Morgunblaðið - 26.07.2012, Síða 40
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Jennifer Connelly í Bankastræti
2. Ben Stiller skoðaði hús
3. Þorsteinn greiðir 185 milljónir
4. Íslensk ofurstjarna á Indlandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Friðrik Vignir Stefánsson, organisti
og tónlistarstjóri í Seltjarnarnes-
kirkju, spilar á tónleikum í Hallgríms-
kirkju í dag kl. 12 á Alþjóðlegu orgel-
sumri Hallgrímskirkju. Aðgangseyrir
er 1.500 kr.
Morgunblaðið/Eggert
Orgeltónleikar Frið-
riks í Hallgrímskirkju
Tónleikar Val-
geirs Guðjóns-
sonar og dóttur
hans, Vigdísar
Völu Valgeirs-
dóttur, fara fram í
Nema Forum í dag
kl. 20 en fleiri
tónleikar feðgin-
anna eru á dag-
skrá 31. júlí og 1. - 4. ágúst, einnig kl.
20. Tónleikarnir fara fram á ensku og
skandinavísku og eru ætlaðir erlend-
um jafnt sem innlendum gestum.
Valgeir og Vigdís í
Nema Forum
Kiriyama Family gaf út sína fyrstu
plötu í vor, samnefnda hljómsveit-
inni. Nú leggur rafpopp-kvartettinn í
ferðalag um landið í tón-
leikahald og spilar á
Mærudögum á
Húsavík á Gamla
Bauk kl. 22, og á
föstudaginn spila þau
í Borgarfirði eystri í
Bræðslunni kl. 23
ásamt Coney Island
Babies og Tilbury.
Kiriyama Family á
ferð um landið
Á föstudag Norðan 3-8 m/s. Skýjað og þurrt að kalla NA- og A-
lands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti 8 til 17 stig.
Á laugardag og sunnudag Hæg breytileg átt. Yfirleitt þurrt á
landinu og bjart veður nokkuð víða. Hiti 12 til 22 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 m/s og áfram væta, en styttir
upp V-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast S-til á landinu.
VEÐUR
Fulltrúar Morgunblaðsins
eru lentir í Lundúnum þar
sem Ólympíuleikarnir verða
settir annað kvöld. Kristján
Jónsson blaðamaður hitti
meðal annars aðdáanda
Sigur Rósar og blaðamann
LA Times, sem er síður en
svo í mjúknum hjá NBA-
stjörnunni Kobe Bryant, á
fyrsta degi sínum í ólympíu-
þorpinu. Bretar eru með sitt
á hreinu og allt eins og best
verður á kosið. » 1
Ólympíuævintýrið
er að hefjast
FH-ingar freista þess að komast í 3.
umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta
þegar þeir taka á móti Helga Val
Daníelssyni og félögum í sænska lið-
inu AIK í Kaplakrika í kvöld. FH náði
óvæntu jafntefli í fyrri leiknum í
Stokkhólmi.
Þórsarar eiga
við rammari
reip að draga
en þeir fá
Mladá Bole-
slav frá
Tékklandi í
heimsókn
í kvöld.
»2
FH-ingar freista þess að
komast í 3. umferðina
Allir bestu kylfingar landsins koma
saman á Strandarvelli við Hellu í dag
og næstu daga þegar 70. Íslands-
mótið í höggleik í golfi fer fram.
Þetta er í fjórða sinn sem Íslands-
mótið fer fram á þessum velli. Axel
Bóasson og Ólafía Þórunn Kristins-
dóttir hafa titil að verja og verða með
líkt og fleiri Íslandsmeistarar síðustu
ára. »3
Fyrsta flokks fjögurra
daga golfveisla á Hellu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Engin byggð er í Fjörðum en þar
verður mikið um dýrðir á sunnudag,
þegar árleg messa verður á Þöngla-
bakka í Þorgeirsfirði. Búist er við
fjölmenni en í fyrra mættu nær 200
sóknarbörn á hátíðina.
