Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 21

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 21
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 7 35 þeirra, að fara má nærri um ættstöðvar og fæðingarhérað hvers þeirra. Nú bregður svo kynlega við, að úr Austfirðingafjórðungi finnst ekkert hirð- skáld. Þegar við minnumst skáldafæðar frændþjóðanna til forna, hlýtur at- hyglin ósjálfrátt að beinast til hins hirðskáldalausa landsfjórðungs. Hér sést hilla undir vegarmerki, sem taka má mið af. Það er auðsætt, að skáld- menntin hefur ekki að fornu fari fest verulega rætur austan lands eða í Þing- eyjarþingi. Austan Eyjafjarðar og Markarfljóts er aðeins eitt hirðskáld af 35. Glúmur Geirason ólst upp í Mývatnssveit, en fluttist á unga aldri vestur á land. Þar staðfestust niðjar hans í byggðum Breiðafjarðar. Fornskáldum okkar má gjarna skipa í tvo höfuðflokka: hirðskáld og tækifærisskáld. Þegar Finnur Jónsson hafði lokið við að telja upp tæki- færisskáldin úr þeim landsfjórðungum, fórust honum orð eitthvað á þessa leið: Undravert er það, hve fá skáld eru kunn frá Austurlandi. Þar er varla öðrum til að dreifa en Grími Droplaugarsyni. Finnur Jónsson hélt samt öllu til haga í skáldatali sínu. Auk Gríms nefnir hann tvö skáld úr Múlaþingum: Helga Ásbjarnarson, sem eignuð er vísa í Droplaugar- sona sögu, og Þorkel nokkurn svartaskáld. Fékk Þorkell að fljóta með vegna viðurnefnisins. Af Norðurlandi austan Eyjafjarðar er getið þriggja skálda auk Gríms Geirasonar og tveggja í Skaftafellsþingi. Meðal þessara skálda er Vöðu-Brandur frá Laxamýri, sem sagður er hafa kveðizt á við mann og haft betur. Allir hinir eiga skáldanafnið hinu sama að þakka sem Helgi Ásbjarnarson. Nöfn þeirra eru í fornritum hvert um sig tengd við eina tækifærisvísu. Það er von, að Finnur Jónsson undraðist skáldafæð Austurlands og ljóðaleysi. Hann hafði alls talið upp um 120 íslenzk skáld frá 10. og 11. öld, sem hægt var að héraðsfesta með nokkrum sanni. Að- eins níu þeirra komu á landið austan Eyjafjarðar og Markarfljóts. Og meðal þeirra var ekkert meira háttar skáld svo vitað sé, nema Glúmur Geirason. Hann mætti þó eins vel telja meðal vestfirzkra skálda. Enda ekki ólíklegt, að skáldmennt sína hafi hann numið í Breiðafirði. Af skattbændatali Gissurar biskups Isleifssonar má fá allglögga hug- mynd um mannfjöldahlutföll landsfjórðunganna á fyrstu öldum íslands- byggðar. Um aldamótin 1100 töldust skattbændur í Austfirðingafjórðungi sjö hundruð, tólf hundruð í Norðlendingafjórðungi, níu hundruð í Vestfirð- ingafjórðungi og í Sunnlendingafjórðungi tíu hundruð. Þegar Þingeyjarþingi og Eyjafjallasveit er bætt við Austfirðingafjórðung hinn forna, má auðsætt vera, að sá landshluti hefur sízt haft minni mannfjölda en hver hinna fjórð- unganna, þannig skertir. Mun varla komizt nær sanni um íbúafjöldann en að áætla alla fjóra landshlutana nokkurn veginn jafna að manntali til forna, því að hver þeirra hefur haft frá 9 til 10 hundruð skattbænda. Mun ég nú í grein þessari kalla hinn forna Vestfirðingafjórðung, sem takmarkaðist af Hvítá í Borgarfirði og Hrútafjarðará, Vesturland, Norðlendingafjórðung vest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.