Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 49

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 49
GEORG BRANDES 35 áður var. Nafn hans var ekki það Gjallarhorn, er það hafði verið á 7. tugi aldarinnar. Það var orðið hljótt um nafn hans, orð hans vöktu hvorki hrifn- ingu né hneyksli. Hann stóð einn uppi, en lið hans tvístrað eða týnt. Ungu skáldin, sem höfðu klappað honum hæst lof í lófa, gerðust liðhaupar og sendu honum þá stundum tón- inn úr hinum herbúðunum. Sumir sneru aftur heim til föð- urhúsanna iðrandi syndarar eftir stutta útivist með Brand- es. Einn gerðist kaþóskur og orti helgisögur, annar varð þjóðskáld og lagði stund á danskar dyggðir. En það voru ekki aðeins einstakir menn, sem brugðust Brandes. Öldin sjálf, hinn þungi straumur tímans, fór allt aðrar slóðir en hann hafði búizt við á Sturm und Drang-skeiði sínu. Ég sagði hér á undan, að Brandes hefði boðað á Norðurlöndum hið borgaralega frjálslyndi, eins og það reis hæst á fyrra helmingi 19. aldar. Það var frjáls- hyggja og uppreisnarhugur Shelleys, Byrons og Heines. En þeirra öld var sokk- in í sjó. Eftir byltingarnar 1848 bar hin borgaralega frelsishreyfing Evrópu aldrei sitt barr. Hún beið mestan ósigur, er Bismarck sameinaði Þýzkaland með vopnum Prússlands og hersnilli junkaranna. Það var upphaf járnaldar- innar í Evrópu, vígbúnaðarins, þjóðernisrembings og stórveldastefnu. Upp- reisn Parísarborgar 1871 skaut frönsku borgarastéttinni skelk í bringu, svo að hún þóttist hvergi óhult, nema í faðmi afturhaldsins. Valdstéttir Evrópu leit- uðu hælis undir verndarvæng kirkju og ríkisvalds, og vildi nú enginn sína barnsæsku muna. Og því kom boðskapur Brandesar of seint í heiminn. Þótt hann hrósaði sér af því, að hann væri oddviti evrópskrar samtíðar, þá var hann í rauninni fulltrúi evrópskrar fortíðar. Þess vegna urðu áhrif hans svo skamm- vinn í Danmörku. Hin taumlausa einstaklingshyggja hans og andúð á kirkju og kristni, alþjóðastefna hans og ýmugustur á þjóðlegum erfðum, leiddu til þess, að það kólnaði æ meira í kringum hann. Hann þýddist ekki pólitískar GEORG BRANDES: Farandriddari (i859) MeSan hnjúkur ris eða hrynur sœr, er hef ég ei litið skarta, meðan brosir fögur og bltðlynd mcer, sem brenndi mig ekki á hjarta, — meðan rangsleitnin á sér virki og völd, og vopn min ei stey-pa henni, á meðan hnýttur er heiðurskranz, heima fyrir eða utanlands, nokkrum níðingi um enni, — mun sál mín ei finna frið né ró á farandriddarans vegi. — — Ó, ég, sem eilífðar þyrfti, en f>ó á það eitt víst, að ég deyi! Magnús Ásgeirsson xslenzkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað: 1. hefti (01.03.1942)
https://timarit.is/issue/370149

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. hefti (01.03.1942)

Aðgerðir: