, og Jólalögin mín, 2009. Auk þess smáskífurnar Nætur, 1994, og Jörð, 2003. Söngvaborg og Söngskólinn Sigga er annar af eigendum og höfundum eins vinsælasta og mest selda barnaefnis á Íslandi síðustu árin, Söngvaborg. Alls hafa komið út sex mynddiskar með Söngva- borgunum en hver þeirra hefur selst í yfir 10.000 eintökum. Sigga skrifaði handritin að öllum Söngva- borgunum en Helga Braga kom að skrifum á leiknum atriðum. Sigga hefur starfrækt söngskól- ann ToneArt Sangskole í Asker í Noregi frá 2003 (toneartsang.com). Nemendur sem sækja námskeið skólans eru frá 9 ára aldri. Í Tone- Art er boðið upp á einkatíma, hóp- tíma og söngleikjalínu, þar sem nemendurnir æfa allan veturinn fyrir söngleik sem settur er upp að vori á ári hverju. Einnig rak Sigga söngskóla á Ís- landi um árabil ásamt Maríu Björk Sverrisdóttur. Sigga verður með tónleika í Há- skólabíói í dag í tilefni afmælisins en uppselt er á tónleikana fyrir löngu. Fjölskylda Sambýliskona Sigríðar er Birna María Björnsdóttir, f. 3.12. 1974, markaðs- og kynningarstjóri. Hún er dóttir Björns Viggóssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra, og Hall- veigar Björnsdóttur sjúkraliða. Börn Sigríðar og Birnu Maríu eru Viktor Beinteinn Birnuson, f. 24.4. 2011, og Alexandra Líf Birnudóttir, f. 24.4. 2011. Systkini Sigríðar eru Ásgeir, f. 27.7. 1953, skólastjóri Háteigs- skóla, búsettur í Reykjavík; Hall- dóra Hall, f. 29.7. 1956, hjúkr- unarfræðingur í Osló; Einar, f. 30.5. 1959, veggfóðrarameistari í Reykjavík; Jóhanna, f. 12.1. 1964, verslunarmaður, búsett í Reykja- vík; Markús Þorkell, f. 10.6. 1970, veggfóðrari í Reykjavík; Berglind Guðrún, f. 11.8. 1976, skrif- stofumaður, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar eru Bein- teinn Ásgeirsson, f. 28.11. 1932, veggfóðrara- og dúklagningar- meistari, búsettur í Reykjavík, og Svava Jóna Markúsdóttir, f. 28.6. 1933, d. 20.1. 2007, húsfreyja. Úr frændgarði Siggu Beinteins Kristján Árnason húsmaður í Súðavík Kristín Steinunn Ólafsdóttir húsfr. í Súðavík Jón Halldórsson landpóstur í Djúpi Jóhanna G. Kristjánsdóttir í Gjörfudal Gunnvör Sigurðardóttir húsfr. í Rvík. Beinteinn Bjarnason söðlasm. í Rvík. Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. og vkk. í Rvík.Sigríður Beinteinsdóttir Beinteinn Ásgeirsson dúklagninga- og veggfóðraram. í Rvík. Svava Jóna Markúsdóttir húsfr. í Rvík. Halldóra Jónsdóttir húsfr. í Súðavík Markús Kristjánsson fiskmatsm. í Súðavík Sigríður Beinteinsdóttir húsfr. í Rvík. Ásgeir V. Einarsson dúklagninga- og veggfóðraram. í Rvík. Einar Jónsson sjóm. í Rvík. Árni Markússon vélsmiður Halldóra Árnadóttir leirlistakona Ólafur Beinteinsson trúbador í Kátum félögum Guðrún Beinteinsdóttir píanóleikari í Rvík. Sigurður Jónsson í Görðum viðÆgissíðu Einar Gunnar forstjóri Ólafur fyrrv. gítarleikari í Sóló Ómar Einarsson gítarleikari María Th. Ólafsdóttir búningahönnuður ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Haraldur Guðmundsson ráð-herra fæddist 26.7. 1892.Hann var sonur Guð- mundar Guðmundssonar, prests í Gufudal og síðar ritstjóra á Ísafirði, og k.h. Rebekku, systur ráðherr- anna Kristjáns og Péturs. Faðir þeirra systkina var Jón Sigurðsson, alþm. og héraðs- höfðingi á Gautlöndum en móðir Rebekku var Sólveig, dóttir Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættar, sem státar af fleiri ráðherrum en nokkur önnur. Haraldur lauk prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, stundaði síðan kennslu, vegavinnu og blaða- mennsku. Haraldur var einn Ísafjarðar- kratanna en bróðir hans, Sigurður, bakarameistari á Ísafirði, var faðir Jóns, fyrrv. ráðherra og síðar aðal- bankastjóra Norræna fjárfestingar- bankans. Haraldur var ritstjóri Alþýðu- blaðsins 1928-31 og bankastjóri á Seyðisfirði 1931-34. Hann var alþm. í þrjá áratugi, frá 1927-57 að und- anskildum árunum 1947-48. Þá