Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 62
48
HELGAFELL
rithöfundar treysta því, að þvílíkir aðdrættir vitn-
ist ekki, jafnvel áður en þeir hafa þeirra fullar
nytjar. Ahrifa frá fyrri meisturum höfundar, þeim
H. K. L. og síðar Guðm. Hagalín, eftir að Sturla
i Vogum hlaut opinbera viðurkenningu núver-
andi atvinnumálaráðherra og fleiri mætra manna,
gætir enn á stangli í stíl Guðm. Dan., en sýnilega
er hann að reyna að losa sig við þau.
Annars er Guðmundur Daníelsson efnilegur
og geðþekkur höfundur á marga lund. Hann er
hugkvæmur og hressilegur og ávallt mjög læsi-
legur, ekki sízt af því, að frásagnargleði hans
sjálfs kemur lesandanum ósjálfrátt í gott og frjótt
skap. I næstsíðustu bók sinni, með hinu hvim-
leiða nafni: Á bökfcum Bolafljóts, nálgast hann
ágætan skáldskap á köflum, í lýsingum úr átt-
högum sínum austan fjalls, einkum á blæbrigð-
um náttúrunnar eftir árstíðum og veðurfari. En
smekkvísi hans er hvergi nærri örugg, og sjálf-
stæði hans gagnvart öðrum höfundum og ,,bók-
mennta“kröfum reipdráttarmanna líðandi stund-
ar hefur verið nokkuð valt á fótum til þessa.
Afköst hans hafa líka verið meiri en svo, að
rétt sé að ætla að hann hafi nokkru sinni náð
þeim árangri, er ýtrasta vandvirkni og sjálfsagi
kynnu að hafa orkað, og er þetta sagt honum
og öðrum, sem óskilið mál eiga, til ásökunar,
en ekki til afsökunar.
En fái skáldlegir hæfileikar Guðm. Daníels-
sonar að njóta sín fyrir dugnaði hans, má vænta
mikils af honum, einnig í þessari framhaldssögu,
þrátt fyrir veilur í fyrsta hluta hennar. Um hitt
ber honum framar að hlýða guði en mönnum,
hvort hann kýs að þjóna list sinni í fylkingar-
brjósti eða fílabeinsturni, en reyndar má list Guð-
mundar Daníelssonar fágast eigi all-lítið, ef hann
á að sóma sér vel á síðarnefnda staðnum.
M. Á.
Þórir Bergsson: VEGIR OG VEG-
LEYSUR. Isafoldarprentsmiðja h. f.
1941. — 174 bls. Uppseld.
Höfundurinn er löngu þjóðkunnur fyrir smá-
sögur sínar, sem sumar eru meðal þess, sem
bezt hefur verið gert í þeirri grein hér á landi,
en þetta er fyrsta skáldsagan, sem eftir hann
birtist, og má hún þó öllu heldur teljast löng
smásaga. Efni hennar er ekki risavaxið fremur
en búast má við af þeirri tegund skáldskapar,
og varla getur það heldur talizt til nýjunga,
hvorki í bókmenntum eða daglega lífinu, að
ungur maður fari í sumarfrí, verði ástfanginn og
trúlofi sig. En um þetta fjallar sagan og þó að-
eins að uppistöðunni til. Jafnvel hásumardýrðin,
sem annars er yfir umhverfi og frásögn sögunn-
ur, býr yfir hryllilegu myrkri, sem á það til að
kasta skuggum sínum í dramatískri óhugnan
inn yfir hið bjarta leiksvið. Það er í þessum at-
riðum, sem höfundurinn nýtur sín bezt og sagan
verður lesandanum minnisstæðust. En öll er frá-
sögnin með beztu einkennum þessa höfundar,
hreinlegum stíl og vönduðu málfari. Þórir Bergs-
son hefur með þessari bók bætt við sig mörg-
um nýjum lesendum og nú mun þeim öllum
forvitni á að vita, hvenær vænta megi fyrstu
stóru skáldsögunnar frá hans hendi.
T. G.
Verðlaunasamkeppni
Helgafell hefur ákveðið að efna til samkeppni um tvenn verðlaun
fyrir beztu og næst beztu smásögur, er tímaritinu kunna að berast
fyrir 20. júní n. k., enda séu ein eða fleiri af sögunum þeim kostum
búnar, að verðlaun komi til greina. Sögurnar séu um efni úr íslenzku
nútímalífi. Stærð þeirra má ekki fara fram úr 12 síðum í Skírnisbroti.
Handrit séu vélrituð og auðkennd, og fylgi nafn höfundar í lokuðu
umslagi, er beri sama einkenni.
Þriggja manna dómnefnd fjallar um sögurnar, og eiga sæti í henni
Þórir Bergsson rithöfundur og ritstjórar Helgafells.
Fyrir beztu verðlaunahæfa sögu verða greiddar sjö hundruð hrónur,
en fyrir næst beztu þrjú hundruð og fimmtíu þrónur. Sérstök ritlaun
verða ekki greidd fyrir þær sögur, er verðlaun hljóta. Tímaritið áskilur
sér rétt til að birta þær sögur aðrar, sem það telur við sitt hæfi, og
verða höfundum þeirra goldin venjuleg ritlaun.