Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 38
24
HELGAFELL
anna. Ilmgufan, þung og höfug, minnir
á bragðið af engifer. í þorpunum litlu,
sem við þjótum í gegnum, leiðir skipan
húsanna, sem virðast byggð í hrúgum
og kösum, hugann að því, að frum-
byggjar eyjanna voru hellisbúar, grófu
sér holur og ranghala í mjúka móhell-
una og undu vel í grenjum sínum, —
svo vel, að sumir af hellum þessum eru
í notkun enn í dag.
Hér og þar eru karlar og konur á
akri að taka upp jarðepli. Víða með
veginum eru bananaekrur. Vatnsþrær
með spanskgrænu vatni eru ekki sjald-
gæf sjón. Vatnið í þeim er svo grænt,
að öll önnur grænka bliknar.
Sandurinn í Orotavavíkinni er svart-
ur og grófur, af baunastærð og stærri,
svíðandi heitur á efra borði, en rakur
ef hróflað er við honum. Börn og bað-
endur, sem sól og sjór hefur brúnað,
skemmta sér með ströndinni fram.
Upp á þennan svarta sand skellur
brimlöðrið drifhvítt.
Dagurinn er ósköp vinalegur, en
langt til hafs eru skúrirnar að draga
fyrir með netjum sínum, það er ef til
vill hyggilegt að nota sólskinið, meðan
það gefst. Ég helli sandi úr skóm mín-
um, sting tveim steinvölum í vasa
minn, og ekillinn er til með að aka í
kapp við rigninguna, sem er að smá-
nálgast land.
Við höldum með hlíðum fram, sem
leið liggur, þegar ég heyri allt í einu
skot í brekkunum fyrir neðan okkur,
skot og skot á stangli. Ég spyr, hvað
hér sé að veiða, en ekillinn má ekki
vera að því að svara mér, hann lætur
bendingar nægja. Á þrepi fyrir neðan
versta brattann er fólk á skrúðgöngu
um akrana. Fyrir ganga prestar og
djáknar og drengsnáðar í litklæðum,
hárauðum, hvítum, bláum og gullnum,
en í kjölfar þeirra fylgir sauðsvartur al-
múginn. Þetta er virðuleg sjón undir
bláum himni með skúradrögum og
með vorgrænkuna í kring. Og að baki
hafflöturinn, grænn sem væri hann úr
göfugum steini og fágaður. En hví er
fólkið að skjóta ? Hér nægja ekki bend-
ingar, ekillinn tekur sér tíma og skýr-
ir fyrir mér, að verið sé að vígja land-
ið undir vorverkin, hreinsa akrana af
illum öndum. En hvað er þetta, sem
borið er fyrir ? Jú, það er María mey,
hún er borin á hlera. Jæja, í Moskva
í haust, sem leið, var það Lenin, hér
er það María guðsmóðir. Einhverju
verður að trúa. Ekillinn lyftir derhúf-
unni, og vindurinn kembir ljósgula
lokkana. Þá tek ég einnig ofan. Eins
og í Moskva. Það er svo hátíðlegt, þeg-
ar guðir og menn mætast á víðavangi.
Væri ekki réttast að nema hér stað-
ar ? Stíga út úr vagninum, kveðja ekil-
inn, setjast að og verða langlífur í land-
inu ? Litir og hvellir, — dúmm-dúmm !
Hér ætti maður að geta kunnað við
sig. Þetta er svo einfalt og óbrotið fólk,
að því er virðist. — Daginn eftir er ég
staddur í litlu sjómannakirkjunni í Las
Palmas, San Telmo. Tvær svartklædd-
ar konur koma með blómvönd. Prest-
urinn, sem tekur við honum, setur
hann í blómsturker og kemur kerinu
fyrir við fætur frelsarans. Konurnar
eru hálfuppburðalitlar gagnvart presta-
stéttinni, en taka sig samt til og færa
kerið að fótum guðsmóður, — fer það
ekki betur þarna ? Prestinum finnst,
að það fari betur á hinum staðnum.
Um þetta verður dálítið þref. Ósköp á
ég bágt með að leggja ekki orð í belg:
Mér virðast blómin nægja handa báð-
um, væru kerin tvö. En ég er aðeins
ferðalangur og á ekki heima hér, enn
sem komið er.
En var ég annars farinn frá Tener-
iffa, þar sem lyngið verður að stór-