Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 34

Morgunblaðið - 26.07.2012, Page 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2012 Sjáðu Við erum flutt Sjáðu, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík Sími: 561-0075 - sjadu.is Það vakti athygli á dögunum þegar Madonna notaði hið forna tákn swastika á ansi óhefðbundinn hátt. Táknið, sem er ansi sviplíkt hakakrossi nas- ista, birtist þá á enni franska hægrisinnans Marine Le Pen. Madonna hefur nú komið fram með yfirlýsingu þar sem hún segir framsetningu sína snúast um skort á umburðarlyndi í heim- inum en Le Pen hefur meðal annars verið sökuð um rasisma. Madonna ver sig Madonna Söng- konan er umdeild. Dóttir Michaels Jackson, Paris, lætur ekki vaða yfir sig en hún svaraði frænku sinni Janet Jack- son í sömu mynt eftir að sú síðar- nefnda löðrungaði hana. Janet á að hafa gefið henni kinnhest og kallað hana ljótum nöfn- um eftir rifrildi þeirra á milli. Hin fjórtán ára Paris á þá að hafa slegið til baka og rekið hana af heimili sínu. Skipst á löðrungum Janet Söngkonan hlaut kinnhest. Fleiri listamenn bætast í hóp þeirra sem styðja sveitina Pussy Riot sem situr í fangelsi í Rúss- landi. Nú síðast saumaði rúss- neski listamaður- inn Petr Pav- lensky munninn á sér saman í mót- mælaskyni við yfirvöld. Saumaði munn sinn Mótmæli Pussy Riot fær athygli. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég hef alltaf haft áhuga á textíl og hönnun og ákvað um leið og ég klár- aði menntaskólann að leggja þetta fyrir mig. Ég fór beint út og lagði mig alla fram um að ná eins langt og hægt væri,“ segir Aníta Hirlekar sem var að útskrifast með BA gráðu frá háskólanum, Central Saint Mart- ins í London, í hönnunardeild með áherslu á svokallað print eða textíl. Í útskriftarlínunni hannaði hún bæði efnið og flíkurnar. Sérhæfing hennar felst í því að búa til eigið efni. „Ég tók fyrir þæfingu eins og flestir Íslendingar þekkja sem handþæf- ingu. Öll efnin í línunni eru þæfð, t.d. silki, pólíester og fleiri. Ég var allt árið að gera tilraunir með þæfinguna.“ Útskriftarlínan vakti stormandi lukku og var valin á stærri sýningu fyrir bresku pressuna. „Vogue og allt þetta lið var þarna. Þetta gekk mjög vel og var rosalega gaman.“ Helstu, tískuspekúlantar og -bloggarar fjölluðu um fatahönnun Anítu. Hönnunartímaritið Afflante lofaði hæfileika hennar og sagði kvenfatnaðinn ákaflega listrænan. Þekktur tískubloggari sem birtir umfjallanir á síðunni allthingsdark- andbeautiful.wordpress.com sagðist hafa verið svo heppinn að fá að sitja á fremsta bekk og lofaði fatnaðinn fyrir að ná að draga fram einstakt samspil skugga og áferðar. Í kjölfarið var henni, einni af hópnum, boðið að taka þátt í stærri sýningu í janúar á næsta ári í The Mall Gallery í London. Það er stórt gallerí sem sýnir nútíma fígúratífa list og kappkostar að endurspegla nýjustu strauma í listaheiminum. Aníta er ein af fáum sem komust inn í mastersnám í fatahönnun í sama skóla. Tækifæri hjá tískurisum „Stærstu fyrirtækin í tískuiðnað- inum tengjast skólanum sterkum böndum, t.d. Parísarhönnuðirnir Louis Vuitton og Lanvin. Alls konar keppnir og verkefni eru í boði sem við tökum þátt í, fullt af tækifærum að vinna með þeim færustu.“ Á þriðja árinu í BA náminu fékk Aníta tækifæri til að vinna í hönn- unargeiranum, m.a. við að hanna hjá Christian Dior í París og Diane Von Furstenberg i New York. Hún segir það vera einn af kostum námsins að fá að spreyta sig. Louise Wilson tískuprófessor er einn af þeim kennurum sem koma til með að kenna Anítu. Þessi lifandi goðsögn í hörðum heimi tískunnar er sögð mjög ákveðin og er fræg fyr- ir að koma auga á þekkta hönnuði í London í dag, eins og Christopher Kane og Jonathan Sunders. Hver veit nema Aníta Hirlekar verði ein af þeim. Hringiða Lundúna „Mér finnst London æðisleg. Ég er búin að búa hér í sex ár og er ennþá að kynnast nýjum hlutum, svæðum og fólki. Einhvern veginn veit maður aldrei hvað gerist næst og hvaða tækifæri bjóðast í Lond- on,“ segir Aníta spurð um stórborg- arlífið. Þó örlar aðeins á Íslands- söknuði. „Það er rosalega gott að koma heim og fá smá orku og þá er gott að komast aftur út. Mér finnst gott að breyta til, stundum verð ég líka leið á London. En maður saknar samt alltaf Íslands.“ Aníta er 26 ára gömul, fædd og uppalin á Akureyri. Hirlekar er ætt- arnafn föður hennar sem er ind- verskur. Hún hefur komið til Ind- lands tvisvar, annað skiptið í tengslum við skólann í London þegar hún sótti námskeið. Hún segist taka eitt skref í einu. „Þó ég sé að sérhæfa mig í fatahönn- un með textíl, veit maður aldrei hvað gerist næst.“ Hönnuður vekur athygli  Aníta Hirlekar ein fárra sem fengu inngöngu í mastersnám í fatahönnun við Central Saint Martins, virtan listaháskóla í London Útskriftarlínan Sannkallað meistaraverk, þæfing að íslenskum sið skapar skemmtilega áferð og fær að njóta sín í textílnum. Ljósmyndir/Saga Sig Aníta Hirlekar Flottur hönnuður sem vissi strax hvað hún vildi. „Þetta er drum ’n’ base í drunga- legri kantinum. Lögin á plötunni er safn af því sem ég er búinn að vera að fást við á seinasta ári,“ segir Tjörvi Óskarsson, einnig þekktur sem Subminimal, en hann spilar á útgáfutónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í kvöld. Tilefni er útgáfa nýrrar hljómplötu sem nefnist Microfluidics. „Bassinn verður í fyrirrúmi,“ segir Tjörvi en bætir við að dansgleðin verði einnig ríkjandi. „Það eru komin drög að meira efni fyrir næstu plötu en ég hafði hugsað mér að fá til liðs við mig rappara og söngkonu, til þess að stíga út fyrir það sem ég hef ver- ið að fást við upp á síðkastið, seg- Subminimal Tjörvi hlýtur lof úr íslenska raftónlistarheiminum. Drungalegt en dans  Ný plata Subminimal Microfluidics  Samaris-tríóið frumflytur nýtt efni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.