Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 59
BÓKMENNTIR
45
til þess, að höfundurinn gerir sér ekki nógu
skýra grein fyrir því, sem hann hyggst að lýsa,
til þess að takast megi að túlka það á sannan
og ótvíræðan hátt. Það er t. d. erfitt að fá
^kveðna mynd út úr setningu sem þessari, í
kvæðinu Fossar (bls. 22) :
..Sífellt nóttin og dagurinn drjúpa
eins og daggartár um hylji og flug“.
Og enn annars staðar virðast orðin hafa valizt
í ljóðlínurnar án verulegrar hliðsjónar'af efninu.
Eftirfarandi ljóðlínur úr kvæðinu Hófatak (bls.
32), geta tæplega talizt góður kristindómur og
því síður skilmerkilegur skáldskapur:
..Drottinn blessar hinn harða hóf,
er hörpu vegarins slær,
sem knýr fram tárin úr klökkri rót,
en kletturinn undir hlær“.
Og þá trúi ég því naumast, að skáldkonan
hefði komizt svo að orði sem hún gerir, í
kvæðinu Höndin (bls. 54), ef hún hefði haft
betra taumhald á orðavalinu, eða séð fyrir sér þá
mynd, er hún hyggst að lýsa:
,,— og lagði síðast í lófa þinn
eitt léttúðarbros og svikinn eið“.
Annars er listræn skynjun og glæsilegt mál-
far, þrátt fyrir þetta, þau sérkenni skáldkon-
unnar, sem víða gefa kvæðum hennar mjög
heillandi yfirbragð, og þar sem henni auðnazt
að stilla tilhneigingu sinni til orðskrúðs í hóf,
ná þessir kostir hennar mjög sjaldgæfri full-
komnun. Það er næsta óvíða, sem hægt er að
tala um beinar smekkleysur í meðferð hennar á
máli og stíl, og þótt slíkt komi fyrir, eins og í
lýsingunni á hafinu, (bls. 91) — ,,Sko úfna
makka og hvassar klær“, eða orðið ,,undabik-
ar“ (bls. 26), sem mér finnst hryllilegt, þá eru
það hreinar undantekningar.
Með meiri sanni má finna að því, að
mörg kvæðanna eru næsta hversdagsleg að efni
og meðferð, eins og kvæðin Snjór (bls. 19),
Fossar (bls. 22) og síðast, en ekki sízt Hefnd
Hallgerðar (bls. 26), sem löngum hefur orðið
íslenzkum ljóðsmiðum eitt hið handhægasta
yrkisefni og skýtur hér enn upp kollinum í sínu
hefðbundnasta formi. En þótt þegar af þeirri
ástæðu sé ekki mikils skáldskapar að vænta af
slíku kvæði, verður það engu síður að teljast
allt of mikil nægjusemi, að ætlazt til verulegrar
túlkunar á dramatískri hæð efnisins í annarri
eins setningu og þessari:
,,Hallgerður gaf ei hár á bogann“
Og það bætir lítið úr skák, þó höfundurinn lýsi
hárinu sem
,,fögrum lokk, sem löðrung (sic!) brenndur
lék um svanabjartan háls“.
Slík vinnubrögð stinga mjög í stúf við það, sem
annarsstaðar er bezt gert í þessari ljóðabók.
Því enda þótt ég hafi drepið á sumt það, sem
ég tel miður fara í ljóðum Guðfinnu Jónsdóttur,
og síður vikið að hinu, sem með engu minni
rétti má telja henni til gildis, þá hef ég samt
valið þá aðferð beinlínis vegna þeirra mögu-
leika, sem mér finnst að kvæði hennar búi
yfir. Og enda þótt tæplega verði sagt, að þau
færi út svið íslenzkrar ljóðagerðar, eða fylli þar
í verulegar eyður, og jafnvel þótt ekki verði séð
af neinu einstöku kvæði í þessari bók, hversu
höfundinum megi takast að gera sér skáldskap úr
nýstárlegri viðfangsefnum, má hitt sín þó meir,
að yfir flestum þeirra er ferskur andvari, mild
neiðríkja, sem gefur þeim tæran og bjartan svip.
— Frá hendi útgefandans er bókin einnig mjög
vönduð og falleg. Það er yfir henni allri ein-
hver kvenlegur þokki, sem fer vel ljóðum þess-
arar ungu og gáfuðu skáldkonu.
T. G.
Meistari, sem þyrfti að
endurfæðast
EDDA ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR.
— Bókaútgáfa Heimskringlu — Reykja-
vík 1941. 254 bls. Verð: ób. kr. 19,00,
ib. kr. 24,00.
Bók þessi er heitin eftir Eddu Snorra Sturlu-
sonar og virðist raunar til hennar stofnað af
höfundarins hálfu sem einskonar hátíðarits á
sjö hundruð ára afmaelis þessa ,,koll-leka“( !)
hans. Er óþarft að fara mörgum orðum um þann
smáborgaralega skort á andlegri háttprýði, sem
lýsir sér í nafni bókarinnar, en aftur á móti verð-
ur ekki hjá því komizt, að víta Jóhannes frá Kötl-
um fyrir það að hafa, af skömmum sínum,
flekað höfundinn til að taka það upp, eins og
ráða má af inngangsorðum bókarinnar. — Er
þetta heildarútgáfa af ljóðum Þórbergs, óprent-
uðum og áður prentuðum, og má ætla að hér
sé til tínt flest eða allt, sem eftir höfundinn ligg-
ur í rímuðu máli; að minnsta kosti er ekkert i
bókinni, sem bendir til þess, að um úrval sé
að ræða. Kvæðin eru til orðin á árunum 1909
til 1941, og gefst því hinum mörgu lesendum
Þórbergs þess kostur hér, að fylgjast með hon-