Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 29

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 29
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 15 Islands, þótt ekki væri ég honum samþykkur í öllum atriðum. Kvenna-staðir Vesturlands reyndust 14,5 af hundraði, Norðurlands 12,2 og Suðurlands 10,1. En á Austurlandi var hundraðshluti kvenna-staðanna 7,9. Við samanburðinn lét ég ótalda ,,staða“-bæi Vestmannaeyja, því að víst er, að þeir einu kvenna-staðir, sem þar finnast, hlutu nafn sitt á 13. öld. Jafnframt er rétt að benda á það, að Finnur Jónsson hefur talið til kvenna- staða bæina Dísastaði og Kolfreyjustaði í Suður-Múlasýslu, Dísastaði í Ár- nessýslu og Meiðastaði í Gullbringusýslu, en látið ónefnda í þeim flokki Torfustaði í Núpsdal og Torfustaði í Bólstaðarhlíðarhreppi. Við þetta er bágt að una, þótt reyndar skipti það ekki miklu máli. Finnur Jónsson hyggur, að Dísastaðir hafi að forlið kvenmannsheitið Dís, og er það hrein getgáta. Konuheitið Dís má hérlendis heita næstum óþekkt frá fyrri öldum, en á hinn bóginn var dísaátrúnaður allmikill meðal Islendinga í heiðni og finnast merki hans í örnefnum á Vestfjörðum, svo sem Kálund hefur bent á í íslands- lýsingu sinni. Torfustöðunum tveim hefur Finnur Jónsson sleppt úr kvenna- staðaflokknum, sökum þeirrar einkennilegu ímyndunar, að þeir hafi upp- runalega heitið Torfastaðir. Þetta er öldungis út í bláinn. 1 jarðabók Árna og Páls eru bæirnir nefndir Torfustaðir. Er þess sízt að vænta, að hið fágæta konunafn Torfa hafi verið sett í staðinn fyrir karlmannsheitið Torfi, enda er sjón sögu ríkari um það, að á síðustu tímum hefur einmitt hið gagn- stæða átt sér stað um báða þessa bæi. Þannig er máli einnig háttað um Torfustaði í Miðfirði, sem kenndir voru við Skáld-Torfu, móður Bersa. Um Meiðastaði og Kolfreyjustaði skal hér ekki fjölyrt, en vísað til umsagnar Hannesar Þorsteinssonar í Árbók Fornleifafélagsins 1923. Ýmsar athugasemdir mætti einnig gera við skrá Finns Jónssonar yfir karla-staðina, en því verður ekki við komið í þessum stutta þætti. Nokkrar til- færslur milli karla-staðaflokksins og flokks þeirra ,,staða“-nafna, sem ekki hafa mannanöfn eða viðurnefni að forlið, skipta líka litlu við þann saman- burð, sem hér er verið að gera. Með þeim leiðréttingum, sem nefndar voru, verða fjöldahlutföll kvenna-staða hinna fjögra landshluta þannig: Vesturland: ... , .. . 124 staðir. Þar af kvenna-staðir 18 eða 14,5% Norðurland ... ... 222 29 - 13,1% Suðurland : . .. ... 156 14 - 9,0% Austurland: .. ... 214 15 - 7,0% Þess er auðvitað enginn kostur að draga skýra markalínu milli þeirra kvenna-staða, er vitnisburð veita um frjálsræði og virðingu fornkvenna, og þeirra ,,staða“, sem heitnir eru eftir umkomulausum einstæðingskonum. En það má fullyrða, að flestir kvenna-staðir Austurlands hafa verið furðulega bágborin býli. Ef við látum ótalda alla ,,staða“-bæi, sem að dýrleika eru tald- ir undir 10 hundruðum, dregst Austurland stórlega aftur úr. Nú nemur kvenna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.