Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 31

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 31
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 17 slcáld og kvenna-staði: SuÖurland, Norðurland, Vesturland. Fyrir mínum sjónum er málið skýrt. Skáldmenntin og hin miklu kvenréttindi hafa eitt sinn verið greinar á sama menningarmeiði. Rætur þess stofns hafa ekki sótt næringu sína í norska mold. En hvert þá ? Ur þeirri gátu er þyngri þraut að leysa. Samt mun lausnar leitað, og ég sé þegar glitta á götuslóða, er ganga má fram á leið. Hann skal rakinn, svo langt sem ratljóst er, inn í rökkur heiÖinnar fyrnsku. Barði Guðmundsson. Stefan Zweig látinn. Fyrir fáum dögum bárust þau tíðindi, að s\áldið og sagnfrœð- ingurinn Stefan Zweig hefði framið sjálfsmorð ásamt \onu sinni, i Rio de Janeiro i Brasilíu, sextugur að aldri. Með honum er hniginn snjallasti og tíiðþunnasti listamaður þeirrar einu bóþmenntagreinar, sem hœgt er að telja séreign nútím- ans: hinnar nýju, sálfrceði- legu sagnaritunar í listrœn- um búningi. Slík sagnaritun er aðeins á s\álda fœri, enda hóf Stefan Zweig höfundar- feril sinn sem Ijóðskáld, og liggur eftir hann ágœtt þvœðasafn, ásamt snilldar- þýðingum á Ijóðum Ver- laines, Baudelaires og Ver- haerens. Au\ þess hefur hann ritað langar smásögur og lei\rit. Fyrir tveim árum (1939) kom út eftir hann löng skáldsaga, Ungeduld des Herzens (Oþreyja hjart- ans), sem talin er mikið listaverk• En þœr bœ\ur, sem halda munu nafni hans lengst á lofti, eru þó œvisögur hans. Af þeim má nefna œvisögu Verlaines, Þriggja meistara (Balzacs, Dicþens og Dosto- jevskis), Erasmusar frá Rotterdam, Fouchés (lögreglustjóra Napó- leons), Maríu Stúart, Maríu Antoinette og Magellans. Þrjár hinar síðasttöldu hafa Verið þýddar á íslenzþu, auk safns smœrri ritgerða um söguleg efni (Undir örlagastjörnum) og langra smásagna (Leyndarmálsins og Amok, er ber á islenzþu heitið Hlaupaæðið, óheppilegt nafn). Vafalaust hefur þynborin ást á sögu og virðing fyrir listrœnni frásögn með þeirri þjóð, sem ól Snorra Sturluson, átt miþinn þátt í því, að Stefan Zweig hefur verið þýddur og lesinn á íslenzku framar flestum eða öllum öndvegishöfundum vorra tíma. Frh. á bls. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.