Helgafell - 01.03.1942, Blaðsíða 43
GEORG BRANDES
29
Hálfri öld síÖar situr hæruskotinn maður á útikaffihúsi í Flórenz. Á
Piazza Vittorio Emanuele ganga ungir menn í smáhópum og syngja alltaf
sama sönginn. Þeir eru snöggklipptir upp á hnakka og láta ófriðlega. Grá-
hærði öldungurinn, Georg Brandes, spyr Itala einn, hvort þetta sé söng-
félag. ,,Nei, herra, það eru fasistar”. ,.Drottinn minn dýri“, segir Brandes.
,,Einu sinni voru unglingar Flórenzborgar allra laglegustu menn. Nú líta
þeir út eins og negrar!“
Georg Brandes mátti muna frelsishreyfingu 19. aldar, hann lifði bæði
vímu hennar og vonsvik. Hann fylgdi hinni 20. svo langt á leið, að hann
mátti sjá helstríð borgaralegs frelsis og opinbers velsæmis í andlegum og
pólitískum efnum. Það má rekja slóð þessarar þróunar í ritum hans, allt
frá guðmóði fyrirlestranna 1871 til mannfyrirlitningar og bölsýni elliáranna.
En samt gat þessi gamli maður rétt heiminum stirðnaða hönd sína til sátta:
,,Við verðum öll að efla gengi hins góða í heiminum“, sagði hann nokkrum
stundum fyrir andlátið.
1.
í júnímánuði 1862 var mikið um dýrðir í Kaupmannahöfn. Norrænir
stúdentar reyna enn einu sinni að blása lífsanda í skandínavismann á al-
mennu stúdentamóti. Á sviði konunglega leikhússins stendur Michael Wiehe
og flytur forleik Paludan-Möllers :
Gid Nordens Ungdom en Gang værdigt spille
sin Rolle ! Gid enhver maa göre Fyldest
for sit Parti! Gid aldrig det maa skorte
paa Flid, paa Troskab, Kræfter og Talenter !
Og gid han træde frem, det store Snille
(der muligvis, k.un af sin Genius \endt
er midt iblandt os her) det store Snille,
som efter Skæbnens Vilje skal udföre
den store Rolle og de store Ting..........
,,Menn sneru sér ósjálfrátt við í sætunum og skyggndust eftir snillingn-
um, sem skáldið hafði spáð um“, segir Brandes í lífssögu sinni. Hann var
sjálfur þarna inni staddur, horaður og pasturslítill stúdent, og þó flökraði að
honum, að hann væri sá, sem koma skyldi. Því að metnaðurinn var vaknaður
í brjósti þessa tvítuga unglings, sem var snauður að lífsreynslu, en ríkur
að bóklegri speki, og dreymdi sína fyrstu stóru drauma um ,,mikið hlut-
verk og mikla hluti“.
Georg Brandes var Gyðingur að ætt, af kaupmannafólki kominn, frem-
ur fátæku, en allur var heimilisbragur þess danskur. Foreldrar Brandesar