Helgafell - 01.03.1942, Síða 23

Helgafell - 01.03.1942, Síða 23
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 9 enga hliÖstæðu í þessu efni, nema ef hæfa þætti að nefna sögu Drop- laugarsona. Það er auðséð, að á fyrstu öldum íslands sögu hefur verið mikill munur á menningarviðhorfum vestur- og austurhluta landsins. Þetta er staðreynd, sem ekki verður vefengd. Skáldatalið eitt saman veitir nægilega sönnun. Af því má ráða, að ættir þær, sem skáldmennt iðkuðu, hafi flestar í önd- verðu valið sér búsetu á Vestur- og Norðurlandi, einkum í Vaðlaþingi að meðtöldum Fljótum, í Húnavatnsþingi, við ísafjarðardjúp, í Breiðafjarðar- byggðum, um Snæfellsnes og á suðurjaðri Vestfirðingafjórðungs. Það þarf ekki heldur að leita langt eftir ljósu auðkenni á sérmenningu þeirra kyn- kvísla, sem rækt lögðu við skáldmenntina. I skáldatali Finns Jónssonar um 10. og 11. öld eru rúmlega eitt hundrað skáld kennd við föður sinn eða móður. Tíu þeirra eru berlega kennd við mæður sínar í fornheimildum. Þótt þessi hópur hefði verið hálfu minni en raun ber vitni um, mætti samt telja fyrirbærið hið furðulegasta. Hin kunnu mannanöfn frá umræddum tíma sögu okkar munu leika á þúsundum, en meðal þeirra hefur mér ekki tek- izt að finna nema hálfan fimmta tug persóna, sem kenndar eru við mæð- urnar. Þegar skáld og skáldasystkini eru undanskilin, má mikið vera, ef meira en einn eða kannske tveir af hundraði eru þannig auðkenndir, en í skálda- flokknum er það næstum 10. hver maður. Þetta kynlega kennimerki skálda- ættanna er svo ótvírætt og hafið yfir alla tilviljun, að ég hef ekki hirt um að telja og flokka þann grúa mannanafna, sem koma fyrir í fornheimild- unum. 1 varúðarskyni tók ég samt til samanburðar við skáldatalið yfirlit Boga Th. Melsteðs um íslenzka skipaeigendur og farmenn á söguöld. Að frátöldum skáldum og systkinum þeirra, munu þar vera nefndir hátt á ann- að hundrað menn, sem kenndir eru við feðurna í fornritum, en aðeins einn ber nafn móður sinnar. Er það Sigurður Gunnhildarson, sem frá er sagt í Harðar sögu. Vert er að gefa því gaum, að þess gætir miklu meir í hirðskáldaflokknum en í hópi tækifærisskálda, að menn séu auðkenndir með móðurnafni. Meðal hirðskáldanna er sjötti hver maður kenndur við móður sína, en af tækifæris- skáldunum fjórtándi eða fimmtándi hver. Þetta er ofur eðlilegt. I heild sinni er hirðskáldatalið langtum traustara. Meðal tækifærisskálda eru ýmsir taldir, sem hæpið er um, hvort skáldanafn beri með réttu. Á hinn bóginn má ætla, að flest hirðskáldin hafi verið í góðskáldaröð, og af þeim ættum, er hæst báru merki hinnar forníslenzku skáldmenntar. Því beinist nú athyglin sérstaklega að þessum skáldaflokki. Þau hirðskáld, sem kennd eru við mæðurnar eru: Eilífur Guðrúnarson, Hrafn Guðrúnarson, Steinn Herdísarson, Bersi Skáld-Torfuson og Kormák- ur Dölluson. Mun rétt að telja Kormák hér með, þótt hann sé kallaður Og- mundarson í skáldatali. I Kormáks sögu eru þeir bræður á Mel, Kormákur

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.