Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 23

Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 23
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 9 enga hliÖstæðu í þessu efni, nema ef hæfa þætti að nefna sögu Drop- laugarsona. Það er auðséð, að á fyrstu öldum íslands sögu hefur verið mikill munur á menningarviðhorfum vestur- og austurhluta landsins. Þetta er staðreynd, sem ekki verður vefengd. Skáldatalið eitt saman veitir nægilega sönnun. Af því má ráða, að ættir þær, sem skáldmennt iðkuðu, hafi flestar í önd- verðu valið sér búsetu á Vestur- og Norðurlandi, einkum í Vaðlaþingi að meðtöldum Fljótum, í Húnavatnsþingi, við ísafjarðardjúp, í Breiðafjarðar- byggðum, um Snæfellsnes og á suðurjaðri Vestfirðingafjórðungs. Það þarf ekki heldur að leita langt eftir ljósu auðkenni á sérmenningu þeirra kyn- kvísla, sem rækt lögðu við skáldmenntina. I skáldatali Finns Jónssonar um 10. og 11. öld eru rúmlega eitt hundrað skáld kennd við föður sinn eða móður. Tíu þeirra eru berlega kennd við mæður sínar í fornheimildum. Þótt þessi hópur hefði verið hálfu minni en raun ber vitni um, mætti samt telja fyrirbærið hið furðulegasta. Hin kunnu mannanöfn frá umræddum tíma sögu okkar munu leika á þúsundum, en meðal þeirra hefur mér ekki tek- izt að finna nema hálfan fimmta tug persóna, sem kenndar eru við mæð- urnar. Þegar skáld og skáldasystkini eru undanskilin, má mikið vera, ef meira en einn eða kannske tveir af hundraði eru þannig auðkenndir, en í skálda- flokknum er það næstum 10. hver maður. Þetta kynlega kennimerki skálda- ættanna er svo ótvírætt og hafið yfir alla tilviljun, að ég hef ekki hirt um að telja og flokka þann grúa mannanafna, sem koma fyrir í fornheimild- unum. 1 varúðarskyni tók ég samt til samanburðar við skáldatalið yfirlit Boga Th. Melsteðs um íslenzka skipaeigendur og farmenn á söguöld. Að frátöldum skáldum og systkinum þeirra, munu þar vera nefndir hátt á ann- að hundrað menn, sem kenndir eru við feðurna í fornritum, en aðeins einn ber nafn móður sinnar. Er það Sigurður Gunnhildarson, sem frá er sagt í Harðar sögu. Vert er að gefa því gaum, að þess gætir miklu meir í hirðskáldaflokknum en í hópi tækifærisskálda, að menn séu auðkenndir með móðurnafni. Meðal hirðskáldanna er sjötti hver maður kenndur við móður sína, en af tækifæris- skáldunum fjórtándi eða fimmtándi hver. Þetta er ofur eðlilegt. I heild sinni er hirðskáldatalið langtum traustara. Meðal tækifærisskálda eru ýmsir taldir, sem hæpið er um, hvort skáldanafn beri með réttu. Á hinn bóginn má ætla, að flest hirðskáldin hafi verið í góðskáldaröð, og af þeim ættum, er hæst báru merki hinnar forníslenzku skáldmenntar. Því beinist nú athyglin sérstaklega að þessum skáldaflokki. Þau hirðskáld, sem kennd eru við mæðurnar eru: Eilífur Guðrúnarson, Hrafn Guðrúnarson, Steinn Herdísarson, Bersi Skáld-Torfuson og Kormák- ur Dölluson. Mun rétt að telja Kormák hér með, þótt hann sé kallaður Og- mundarson í skáldatali. I Kormáks sögu eru þeir bræður á Mel, Kormákur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.