Um klukkutíma tekur að aka
jeppaveg frá Grýtubakka inn í botn
Hvalvatnsfjarðar og þaðan er um
klukkutíma ganga yfir hálsinn í
Þorgeirsfjörð. Undanfarin sumur
hafa bátar líka siglt með fólk frá
Grenivík en núna siglir skemmti-
báturinn Húni, sem tekur 70
manns, frá Akureyri kl. sjö að
morgni og frá Grenivík kl. 10, en
kemur í Þorgeirsfjörð klukkan eitt.
Þar sjá björgunarsveitarmenn um
að ferja fólkið í land, en messan
hefst klukkan tvö.
„Það er góð veðurspá og ég
reikna með því að fjörðurinn verði
spegilsléttur. Þá er þetta bara
dýrðin ein,“ segir sr. Bolli Pétur
Bollason í Laufásprestakalli og
leggur áherslu á að ferðalagið sé
upplifun rétt eins og hátíðin sjálf.
Pílagrímsferðir
Á meðal gangandi gesta verður
70 manna hópur 18-25 ára inn-
lendra og erlendra ungmenna, sem
taka þátt í sérstöku ungmenna-
samskiptaverkefni Akureyr-
arkirkju. Kussungsstaðaætt kemur
saman á Lómatjörn og gerir Bolli
ráð fyrir að flestir ef ekki allir
Lómtirningar taki þátt í mess-
unni. „Þetta eru pílagríms-
ferðir fyrir marga,“ segir
hann og vísar til þess að í
kirkjugarðinum hvíli ætt-
menni gesta og sumir
hverjir hafi lagt leg-
steina á leiði forfeðra
sinna, en fólk komi víðs
vegar að til þess að
minnast þeirra.
Arnhildur Valgarðsdóttir org-
anisti stýrir sönghóp Lómtirninga
og sagðar verða sögur en Ferða-
félagið Fjörðungur selur lummu-
kaffi í skála félagsins eftir messu.
„Þetta er viðburður. Hátíð,“ segir
Bolli og bætir við að sumarkirkjan
sé nokkuð öflug í prestakallinu. „Ég
hef gaman af óhefðbundnu helgi-
haldi og ég sé að það að tengja
saman útivist og göngu við helgi-
haldið virkar mjög vel.“
Sr. Kristján Valur var upphafs-
maður messunnar, en 2008 mættu
160 manns og nær 200 manns í
fyrra. Prestarnir Kristján og Jón
Helgi Þórarinsson messuðu 2008 en
síðan hafa Kristján og Bolli annast
prestsþjónustuna. „Þetta er ævin-
týri, heilmikil upplifun,“ segir Bolli.
Útivist og helgihald í Fjörðum
Ævintýri í sex
tíma siglingu eða
akstri og göngu
Messa Búist er við fjölmenni í messu á Þönglabakka í Þorgeirsfirði á sunnudag en í fyrra voru þar nær 200 manns.
Áhugahópur um messuhald á
Þönglabakka í Þorgeirsfirði
og varðveislu Fjörðungasögu
hefur skipulagt helgihald á
Þönglabakka síðan 2008.
Þönglabakkakirkja var til forna
helguð Ólafi helga. Ólafs-
messa er 29. júlí og því er
messað á Þönglabakka
síðasta sunnudag í
júlí ár hvert.
Þönglabakkakirkja
var tekin ofan 1944 enda þá engin
byggð lengur í Fjörðum. Enn mót-
ar fyrir grunni kirkjunnar í kirkju-
garðinum og þar er messað. Séra
Sigurður Jónsson sat Þöngla-
bakka síðastur presta og fór það-
an 1902 eftir níu ára dvöl. Séra
Jón Reykjalín, forfaðir Lómtirn-
inga, var prestur á Þönglabakka
1863-1888 en þjónaði Svalbarði
1873-1875 og þá var prestlaust í
Fjörðum.
Varðveita Fjörðungasögu
ÞÖNGLABAKKAKIRKJA HELGUÐ ÓLAFI HELGA TIL FORNA
Sr. Bolli Pétur
Bollason