Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 46

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 46
32 HELGAFELL sem fyrirlestrarnir höfðu á Norðurlöndum, þótt skammvinn væru, verða að- eins skýrð með því, að Norðurlönd höfðu fram til þessa staðið að mestu utan við þjóðbraut þessarar hreyfingar. 3. ÞaS var lengi skoðun manna, að Brandes hefði flutt realismann inn í bók- menntir NorSurlanda, og þar með væru andleg afreksverk hans upp talin. Þetta er að miklu leyti bókmenntaleg þjóðsaga. Brandes var fyrst og fremst boðberi hins róttæka frjálslyndis Evrópu á NorSurlöndum. En hitt er satt, að söguskoðun sú, sem einkenndi Meginstrauma, hafði í för meS sér nýtt mat á listum og bókmenntum aldarinnar, ný listræn viðhorf. Skáldið og lista- maðurinn voru ekki aðeins dæmdir af dómstóli fegurðarinnar. Þeir urðu líka að svara til saka fyrir dómstóli frelsisins, fyrir dómstóli hinna sögulegu framfara.. ListamaSurinn skapar ekki aðeins fegurð, hann smíðar einnig vopn til að breyta þjóðfélaginu. Því kveður Brandes upp svo þungan dóm yfir hinum þýzku skáldum rómantísku stefnunnar, sem flýðu veruleikann og samtíS sína og sviku frelsishugsjón hennar. Brandes ætlar skáldunum annað hlutverk og meira, og það er eins og hann lesi hinni ungu skálda- kynslóð NorSurlanda stefnuskrá hinnar nýju listar, er hann segir: ,,Sonur hins nýja tíma mun ekki leita að stjörnu sinni á himnum né skyggnast um eftir bláa blóminu úti viS sjóndeildarhringinn. Þrá er dáðleysi. En hann mun drýgja dáð. Hann mun skilja, hversvegna Goethe lætur Wilhelm Meister verða lækni að lokum. ViS verðum allir að verða læknar. SkáldiS líka“. Þetta bókmenntaviðhorf Brandesar hlaut auðvitað að marka mjög dóma hans um danskan skáldskap samtíðar hans. Hann sagði löndum sínum af- dráttarlaust, að þeir ættu ekki aðrar bókmenntir en bókmenntir feðranna, og þær væru ekki tjáning lífs þeirra, heldur drauma. Þær bókmenntir einar væru með lífsmarki á vorum dögum, er ,,settu viðfangsefni á dagskrá“. Dönsk skáld kvað hann vanta listræna dirfsku, og því væri þeim meinað að skapa sérkennilegan skáldskap, er væri við tímans hæfi. Þessar vísbendingar Brandesar um listræn viðfangsefni kölluðu samtíðar- menn hans realisma. En í bók sinni RuÖningsmenn tiorra tíma, þar sem Brandes kannar lið það, er hafði skipað sér undir merki hans, túlkar hann listastefnu þá, sem hann hafði rutt braut í bókmenntum Norðurlanda, og kallar hana natúralisma, því að hún feli í sér alla hluti tilverunnar, allt frá blíðasta álfaljóði Shelleys til ostahljómkviðu Zola. ÞaS fór fjarri því, að Brandes vildi skera listamönnunum þröngan stakk eða skammta þeim verk- efnin. Hann hafði engan hug á að verða barnfóstra norrænna skálda. En hann vann ljósmóðurstarf viS fæðingu hins nýja skáldskapar NorSurlanda á 7. tugi síðustu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.