var hann formaður Alþýðuflokksins 1954-56 en honum hafði þá verið stefnt fram gegn sitjandi formanni, gömlum félaga, Hannibal Valdi- marssyni, árið 1954. Haraldur varð atvinnumálaráð- herra í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934 og gegndi því embætti til 1938 er hann sagði af sér í mótmælaskyni við frumvarp forsætisráðherrans um gerðardóm í kjaradeilu útgerðar- manna og togarasjómanna. Hann mun hafa verið fremur atkvæðalítill í þessari draumastjórn þeirra Her- manns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Haraldur var ekki fríður maður en á myndum minnir hann nokkuð á Humphrey Bogart. Hann bjó yfir persónutöfrum, var vel gefinn, prúð- ur og fyrirmannlegur í framkomu og líklega í hópi mælskustu þingmanna Alþýðuflokksins. Haraldur átti síðar eftir að verða sendiherra en hans verður líklega lengst af minnst fyrir störf sín í þágu almannatrygginga hér á landi. Haraldur lést 23. október 1971. Merkir Íslendingar Haraldur Guðmundsson 95 ára Ragnheiður Hallgrímsdóttir 90 ára Sigurbjörg Erlendsdóttir 85 ára Agnar Jónsson Bjarni Helgason Jóhanna Kjartansdóttir Jón Aðalsteinn Vilbergsson Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson 80 ára Guðmundur H. Pálmason Kristján Ásgeirsson Ólafur Einar Magnússon 75 ára Lilja Sigurðardóttir Sigrún Óskarsdóttir Vilborg Nikulásdóttir 70 ára Gunnhildur Kristjánsdóttir Hólmfríður Þórarinsdóttir Ólöf Eyjólfsdóttir Sigríður Gunnarsdóttir Valdimar Valdimarsson 60 ára Guðný Guðmundsdóttir Helga María Bragadóttir Hugrún Stefnisdóttir Jóhanna Karlsdóttir Jóna Kristjánsdóttir Leifur Dagmann Björnsson Sólveig Magnúsdóttir 50 ára Anna Björk Ágústsdóttir Bára Björnsdóttir Guðrún Pétursdóttir Jónas Jónasson Karólína Valtýsdóttir Lesley Cynthia Wales Lóa Steinunn Kristjánsdóttir Sigríður Guðlaug Ólafsdóttir Sigurður Jóhann Lövdal Snjólaug Jónína Brjánsdóttir Vignir Guðjónsson Þóra Kristrún Guðbjartsdóttir 40 ára Anna Maria Frontczak Dagný Ósk Hermannsdóttir Eybjörg Drífa Flosadóttir Guðlaug Kristjánsdóttir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir Guðrún Þorsteinsdóttir Ingibjörg Smáradóttir Jónmundur Gunnar Guðmundsson Óðinn Örn Jóhannsson Selma Stefánsdóttir Sigurður Jónsson Sigurjón Atli Sigurðsson Stefanía Björk Sigfúsdóttir 30 ára Ana Maria Brasoveanu Álfheiður Eva Óladóttir Ásta B. Orellana Björnsdóttir Bjarki Þór Aðalsteinsson Björn Ísberg Björnsson Eggert Gíslason Þorsteinsson Gunnþórunn Elíasdóttir Hildur Guðjónsdóttir Jóhann Örn Sigmundsson Katharina Sommermeier Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir Marteinn Arnar Olsen Heimisson Marteinn Guðjónsson Ólöf Kolbrún Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Pétur ólst upp á Þorvaldsstöðum í Breið- dal en er nú búsettur á Stöðvarfirði þar sem hann gerir út trillu. Maki: Agnes Klara Jóns- dóttir, f. 1989, nemi við ME og hundaræktandi. Foreldrar: Viðar Péturs- son, f. 1961, bóndi á Þor- valdsstöðum í Breiðdal, og Marta Rut Sigurð- ardóttir, f. 1963, sauma- kona og heilsunuddari í Noregi. Pétur Viðarsson 30 ára Hafný lauk próf- um á skristofubraut við MK, og starfar hjá Ice- landair Technical Service. Marki: Freyr Vilhjálms- son, f. 1971, sölumaður. Börn: Sigurdís, f. 2004; Aðalsteinn, f. 2008. Foreldrar: Herdís Þórð- ardóttir, f. 1958, við Heil- brigðisst. og Hafsteinn Hafsteinsson, f. 1957, verktaki. Stjúpfaðir: Sig- urður Egilsson, f. 1956, bílstjóri. Heiðrún Hafný Hafsteinsdóttir 30 ára María ólst upp á Björnskoti á Skeiðum, lauk kennaraprófi frá HA 2006, lauk diplomaprófi í sérkennslufræðum og er nú kennari í Grundarfirði. Maki: Hlynur Sigurðsson, f. 1987, stýrimaður. Sonur: Ólafur Geir Hlyns- son, f. 2012. Foreldrar: Anna Gísla- dóttir, f. 1961, bóndi í Eyði-Sandvík, og Ólafur Ingi Sigurmundsson, f. 1961, bóndi þar. María Ósk Ólafsdóttir Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.